Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
Kastljós hélt áfarm umfjöllun sinni um læknadópið í kvöld.
26.5.2011 | 20:39
Hvað varð um boðaða viðvörunarkerfið, sem sagt var eiga að hringja öllum bjöllum ef einstaklingur fengi ávísað lyfjum umfram það sem eðlilegt gæti talist?
Hvernig getur það gerst á þessum hátæknitímum að læknir geti á hálfsmánaðar fresti, mánuðum eða árum saman, gefið út lyfseðla upp á þriggja mánaða skammta af 4 til 5 tegundum vímugefandi lyfja til sama einstaklings án þess að spurningar vakni? Af nákvæmlega þessu hef ég hef ég haft sára persónulega reynslu.
Svo ekki sé talað um þau ósköp ef fíkilinn getur leikið þann leik hjá fleiri en einum lækni!
Eða getur það verið, sem er það versta í stöðunni, að ekkert skorti að á spurningar vakni, en þeim sé jafnharðan sópað undir teppið?
Landlæknir sat fyrir svörum í Kastljósi áðan. Sigmar Guðmundsson spyrill var aðgangsharður við Landlækni, sem átti í vök að verjast en sagði að embætti hans væri sannarlega ekki ráðalaust í vandanum. En greinilegt er að embætti Landlæknis fer á hraða snigilsins meðan vandinn eykst á hraða ljóssins.
Er eðlilegt að læknar gæti lækna? Spurði Sigmar. Landlækni vafðist tunga um tönn, vísaði á eftirlitið!
Það er þægilegt að skýla sér á bak við eftirlitið, sem er greinilega ekkert, eða þannig úr garði gert að það er verra en ekkert.
Takk Kastljós!
Tilvísun í grein um sama efni í gær.
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Lágkúran á Útvarpi Sögu náði nýjum hæðum í morgun. Útvarpsstjórinn sjálfur Arnþrúður Karlsdóttir varði morgninum til þess að gagnrýna umfjöllun Kastljóss á læknadópsvandanum.
Ekkert jákvætt sá frú Arnþrúður við umfjöllun sjónvarpsins en passaði sig samt á að taka annað slagið andköf af hryllingi yfir afleiðingum dóp- og eiturlyfjaneyslu í takt við innhringendur.
Hún gerði hvað hún gat til að gera lítið úr Jóhannesi Kristjánssyni sem hafði m.a. umsjón með þessari þáttagerð. Arnþrúði var mjög í mun að koma því á framfæri að Jóhannes hefði með umfjölluninni ásakað læknastéttina í heild sinni fyrir dópsölu. Þeir eru örugglega ekki margir sem deila þeirri túlkun með frú Arnþrúði. Hún ýjaði m.a.s. að því að Jóhannes væri ekki vandur að meðulunum.
Frú Arnþrúður lokaði á einn innhringandann sem gagnrýndi starfsemi SÁÁ, hún kvaðst ekki líða órökstuddar dylgjur á sinni útvarpsstöð! Stórmerkilegt satt að segja, því þættir frú Arnþrúðar ganga út á fátt annað en dylgjur og hálfkveðnar vísur, sama hvert umfjöllunarefnið er.
Frú Arnþrúður taldi t.a.m. ekki eftir sér að gefa í skyn að Jóhannes Kristjánsson eða Kastljós hefðu keypt og skaffað ungri konu sem fram kom í þættinum dóp til að þeir gætu myndað hana sprauta sig!
Ég kann Kastljósi og Jóhannesi Kristjánssyni bestu þakkir fyrir góða og ítarlega umfjöllun þeirra um læknadópið og afleiðingar þess, sem undirritaður hefur því miður fengið að kynnast á eigin skinni, sem aðstandandi.
Frú Arnþrúður og Útvarp Saga hafið skömm fyrir ykkar aðkomu!
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Goslok?
25.5.2011 | 10:47
Gosið virðist hafa fjarað út án þess að það leiddi til þeirra risa hamfara sem bloggari einn boðar, með hundrað færslum eða svo, í hvert skipti sem jörð ropar á Íslandi. Þau boðuðu móðuharðindi verða víst að bíða.
Vonandi er þessu gosi lokið, þetta var meira en nóg í bili, þótt engar risa hamfarir hafi orðið eða heimsendir, sem hefur samkvæmt nýjustu fréttum verið frestað til 21. október.
Flugvél Gæslunnar fer yfir Grímsvötn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Haldið kjafti!
24.5.2011 | 20:44
Félagsmenn Flóabandalagsins hafa látið 16.5% félaga sinna samþykkja fyrir sig nýgerðan kjarasamning.
