Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Kosningaloforð á skipulögðu undanhaldi
11.1.2009 | 16:24
Obama, vonarstjarna þeirra sem vildu að endi yrði bundinn á afturhald og stríðsmang fráfarandi stjórnar í Votatúni, virðist ætla að bregðast þeim vonum, að nokkru, strax fyrir valdatökuna.
Mjög svo óvænt hjáseta Condoleezza Rice við samþykkt ályktunar, á þingi Sameinuðu þjóðanna, gegn hernaði Ísraela kann að hafa verið gerð til þess eins að láta Obama standa frammi fyrir þeim eina kosti að hafa hana að engu.
Obama ætlar, eftir valdatökuna, að bregðast skjótt við vandanum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Vonandi verða það ekki sömu gömlu lausnirnar og ætíð áður, ættaðar frá samtökum Síonista í USA sem eru ein áhrifaríkustu hagsmunasamtökin þarlendis.
Fyrirheit Obama að lokun Guantanamo-fangabúðanna á Kúbu, yrðu eitt af hans fyrstu verkum, virðast hafa verið sett á salt. Það sem, að hans sögn, snérist um einfalda ákvörðunartöku fyrir kosningar er nú orðið erfiðara en fólk gerir sér grein fyrir segir Obama.
Obama lofaði því þó að undir stjórn hans yrðu fangar ekki pyntaðir. Mikið yljar það að hafa slíkt loforð verðandi húsbónda í Hvítahúsinu, vitandi að loforð af þeim bænum hafa ætíð reynst stálinu sterkari.
Mun bregðast skjótt við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
George skiptir um skoðun
11.1.2009 | 13:48
George varð frelsinu afskaplega feginn, strauk svitann af enninu með öðrum griparminum og stundi pjúúh þegar hann gerði sér ljóst að örlög hans yrðu ekki að enda í gráðugum kjöftum manna sem hafa þann ósið að éta dýr sér til viðurværis. Hann blessaði frelsara sína í huganum og skildi ekkert í þessu láni sínu.
En fljótlega varð George ljóst, þar sem hann nýfrjáls humarinn, skreið eftir botninum að ekki var nú allt fengið með frelsinu, hvað var orðið um paradísina sem hann hafði lifað í? Hér var allt með öðrum hætti, sjórinn ekki jafn svalandi, ekkert æti sem hentaði honum og umhverfið allt fjandsamlegt og verst af öllu, þá voru hér engar Georgínur. Hvað var búið að gera honum?
Ekki leið á löngu þar til hann fór að bölva dýraverndarsamtökum sem héldu sig veita dýrum líkn og líf með því að sleppa þeim út í umhverfi þar sem þau eiga enga möguleika til afkomu.
George fór að sakna búrsins á veitingahúsinu, þar hefði dauðastríðið tekið fljótt af, hér gæti það tekið vikur í kvöl og pínu.
Humarinn George fékk frelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
120 milljarðar út um gluggann?
9.1.2009 | 20:18
Þessar hrókeringar og niðurskurður í heilbrigðiskerfinu, sem eiga að skila 6,7 milljarða sparnaði, hafa að sögn Guðlaugs Þórs ekki í för með sér skerta þjónustu!
Ef þjónustan verður jafn góð eftir sem áður, af hverju er þá ekki búið að gera þetta fyrir löngu?
Er þá búið að eyða 6,7 milljörðum á ári í óþarfa? Þá er búið að sóa rúmlega 120 milljörðum að núvirði (fyrir utan aðra niðurskurði) í vitleysu síðan Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda 1991?
Hver ber ábyrgð á því?
Áformum ráðherra mótmælt á Sauðárkróki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Rangt skotmark
9.1.2009 | 17:19
Það var miður að skemmdir skyldu unnar á húsinu, óþarfi að gera það til að koma skoðunum sínum á framfæri.
Ef nauðsynlegt var að skvetta málningu þá hefði átt að klína henni á Geir eða Sollu, engin verðmæti þar.
Sé málningu skvett á annað borð er nauðsynlegt að vanda val hennar vel, hún þarf að vera endingargóð, þolin, slitsterk og umfram allt umhverfisvæn og Íslensk.
Málningu slett á ráðuneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýmóðins gasklefi?
9.1.2009 | 14:34
Ég sé ekki betur en þarna hafi fólki verið smalað saman rétt eins og í gasklefana forðum, en þar sem ekkert var gasið voru sprengjur notaðar í staðinn.
Það er ekki sýnilegur munur á Gasa og Auschwitz, hugmyndafræðin, hið minnsta, er sú sama.
Þetta eru ekkert annað en morð, skipulögð útrýmingarherferð, menn myndu eiga um þetta næg lýsingarorð ef þessu væri öfugt farið, jafnvel ríkisstjórn Geirs H. Haarde.
Það er ekki til siðs að ríkisstjórn Íslands skipti sér að svona málum segir Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra. Það er víst ekki til siðs að við tökum afstöðu gegn vilja Bandaríkjastjórnar.
Ég ætla ekki að skrifa hér álit mitt á þessari ríkisstjórn, það væri ekki til siðs.
Sprengdu hús fullt af fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Áræðinn ungur maður
8.1.2009 | 09:56
Það er virðingarvert þegar ungt fólk sýnir slíkan ofuráhuga á að mæta í sinn skóla. Hann á eftir að ná langt þessi ungi maður.
.
Ók sjálfur í skólann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skuldabréfavafningur, flott orð en skaðræðisgjörningur
7.1.2009 | 09:51
Voru ekki einhverjar reglur og lög sett sem áttu að hindra að útlendingar gætu komist til áhrifa í Íslenskum sjávarútvegi með fjárfestingum og komist þannig yfir kvótann?
Svo laumuðu bankarnir kvótaveðunum út um bakdyrnar en lofa núna að standa við bakið á fórnarlömbunum, ekki spyr maður að gæskunni.
Var ekki búið að vara við þessu, rétt eins og öðru, þegar útgerðamönnum voru heimilaðar veðsetningar á þessari þinglýstu eign þjóðarinnar?
Kallar þetta ekki á að kvótalögin verði tekin til gagngerrar endurskoðunar?
Og svo er höfuðið bitið af skömminni nú þegar farið er að tala um að afskrifa þurfi skuldir sjávarútvegsins. Átti ekki framsal og veðsetningarheimild kvótans að skapa þvílíka hagræðingu og hagsæld að sjávarútvegurinn yrði sjálfbær til framtíðar?
Þetta hefur nú reynst aðeins eitt af innihaldslausa frjálshyggjubullinu sem Sjálfstæðisflokkurinn afgreiddi gegnum þingið á færibandi með ríkisábyrgð.
Það verður kannski engu hægt að fórna í sjávarútveginum með inngöngu í ESB, því kvótinn er þegar með adressu í Brussel fyrir tilstuðlan blessaðra bankanna.
Átti ekki allt að vera uppi á borðinu og störf skilanefnanna við uppgjör bankanna að vera gegnsæ? Af hverju komu þá ekki þessar upplýsingar þaðan en ekki sunnan úr Grindavík?
Hvað fleira eru bankarnir búnir að veðsetja úr landi?
Erlendir bankar með veð í kvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eftirsjá af Guðmundi
7.1.2009 | 00:53
Hef þá trú að Guðmundur eigi eftir að ná langt, kannski verður hann þriðji ættliðurinn til að........
Fyrir Samfylkinguna er veruleg eftirsjá af Guðmundi og brotthvarf hans blóðtaka fyrir flokkinn.
Ég óska Guðmundi velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Þar lét Solla góðan bita fara í hundskjaft.
Hiti á fundi framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki til siðs
6.1.2009 | 19:27
Það er ekki til siðs að ríkisstjórn Íslands álykti um svona mál. Segir Geir Haarde, hana nú þá vitum við það. Svo læða menn útúr sér einhverri málamynda fordæmingu sem einstaklingar.
En það var vel til siðs að lýsa yfir fullum stuðningi við innrás Bandaríkjanna o.fl. í Írak á sínum tíma. Þótt stjórnarskráin segi að Ísland muni aldrei fara með ófriði á hendur öðrum þjóðum.Enda ólíku saman að jafna, annarsvegar að bakka upp Bandaríkin í miklu þarfaverki og hins vegar nú að ganga gegn vilja þeirra um að Ísrael megi fara sínu fram án afskipta.
Og eins og alþjóð veit göngum við grandvarir Íslendingar ekki gegn vilja vina okkar í vestri á hverju sem gengur, við bara gerum það ekki, það er ekki til siðs.
Skammist ykkar, ef þið kunnið það!
Fordæma Hamas og Ísraelsher | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt „Grímseyjarferjuslys“ í uppsiglingu?
6.1.2009 | 16:33
Hvernig stendur á því að Íslendingum virðist fyrirmunað að læra af reynslunni? Hvað þarf mörg Grímseyjarferjuslys áður en mönnum verður ljóst að það getur aldrei orðið hentugt eða arðbært að kaupa 10, 11 ára gömul skip sem aðrir eru að losa sig við.
Það er í besta falli vafasamt að skip af þessari stærð og hefur jafn litla djúpristu henti sem ferja á opnu hafi Íslandsmiða, sem talin eru annað af tveimur verstu hafsvæðum heims veðurlega séð, þótt skipið henti ágætlega vel sem innfjarðaferja milli danskra eyja.
Svo má spyrja hversu gáfulegt það er að kasta milljörðum í höfn sem aðeins getur þjónustað skip sem vart eru á Íslenskt haf og veður leggjandi?
Vestmannaeyjabær með danska ferju í sigtinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)