Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Vilhjálmur Þ. dregur höfuðið upp úr sandinum

 

Fylgið hrynur af Sjálfstæðismönnum í borginni.  Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson dregur hálf dapurt höfuðið upp úr sandinum, en augu hans hljóta að vera full af sandi því hann skilgreinir og sér vandan þannig:

En menn hafa gengið langt í því að reyna að gera okkar málstað ótrúverðugan og ég verð bara að viðurkenna að andstæðingum okkar hefur tekist það, segir Vilhjálmur. Hann bætir því við að núverandi meirihluti hafi ekki gert neitt annað en að stjórna borginni og ég er sannfærður um að við erum að gera góða hluti í því. Það er síðan í verkahring kjósenda að dæma okkur af þeim verkum í næstu kosningum, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.“

 

Sem betur fer er lítil von að  Vilhjálmur og félagar líti sér nær. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa ekki þurft neina hjálp til að minnka fylgið. Fátt ef nokkuð hefur gengið upp hjá þeim. Hver höndin er upp á móti annarri. Sú ákvörðun Vilhjálms að hanga áfram á voninni að setjast í borgarstjórastólinn, eins og hundur á roði og taka þannig eigin hagsmuni klárlega fram yfir hagsmuni flokks og borgar, hangir eins og snara í hengds manns húsi yfir höfðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

En vandræðin eiga bara eftir að aukast. Sjálfstæðismenn eiga eftir að ákveða hver sest í stólinn þegar græðirinn Ólafur F. stendur upp úr honum. Þar eru allir kostir slæmir. Vilhjálmur vill, en vilja hin hann? Tæplega, því hér eru allir kallaðir. Hver verður útvalinn? Sá eða sú verður þá borgarstjóraefni flokksins í næstu kosningum. Einhverjir verða virkilega fúlir svo mikið er víst. Eining og traust milli manna verður seint byggt á fýlu.

Ekki hefur reynslan kennt þeim neitt. Ólyginn segir að forysta  flokksins hafi í angist sinni leitað til Árna Sigfússonar, af öllum mönnum, að koma til bjargar......., en fengið hreint afsvar!

Það er sannfæring mín að græðarinn Ólafur F. verði ekki með allan hugann við samstarfið eftir að hann stendur upp úr borgarstjórastólnum, sér í lagi ef hann sér fram á að samstarf við kurlaðan og óstjórnhæfan Sjálfstæðisflokk sé ekki alveg bráð hollt fyrir hans eigið fylgi þegar aðeins ár verður til kosninga.   

Já Vilhjálmur það er kórrétt hjá þér, kjósendur munu dæma ykkur af verkunum.

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinsum út í Burma

 

Þær eru hreint ótrúlegar fréttirnar sem berast frá Burma í kjölfar þeirra hörmunga sem fellibylurinn olli þar. Herforingjastjórnin gefur ekki bara skít í þegna sína, hún gerir hvað hún getur til að hindra komu hjálparliðs og hjálpargagna til landsins. Hefur gert upptæk hjálpargögn, notað í eigin þágu eða selt á svörtum markaði. Aðeins 10% þeirra gagna sem borist hafa til Burma hafa skilað sér þangað sem þau áttu að fara.

Svo mætti lengi telja. Þetta er eitthvert svartasta dæmi, sem þekkist um, glæpi, mannvonsku, fyrirlitningu og lítilsvirðingu, sem nokkur stjórn ríkis hefur sýnt þegnum sínum.

Hafi verið þörf á að steypa Saddam,  þá er virkilega aðgerða þörf nú. Alþjóðasamfélagið getur ekki og má ekki horfa upp á þetta án aðgerða. Þessari vítis óbótamannaríkisstjórn verður að koma frá völdum með öllum tiltækum ráðum og með valdi ef ekki vill betur og það strax.

Eða skortir Burma auðlindir til að örva viljann hjá bandamönnum eins og varð gegn Írak?

 


mbl.is Þrýst á stjórnvöld í Búrma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn léttur

Ljóska og brúnetta ganga saman fram hjá blómabúð.   

Allt í einu segir sú brúna angistarfullt: “Æææiii, neiii, þarna er kærastinn minn að kaupa handa mér blóm”


Sú ljóshærða: "Af hverju er það svo slæmt"?


Sú brúna: "Alltaf þegar hann gefur mér blóm ætlast hann til að fá eitthvað í staðinn. Mig langar ekki að eyða allri helginni á bakinu með fótleggina upp í loft"!


Ljóshærða: "Núú.. áttu ekki blómavasa"?
 

Eigi skal höggva!

Ef lánadrottnar Josef Fritzl ákveða að ganga að ættingjum hans til innheimtu á skuldum níðingsins, gerast þeir sjálfir níðingar að mínu mati. Ekki er meira á þetta fólk leggjandi. Eigi skal höggva.

 


mbl.is Josef Fritzl skuldum vafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaskir vegfarendur !!!

 

Konu var nauðgað á götu í Hróarskeldu í morgun í viðurvist fjölda fólks. Þegar vinurinn var búinn og var að forða sér fannst áhorfendum tími kominn til aðgerða. Þeir gerðu hróp að óþverranum!

