Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
Er Sýsli hæfur fyrir sína húfu?
6.7.2011 | 17:17
Það er virðingarvert að byssumaðurinn á Stokkseyri skuli játa mistök sín og biða afsökunar á þeim og ætla að vinna úr sínu vandamáli.
Sýslumaður tók í sína vörslu öll skotvopn á veiðisafninu á Stokkseyri og ógilti skotvopnaleyfi mannsins og fór ekki seinna en strax fram á gæsluvarðhald og geðrannsókn á manninum.
Héraðsdómur synjaði hinsvegar, væntanlega af gildum ástæðum, beiðni Sýslumanns um gæsluvarðhald og geðrannsókn. Sýslumanni var svo brugðið yfir þeim úrskurði að hann boðaði þegar til samráðsfundar löggæslumanna á svæðinu, að sögn vegna almannahagsmuna.
Sama sýslumanni var ekki jafn umhugað um almannahagsmuni þegar hann lét barnaníðing valsa um sitt umdæmi í heilt ár, eftir að rannsókn á brotum hans hófst, án þess að gera neinar ráðstafanir til að verja og vernda börn fyrir þessum manni, þótt maðurinn hafi með eigin vídeóupptökum sannað sín viðbjóðslegu brot.
Sýsli hefur með snarpri framgöngu sinni í Stokkseyrarmálinu líklega ætlað sýna að hann væri maður aðgerða og hæfur undir sína húfu.
Sennilega afrekaði Sýsli ekki annað en að skjóta sig í hinn fótinn.
![]() |
Biðst fyrirgefningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Ég tek ofan fyrir Össuri...
5.7.2011 | 15:19
...fyrir hans framgöngu í þessu réttlætismáli.
En skjátlist mér ekki því meir, er fögnuðurinn yfir þessu framtaki Össurar giska lítill í Valhöll, hvíta húsinu, við Háleitisbrautina.
![]() |
Lýsti stuðningi við Palestínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þeir sem ekki þekkja...
5.7.2011 | 11:29
![]() |
Geirmundur var „gordjöss“ og tók Palla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Óvönduð og ófagleg vinnubrögð
5.7.2011 | 10:34
Vægast sagt hefur undarlega verið staðið að rannsókninni á uppruna kólígerlasýkingarinnar í Þýskalandi og Frakklandi.
Aftur og aftur hefur Evrópska matvælastofnunin og yfirvöld, á grundvelli grunsemda einna, gerst sek um að skella skuldinni opinberlega á framleiðendur einstakra vörutegunda án þess að rannsóknin hafi óyggjandi leitt sekt þeirra í ljós og þannig valdið viðkomandi óbætanlegu tjóni áður en sannleikurinn varð ljós.
Það mætti halda, af vinnubrögðunum að dæma, að Útvarp kjaftaSaga standi að þessum rannsóknum en ekki virðuleg matvælastofnunin Evrópska.
![]() |
Grunur beinist að kryddjurtafræi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þyngra en tárum taki
4.7.2011 | 01:23
Getgátur og vangaveltur um ástæður þessa harmleiks þjóna engum tilgangi.
Látum rannsóknina hafa sinn gang og fellum ekki okkar dóma fyrr en allir þættir málsins liggja fyrir.
Fréttir | Breytt s.d. kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er Geir drukkinn, úti að aka, eða hvorutveggja?
3.7.2011 | 15:20
Bankahrun varð víða um allan heim. En af hverju var enginn annar stjórnmálaleiðtogi dreginn fyrir dóm, spyr Geir í viðtalinu.
Svarið er að engum hefur svo mikið sem dottið slíkt í hug því bankahrunið var ekki verk einstakra pólitískra leiðtoga.
Segir Geir H. Haarde, sem var fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar sem gerðist kaþólskari en páfinn í frjálshyggjunni og hannaði eftirlitslausa hrunkerfið Íslenska og gaf bankana til vildarvina og flokksgæðinga.
Í hvaða barnaævintýri lifir þessi maður?
![]() |
Þetta er pólitískur farsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Kolruglað kerfi
2.7.2011 | 20:18
Það er allt of algengt að bilanir í Reiknistofu bankanna stöðvi öll viðskipti ýmist svæðisbundið eða hreinlega á landsvísu, til að það sé ásættanlegt.
Bilanir í Reiknistofunni eða tengingum til hennar stöðva öll viðskipti frá a til ö því fólk notar nánast alfarið greiðslukort í sínum viðskiptum.
Það fer allt á annan endann í verslunum og meira segja í bönkunum sjálfum, sem virðast bjargarlausir, rofni tengingin við móðurtölvuna í Reiknistofunni. Það er helv. hart að geta ekki keypt mjólk eða brauð í Netto, rofni símalínan til Reykjavíkur.
Hverskonar hálfvita hönnun er þetta kerfi? Ef símalínan rofnar geta ekki einu sinni bankarnir afgreitt viðskiptavini sína með einföldustu afgreiðslu. Af hverju er ekki innanhúskerfi í bönkunum sem tekur við, komi bilun upp í fjarskiptakerfinu, þannig að venjuleg viðskipti geti haldið áfram í bankanum og á viðskiptasvæði hans?
Þessi hálfvitaháttur getur kostað viðskiptavini bankanna stórfé. Að geta ekki greitt á í dag, á eindaga, kostar dráttarvexti á morgun.
Ekki þarf nema einföldustu árás tölvuþrjóta til að lama þetta auma kerfi dögum saman. Það er ekki spurning hvort það gerist, heldur hvenær.
![]() |
Bilun varð í stórtölvu RB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Lítil hreyfing á Hreyfingunni
2.7.2011 | 19:11
Hvernig ætli standi á því að kjósendur eru gersamlega áhugalausir um þessa fyrrum vonarstjörnu Íslenskra stjórnmála?
Gæti verið að það hefði eitthvað með grímulausa hentistefnu og lýðsskrums pólitík þingmanna Hreyfingarinnar að gera?
![]() |
Framsókn eykur fylgið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flókið fjölskyldulíf
2.7.2011 | 16:38
Frú Maria Schwarzenegger vill skilnað, fjölskyldulífið var orðið full flókið fyrir hennar smekk.
![]() |
Maria Shriver vill skilnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)