Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Samsæriskenningar, koma svo

Núna hljóta að haugast inn samsæriskenningabloggin frá hægri, að VG sé með þessu að reyna að kaupa sér stuðning órólegu deildarinnar við ríkisstjórnina í atkvæðagreiðslunni um vantrausttillögufrumhlaup bráðabrigðaformanns Sjálfstæðisflokksins.

 
mbl.is Árni Þór víkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misheppnuð sjálfshjálpartilraun

Bjarni Benediktsson leggur fram þessa vantrausttillögu í trausti þess að öll stjórnarandstaðan skili fullu húsi og Atli, Lilja og jafnvel Ásmundur og Guðfríður snúist á sveif með stjórnarandstöðunni. Bjarni, sem getur ekki einu sinni lesið sinn eigin flokk rétt og fékk aðeins 20 til 25% kjósenda Sjálfstæðisflokksins á sveif með sér í Icesave málinu, ætti ekki að reyna að spá í hvernig fólk í öðrum flokkum hugsar. Er Bjarni búinn að tryggja sér stuðning allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins?

Atli og Lilja ganga ekki lengra í andstöðunni en að sitja hjá, því þótt þau hafi sagt sig úr þingflokki VG, þá er það þeim fráleitt  geðfeld hugsun að stuðla að valdatöku Íhaldsins og Framsóknar. Ásmundur og Guðfríður munu að sama skapi ekki bergðast.

Næsta ólíklegt verður að teljast að Framsóknarflokkurinn skili fullu húsi með þessari tillögu. Framsókn, hvað sem öllu rausi formannsins líður, leggur ekki í kosningar núna þegar afhroð blasir við í skoðanakönnunum. Hugmyndir einstakra þingmanna flokksins að ganga til liðs við stjórnina sanna það.

Hvað Hreyfingin gerir fer eftir því hve vænt þeim þykir um þingsætin sín, því standi þau að vantrausti og svo ólíklega færi að hún verði samþykkt með kosningum í kjölfarið, þá hafa þau þar með lokið sínum þingmannsferli. Skoðanakannanir benda allar til þess að Hreyfingin verði ekki fjölnota flokkur. Ég held að það fari of vel um þau á þinginu til að þau hætti á það.

Bjarni veit manna best að það fjarar hratt undan honum sem formanni og þessi vantrausttillaga hans er örvæntingarfull tilraun hans að snúa þeirri þróun við. En þessi sjálfshjálpartilraun hans er dæmd til að mistakast. 


mbl.is Styðja vantrausttillöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver vill ekki verða „forsetinn“ með ákveðnum greini?

Það er varla frétt að Mitt Romney vilji verða forseti Bandaríkjanna, það sama þrá örugglega rúmlega 300 milljónir landa hans, þ.e.a.s. að þeir sjálfir verði forsetinn en ekki Romney.

 
mbl.is Mitt Romney vill verða forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er einstefnuloki á „jafnréttinu“?

Er ekki Femínistafélagið sjálft,  hvað mest á skjön við jafnrétti kynjanna, með kröfu sinni um klárt misrétti kynjanna og kalla það svo jákvæða mismunum. Verður mismunun eitthvað annað en mismunun, þótt hún sé klædd í sparifötin.

Það virðist skoðun Femínistafélagsins að hafi kona á annað borð tekið að sér starf eða embætti , megi karl undir engum kringumstæðum leysa hana af eða taka við hennar hlutverki.  


mbl.is Á skjön við jafnréttisstefnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var lagið, Ólafur!

 

Þarna fengu Vilhjálmur lánlausi og fógetinn af LÍÚ og þeirra hyski allt, það óþvegið og verðskuldað, frá Hróa Hetti Íslands.

 
mbl.is Hættið að tala niður íslenskt atvinnulíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur forsetinn

Ég segi nú bara, þvílíkt lán fyrir þjóðina að Ólafur Ragnar Grímsson situr Bessastaði núna en ekki fyrrverandi forseti ónefndur.

 
mbl.is Niðurstaðan má ekki sundra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vogun vinnur, vogun tapar

Svo ólíklega sem það hljómar þá er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson framsóknarformaður sennilega sigurvegari þessara kosninga, þrátt fyrir að hann hafi ekki getað komið því til skila við þjóðina hvort hann væri hér, þar eða hreinlega yfirleitt....einhersstaðar.

Eftir flokksþing Framsóknar um helgina er enn óljósara hvað  Framsókn ætlar að gera, vera, hinkra við, fara og koma svo aftur síðar, eða gera það sem öllum kæmi best, hverfa.

Formaðurinn boðaði í setningarræðu sinni sérlega metnaðarfullt markmið flokksins til sóknar. Hann boðaði ekki hvarf  flokksins, heldur stórsókn og flokkurinn yrði, innan fimm ára, ekki aðeins gildur heldur allsráðandi í Íslenskri pólitík.

Slíkur pólitískur metnaður er algernýung  á Íslandi, flokkar hér á landi hafa aldrei áður viljað vera stórir eða haft metnað til valda. Þetta er klárlega ný hugsun, sem hlýtur að falla í kramið hjá nýungagjörnum íslendingum.

Bjarni Ben formaður Sjálfstæðisflokksins er aðal tapari þessara kosninga , ef þannig má að orði komast. Bjarni hefur framið pólitískt HaraKíri. Hann studdi ásamt 11 þingmönnum flokksins þennan Icesave samning, mælti fyrir honum, en kannaðist svo nánast ekki við neitt í sjónvarpinu áðan en varpaði ábyrgðinni á þjóðina.

Hvað ætlar þjóðin að gera með Bjarna?   Svar þjóðarinnar er klárt, honum verður  á haug kastað.


mbl.is Sigmundur sterkari, veik staða Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað skal við þennan vandræðamann gjöra? Frammi fyrir þeim vanda stendur verkalýðshreyfingin.

Enn og aftur kemur Gylfi Arnbjörnsson, þessi maður  sem verkalýðshreyfingin af einhverjum óskiljanlegum ástæðum valdi  sem sinn helsta forsvarsmann, og verður sér og umbjóðendum sínum til skammar.

Þessari undarlegu tilraun verkalýðshreyfingarinnar að leiða hagfræðinga til æðstu valda í hreyfingunni hefur mistekist og hlýtur að teljast vera fullreynd.

Æðstu foringja sína á verklýðshreyfingin að sækja í sínar eigin raðir en ekki inn í hagfræðideild Háskólans.

Ég tel framtíðarleiðtoga verkalýðshreyfingarinnar vera Aðalstein Baldursson á Húsavík, því fyrr sem því verður til leiðar komið, því betra.

  


mbl.is „Verðum að byrja upp á nýtt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ísland!

Niðurstaðan er ljós. Ekkert meira um það að segja!

 
mbl.is Mun fleiri segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér!

íslenski fáninnÍslendingar ganga að kjörborðinu í dag, valið er einfalt , tveir kostir í boði, JÁ eða NEI við Icesace samningnum.

Sjaldan eða aldrei hafa kosningar verið jafn spennandi, úrslit jafn tvísýn.

Það er mikilvægt lýð- ræðisins vegna,  í þessum kosningum sem öðrum, að kosningaþátttaka sé sem best, ekkert er hættulegra lýðræðinu en léleg kjörsókn og áhugaleysi kjósenda.

Fólk á að láta sannfæringu sína og hjarta ráða sínu vali, ekki hræðslu- og ýkjuáróður beggja fylkinga.

Vonandi ber þjóðin gæfu til að sætta sig við úrslitin, hver sem þau verða, og stríðandi fylkingar hafi þann manndóm til að bera að sameinist um að vinna sem best úr niðurstöðunni, þjóðinni til heilla.

Nýtum þau vatnaskil, sem úrslit kosninganna óneitanlega verða hvernig sem fer, til að snúa bökum saman og sækja sameinuð fram til framtíðar.

Áframhaldandi deilur og sundrung bitna á engum öðrum en okkur sjálfum. Það er nóg komið af slíku!

Íslandi allt!


mbl.is Mjög mikill kjörsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband