Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Að standa í lappirnar

Það er athyglisvert að þrjú aðildarfélög ASÍ eiga ekki aðild að þessum „stórkostlegu“ samningum.

Það  eru þau félög sem hafa menn í forystu sem hafa dug og þor til að standa í lappirnar og vilja til að vinna þá vinnu sem umbjóðendur þeirra fólu þeim.

Ég hef sjaldan orðið jafn hissa á nokkru viðtali og því sem tekið var við Ólaf Darra Andrason hagfræðing ASÍ þar sem hann útskýrði samningana og forsendur þeirra.  

Þessi HAGFRÆÐINGUR ASÍ talaði nákvæmlega eins og þar færi Vilhjálmur  Egilsson enda hafði hann höfuðáhyggjur af þeim fónum sem hagkerfið væri að færa til launahækkana og þeim fórnum sem þeir væru að færa til að viðhalda stöðuleikanum! Hvaða þeir? 

Hverskonar andskotans mannleysur og Quislinga hafa launþegar þessa lands virkilega kosið til forystu og til að gæta sinna hagsmuna? Er þessi hagfræðings nefna næsti erfðaprinsinn í hagfræðingaröðinni í forsetastól ASÍ?

Það verður ábyggilega dansaður hrunadans andskotans í höfuðstöfðum SA í kvöld af fögnuði yfir þessum samningi og viðhengjum hans. Þar verður án efa glösum lyft og skálað fyrir ASÍ forystunni, sem hefur sannarlega til þess unnið. 
mbl.is Þrjú ASÍ félög sömdu ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki skólabókardæmi...

... um viðskipti þar sem heimilt er að selja varning sem bannað er að kaupa?

 
mbl.is Anna Mjöll giftist forríkum bílasala 9. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Guggan enn gul?

Þess er óskandi að þessi Samherja og Brims bræðingur verði Akureyringum til góðs og á þann veg sem upp er gefið. Forstjóri Samherja segir að þeim hefði einfaldlega runnið blóðið til skyldunnar þegar þetta tækifæri gafst og þeir tekið stökkið.

Er málið virkilega svo einfalt, er ekki einhver maðkur í mysunni?  Gengur þessi fyrrum stjórnarformaður Glitnis, inn í Landsbankann og út aftur með ellefu milljarða lán frá bankanum, rétt si svona, til þess eins að hægt sé að skipta um kennitölu á Akureyrarstarfsemi Brims?  

Þetta er óskiljanlegt í ljósi þess að nánast hefur verið útilokað að fá krónu lánaða í þessum sama banka til að auka slagkraft atvinnulífsins og fjölga störfum. En núna snarar bankinn út 11 miljörðum í eina algerra kyrrstöðu aðgerð! ?

gudbjorgMenn  ættu ekki að gleyma því, svo illa sem menn hafa brennt sig, að engum loforðum Sam- herjaforstjórans er hægt að treysta þegar fjármagn og gróðavon er annars- vegar. Forstjórinn hreyfir ekki rasshár né hættir til krónu af eigin fé nema hafa þá bjargföstu trú að fjárfestingin skili sér með ríkulegum gróða.

Hann hefur þegar sýnt og sannað að orðum hans og yfirlýsingum er í engu að treysta, nema Guggan sé sannarlega enn gul og gerð út frá Ísafirði. 


mbl.is Fagnar kaupum Samherja á starfsemi Brims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litlu sem engu fagnað með vöfflum

Það styttist víst í vöfflubakstur í húsakynnum ríkissáttasemjara, sem er hefðbundin staðfesting á að samningar hafi tekist. 

Þá  fagna gerðum samningum, forkólfar ASÍ  annarsvegar, sem geta þá aftur tekið lífinu með ró á góðum launum á sínum verndaða vinnustað og hinsvegar fulltrúar atvinnulífsins sem glotta við tönn og þakka guði fyrir sérlega slappa og auma viðsemjendur sína.

Þeir einu sem ekki fagna eru umbjóðendur lélegustu forystu ASÍ allra tíma, launþegarnir, sem harma hlutinn sinn, lítinn og rýran og engar fá þeir vöfflurnar, þær éta aðrir. 

