Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
„Lóðsinn látinn plægja Landeyjahöfn!“
15.11.2010 | 20:13
Hvað! Á Lóðsinn að plægja höfnina?
Á að fara setja niður kartöflur núna?
![]() |
Lóðsinn látinn plægja Landeyjahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Getur einhver nefnt eitt atriði,...
14.11.2010 | 10:07
...aðeins eitt atriði sem Gnarinn vælir ekki eða kvartar yfir?
Mikið djöfull reynir þessi maður stöðugt að pirra og þreyta fólk á öllum sköpuðum hlutum.
Ég var jákvæður í fyrstu fyrir Gnarinum, vildi gefa honum séns, en andskotinn hafi það, það er engu líkara en hann reyni hvað hann getur að fá sem neikvæðasta umfjöllun.
![]() |
Kvartar yfir rafbílnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (56)
Ef hann beið bana eftir árásina...
14.11.2010 | 07:05
Þetta orðalag í fyrirsögninni og margnotað hjá mbl.is, er dæmigert fyrir slappan málskilning.
Maðurinn beið auðvitað bana þegar nautið réðst á hann, en notkunin á orðinu eftir segir beinlínis að eitthvað annað en árás nautsins hafi síðar banað manninum.
![]() |
Beið bana eftir árás nauts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er.....
13.11.2010 | 19:31
.....það kirkjunnar að ákveða hvaða fjármagn hún tekur frá samfélaginu?
Er það kirkjunnar að ákveða að frekar skuli skorið niður í líkamlegri líkn en þeirri andlegu?
Eru þrír prestar, sem þjóna í sömu sókn með eina vikulega messu, sem starfskildu, best til þess fallnir að ákveða hvort skuli skorið niður hjá þeim eða öðrum ?
Hverjir halda þeir eiginlega að þeir séu prestarnir, þessar afætur þjóðfélagsins?
![]() |
Skorið niður í rekstri kirkjunnar um 10% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hver er munurinn á kóngi og fanga?
13.11.2010 | 18:07
Sænska söngkonan Camilla Hedmark segir í blaðaviðtali að hún og Karl Gústaf, Svíakonungur hafi átt í ástarsambandi um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Þau hafi jafnframt látið sig dreyma um að stinga af saman til eyðieyjar í Suðurhöfum þar sem þau gætu búið saman í friði og lifað á kókoshnetum.
Það er ekki vafi að svona uppljóstranir hneyksla margan eðalista manninn og konuna, en af hverju? Hvernig geta einhverjir gert þá kröfu að fólki sé gert að fæðist inn í þá hörmung að þurfa að lifa efir formúlum, í ástlausum hjónaböndum, rígbundið þvers og kruss af protocol seremonium til þess eins að þjóna taumlausi gerviþörf almúgans eftir tildruð og snobbi?
Það kann að vera spennandi og draumórakennd tilhugsun margra að vera kóngur eða drottning, en það hlutskipti getur aldrei verið annað en frelsissvipting í mestu alvöru þess orðs.
Það er engin furða þó Sænski kóngurinn hafi látið sig dreyma um frelsi frá sínu hlutskipti. Hann er örugglega fylgjandi því að Svíþjóð verði lýðveldi, en má sennilega ekki láta það uppi.
![]() |
Vildu stinga af til Suðurhafseyjar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nærandi og styrkjandi
13.11.2010 | 12:58
Matvæli hverskonar ber að merkja með innihaldslýsingu og ekki má fullyrða neitt um gæði eða áhrif sem ekki fær staðist.
Svo virðist sem merking á þessu engifersulli hafi verið ríflega á grensunni eins og unglingarnir myndu orða það.
Til merkis um góða og gilda innihalds- og áhrifalýsingu er merkingin á Maltinu;
Nærandi og styrkjandi, gefur hraustlegt og gott útilit, bætir meltinguna.
Hér er ekkert fullyrt umfram staðreyndir enda komin hartnær 100 ára reynsla á að þetta stenst fullkomlega eins og sjá má á Maltunnandanum mér, útlit mitt er bæði hraustlegt og gott.
![]() |
Fengu aldrei fyrirmæli um að taka drykkinn af markaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Æ, æ...
12.11.2010 | 21:35
gat það verið, barnaverndarinn hinn mesti?
Eitthvað nýtt í þessu eða gamla kaþólska sagan?
Á þessi miðalda hugmyndafræði ekki sinn fulltrúa í framboði til stjórnlagaþings á Íslandi 2010?
![]() |
Prestur með 600 gígabæti af barnaklámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Til sigurs Skagfirðingar!
12.11.2010 | 19:00
Við Húnvetningar stöndum að sjálfsögðu allir sem einn að baki nágrönnum okkar Skagfirðingum, í Útsvari í kvöld.
Áfram Norðurland Vestra!
Jónína segir!
12.11.2010 | 17:17
Jónína segir, Jónína segir,....!
En spurningin er.... er allt satt sem Jónína segir?
Svo kemur auðvitað, eins og gefur að skilja,.... hallelúja, amen á eftir efninu!
![]() |
Póstarnir sendir frá netfangi sem skráð var í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ég bið Morgunblaðið afsökunar á að hafa haft rétt fyrir mér.
11.11.2010 | 14:59
Ég skrifaði blogg fyrr í dag kl. 13.31 að Mbl.is hefði ekki áhuga á að birta frétt um sóðalega aðkomu Íslands að Íraksstríðinu fyrir tilverknað Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar.
Morgunblaðið staðfesti þessa skoðun mína með því að birta kl. 14.16 frétt um málið og hafa fjarlægt hana af forsíðunni 12 mínútum síðar.
Ég bið því blaðið og vammlausan ritstjórann afsökunar á að hafa gefið í skyn að blaðið reyndi að fela sannleikann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)