Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
"Snyrtilega lagt"
30.4.2009 | 18:21
Gangandi vegfarendur þurftu að fara út á akbrautina til að komast framhjá. Þetta er ökumanni Land Cruiser bifreiðarinnar YJ 706 til háðungar.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er piss utan í vegg alvarlegra en líkamsárás?
30.4.2009 | 13:18
Eru ekki allir sammála um að þessi fólskulega árás á stúlkuna sé grafalvarlegt mál. En ætla mætti að lögreglan sé á öðru máli. Þó lögreglan hafi fulla vitneskju um málið, aðhefst hún ekki nema fram komi formleg kæra!
Getur þetta staðist skoðun? Eru þessar skessur lausar allra mála til að halda áfram sínum ljóta leik, í boði lögreglunnar, ef ekki kemur fram formleg kæra?
Má vænta þess í framtíðinni að morð verði ekki tekin til rannsóknar nema líkið leggi fram formlega kæru?
Lögreglan lætur ekki á sér standa að hirða upp menn með hasti fyrir það að kasta af sér vatni, þó ekki liggi fyrir kæra. Þá er vísað í lögreglusamþykktina. Það virðist vera bannað í lögreglusamþykktinni að pissa upp við vegg en greinilega ekki amast við líkamsárásum í því hátíðarplaggi.
Hér þurfa þeir sem málið varðar að hysja upp um sig buxurnar og vinna sína vinnu. Góð byrjun væri að lögreglan rifjaði upp einkunarorð sín.
Formleg kæra lögð fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar liggja völdin?
30.4.2009 | 11:56
Konur í Kenýa hóta að beita sínu öflugasta vopni til að hafa sitt fram. Þær munu sýna, að þegar upp er staðið ráða konur því sem þær vilja ráða, en láta karlana um restina, svo þeir haldi að þeir hafi völdin.
Var ekki verið að tala um jafnrétti?
Konur í Kenýa hóta kynlífsverkfalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gagnlausar ráðstafanir
29.4.2009 | 19:10
Rykgríma sem vörn gegn flensunni er sennilega álíka góð vörn og regnhlíf gegn loftsteini.
Kaupa rykgrímur og spritt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Árna Johnsen misbýður og játar
29.4.2009 | 14:43
Sú saga gekk skömmu fyrir kosningar að Sjálfstæðismenn hefðu með brögðum reynt að fá fólk sem ekki ætlaði að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi til að ógilda atkvæði sitt. Aðallega voru ungir kjósendur sagðir að hafa notið þessara leiðbeininga Sjálfstæðisflokksins.
Flestum fannst málið svo ótrúlegt að það gæti ekki verið satt. Nú hefur Árni Johnsen staðfest þessar sögusagnir, Árni segir orðrétt:
Þau hringdu út, sögðu fólki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en strika mig út. Ef þau ætluðu ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, áttu þau samt að strika mig út. Þarna var verið að blekkja kjósendur til að ógilda atkvæði sitt sem er grafalvarlegur hlutur.Árna misbýður greinilega skítlegt eðli samherja sinna og siðferðisskort þeirra. Þetta sýnir betur en flest annað alvarleika málsins, þar sem Árni hefur ekki kallað allt ömmu sína í þeim efnum.
Óskiljanlegt er með öllu af hverju Árni hangir í þessu liði, mislíki honum svona félagskapurinn. Það hljóta að vera tæknileg mistök.
Árni Johnsen segir skipulega unnið gegn sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hreðjarnar taka völdin
29.4.2009 | 12:26
Af þessari átakanlegu yfirlýsingu eiginkonu Silvios Berlusconis forsætisráðherra Ítalíu, í fjölmiðlum, má glögglega ráða að Silvio karlinn hugsar hreint ekki með höfðinu.
Það er Ítölum vonandi fagnaðarefni að landinu sé stjórnað af hörðum nagla en ekki einhverjum vingli.
Kona Berlusconis segist þjást | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvar liggur hollustan?
29.4.2009 | 02:13
Klaufalegt vægast sagt hvernig þetta mál er vaxið og öll umgjörð þess. Fyrir hvað hefur sendiherrum Bandaríkjanna verið veitt Fálkaorðan og hver var ástæða þess að bæta átti þessari sendit.. Carol van Voorst, í þann hóp?
Er Fálkaorðan ekki veitt fyrir framúrskarandi þjónustu við Ísland eða eitthvert sérstakt framtak í þágu lands og lýðs sem ástæða þykir að verðlauna? Uppfylla skeytasendlar Bandaríkjastjórnar þau skilyrði?
Þessi skeytasendill, sem er launaður starfsmaður Bandaríkjastjórnar, hefur fyrst og síðast það hlutverk að gæta hagsmuna Bandaríkjanna, engra annarra. Sendiherrar Bandaríkjanna mega ekki veita orðum viðtöku nema með sérstöku leyfi frá Votatúni. Slíkt þykir að öllu jöfnu ekki ýkja þjóðhollt.
Það er löngu ljóst að töluverður hópur manna á Íslandi hefur ætíð talið það sjálfsagðan og eðlilegan hlut að Íslendingar setji Bandaríska hagsmuni ofar öllu öðru. Sú þrælslund virðist hafa hreiðrað býsna vel um sig í stjórnkerfinu undanfarin 18 ár.
Í því ljósi verður raunverulegur tilgangur þess skýrari að orðum sé nánast þröngvað upp á skeytasendlana að skilnaði.
Svikin um Fálkaorðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vindverkir og vandræðagangur
28.4.2009 | 20:04
Ég trúi því ekki að einhverjir hafi í alvöru reiknað með því að núna á 2 degi eftir kosningar yrði tilbúin fullsköpuð ný ríkisstjórn með öllu sem henni fylgir.
Þótt Jóhanna og Steingrímur séu hamhleypur til verka, verður að ætla þeim einhvern tíma til verksins.
Við megum ekki gleyma því að við völd er fullmektug ríkisstjórn með meirihluta á Alþingi. Fyrst hún dugði vel fyrir kosningar, þá dugir hún ekki síður núna þegar hún þarf ekki lengur að styðjast við já, já, nei, nei, út eða inn áráttu Framsóknar.
Stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks frá 2007 tók ekki við völdum fyrr en á 12. degi eftir kosningar. Margir eru þeirrar skoðunar að ein aðal ástæða andláts hennar hafi einmitt verið sú, hvað stjórnin var illa girt og slaklega til alls umbúnaðar hennar vandað. Leggja hefði þurft meiri og ýtarlegri vinnu í innviði hennar.
Staða landsins er vissulega alvarleg og því ekki æskilegt að stjórnarmyndun taki of langan tíma, en það væri öllu verra að mynda í einhverju flaustri stjórn, sem ekki hefur það á kristalstæru hvert verkefnið er og hvernig verður úr því unnið.
Viðræður hefjast klukkan fimm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Framboð er fyrir hendi en er eftirspurn?
28.4.2009 | 13:51
Kolbrún Halldórsdóttir hefur lýst yfir vilja sínum að gegna áfram embætti umhverfisráðherra.
Það er því ljóst að nægjanlegt framboð á Kolbrúnu er fyrir hendi, þá er það bara spurningin um eftirspurnina.
Það er auðvitað alfarið í höndum VG hverja þeir skipa ráðherra fyrir flokkinn. Þetta gæti verið þeim gullið tækifæri að slá tvær flugur í einu höggi, skipa Kolbrúnu sem faglegan ráðherra utan þings, án þess að leitað sé út fyrir elítuna.
.
.
Ekkert liggur á stjórnarsáttmála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í minningu Keiko
28.4.2009 | 13:34
Vísindamenn, sem tóku þátt í því verkefni að frelsa háhyrninginn Keikó og flytja hann til Íslands, segja nú að ekki hafi verið rétt að frelsa hann þar sem aldrei hafi verið raunhæfur möguleiki á því að hann gæti lært að lifa úti náttúrunni.
Þetta er stórmerkileg yfirlýsing, en fyrirsjáanleg vísindaleg niðurstaða. Ekki er þess þó að vænta að þeir sem hvað harðast gengu fram í Free Willy (Keiko) endaleysunni, reknir áfram af misskildu tilfinningarbulli, séu líklegir til að samþykkja þessa niðurstöðu vísindamanna.
Gegn slíku tilfinninga fári duga engin rök, hversu haldbær sem þau kunna að vera. Rétt eins og þeir sem vöruðu við útrásinni, voru þeir miskunnarlaust hrópaðir niður, sem töluðu gegn og vöruðu við þeirri hugmynd að sleppa Keikó.
.
Rangt að frelsa Keikó" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |