Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Undur og stórmerki að gerast

Þingmennirnir Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármannsson hafa í fyrsta sinn, frá því Sjálfstæðisflokkurinn missti allt niður um sig í hruninu  leitt hugann að öðru en því sérstaka áhugamáli þeirra félaga, að breiða sem best yfir og fela fortíðarmistök og ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á núverandi efnahagsástandi.

einfrumungarnirÞeir félagar hafa, öllum á óvart, óskað eftir fundi í allsherjarnefnd Alþingis til að ræða læknadópið, það ber vissulega að virða og þeir fá mínar þakkir fyrir það.

Fróðlegt verður að sjá hvort þeir félagar fylgi þessu eftir af áhuga og festu eða hvort þeir falla í gamla hagsmuna- gæslufarið fyrir flokkinn sinn þegar dópumræðan í þjóðfélaginu dofnar.


mbl.is Vilja fund um lyfjamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góði græðirinn

vort daglega brauðÉg, þú, hann og hún, já við öll hljótum að krefjast þess að þessi listi verði gerður opinber í heild sinni og jafnframt að hætt verði að fara með númer lækna eins og hernaðarleyndarmál, eins og nýverið var gert að kröfu persónuverndar.

Númer lækna eru skráð á lyfjahulstrin en hvergi er hægt að fletta þeim upp í opinberum skrám. 

Á heimasíðu Landlæknis er að finna Exel skjal um íslenska lækna frá a til ö, fullt nafn, kandídataárið, hvenær lækningaleyfið var gefið út, hvaða lækningar þeir stunda, sérgreinasvið o.s.fv., en læknanúmer þeirra er leynó að kröfu persónuverndar, að því mér skilst.

Stórundarlegt, vægast sagt og af hverju eru númerin leyndarmál, hvað þarf að fela? Má ekki sjást af lyfjahulstri, sem foreldrar eða aðrir aðstandendur fíkla finna, hver góði græðirinn er?  


mbl.is Ávísuðu lyfjum fyrir 160 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu tímabært

frelsarinnÞetta er löngu tímabær tillaga því rökin fyrir veru okkar í NATO, þessu fyrrum varnabandalagi,  eru að engu orðin, hafi þá einhvertíma verið fyrir því gild rök.

En mín skoðun er að Alþingi eigi ekki að ákveða úrsögn heldur þjóðin, sem hefði líka átt að samþykkja eða hafna aðild að NATO 1949, jafn stórt mál og það þá var.

Það væri því fullkomlega eðlilegt að kosið yrði um aðild okkar að NATO samhliða næstu kosningum, sem væntanlega verða þingkosningar.  


mbl.is Tillaga um úrsögn úr Nató
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dulbúin einkavæðing tóbakssölunnar

smoking-20smoking-small1Ég reyki ekki sjálfur, og væri persónulega alveg sama þótt allt tóbak hyrfi út í hafsauga. En þessi geggjaða tillaga gerir ekkert annað en skapa ný vandamál en leysir engin.

Þessi brjálaða hugmynd mun aðeins leiða af sér stóraukið smygl og svartamarkaðsbrask á tóbaksvörum. Það hlýtur að vera til hentugri leið til að einkavæða tóbakssöluna.

Þingmönnum væri nær að eyða kröftum sínum í lausnir á þeim fíkntengdu vandamálum sem fyrir eru,  svo sem eiturlyfjasmyglið og læknadópið,  í stað þess að fjölga óleystum vandamálum.

  


mbl.is Tóbak verði bara selt í apótekum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var ráðherrum hótað limlestingum eða lífláti?

Frú Arnþrúður Kalsdóttir útvarpsstjóri á útvarpi Sögu dregur ekki af sér frekar en fyrri daginn í samsæriskenningum og mannorðsmorðum.

Frú Arnþrúður fullyrti í morgun að ástæðan fyrir því að ekki hafi verið farið í aðgerðir gegn Björgólfi Thor væri sú að hann hafi hótað ráðherrum að eitthvað myndi koma fyrir þá ef ekki yrði látið kyrrt liggja!

Ekki hvarflar að mér að halda uppi vörnum fyrir Björgólf Thor, en er þetta ekki full langt gengið, jafnvel á sorpmiðli eins og útvarpi Sögu?


mbl.is Upp úr sauð á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru allir í fýlu?

Hressum okkur aðeins, hér eru Shocking Blue með Venus.

 

 


Spunameistarinn tekur flugið

Þetta er hreint út sagt yndisleg „frétt“ sem kennslubókardæmi um „góðan“ spuna.  Öll formúlan er gernýtt, heilu úlfaldalestirnar hannaðar úr dauðri mýflugu, skröksögum og ýkjum. Allt haft eftir nafnlausum,  en „áræðalegum“ heimildum.

agnes_bragaAgnes Bragadóttir, höfundur fréttarinnar, hefur sýnt og sannað að hún er magnaður spunapenni en hennar helsti galli er vita ekki hvar á að draga línuna þegar hún nær fluginu. Morgunblaðið hefur enda þurft að biðjast afsökunar á beinum ósannindum Agnesar, þegar ekki hefur dugað að bera við „áræðalegum“  heimildum.

Agnes hefur sennilega ekki lifað betri daga en eftir að Morgunblaðið breyttist úr góðu dagblaði í pólitískan sorphaug, hvar hún nærist og dafnar eins og maðkur í hræi.


mbl.is Ágreiningur um kvóta vex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einar hefur áhyggjur af afdrifum kjarasamninga, það er alveg nýtt!

Þessar áhyggjur Einars K. Guðfinnssonar lýsa væntanlega þeirri einlægu von hans og vilja að ekkert í forsendum kjarasamninga og stefnu ríkisstjórnarinnar bregðist þannig að stjórnin þurfi ekki að hvika frá settri stefnu.

Traustur maður hann Einar, hann er maðurinn á gólfinu, maður fólksins! Þetta hefur verið hans stefna alveg frá því að honum var í vöggu sagt að hann væri prinsinn af Bolungarvík.


mbl.is Ríkisstjórnin að eyðileggja kjarasamningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve ruglað getur þetta orðið?

Hvaða helvítis bull er þetta, skiptir það máli, ef ríkið ætlar á annað borð að myrða mann eða konu,  hvort lyfið sem kemur á efir svefnlyfinu og banar manneskjunni endanlega heitir fenol eða senol, og  hvort það var upphaflega ætlað manni eða hundi, ef niðurstaðan sú sama?

Er það aukaatriði að manni hafi verið banað, en aðalatriðið að notað hafi verið lyf, sem upphaflega var hannað sem dýralyf,  við aftökuna?

Erum við virkilega orðin svona sjúk?


mbl.is Tekinn af lífi með dýralyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona fyrirsagnir eiga að varða við lög.

Það setur stöðugri menn en mig á hliðina þegar sagt er í fyrirsögnum að einhver fegursta og lögulegasta kona heims ætli að sýna  hold!

Það er stórhættulegt heilsu manna eins og mér sem er á miðjum aldri og er þegar á öllum þeim lyfjum sem þessum aldursflokki tilheyra að fá fréttir um yfirvofandi holdbirtingu. 

Svo er allt gabb, boðaðar myndir eru sem jólakort í samanburði við fyrri myndir af sama holdi, en hafa ekki framkallað annað en hækkaðan blóðþrýsting klámóðs karls eins og undirritaðs.

Oh, shit!

 

  


mbl.is Helle Berry sýnir hold
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.