Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Ég er Kurt Westergaard
29.2.2008 | 11:03
Kurt Westergaard teiknari Múhameðs myndana á 81 alnafna í Danmörku og hefur fjöldi þeirra fengið líflátshótanir síðustu daga að sögn Jótlandspóstsins.
Ég lýsi yfir stuðningi mínum við Kurt Westergaard, prentfrelsi og frjálsa fjölmiðlun með því að segja ég er líka Kurt Westergaard.
Algóður Guð
29.2.2008 | 08:56
Út er komið 1. eintak tímaritsins SKAKKI TURNINN. Hið áhugaverðasta rit og lofar góðu. Í þessu blaði er m.a. grein sem ber nafnið VÍGAGUÐ eftir Illuga Jökulsson ritstjóra blaðsins. Þar er fjallað um textann í testamentunum eins og hann kemur fyrir, en ekki hentugleika túlkun eða seinni tíma skýringar.
Guð Gamla testamentisins var ekkert lamb að leika sér við. Hann hvatti þjóð sína margsinnis til fjöldamorða og skipaði beinlínis svo fyrir að engum skyldi þyrmt. Ekki konum, ekki gamalmennum, ekki, börnum drepið þau öll grenjaði Guð.Og Guð var líka liðtækur við manndrápin. Hann beitti þjóðernishreinsunum, efnavopnum, eiturhernaði og hryðjuverkum. Grimmd og miskunnarleysi voru einkenni hans þegar sá gállinn var á honum. Þegar Móses átti í höggi við faraó Egyptalands og faraó vildi láta undan kröfum Ísraelsmanna, þá herti Vígaguðinn hug hans á ný í þeim eina tilgangi að hann gæti haldið áfram skefjalausum hermdarverkum sínum gegn Egyptum.
Þau hermdarverk og fjöldamorð lofsungu Ísraelsmenn síðar á páskahátíðinni og gera enn. Og íslensk börn læra enn sögu fjöldamorðanna á Egyptum eins og um hafi verið að ræða stórkostlegan sigur hins góða.
Vott um kærleika Guðs.
Svona er upphaf þessarar greinar. Ekki er hægt að birta hana hér í heild sinni. Ég hvet alla að kaupa blaðið og lesa þess grein. Hún á erindi við alla hvort sem menn eru sammála því sem þar stendur eða ekki.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
?
25.2.2008 | 18:02
Í fangelsi vegna barnakláms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er síminn til þín!
25.2.2008 | 17:32
Ég hef verið að velta fyrir mér skynseminni í því að bæði Vodafone og Síminn auglýsa grimmt þessa dagana og fullyrða hvort um sig að þau hafi stærsta, besta og útbreiddasta GSM kerfið en með mismunandi orðavali og lagi. Svo er Hive á sveimi einhverstaðar þar á milli með auglýsingar sem ég efast um að standist skoðun.
Ef ég man rétt er það brot á lögum að ljúga í auglýsingum, fullyrða í efstastigi eða staðhæfa eitthvað sem ekki stenst.
Annað hvort stóra fyrirtækið segir ekki satt. Það er augljóst, og það brýtur því lögin. Þannig eiga menn ekki að bregðast við samkeppni.
Mér finnst þetta alvarlegt mál. Fullyrðingar beggja eru þannig að neytandinn hefur enga möguleika á að sannreyna þær. Það er ekki eins og um sé að ræða t.d. auglýst símtæki, eða verð á tiltekinni þjónustu þar sem símnotandinn getur borið saman mismunandi tilboð.
Eiga menn virkilega að meta það á grundvelli svona upplýsinga, ég er betri, bestur, stærstur o.s.f.v. hvort þeir skipta um símafélag eða ekki?
Eykur þetta ekki kosnað, sem hækkar reikningana, sem ekki er svikist um að senda, skilmerkilega, með upplýsingum um hvað gerist ef ekki er greitt í tíma?
Ljótar sögur heyrast af landsbyggðinni af þjónustunni, þar sem samkeppni er lítil sem engin.
Af hverju heyrist ekkert frá samkeppnisráði?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góði gamli Villi.
24.2.2008 | 14:33
Hvað mig varðar er opið hver tekur við embætti borgarstjóra af hálfu Sjálfstæðisflokksins í mars 2009. Borgarstjórnarflokkurinn mun ákveða borgarstjóraefnið í sameiningu þegar nær dregur. Segir Villi.
Hvað hefur breyst, hefur einhverri óvissu verið eytt eins og Geir formaður lagði ríka áherslu á að gert yrði? Menn sögðu fyrir helgi að nú yrði að taka af skarið.
