Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Hér segir af kvígum og fleira fólki.

Að sögn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur Þingvallanefndar- og þingmanns eru hún og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni mjög ósáttar með vinnubrögð formanns Þingvallanefndar.

Formaðurinn vann sér það til óhelgis í augum þessara vammlausu kvenna  að kanna það fyrst hvort þeir einstaklingar sem hugmyndin var að skipa í dómnefnd um uppbyggingu Þingvallasvæðisins væru tilbúnir að taka þann starfa að sér áður en stungið væri upp á þeim og um þá greidd atkvæði á fundi Þingvallanefndar.

ihaldsbeljaTil að fylgja máli sínu eftir stungu þær stöllur síðan upp á ýmsum einstaklingum, en fóru síðan í magnaða fýlu þegar ætlan þeirra að troða mönnum í nefndina, að þeim forspurðum, mistókst.

Það var eftir þennan átakafund sem Þráinn Bertelsson móðgaði alla sjálfstæðislínuna þegar honum varð það á að blanda íslenska kúastofninum að ósekju við persónur kvennanna. Þráinn hefur að sjálfsögðu beðið kýrnar afsökunar á þessu frumhlaupi sínu.

Líklegt má telja að Björn Bjarnason skrifi pistil um þennan vindmillubardaga flokkssystra hans, Björn hefur rétt nýverið fengið, öllum að óvörum, ákafann áhuga á vandaðri og opinni stjórnsýslu.


mbl.is Vilja hugmyndir almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir hvolfa skipinu!

AthenaÚr því sem komið er, er dæling á miklu magni af sjó á eldinn í færeyska togaranum Athenu, sem nú brennur sínum þriðja bruna, verulega áhættu- söm aðgerð  og sennilega það versta sem hægt er að gera í stöðunni.

Það er greinilegt af því hve hátt togarinn liggur á vatninu að hann er létt tankaður  og sennilega ekkert umfram það sem þarf til að tryggja Athena brunninstöðuleika hans.

Í tönkum togarans eru ekki nema 300 tonn, sem er sennilega aðeins fimmtungur þess sem tankarnir taka.  Það þarf því ekki nema tiltölulega litið af sjó á vinnsluþilför hans og íbúðir til að skipinu hreinlega hvolfi.

Þetta vandamál kallar á aðrar lausnir.


mbl.is Dæla sjó á eldinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þráinn baðst afsökunar

Þráinn Bertelsson hefur beðist afsökunar á orðum sínum!

Taki þær það til sín sem eiga!

 
mbl.is Bað kýrnar afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskan á sér greinilega engin „landamæri“

Ég hélt að þessi aumingja maður Mehdi Kavyan Poor, sem ætlaði að „hita upp“ húsakynni Rauða Krossins, ætti bágt. En hans bágindi eru hégómi einn miðað við þá sálfræðilegu kreppu sem virðast hrjá samtökin „No Borders“, hvaða fyrirbrigði sem það svo er.

Þessi samtök virðast telja það sjálfsagt að menn „labbi sér inn“ hvar sem þurfa þykir, helli yfir sig bensíni með hótunum um íkveikju með tilheyrandi eignaspjöllum, svo ekki sé talað um ógn við líf og limi nærstadda og halda því svo fram að viðkomandi beri ekki nokkra ábyrgð á gjörðum sínum, það geri aðrir.  

Slíkt getur aldrei flokkast undir heimsókn, eins og þessi undarlegu samtök halda fram, heldur er það hrein og klár árás á alla sem í húsinu voru. Samtökin halda því fram að engin sprengihætta hafi verið á ferðum. Eru þau tilbúin að sanna þá kenningu sína, með því að hella bensíni á gólfið á næsta félagsfundi sínum, bíða smástund og kveikja svo á eldspýtu?

Manninum hafði verið synjað um landvistarleyfi, en með lögfræðiklækjum hefur máli hans endalaust verið beint inn á nýjar brautir og dregið á langinn, of lengi, því neitar enginn.

„Glæpur“  Útlendingastofnunar í þessu máli virðist helst sá að hafa ekki fylgt eftir fyrri ákvörðun um brottvísun Mehdi, sem hefur með framferði sínu, enn um hríð, framlengt landvist sína á Íslandi fjarri vinum og fjölskyldu.   
mbl.is Fái varanlegt hæli á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur á að hengja boðbera „válegra“ tíðinda

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir geta kannski lítið að því gert hvernig þær eru „af guði“ gerðar, en af hverju á Þráinn Bertelsson að biðjast afsökunar á því?

Sagði Þráinn nokkuð annað en það sem flestir hafa hugsað fram að þessu?

Það er svo álitamál hvort það breyti nokkru þó Þingvallanefndin sem slík verði í klakaböndum einhverja hríð. Þingvellir voru á sínum stað fyrir tíma þessarar snobbnefndar og verða það eflaust áfram löngu efir að nefndin verður öllum gleymd og grafin.

 

mbl.is Óstarfhæf nefnd án afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi frétt fær bullpálmann

Eru engin takmörk fyrir því bulli sem kemst í fréttirnar, ég sé ekki fréttagildið í þessari frásögn, en ég óska Ágústu Ólafsdóttur samt alls góðs í þessu átaki sínu þótt ég sjái nú ekki beinlínis þörfina á því.

Eitt kíló til eða frá á fimm dögum er innan eðlilegra frávika og því engin frétt, þetta er um það bil sú þyngd sem ég losa mig við á hálfri mínútu,........... í einni salernisferð!

  


mbl.is Ágústa Ósk er búin að léttast um rúmlega kíló á fimm dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er það...

...þarf alltaf að biðjast afsökunar á sannleikanum, á Íslandi, ef hann er sár?

 
mbl.is Bókun hefur ekki borist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djarfar myndir, já komdu sæll!

Ber henni Pippu Middleton, sem systur verðandi drottningar Englands,  að klæða sig eftir einhverjum siðareglum ensku hirðarinnar, sem ættaðar eru aftan úr rassgati tímans?

Ef pils og brjóstahaldari er full djarft, þá hlýtur bikini að vera hreinn yfirliðsvaldur.

Mun þessi kona ekki geta um frjálst höfuð strokið framvegis, í sínu einkalífi, vegna vensla sinna við helstu  steinaldarfjölskyldu heimsins?

Er hennar einkalífi sem sagt lokið?

  


mbl.is Djarfar myndir af Pippu vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir leggjast á eitt

Kóngafólkið reynir þá, rétt eins og sauðsvartur almúginn að svindla, sem best það getur, á kerfinu.

Enda verður kóngadótið sennilega að hafa alla anga úti til að skrimta á þessum síðustu og verstu tímum.


mbl.is Fimm ára prins flytur að heiman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar mannfórnir takk!

Landsbyggðarfólk  hefur haft af því miklar áhyggjur,  eðlilega,  verði Reykjavíkurflugvöllur lagður niður og innanlandsflugið flutt alfarið til Keflavíkur. Mestar hafa áhyggjur fólks verið tengdar sjúkrabíllsjúkraflugi  af landsbyggðinni til Reykjavíkur og við brotthvarf flugvallarins yrði rofið það öryggi, sem nálægð Landsspítalans við hann óneitan- lega er sjúklingum.

En það er ein hugmynd sem ekki hefur komið upp, svo ég viti, varðandi hugmyndir um brotthvarf flugvallarins úr Vatnsmýrinni, sem gæti leyst þetta vandamál og gott ef ekki önnur vandamál í leiðinni.

Flytjum einfaldlega Landsspítalann jafnhliða innanlandsfluginu til Keflavíkurflugvallar. Það ætti að vera auðveldara og þægilegra að byggja nýtt hátæknisjúkrahús þar í víðerninu en í plássleysinu og þrengslunum við Hringbrautina. sjúklingur

Talsmenn þess að Reykjavíkurflugvöllur víki og miðstöð innanlandsflugsins verði  í Keflavík hafa hamrað á því hve stuttan tíma það taki að skjótast  milli flugvallarins og höfuðborgarinnar eftir Reykjanesbrautinni. Það taki jafnvel styttri tíma að skjótast þaðan á Landsspítalann, en úr sumum hverfum borgarinnar!

Flutningur á Landsspítalanum til Kefla- víkurflugvallar ætti því að vera Reykjavíkingum fagnaðar efni, vitandi að það tæki  eftir breytinguna styttri tíma að rúlla þeim eftir Reykjanesbrautinni á sjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli en hossast með þá stórslasaða eða deyjandi innan borgarinnar niður á gamla Landsspítala.


mbl.is Mannfórnir færðar ef flugvöllurinn fer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.