Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
Leysa mjaltaþjónar kýrnar af hólmi?
16.4.2011 | 12:02
Samkvæmt þessari frétt eykst stöðugt hlutfall mjólkur sem kemur frá mjaltaþjónabúum, eins og það er orðað, á kostnað kúabúa.
Hún er merkileg orðin tæknin, mjaltaþjónar hafa úrelt kýrnar.
26,4% mjólkurinnar frá mjaltaþjónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Málamynda kjarabætur
16.4.2011 | 01:26
Undarlegar eru þær þessar eingreiðslur sem í auknum mæli hafa tröllriðið samningagerð upp á síðkastið. Það er ekki skrítið að SA Samtök arðræningja- skuli vilja notast við eingreiðslu aðferðina, þannig þarf ekki að hækka launa taxtana og eingreiðslurnar eru hinsvegar yfirleitt skilyrtar þannig að ekki njóta þeirra allir.
Það er hinsvegar furðulegt að launþegasamtökin skuli yfir höfuð ljá máls á þessari vitleysu, sem byrjaði með fáránlegri desemberuppbótinni og hefur aukist æ síðan.
Það væri kannski ráð að lækka laun Gylfa og annarra samningarnefndarmanna en heita þeim í staðin veglegri samningauppbót, náist samningar sem viðunandi teljist. Það kynni að auka skilning þessara manna á raunverulegum en ekki pappírslegum kjarabótum umbjóðenda þeirra.
Þó er ekki víst að það dugi, þessir menn hafa ekki verið á sömu plánetu og umbjóðendur þeirra svo árum skiptir og það vita arðræningjar andskotans best allra.
ASÍ hvarf af vettvangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ræningja mafían forherðist
16.4.2011 | 00:15
Ræningjagengi SA hefur enn og aftur, grímulaust afhjúpað sitt eðli og tilgang. Slitnað hefur upp úr kjaraviðræðum SA Samtökum arðræningja- og ASÍ, eftir að þeir síðastnefndu höfnuðu því alfarið að vera aðilar að stríðsyfirlýsingu SA á hendur ríkisstjórninni um sjávarútvegsmálin.
Yfirlýsingin undarlega, sem var gefin í gær og aftur í dag, að undir samninga yrði skrifað í dag, var beinlínis hlægileg. Þeir sem þekkja til samningamála vita að útilokað er að ákveða fyrir fram hvenær samningar náist.
En vilji Samtök arðræningjanna- stríð þá verður því fagnað af stjórnarliðum. Því ef eitthvað getur orðið til þess að þjappa veiku stjórnarliðinu saman og þjóðinni að baki hennar, þá er það óforskömmuð krafa LÍÚ mafíunnar um óskorað og óverðskuldað eignarhald þeirra á helstu auðlind Íslensku þjóðarinnar.
Stríðsyfirlýsing SA er ekki á hendur ríkisstjórninni, hún er á hendur þjóðinni, en þeir sjá það ekki fyrir græðginni og hrokanum.
Ég neyðist til að gefa Gylfa prik, þó mér sé bölvanlega við það.
Viðræðuslit í Karphúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ræningjagengið
15.4.2011 | 21:00
Er nema von að SA, -Samtök Arðræningja, nei fyrirgefið, Samtök atvinnulífsins auðvitað, harmi að ríkisstjórnin skuli ekki vilja reiða af hendi uppsett lausnargjald þeirra fyrir gerð kjarasamninga.
SA hafði, eins og gíslatökuliðs er siður, fastlega gert ráð fyrir að þeir gætu, með þeirri "snilldarhugmynd" sinni að taka kjaraviðræður í þeirra við ASÍ í gíslingu, þvingað ríkisstjórnina til að hætta alfarið við innköllun aflaheimilda.
Mannrán og gíslataka er glæpur, en undir hvað flokkast arð- og kjararán ásamt því að heilt þjóðfélag er tekið í gíslingu til þess að þvinga fram afsal á eigum þess?
SA þrenningin, Vilhjálmur Egilsson, Vilmundur Jósefsson og Friðrik J. Arngrímsson og þeirra umbjóðendur eru ekki neinir Kardemommubæjar ræningjar, þeir eru alvöru ræningjar, sem ætla aldrei að skila því sem þeir einu sinni hafa nappað.
Það er ekkert ævintýralegt við þessa ræningja nema þá græðgin, hún er ævintýraleg að vöxtum.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Obama vann og kirkjan brann
15.4.2011 | 12:58
Brenndi kirkju eftir að Obama vann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Umskiptingurinn
14.4.2011 | 12:48
Ekki verður annað sagt en alger umskipti hafi orðið á áliti Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á forseta Íslands. Hannes heldur ekki vatni þessa dagana vegna aðdáunar sinnar og ást sinni á forsetanum sem hann áður lagði fæð á.
Hannes hafði m.a. þetta um forsetann að segja í grein á Pressunni í okt. 2009:
.....hann synjaði sumarið 2004 staðfestingar fjölmiðlafrumvarpi, sem átti að takmarka tækifæri auðmanna til að móta almenningsálitið sér í hag. Var það í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins, að forseti gekk á þann hátt gegn þingviljanum. .....Forseti Íslands átti að vera sameiningartákn, en ekki þátttakandi í illdeilum......Ólafur Ragnar er ekki forseti þjóðarinnar. Hann er forseti Náskersins.
Vonandi verður þessi skyndi hrifning Hannesar á forsetanum ekki til þess að valda hnökrum á ástarsambandi hans og ritstjóra Morgunblaðsins. Það hefur gerst áður og þá hundsaði Davíð Hannes í nokkra daga, sem olli slíkri vanlíðan Hannesar að hann gat ekki, í samtölum við kunningja um vandræði sín , hamið grátinn og táraflóðið .
Margt er skemmtilegra, get ég ímyndað mér, en Hannes Hólmsteinn grátandi.
Hér má sjá grein Hannesar Hólmsteins á Pressunni.
Hannes lofar forsetann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er rauða hverfið með sýningarglugga við Austurvöll?
13.4.2011 | 21:04
Ég, Skagstrendingurinn, og Ísfirðingurinn Björn Birgisson eigum fleira sameiginlegt en að vera innflytjendur í hið ágæta bæjarfélag Grindavík. Við deilum skoðunum um margt. Báðir höfum við haldið uppi harðri gagnrýni á stjórnarandstöðuliðið sem hefur af fullkomnu ábyrgðaleysi og málefnarýrð mært allt sem þeir telja að gagni geti komið til að sverta hetjulega baráttu stjórnarinnar til endurreisnar þjóðfélagsins eftir hrunstefnu Íhalds og Framsóknar.
Við höfum ekki heldur legið á skoðunum okkar, hafi eitthvað betur mátt fara í okkar liði.
Ég hef fengið leyfi Björns Birgissonar til að endurbirta færslu af Facebooksíðu hans 11. apríl 2011, sem er virkilega áhugaverð og skemmtileg.
Sýningargluggi VG flokksins tekur sýningarglugga Rauðu hverfanna í nefið!
Það er alltaf gaman að skoða sýningarglugga VG flokksins. Aldrei nein lognmolla þar, frekar en í þekktum sýningargluggum þekktra erlendra stórborga!
Ögmundur fer út og inn um gluggann sem ráðherra og er nú fastur í lausafaginu.
Álfheiði Ingadóttur er fleygt inn og út um gluggann sem ráðherra.
Jón Bjarnason ráðherra veit ekki hvort hann vill vera innan rúðunnar eða utan.
Er því frekar eins og móða á milli glerja.
Ásmundur Einar Daðason eyðir dögunum í nöldur og leiðindi og netselur á kvöldin í glugganum.
Þráinn Bertelsson flaug inn um rifu við opnanlegt fag einn góðan gluggaveðursdag.
Svandís Svavarsdóttir kemur oft í gluggann og tilkynnir virkjanir uppþornaðra fallvatna eftir 300 ár.
Árni Þór Sigurðsson er oft í glugganum, en eðlilega aldrei á besta sýningartíma.
Björn Valur Gíslason bloggar í gluggakistunni á nóttinni og biður afsökunar á daginn.
Katrín Jakobsdóttir kaus heldur að leggja drög að fjölgun mannkyns en að sitja við gluggann.
Atli Gíslason settist í stólpafýlu í gluggakistuna við fjárlagagerðina.
Lilja Mósesdóttir settist við hlið Atla í ekki minni allsherjarfýlu.
Svo flugu þau bæði út um gluggann og enginn veit hvar þau lenda.
Í gær settist Guðfríður Lilja í gluggakistuna, en var óðar fleygt út um gluggann.
Steingrímur sést stundum í glugganum, skríðandi um allt, leitandi að stefnuskránni.
Lilja Rafney og Þuríður Bachman eru mjög vinsælar í glugganum því þær hreyfast lítið og segja fátt.
ESB málin fara reglulega inn og út um gluggann, rétt eins og Icesave.
Kvótamálið er falið á bak við gluggatjöld, enda ekki í sýningarhæfu ástandi sem stendur.
Svo talar fólk um sýningarglugga í Hamborg og Amsterdam!
Þeir blikna í samanburðinum og blessaðar dúfurnar þar!
Nú er bara að bíða eftir næsta sýningaratriði!
Það verður örugglega safaríkt og spennandi!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er betri stjórnarandstaðan í skógi en stjórnin í hendi?
13.4.2011 | 20:34
Ásmundur Daði ætlar ekki að virða stjórnarsáttmálann, sem hann gekkst svo glaður inn á til að komast í stjórnarliðið.
En nú er Mundi Daði fallinn í fýlu og lætur sig dreyma um að betri séu tveir fuglar í skógi en einn í hendi.
En hætt er við að þegar Mundi hann vaknar aftur af draumi sínum þá hafi hann hvorugan fuglinn í skóginum, því síður þann í hendi, en skuldi íhaldinu alla þrjá.
Styður ekki lengur ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Höfuðlausnar kveðskapur Bjarna - beint í mark!
13.4.2011 | 18:41
"Höfuðlausn Bjarna Benediktssonar" kallaði Margrét Tryggvadóttir þessa léttúðlegu vantrausttillögu Bjarna, sem væri tilraun hans að leysa sitt eigið höfuð af höggstokknum.
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hvað harðast hefur gjammað gegn ríkisstjórninni sagði að tillaga Sjálfstæðisflokksins um vantraust á ríkisstjórnina væri veikburða og ótrúverðug í ljósi þess að flestir þingmenn flokksins hefðu greitt atkvæði með Icesave-lögunum!
Þó ég sé ekki VG maður, get ég ekki annað en dáðst af Steingrími J. Sigfússyni. Honum mælist alltaf sérlega vel, samt betur núna en oft áður. Hann skaut Bjarna og alla hans halarófu í kaf.
Atli Gíslason, ætlar að skipa sér, með atkvæði sínu, aftur sæti í áhrifalausri stjórnarandstöðu, verði hann á annað borð valinn til þingsetu í komandi kosningum,komi til þeirra sem ég stór efa, satt að segja.
Megin inntak þeirra Sjálfstæðismanna sem talað hafa í umræðunum á Alþingi er að þingið njóti ekki trausts, því verði að boða til kosninga. Þeir segja þá um leið að þeir njóti ekki trausts. En þeir ætla ótrauðir að bjóða sig aftur fram fullir trausts þess að eftir þingrof muni þeir aftur njóta trausts þrátt fyrir eigin gjaldfellingu á trausti þingsins. Þvílíkir dásemdar fábjánar!
Veikburða vantrauststillaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Staðfesting óskast
13.4.2011 | 15:40
Ég neita að trúa þessu fyrr en okkar besti maður á þessu sviði, Jón Valur Jensson, hefur staðfest þetta.
Sagan segir líka að krossfestinganaglarnir hafi verið keyptir hjá Jóni Friðgeir í Bolungarvík, en ólíklegt að þeir hafi enst svona lengi þótt þeir hafi að upplagi verið óvenju góðir og traustir.
Segist hafa fundið krossfestingarnaglana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)