Hefur það verið gert?
Villi gælir greinilega enn við það að verða borgarstjóri aftur og samkvæmt yfirlýsingu borgarstjórnaflokksins þá er það galopið.
Og allir lýsa yfir fullum stuðningi við Villa og yfirlýsingu hans.
Ég sé fyrir mér liðið brosandi út að eyrum í sjónvarpinu í kvöld, allir yfir sig hamingjusamir yfir þessum Salamóns úrskurði. Skyldi Geir vera sáttur?
Full samstaða er um að taka ekki á vandanum, óbreytt ásand. Þvílík lausn.
Ákvörðun síðar um borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Saltaður borgarstjórastóll
24.2.2008 | 12:57
Ekkert lát er á vandræðagangi borgarstjórnarflokks sjálfstæðisflokksins. Þar ríkir upplausnar ástand og þar er hver höndin uppi á móti annarri. Í þröngri stöðu leika þeir hvern biðleikin af öðrum, sem aðeins eykur á vandræðin. Nú hefur náðst sátt með enn einum biðleiknum og hún er þessi:
Sáttin felst í því að taka ekki ákvörðun um það að svo stöddu hver tekur við sæti borgarstjóra að ári heldur verður haldið um það sérstakt prófkjör innan borgarstjórnarflokksins. Jón Kristinn Snæhólm sem var aðstoðarmaður Vilhjálms þegar hann var borgarstjóri stakk upp á að þessi leið yrði farin í þættinum Hrafnaþing á sjónvarpsstöðinni ÍNN á fimmtudag. Reyndist hún vera sú eina sem allir borgarfulltrúar gátu sæst á sem og formaður og varaformaður flokksins.
Þetta er tekið af Vísi.is. Þar segir jafnframt að ekki hafi náðst sátt um Hönnu Birnu sem leiðtoga því stuðningsmenn Villa vilja Gísla Martein. Nú stendur borgarstjórnarflokkurinn enn veikari en áður. Samkvæmt hádegisfréttum ætlar góði gamli Villi að sitja áfram sem leiðtogi en ekki að taka við borgarstjórastólnum.
Hafi hann þegar ákveðið þetta, af hverju er hann þá að auka enn á vandræðaganginn? Getur það verið að hann haldi enn í þá von að verða borgarstjóri, þótt annað sé látið í veðri vaka núna?
Það sjá það allir að ef einhver annar á í raun að verða borgarstjóri, þá er óskynsamlegt ef ekki beinlínis heimskulegt að velja hann ekki strax svo hann eða hún geti byrjað að byggja upp ímynd sína sem leiðtogi áður en viðkomandi tekur við borgarstjóraembættinu. Því þá verður einungis ár til kosninga og tíminn knappur til góðra verka.
Hverskonar hengilmænuháttur er þetta hjá Sjálfstæðisflokknum? Er forysta flokksins ónýt. Í það minnsta er hún til muna linari en í tíð fyrri formanns. Var val Geirs í formannsembættið kannski biðleikur, líkt og kjör Þorsteins Pálssonar?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stóra smjörklípan
22.2.2008 | 01:43
Össur fór mikinn í bloggi sínu um Gísla Martein eins og frægt er orðið. Vart hefur verið um annað rætt frá því bloggið birtist. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna bloggið og gert það óvægilega. Ekki ætla ég að gera lítið úr þeirri gagnrýni. Össur hefði átt að orða sumt á annan hátt en hann gerði.
En þvílík himnasending fyrir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa legið á bæn dögum saman um einhverja smjörklípu til að draga athyglina frá þeirri krísu sem þeir eru í. Og hér er hún komin, vel útilátin.
Ég efa ekki, að margir sjálfstæðismenn, sem hvað harðast hafa gagnrýnt Össur fyrir skrifin, hafa verið með krosslagða fingur og hugsað þakklátir, takk Össur, takk.
Össur segir eitthvað á þá leið að tæpast eigi Gísli afturkvæmt pólitískt séð. Ekki er óeðlilegt að Össur hafi einmitt með bloggi sínu skapað nægjanlega vorkunn, og þannig kippt Gísla Marteini aftur inn á pólitíska sviðið mitt og inn í biðstofuna þar sem borgarstjóraefnin bíða þess óþreyjufull að Villi komi undan feldinum.
Þannig séð eru skrif Össurar pólitísk mistök.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Krossar og hræsni
22.2.2008 | 00:49
Ítalskur dómari var í gær dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að neita að sitja í dómsal þar sem róðukross hékk á veggnum! Þetta er gott dæmi þess að öfgar í trúarbrögðum leiða menn undantekningar lítið á algerar villigötur. Gildir þá einu hvort um er að ræða Íslam, kristna trú, hindúa trú, eða hvað þetta heitir nú allt saman.