Þeir gerðu hróp að honum!    Þeir gerðu hróp að honum!

Þvílíkur kjarkur, þvílíkt áræði, þvílík dirfska að þora að horfa á bak mannsins og gera hróp að honum!

Hvað var þetta fólk að hugsa meðan það horfði á manninn koma fram vilja sínum? Af hverju gerði enginn neitt? Hvernig er samfélagið að verða?

Hvað er að?


mbl.is Nauðgað á götu í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður landhelgi Íslands að landrými?

 

Það er góðra gjalda vert þegar menn stunda nýyrðasmíðar til að hamla gegn upptöku á enskum orðum í íslensku. En þegar menn fara út í smíðar á nýyrðum eða taka eldri orð og breyta merkingu þeirra til nota yfir hugtök sem þegar hafa góð og gild íslensk heiti, þá er skörin farin að færast upp í bekkinn.

Blessaðir frakkarnir eru komnir að passa okkur fyrir vonda karlinum. Og í fréttum því tengdu er tönglast á orðinu loftrými. Loftrými þetta og loftrými hitt.  Þetta „loftrými“ hefur fram að þessu verið kallað lofthelgi (sbr. landhelgi) og dugað þokkalega.  Loftrými, merkir allt annað.

Má búast við því að orðið landhelgi verði ekki frambærilegt öllu lengur, frekar en lofthelgi, og menn fari að kalla landhelgina landrými?


mbl.is Frakkar vakta loftrýmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Franskur friður

Eftir komu frönsku Mirage herþotanna er mun friðvænlegra á Íslandi og á hafinu í kring en verið hefur þann tíma sem enginn stóð vaktina. Ástandið var satt að segja orðið alvarlegt, en nú getum við andað léttar. Franskur ferskleiki mun leika um landsmenn og létta lund.

Um stund.

 


mbl.is Franskar herþotur vakta landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýslumannsafglöp

 

Ég varð fyrir því í maímánuði í fyrra að lenda í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi. Við vorum þrjú í bílnum: ég, maðurinn minn, sem keyrði, og dóttir okkar sem þá var þriggja mánaða. Það slasaðist enginn í slysinu nema ég og maðurinn minn. Ökumaður hins bílsins meiddist ekkert. Slysið hafði þær afleiðingar að ég var í endurhæfingu á Grensási til áramóta. Í febrúar sl. byrjaði ég að vinna, dóttir mín byrjaði á leikskóla og maðurinn minn gat stundað nám sitt á ný. Líf okkar var að komast í eðlilegt horf eftir erfiðasta hálfa árið sem við og fjölskyldur okkar höfum upplifað. Á fjórða degi mínum í vinnunni eftir að ég sneri aftur hringdi maðurinn minn í mig og sagði mér að honum hefði verið birt ákæra vegna slyssins“. 

 Öll greinin hér.

Svona er upphaf greinar sem Helga Jónsdóttir skrifar á Vísi.is . Þetta er átakanleg grein, vel skrifuð og rökstudd, virkilega umhugsunarverð.    

Það ljóst af lestri hennar að ákvörðun Sýslumanns er í besta falli vafasöm og  þjónar klárlega ekki hagsmunum þeirra sem eiga um sárt að binda. Og klárlega ekki hagsmunum Helgu Jónsdóttur, en hennar líkamstjón er ástæða ákærunnar. Hagsmunir ákæruvaldsins í þessu máli eru því síður  ljósir.

Það verður ekki annað skilið af greininni að Sýslumaðurinn á Selfossi gangi mun harðar fram í svona málum en aðrir Sýslumenn. Þó að sömu lög gildi á öllu landinu, sitja greinilega ekki allir við sama borð þegar kemur að framkvæmd þeirra. Það er óþolandi með öllu að löggjafinn,  Alþingi skuli láta það viðgangast að mismunandi persónuleg túlkun embættismanna á lögum skuli vera ráðandi um meðferð þeirra og framkvæmd.

Má ég, ef ég verð fyrir því óhappi  t.d. að velta bifreið minni í umdæmi Sýslumannsins á Selfossi og  slasast illa, eiga von á ákæru frá sýslumanni fyrir að valda sjálfum mér líkamlegu tjóni?

En eitt er klárt, að sú jákvæða ímynd sem ég hafði gert mér af Ólafi Helga Kjartanssyni Sýslumanni á Selfossi hefur beðið verulegan hnekki – í besta falli.


Einstaklega ógeðfellt

 

Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að ferðamenn  komi til  Praia da Luz í Portúgal, í þeim tilgangi einum að sjá þá staði sem verið hafa í fréttum vegna hvarfs bresku stúlkunnar Madeleine McCann. Flestir ferðamannanna eru aldraðir Portúgalar.

Íbúar Praia da Luz láta í ljós vandlætingu sína á þessum gestum, segja það einkenna þá að halda fast um budduna! 

Það skildi þá ekki vera....?

 
mbl.is Madeleine setur enn svip á Praia da Luz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband