Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
Fjúka lauf og fölna strá
20.5.2011 | 23:11
Þeir segja þessir Amerísku að þetta sé búið, heimsendir verði á morgun og hananú!
Heimsendi fylgja auðvitað ákveðnir gallar en samt ótvíræðir kostir svo sem að Icesave verður endanlega úr sögunni, aldrei aftur vinstri stjórn og þá auðvitað að sama skapi aldrei aftur íhaldsstjórn.
Verst þykir mér samt að hann Kúti fornvinur minn hafi ekki getað beðið eftir þessum sælunnar endalokum og ákveðið að taka sér tveggja daga forskot.
Mínar bestu hugsanir eru um hann og hans náustu. Kann ekki að orða það öðruvísi, svo takmarkaður sem ég er.
.
Heimsendapartý haldin víða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 21.5.2011 kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Er skeggið skylt hökunni?
18.5.2011 | 23:55
Er skegg Össurar undantekningin frá reglunni að skylt sé skeggið hökunni?
Hvað finnst ykkur?
Langur fundur með Clinton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
„Ekki benda á mig“
17.5.2011 | 21:06
Ég held að þetta sé hárrétt hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni. Menn vanmátu gersamlega afleiðingarnar af því fullkomna hafta og stjórnleysi sem ríkisstjórn Davíðs Oddsonar innleiddi í Íslensku fjármálaumhverfi í nafni Hannesar Hólmsteins frjálshyggjuformúlunnar.
Afleiðingin varð taumlaus græðgi þar sem það varð að pissukeppni hver gæti rakað að sér sem mestu fé á sem skemmstum tíma, sama hvernig.
Þar fóru forsvarsmenn bankanna í broddi fylkingar og þá ekki hvað síst sá Grægjólfur sem hér blæs sínar hefðbundnu ekki benda á mig sápukúlur!
Segir Árna hafa vanmetið aðstæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Og hvað...
15.5.2011 | 18:57
...á heimurinn núna að hrópa húrra fyrir þessum framsæknu arabísku kvenréttinda frömuðum?
Konungar Sáda opnar kvennaháskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pétur Blöndal er klárlega maður dagsins
15.5.2011 | 15:55
Ef marka má Pétur Blöndal hefur útgerð og sjósókn á Íslandi verið vonlaust fyrirbrigði allt frá landnámi og fram til þess dags að kvótakerfið var sett á með frjálsu framsali aflaheimilda.
Það sem Pétur er að segja, er að arðsemi sjávarútvegs á Íslandi liggi ekki í veiðum og vinnslu, heldur braski og sukki. Sem er, þegar grannt er skoðað, sjálfstæðisstefnan í hnotskurn.
Arðsemin hverfur úr greininni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tvískinnungur Péturs Blöndal
15.5.2011 | 15:14
Pétur Blöndal alþingismaður hugsar allt út frá krónum og aurum, metur bragð og lykt eftir verðinu.
Hann hefur ekki komið í Hörpuna og langar það ekki, til þess segir hann húsið vera allt of dýrt. Pétur hefur nokkuð til síns máls hvað kostnaðinn varðar, ekki vafi á því.
Ef Pétur getur ekki hugsað sér að koma í Hörpuna vegna kostnaðarins, hvernig getur hann þá verið í Sjálfstæðisflokknum, flokki sem hefur kostað þjóðina ófáar Hörpurnar?
Hefðum átt að breyta holunni í fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Rambo páfi
14.5.2011 | 22:55
Það þurfti aðeins að henda eins og einni blessun í Jóhannes Páll páfa heitinn, til að hann sprytti upp sem Rambo og stjórnaði aðför sérsveitar Bandaríska hersins að Ósóma bin Laden og drápi hans.
Hvað ætli Jóhannes gamli taki sér svo fyrir hendur þegar þeir taka hann endanlega í dýrlingatölu?
Ætli hann geti hugsað sér að keppa í Eurovision? Ef svo, þá væri það verðugt verkefni fyrir vin minn og sálusorgara, Jón Val Jensson að fá hann til að keppa fyrir Ísland!
Islande douze points!
Dauði bin Laden kraftaverk páfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Réttlæti eða hefnd?
14.5.2011 | 03:13
Þvílíkt réttlæti, halda menn að konugarminum líði eitthvað betur, með því að gera hana að böðli og láta hana með eigin hendi gjalda óþverranum auga fyrir auga með því að hella sýru í augu hans?
Væri ekki nær fyrir þessa réttsýnu menn, sem þannig dæma, að breyta lögunum til verndar konunum frekar en tryggja þeim hefnd að ódæðinu loknu?
En það er víst ekki hægt, Allah ræður því. Hann mun víst ekki til viðræðu um breytingar á ævafornum siðum frekar en guð kristinna manna.
Auga fyrir auga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Já, já auðvitað erum við búin að sigra!
13.5.2011 | 22:28
Núna, eins og í öll hin skiptin fer Eurovision umræðan inn á þá braut að við höfum fyrirfram landað sigri og keppnin sjálf sé nánast formsatriði.
Það skiptir ekki máli í hvaða sæti Íslenska lagið lendir, aðalatriðið er að fulltrúar Íslands hafa verið sér og landi sínu til sóma.
Til hamingju með það Ísland!
Sjáumst í Reykjavík 2012 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (83)
Í hverju liggur verðmæti Warhol?
12.5.2011 | 12:05
Sjálfsmynd Andy Warhol hefur verið seld á uppboði fyrir 4,4 milljarð! Ekkert minna.
Myndir eftir Warhol eru unnar með myndvarpa upp úr list og verkum annarra og eru hrein og klár verksmiðjuframleiðsla, yfir- leitt tví- eða þrílita og eiga það allar sameiginlegt að vera ljótar.
Í hverju liggur verðmæti mynda eftir Warhol? Varla í listinni, því í þeim er ekki meiri list eða frumleiki en myndum sem málaðar eru eftir númerum. Slíkar myndir hafa það þó fram yfir listgeldinginn Warhol að þær geta verið fallegar.
Sjálfsmynd eftir Warhol slegin á 4,4 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)