Öll trúarbrögð hafa í gegnum aldirnar verið dragbítur á þróun og framfarir. Hafi verið hægt að túlka Guðs orð gegn framförum, tilslökun, o.s.f.v. hefur það verið gert af sjálfskipuðum fulltrúum Guðs sem telja sig vita betur og telja sig hafa vald til að segja öðrum hvernig þeir eiga að hugsa. Grunnstoð almenns siðgæðis, umburðalindi, kærleikur og vinsemd í garð náungans er það fyrsta sem víkur hjá þessum mönnum og við tekur þraungsýni, afturhald og hræsni.
Eins og gefur að skilja erum við frekar tilbúnir að sjá þessa bresti hjá öðrum trúarbrögðum en okkar eigin.
Vonandi nær mannkynið fljótlega þeim þroska að henda öllum trúarbrögðum á öskuhauga fáfræðinnar, því fyrr því betra.
Það var í valdatíð Mussolinis sem tilskipun um krossa í dómsölum var gefin út. Það hefur sennilega átt að undirstrika með hverjum Guð stæði. Einkennilegt að tilskipanir Mussolinis skuli enn vera í fullu gildi.
Margir grófustu glæpir sögunnar hafa verið framdir í Guðs nafni!
Það er spaugilegt að lesa sögur af stríðsátökum þar sem herprestar beggja liða fóru með bænir fyrir orrustu. Bæði lið geystust fram og börðust í Drottins nafni, bæði lið töldu hann í sínu liði. Og svo sigraði annað liðið, með Guðs hjálp að sjálfsögðu. Þvílík hræsni. Ekki passar þetta við þann alvitra, almáttuga, algóða, kærleiksríka og miskunnsama Guð sem prestarnir segja okkur að hann sé.
Og þetta er enn að gerast.
Dómari dæmdur í fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 6.9.2009 kl. 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þegar hundarnir gjamma
20.2.2008 | 16:54
Eru lögin sett fyrir alla þegna landsins, eða bara suma, og þá eftir því hvar í flokki þeir standa?
Er það virkilega svo að framsóknarmenn telji að þegar framsóknarmenn verða uppvísir að því að brjóta lögin, þá þurfi að aðlaga lögin að brotinu til að láta það hverfa?
Ekki verður annað skilið af ummælum Guðna Ágústssonar um meinta fjárhættuspilamennsku Birkis Jóns Jónssonar ÞINGMANNS , enda ku þúsundir manna stunda þetta lögbrot að sögn Guðna og því allt í lagi að Birkir geri það líka! !!!!!
Það þarf að fara yfir þessi lög og reglur og sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum segir Guðni. Amen, haleluja. Svo mörg voru þau orð. Ætli þetta gildi víðar?
Hér féll Guðni af þeim stalli, sem ég hafði reist honum eftir lestur annars ágætrar bókar Sigmundar Ernis Rúnarssonar um hann.
Muna ekki allir eftir fyrrum formanni Framsóknar sem staðhæfði að breyta yrði Stjórnarskránni þegar lög sem hann ætlaði að setja, rýmdust ekki innan hennar?
Hvað er að framsókn? Jú við vitum það öll, hún er að hverfa!
Gott mál!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skápur eða sýruker
17.2.2008 | 18:42
Annþór Karlsson var í gæsluvarðhaldi þegar hann strauk. Hafði verið í einangrun á Litlahrauni en var fluttur á lögreglustöðina til að mæta fyrir dómara daginn eftir.
Að sögn Geirjóns Þórissonar var Annþór í svokallaðri opinni gæslu. Ekki veit ég nákvæmlega hvað það merkir en hlýtur að innihalda a.m.k. opnar klefadyr, aðgang að síma og nauðsynlegustu tólum. Maður sem þannig er háttað um hlýtur njóta ótakmarkaðs trausts lögreglunar.
Af hverju var maðurinn þá ekki bara sendur heim og beðin að mæta á stöðina að morgni, svo menn gætu skroppið í fullkomnu bróðerni til dómarans.
Ekki vildi ég mæta þeim manni sem ekki nýtur trausts lögreglunaref Annþór er hinn dæmigerði traustverðugi draumafangi.
En lítið lagðist fyrir kappann að fela sig inn í skáp. En ekki bjargaði skápurinn Annþóri eins og sýrukerið Gissuri Þorvaldssyni forðum.
Hér lögreglan illilega á verðinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)