Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
Nýmetið
17.7.2011 | 21:16
Það er alltaf gleðiefni þegar nýjar íslenskar kartöflur koma í verslanir, ferskar og fallegar.

![]() |
Nýjar íslenskar í verslanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ást í pósti.
17.7.2011 | 16:08
Kannski mun þetta litla ástarfræ úr fortíðinni verða til þess að ástinn blómstri á ný og turtildúfurnar taki saman aftur, hver veit?
![]() |
Ástarbréf 53 ár á leiðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvar er hrópandi ferðaþjónustunnar núna?
16.7.2011 | 23:35
Hvar er Erna Hauksdóttir talskona ferðaþjónustunnar þegar flugfélögin svíkja farþega sína hvað ofan í annað og smána þá beinlínis eins og Iceland Express gerir í þessu tilviki.
Farþegar í flugi I.E. frá París eru einn og hálfan sólarhring á eftir áætlun auk þess að hafa þurft að þola þá smán, í boði félagsins, að tvímenna í rúmum með ókunnugu fólki á hótelnefnu í París.
Farþegarnir eru nú loksins komnir um borð í matar og drykkjarlausa flugvél sem flytur þá til landsins. Hverskonar auglýsing er þetta fyrir Íslensku flugfélögin og ferðaþjónustuna á Íslandi í heild?
Hún hlýtur að vera góð því ekki heyrist múkk frá Ernu Hauksdóttur, sem hefur ekki hikað hálfa ögn að úthrópa minnstu hnökra hjá Vegagerðinni og ríkisstjórninni.
Hverjir borga laun þessarar dáða dömu, eru það flugfélögin? Í það minnsta skortir ekkert á viðbrögðin og heiftina hjá herfuni þegar kemur að kjarabaráttu flugmanna.
Þá skortir ekkert á tjóna- og dómsdagsyfirlýsingarnar.
En núna,....... heyrist ekkert!
![]() |
Á heimleið eftir langa bið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hvaða spítali var myrtur?
16.7.2011 | 20:14
Spítalamorðingi er alveg nýtt hugtak fyrir mér. Samkvæmt orðsins hljóðan er það maður sem myrðir spítala.
Þá dettur mér í hug hvort heilbrigðisráðherra, sem gerst hefur full djarfur með niðurskurðarhnífinn, teljist vera spítalamorðingi?
![]() |
Spítalamorðingja leitað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvenær er gabb, gabb?
16.7.2011 | 11:32
Slökkviliðið í Ólafsvík var kallað út vegna elds í húsi á Rifi. Það er snöggt á staðinn en enginn er eldurinn eða nein ummerki um hann hvernig sem leitað er.
Ekki er vitað hvað slökkviliðið ætlar að gefa eldinum langan tíma til að gefa sig fram, áður en ljóst verður að um gabb hafi verið að ræða.
![]() |
Líklegt gabb á Rifi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fasteignaauglýsingar í fréttum Moggans
16.7.2011 | 10:24
Hvað er svona guðdómlegt við þessa íbúð? Af myndunum að dæma líta herlegheitin út eins og flatt, kalt og andlaust skrifstofuhúsnæði.
Þarna er enginn andi hvorki skandínavískur eða annars kyns, nema ef vera kynni undr-andi.
Ég hélt að þetta ætti að vera frétt, en svo kemur í ljós að þetta er óbreytt fasteignaauglýsing með tilvísun í fasteignasöluna.
Fór Mogginn ekki framúr í morgun, eða er þetta ný fjáröflunarleið fyrir fallitt blað?
![]() |
Guðdómlegt einbýli í Breiðholtinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lítið kraftaverk
15.7.2011 | 13:50
Ég spáði því í innleggi (nr.6) við þessa færslu , á sunnudaginn var, að Vegagerðin myndi ljúka brúarsmíðinni og hleypa umferð á brúnna um eða fyrir þessa helgi, það ætlar að ganga eftir.
Þeir eiga hrós skilið hjá Vegagerðinni og þá ekki hvað síst frá þeim aðilum sem legið hafa nöldrandi á bakinu á henni allar götur frá því vegurinn rofnaði.
Afsökunarbeiðni væri raunar við hæfi.
Fleiri færslur um sama efni, hér, hér og hér og hér.
![]() |
Brúin tilbúin um helgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Framundan er grátur og gnístan tanna
15.7.2011 | 11:48
Það stefnir allt í annað yfir- vinnubann hjá flugmönnum á þriðjudaginn hafi samningar ekki tekist milli deiluaðila fyrir þann tíma.
Vonandi nær talskona ferða- þjónustunnar að vinda vasa- klútana sína nægjanlega vel áður en hún upphefur næstu gráttörn.
![]() |
Yfirvinnubannið hefst að nýju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Margt smátt gerir eitt stórt
13.7.2011 | 16:39
Það yljar manni um hjartaræturnar að sjá á þessari mynd björgunar- sveitar mann ganga um og gefa ökumönnum kaffi, sem bíða ferjunar yfir Múlakvísl.
Þetta framtak er ekki stórt í eðli sínu en samt risastórt framtak, sem léttir fólki lundina og biðina og lyftir sem slíkt grettistaki á svæðinu.
Það er þetta sem við viljum sjá en ekki einhverja græðgisúlfa sem vilja hagnast á neyð annarra.
Vorum við ekki búin að fá nóg af slíku?
![]() |
Umferð gengur greitt yfir Múlakvísl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Æ, æ!
13.7.2011 | 15:40
...og svo sem ekkert meira um það að segja!
![]() |
Hannes fær ekki bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)