   


mbl.is Styttist í vöfflubakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olía er allt sem þarf

Það er skelfilegt að lesa um, heyra af og sjá myndir af aðbúnaði og lífsskilyrðum fólks í N- Kóreu, þeim hörmungum og kúgun sem almenningur þarf að búa við af hendi landsfeðrana, sem sjálfir lifa við lúxus og láta lýðinn dýrka sig sem Guði.

Oil-Tower---Extra-large-size-t-5680251Því miður er N-Kórea ekki olíuríki. Því ef svo væri hefði lýðræðisríkjum vesturlanda fyrir löngu runnið blóðið til skyldunnar og frelsað þjáða þjóðina undan kúgurum sínum.

Helsta von vesalinga þessa lands er að þar finnist olía í einhverju magni, þá munu lýðræðis- og frelsisunnendur vesturlanda renna af stað til að tryggja íbúum N-Kóreu það frelsi, lýðræði og mannsæmandi lífsskilyrði, sem þeir telja sjálfsögð réttindi allra jarðabúa.


mbl.is Þrælað út, misþyrmt og svelt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi kona, Sarah Palin...

Sarah Palin5

...hefur sannað að hún er fullkominn einfrumungur!

 

Það eru því taldar verulegar líkur á að hún verði frambjóðandi  Republikanaflokksins í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum.

.


mbl.is Þakkaði Bush en ekki Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru konur á jafngóðum -eftirlaunum- og karlar í þessum bransa?

Íslamskir karlar sem ganga í dauðann fyrir trúna fá, eins og allir vita, að launum paradísarvist og kippu 100 óspjallaðra meyja til frjálsra nota, fyrir fórn sína. Þokkalegustu eftirlaun það!

Þá  er það spurningin, hvort konan sem neydd var í þá Íslömsku „hetjudáð“ að hlífa Ósómanum fyrir kúlum andskotans, hafi hlotið að launum paradísarvist fyrir sitt líf og að auki digra kippu af óspjölluðum sveinum?

Er það þannig, veit það einhver?

Er þetta kannski borðleggjandi mál fyrir kærunefnd jafnréttismála?

  


mbl.is Reyndi að nota eiginkonuna sem skjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú kemur aftur til kasta Teits og Siggu

Nú er innanríkisráðherra vandi á höndum, ljóst er af fyrri málum sama eðlis að sama er hvað ráðherrann gerir, ákvörðun hans verður rökkuð niður og hann sakaður um valdníðslu, pólitíska embættisveitingu og það sem er verst af öllu, brot á jafnréttislöggjöfinni.

Beinast liggur auðvitað við að ráðherrann fari eftir niðurstöðu dómnefndarinnar og skipi annað hvort Eirík eða Þorgeir í embætti Hæstaréttardómara.

En þá kærir konan, sem er að mati matsnefndarinnar í lakari hópnum, og þá kemur til kasta kærunefndar jafnréttismála, sem kemst auðvitað að þeirri eðlilegu niðurstöðu,  nú eins og áður, að þar sem Eiríkur eða Þorgeir hafi hvorugur píku, hafi gróflega verið á kærandanum, konunni, brotið í hæfnismatinu og í framhaldinu skipun í embættið.

Getur jafnréttið orðið betra?

  

 


mbl.is Eiríkur og Þorgeir hæfastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavík rare mayor project.

Úr því svona illa fór með björninn, verður hægt að nota söfnunarféð til að koma borgarstjórnanum fyrir í Húsdýragarðinum, þar sem hann fengi tilhlíðandi aðhlynningu, sem sannarlega eini borgarstjórinn sinnar tegundar.

Þá væri fágætustu dýrategund landsins bjargað frá útrýmingu, um stundarsakir hið minnsta.


mbl.is Besti flokkurinn safnar fyrir ísbirni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta verður varla vandamál.

Þeir standa ekki undir nafni þarna vestur í Hollý, nái þeir ekki á einni nóttu að umskrifa handritið af hinni fyrirhuguðu kvikmynd um misheppnaða leit Bandaríkjamanna að Bin Laden og láta myndina fjalla um hið gagnstæða, sjálft drápið.  

Sú mynd hefði að sjálfsögðu miklu „Bandarískari endi“  en upprunalega hugmyndin hefði óneitanlega haft.

Myndin gæti  fengið heitið –The hunt for Bin Laden- .


mbl.is Kvikmynd í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.