Þátttakan í kosningunni var aðeins 19.4%, 80.6% hundsuðu atkvæða- greiðsluna, sem er afar dapurt því nánast ekkert þurfti fyrir kosningunni að hafa.
Þessi 80.6% félagsmanna Flóabandalagsins hafa með hjásetu sinni í atkvæðagreiðslunni afsalað sér öllum rétti til nöldurs og óánægju yfir nýsamþykktum samning út gildistíma hans.
Þið þessi 80 prósent sem sátuð hjá auk þeirra 16.5% sem samþykktu, gjörið svo vel gott fólk, þið uppskáruð eins og þið sáðuð og haldið því kjafti yfir rýrum hlut ykkar fram að næstu samningum!
Flóinn segir já | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gummi og Magga í Matvörubúðina
24.5.2011 | 11:59
Það er sannarlega gleðileg frétt að Gugga og Tóta hafi verið ráðnar til starfa í Kauphöllina. Það er klárlega ljós í öllu svartnættinu að starfsmönnum á skráningar- og rekstrarsviðum Kauphallarinnar hafi fjölgað um tvo.
En hvar er fréttin um ráðningu Möggu og Gumma, sem voru nýlega ráðin í Matvörubúðina? Magga mun starfa á greiðslusviði og Gummi á innstreymissviði.
Þau hafa bæði mikla þekkingu og reynslu, hvort á sínu sviði, og miklar væntingar eru bundnar við þeirra störf.
Guðríður og Þórunn í Kauphöllina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er hægt að millifæra peninga yfir móðuna miklu?
24.5.2011 | 10:47
Séra Harold Camping sem boðaði heimsendi á dögunum, hefur gefið sínar skýringar á ástæðu þess að enginn varð heimsendisins var. Camping sagðist ekki hafa mistúlkað biblíuna eða Guðs orð, Guð hefði af visku sinni ákveðið að hafa dómsdaginn ósýnilegan!
Þessi túlkun Harold Camping á heimsendi sínum, sem ekki kom, er fullkomlega eðlileg og rökrétt og í fullkomnu samræmi við aðrar trúarkenningar, sem eru í besta falli þokukenndar og óljósar.
Spádómurinn var auðvitað innantómt kjaftæði hjá Camping, enda byggður, eins og öll trúarrit í heild sinni, á ævagömlum skröksögum og hindurvitnum sem eiga uppruna sinn í fáfræði og hræðslu.
Það fyndnasta er að Camping ætlar ekki að skila fólki aftur eigum sínum, sem hafði í angist sinni selt allt sitt og gefið söfnuðinum dagana fyrir endalokin.
Spurningin er af hverju Camping tók yfir höfuð við þessum fjárframlögum, vitandi að heimsendir væri við húshornið. Nema auðvitað að hann kunni ráð til að millifæra fé yfir móðuna miklu.
Sú þekking verður væntanlega eftirsóknaverð af Björgólfum allra landa.
Ósýnilegur heimsendir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nú er full þörf á smá kraftaverki
22.5.2011 | 23:09
Fluga veltir þungu hlassi
22.5.2011 | 13:13
Þær velta fram í stríðum straumum gosfréttirnar á mbl.is og svo ört að vart er pláss fyrir aðrar fréttir og þá aðeins af stærstu atburðum.
Ein af erlendu stórfréttunum sem náðist að skjóta inn í gosfárið var þessi risafrétt að Coka Cola hafi verið sektað um heilar 13.000 krónur suður á Indlandi, fyrir flugu í flösku!
Það væri synd að segja að gúrkutíð væri í fréttunum í dag.
Sekt vegna flugu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lok, lok og læs og allt í stáli, lokað fyrir Páli
22.5.2011 | 09:59
Héðan frá Grindavík séð hljómar það undarlega að Keflavíkurflugvelli hafi verið lokað vegna öskufalls.
Hér er hið besta veður, þegar þetta er skrifað, heiður himinn, loftið tært og skyggnið til allra átta er eins og það best gerist.
Allt flug fellur niður vegna eldgossins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að vera öðrum fyrirmynd
21.5.2011 | 00:58
Væri ekki hollara fyrir Bandaríki Norður Ameríku að yrkja sinn mannréttindagarð áður en þau æða fram til að kenna öðrum ríkjum hvernig þau eigi að framkvæma mannréttindi á sínum heimareitum?
Hvernig samrýmist það t.d. alþjóðamannréttindum að 10 ára börn séu dæmd sem fullornir, eins og tíðkast í sumum ríkjum Bandaríkjanna?
Væri ekki hollara fyrir stjórnvöld í Votatúni, að stinga fyrst á kýlin á eigin holdi í stað þess að einblína stöðugt á annarra kýli?
14 ára fékk lífstíðardóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)