Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
Er eitthvað að marka fréttir?
13.7.2011 | 10:33
Í kvöldfréttum í gær, á báðum sjónvarpstöðum, RÚV og Stöð tvö, var greint frá óhappinu í Múlakvísl þegar rútan sem notuð var til að flytja fólk yfir ána festist og grófst niður. Báðar stöðvarnar gerðu sig sekar um bein ósannindi þegar sagt var á þeim báðum að rútan hefði farið á hliðina og jafnvel oltið.
Í innganginum á fréttinni á RUV sagði; ....rúta með 19 manns valt í Múlakvísl í dag...., í fréttinni sagði svo .....rútan var á leið yfir ána þegar skyndilega grófst undan henni með þeim afleiðingum að hún valt á hliðina...
Svipað var uppi á teningnum á stöð tvö. Myndir sem fylgdu fréttunum sýndu allt annan veruleika. Rútan fór aldrei á hliðina, hún hallaði aðeins lítillega upp í strauminn, fjærri því að liggja á hliðinni, hvað þá að hafa oltið.
Hvað veldur þessu, er það algert skilningsleysi fréttamanna á mæltu máli, eða er það þörf þeirra að mála hlutina sem dekkstum litum til að dramasera fréttina sem mest? Var veruleikinn í þessari uppákomu ekki nægjanlega alvarlegur?
Menn hljóta að spyrja sig hve mikið sé að marka frásagnir fréttamanna á þessum fréttastofum, þegar engar myndir fylgja, sem leiðrétt geta frásagnir þeirra?
![]() |
Biðröð við Múlakvísl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Væri það glæpur, ef hægt væri að „afhomma“ fólk?
12.7.2011 | 19:36
Eiginmaður Michelle Bachmann sem keppir um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins hefur verið SAKAÐUR um að hafa starfrækt afhommunarþjónustu.
Þegar menn eru sakaðir um eitthvað, eru þeir, eðli máls samkvæmt, taldir hafa framið eitthvað óeðlilegt eða saknæmt athæfi, það liggur í hlutarins eðli.
Er það rangt, saknæmt eða jafnvel argasti glæpur ef einhver gæti hugsanlega leiðrétt mistök máttúrunnar og afhommað fólk? Ef svo er þá hljótum við að vera komin á það stig að telja samkynhneigð eðlilegri og sjálfsagðari en gangkynhneigð.
Er þá ekki næsta skref, nýta okkur þessa þjónustu, og snúa afhommunar ferlinu við og homma allt gagnkynhneigt fólk til að gera það normal?
Og lifa svo hamingjusöm upp frá því.
![]() |
Sakaður um að reka afhommunarmiðstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Árni Johnsen mætir í brúarsmíðina og málið dautt
11.7.2011 | 15:11
Það var í hádegisfréttum útvarps viðtal við Árna Johnsen, hinn endurreista þingmann sunn- lendinga, sem hafði sínar hugmyndir um brúargerðina.
Ekki ætla ég að dæma um ágæti hugmyndar Árna. Hún er örugglega skoðunarverð, sem aðrar hugmyndir.
En Vegagerðin ætti hins vegar, ekki seinna en strax, að taka Árna í sína þjónustu, því fáir hafa meiri og víðtækari reynslu en Eyjajarlinn að viða að sér byggingarefni allskonar.
![]() |
Þess beðið að sjatni í ánni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Eru Samtök ferðaþjónustunnar ekki ein um að auglýsa veginn lokaðan?
10.7.2011 | 12:51
Þó Vegagerðin sé ekki yfir gagnrýni hafin þá efast ég ekki um að hún mun leggja allt sitt í það verkefni að koma á vegasambandi aftur og á sem stystum tíma. Þeir munu örugglega ekki ganga í verkið með hangandi hendi.
Samtök ferðaþjónustunnar hafa þegar ræst bölsýnisvælurnar og vilja brú yfir fljótið ekki seinna en í fyrradag. Samtökin segja hrun blasa við í greininni fréttist það út fyrir landsteinanna að það geti tekið 14 daga að koma vegasambandinu upp aftur.
Væri þá ekki ráð fyrir þessi sömu samtök að lækka þá aðeins í sjálfum sér, því samtökin eru þau einu sem hrópa og ólmast.
Nær væri fyrir Samtök ferðaþjóustunnar, búi þau yfir þekkingu til að framkvæma verkið á styttri tíma en Vegagerðin, að beina orkunni í það verkefni.
Það gæti verið að verkið tæki þá aðeins 2 vikur í stað 14 daga.
![]() |
Neyðarástand í ferðaþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Snúið á Skattmann
10.7.2011 | 11:40
Hér á landi er skattlagning eina leiðin til að fá fyrirtæki, sem stunda mengandi starfsemi, til að draga úr mengun og umgangast náttúruna af meiri nærgætni. Lagasetning ein dugir ekki, því þá setja atvinnurekendur upp sinn hundshaus og ganga að venju tregir, seint og illa að verki.
SA varðhundarnir munu auðvitað ærast, gelta og gjamma yfir öllum slíkum hugmyndum, því það hafa lengi verið trúarbrögð atvinnurekenda á Íslandi að versta hugsanlega meðferð fjár væri að greiða skatta. Þeir vilja frekar kasta hagnaði sínum út um gluggann, í einhverja þarfleysu og fyrirfram glataðar fjárfestingar, geti þeir með því sloppið við skatta.
Allt er betra en að greiða smáræði til samfélagsins. En geti þeir smeygt sér framhjá mengunarskattinum með mengunarvörnum gera þeir það, og það sem meira er, með ánægju.
Því fátt veitir SA rökkunum meiri fullnægju en sú tilfinning að hafa snúið á Skattmann.
![]() |
Skattleggja þá sem menga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góð landkynning
9.7.2011 | 15:33
Svona uppákomur eru hreinn hvalreki fyrir land og þjóð sem landkynning. Þessir frönsku ferðalangar munu, þegar heim er komið, standa á öndinni þegar þeir lýsa ævintýrum sínum úr Íslandsferðinni.
Þó forsvarsmenn Íslenska ferðaiðnaðarins hafi grátið úr sér augun, æmt, skræmt, volað og veinað þegar Fimmvörðuhálsgosið, Æjafjalajógúltgosið og Grímsvatnagosið gengu yfir þá voru þessir atburðir einhver besta landkynning seinni ára.
Þessir viðburðir munu skila sér í stór auknum ferðamannastraumi til landsins, til lengri tíma litið, þó eitthvert bakslag kunni að hafa orðið rétt á meðan á mesta hamaganginum stóð.
Meðan á þessum eldgosum stóð voru þau og Ísland fyrsta frétt í öllum fréttum um heim allan, dögum saman. Að auki voru heilu þættirnir á erlendum sjónvarpsstöðvum lagðir undir umfjöllun um eldgosin. T.a.m. var mikið spáð í það hvernig ætti að bera fram nafnið Eyjafjallajökull.
Enginn landkynningarherferð getur toppað slíka umfjöllun, hversu vönduð og vel hún er unnin og miklu fé í hana varið. Ekkert auglýsir Ísland betur en landið sjálft og lífið í iðrum þess.
![]() |
Óvæntur endir á Íslandsferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er ekki best að fá Kötlugosið sem fyrst?
9.7.2011 | 11:31
Gos í Kötlu er óhjá- kvæmilegt, það er aðeins spurning um tíma, það kemur hvort sem það gerist á næstu dögum eða árum. Það væri raunar best fyrir alla að það kæmi fyrr en síðar.
Katla kerling bíður sér ekki til batnaðar, hætt er við að því lengur sem hún nær að safna í sarpinn því illvígari verði hún þegar hún loks rumskar.
Hennar fótaferðatími er í raun löngu kominn.
Ekki er ólíklegt að þegar vatnið og þungi þess er farin úr kötlunum, þá dugi það til að vekja kerlinguna, vonandi vaknar hún ekki við vondan draum.
![]() |
Engin merki um gos |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Frábær orkusparnaðar hugmynd
8.7.2011 | 14:42
Á útvarpi Sögu er þáttur sem heitir Okurvaktin. Þar taka Arnþrúður útvarpsstjóri og Svana, held ég að hún heiti, fyrir verðlagsmál allskonar. Margar góðar ábendingar koma þar fram m.a. frá hlustendum, en margt er hinsvegar gersamlega á hinum endanum og alger steypa.
Í morgun voru þær stöllur m.a. að ræða bensínverðið, sem var að hækka um 6 krónur, þeim blöskraði eðlilega verðið á dropanum og eru ekki einar um það.
Og þær vissu hvernig hægt væri að spara dýrmætt bensínið. Það væri leikur að láta bílinn renna niður brekkur. Það væri t.a.m. hægt að láta bílinn renna úr Breiðholtinu og alla leið niður í bæ. Svo væri hægt að fá kranabíl til að draga bílinn upp brekkurnar, til að spara bensínið!
Segið mér að þessi snilld hafi hvarflað að ykkur!
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sýslumaður „renndi sér á eldri konu“
8.7.2011 | 11:16
Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi gerir það ekki endasleppt. Hann mun hafa fyrir sið að byrja daginn með því að bregða sér í sundlaugina á Selfossi.
Sundferðir sýslumannsins eru að öllu jöfnu tíðindalitlar, en útaf brá á dögunum. Þá gerði sýslumaður sér lítið fyrir og renndi sér á eldri konu í sundlauginn, að sögn DV í dag.
Konan mun hafa staðfest ákomuna en lætur sér að öðru leiti fátt um framgöngu sýslumanns finnast.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Hart á móti hörðu
7.7.2011 | 23:47
Færeyingar taka örugglega á móti þessum spellvirkjum með viðeigandi hætti.
![]() |
Sea Shepherd á leið til Færeyja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)