Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Því er ekki að neita...

...að við lestur á svona viðbjóðsfrétt, þá kemur ósjálfsátt upp í hugann máltækið „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“.

 
mbl.is Svelti dótturina og fitnar í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magga, hvað þurfa menn að vera harðir á móti Icesave til að telast hlutlausir?

Af hverju kemur Margrét Tryggvadóttir ekki með tillögur um þá aðila sem hún telur nægjanlega hlutlausa  og hæfa til að koma á framfæri við þjóðina fullkomlega „óháðum upplýsingum“ um nýjasta  Icesave samninginn,  úr því hún þekkir aðferðirnar?

Eru fjölmiðlarnir vanhæfir til að fjalla um málið á mannamáli? Ekki þarf að efast um að Fréttablaðið er vanhæft að mati Margrétar, en hvað með Morgunblaðið telur hún það líka vanhæft með sína grjóthörðu og nánast andsetnu andstöðu?

Er ekki samninganefndin, sem landaði þessum samning, eðli máls samkvæmt hæfust og best til þess fallinn að kynna hann?

Er Margrét á móti því? Hverja vill Margrét fá í kynninguna,  (Ör)Hreyfinguna sjálfa eða kannski postulana í Þjóðarheiðri Jón Val og Loft Altice? Ætli þeir séu nægjanlega „hlutlausir“ að mati Möggu?

  


mbl.is Krefst óháðra upplýsinga um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hernaðaraðstoð Íslendinga

Það kemur vissulega spánskt fyrir sjónir að Bretland hafi veitt ríkjum eins og Rússlandi og Kína þróunaraðstoð!  Þessi ríki verja óhugnanlegum fjármunum til hermála og hönnunar drápstækja, en leggjast svo lágt að þiggja  „þróunaraðstoð“ frá öðrum ríkjum.

Ég hef raunar aldrei skilið tilgang þróunaraðstoðar Íslendinga til vanþróaðra ríkja, sem eyða blygðunarlaust  margfaldri aðstoðinni til hermála í stað þess að nýta fjármagnið til að fæða eigin þegna eða tryggja þeim lágmarks heilbrigðisþjónustu.

Við Íslendingar gætum  því allt eins kallað stuðninginn við þessi ríki hernaðaraðstoð.


mbl.is Bretar hætta þróunaraðstoð til 16 landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfugur misskilningur?

600_sickshots--off-the-wallÞetta er svakalegt maður, samkvæmt þessu hefur myndast brekka  í Gíbraltarsundinu.

Eða misskil ég þetta öfugt eins og kerlingin sagði.

 
mbl.is Yfirborð Miðjarðarhafsins hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverk eða sorpeyðing?

political-pictures-george-w-bush-eight-yearsÁætlun um að sprengja upp virkjanir og kjarnorkuver  má vissulega flokka til hryðjuverka.

En fráleitt er að kalla áætlun um að farga George W. Bush eitthvað annað en sorpeyðingu.


mbl.is Grunaður um að ætla að fremja hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar sem...

... ný stjórnlagaþingskosning hefur að öllum líkindum verið slegin af hef ég lokað  skoðanakönnunni, þar sem spurt var:

Vilt þú að kosið verði að nýju til stjórnlagaþings, samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave? Niðurstaðan var þessi: 

sögðu 56,6% -

Nei  sögðu 32,1% -

og 11,3%  - vildu vita hver málaði hestinn þeirra grænan. 

53 svöruðu.

 

Valkyrjur á háum hælum

GaddafiEinvaldar rísa, ríkja um tíma en falla svo óhjákvæmilega af stalli sínum, það er aðeins spurning um tíma. Svo er að sjá að tími Gaddafis Líbýualvalds sé liðinn. Hann hófst með byltingu og honum líkur með byltingu. Flærnar sem nærst hafa á húsbónda sínum flýja hann þessa dagana hver um aðra þvera í viðleitni sinni að finna nýjan hýsil, til að lifa af.

Nú hafa múslímskir klerkar, að slíkra klerka sið, sett svo kallað fatwa á karl angann Gaddafi, sem merkir að hann sé réttdræpur hvar sem til hans næst. Gott ef banamanni hans verður ekki lofað  stjörnu klassa himnavist með 100 hreinum meyjum til einkanota auk annars lúxuss sem ekki mun vera  í boði fyrir meðal Jóna íslamska. amasónur

Þó er talið að erfitt verði að komast að Gaddafi  því hann hefur um sig persónulegan lífvörð, svokallaða Amazon-verði, sem samanstanda af 40 kvenna hópi hreinna meyja, sem ku vera þrautþjálfaðar í vopnaburði og bardagaíþróttum.  Mikil ásókn hefur verið meðal stúlkna að komast í þessa sveit og barist um hverja stöðu sem losnar.

Þrátt fyrir trúarhita Gaddafis er yfirbragðið á þessum lífvörðum hans ekki beinlínis snýtt út úr Kóraninum, þar sem stúlkukindurnar eru yfirleitt mikið farðaðar, naglalakkaðar og spranga um á háum hælum, sem þykja hvorki sérlega íslamskir eða hentugur skóbúnaður lífvarða.

Engum sögum fer hinsvegar af því hvort Gaddafi hafi fyrir sið að halda eftir innsiglinu á Amazon gellunum þegar þær láta af störfum.

En líkt og títt er í þessum heimshluta,  sem ekki þekkir lýðræði nema af afspurn, þá er líklegast að uppreisnir almennings í Líbýu, Egyptalandi, Túnis og fleiri ríkjum þar eystra, leiði einungis til þess að nýr einvaldur leysi af þann gamla.

Endilega takið þátt í könnuninni hér til vinstri! 


mbl.is Gaddafi mun deyja eins og Hitler
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært!

Ekki þarf að hafa fleiri orð um það.

 Minni á könnunina hér til vinstri!


mbl.is Glitnismálið tekið upp að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilt þú....

.....að kosið verði að nýju til stjórnlagaþings, samhliða þjóðar- atkvæðagreiðslunni um Icesave?

Ég var að setja inn skoðanakönnun  hér til vinstri þar sem þessari spurningu er varpað fram.

Endilega, takið þátt!


mbl.is Óákveðið með stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar bíða átekta

Já bretarnir bíða, bíða eins og ljón í leyni eftir því að bráðin komi aftur í færi. Hvað annað gætu þeir svo sem gert í stöðunni?

 


mbl.is Bresk stjórnvöld bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband