Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
Bara í gamni gert, gott fólk -Just for the fun-!
31.1.2012 | 20:37
Nei auðvitað er enginn ákveðinn meining eða skilaboð send með för HMS Dauntless (-Skip hennar hátignar- Óhræddur) til Falklandseyja.
Enda væri það alveg nýtt í veraldarsögunni að Bresk herskip væru notuð til að senda andstæðingunum skilaboð eða til að stýra atburðum í þágu eigenda skipana.
Það var líka, í góðri meiningu eflaust, sem skip sama flota reyndu hvað þau gátu að sigla niður varðskipin íslensku, sem gegn ofureflinu vörðu íslenska landhelgi af fádæma hetjuskap og gegn þeim máttu Bretar þola bitran ósigur. Sem er einhver mesta sneypa breska flotans.
Senda háþróað herskip til Falklandseyja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Verði ykkur að góðu
26.1.2012 | 20:39
Góðir matreiðsluþættir og blátt áfram hjá Yesmine Olsson á ríkiskassanum, eitthvað annað en margir aðrir slíkir, sem eru ekkert nema tilgerðin og snobbið, eins og t.d. þættir Jóa Fel.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nauðgarar - sendimenn Guðs!
25.1.2012 | 18:12
Ef marka má ummæli Rick Santorum, fyrrum ríkisstjóra Pennsylvaníu, sem sækist eftir útnefningu sem forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, þá liggur beinast við að umbuna nauðgurum fyrir að færa konum Guðsgjöfina, eitt stykki nauðgun. Það er auðvitað galið að refsa þessum sendiherrum Himnaríkis, takist þeim að gera "njótendum náðar Drottins" barn í belg.
Svona öfgasinnaðir trúarrugludallar eins og þessi Santorum eru giska hátt skrifaðir þar vestra og sýnir það glöggt þroskastig almennings.
En undarlegast er þó að svona raddir heyrast líka hér á landi, þekktur Moggabloggari fer m.a., mikinn í svipuðum boðskap, á hinum ýmsu bloggum og bloggsvæðum.
Þungun vegna nauðgunar er guðsgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Pólitískir „kynvillingar“
23.1.2012 | 19:42
Upp er að runnið síðasta tækifæri óánægðra stjórnarþingmanna, bæði í Samfylkingunni og VG, að ákveða í hvoru liðinu þeir ætla spila, stjórn eða stjórnarandstöðu. Það er ótækt að einstaka leikmenn í stjórnarliðinu leiki einungis á eigið mark og skori hvert sjálfsmarkið á fætur öðru til þess eins að fita púka stjórnarandstöðunnar á fjósbitanum.
Sjái þessi pólitísku kynvillingar ekki að sér strax eiga þeir hreinlega að koma formlega út úr skápnum, yfirgefa stjórnarliðið, og ganga til liðs við stjórnarandstöðuna og koma henni til valda. Það liggur beinast við og væri ærlegast.
Þessi fífl halda að þau afli sér vinsælda hjá almenningi með því einu að bruna, í einhverju óvinsældarmálinu, upp eigin vallarhelming og skora í eigið mark. Stjórnarandstaðan fagnar að vísu hverri slíkri uppákomu og klappar allt hvað af tekur, en almenningi er ekki skemmt.
Það er klárt að til stjórnarandstöðunnar munu þetta óánægjupakk ekki sækja sér fylgi þegar það hyggst endurnýja umboð sitt í næstu kosningum. Hætt er við að þá verði þeir fáir, fyrrum fylgismenn þessa liðs, sem ekki hafa fengið fullkomlega upp í kok af þessu liði, og muni þá ljá öðrum atkvæði sitt til að framlengja ekki vitleysuna eða endurtaka sín fyrri kjörklefamistök.
Kjósendur eru nefnilega ekki fífl eins og þessir pólitísku kynvillingar virðist halda.
Stjórnarkreppa í augsýn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Ólafur Ragnar er mun vinsælli meðal sjalla en Geir Haarde
22.1.2012 | 16:47
Morgunblaðið fylgist vel með undirskriftasöfnuninni til áskorunar á Ólaf Ragnar að bjóða sig fram. Birtir mbl.is reglulega nýjustu tölur og hvetur menn til þátttöku og hafa um 13000 manns orðið við kallinu á þeim rúma sólarhring sem söfnunin hefur staðið.
Önnur undirskriftasöfnun er í gangi á netinu, sem er á vegum samtakanna Málsvörn, til stuðnings Geir H. Haarde í Landsdómsmálinu. Söfnunin hefur staðið yfir í nokkra mánuði og hafa aðeins 4661 skrifað undir og ekki hefur orðið breyting á fjöldanum í nokkrar vikur, stuðningsmannalistinn er sennilega að fullu tæmdur. Ekki er stafkrókur í Mogganum um söfnun Geirs.
Það er áhugavert að Mogginn og sjálfstæðismenn hafi til muna meiri áhuga á framgangi kommans frá Ísafirði en fyrrverandi forsætisráðherra óskeikula flokksins og hreinræktuðum eðalsjalla.
Vart er við öðru að búast, vegna þessarar uppákomu, en viðvarandi snúningur hljóti að vera á gengnum foringjum sóðaflokksins, hvar þeir hvíla í gröfum sínum.
Undirskriftum fjölgar ört | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Og þú Ásmundur Einar...
21.1.2012 | 19:07
...og skoðanabræður þínir, viðhafið auðvitað ekki áróður, ....eða eruð þið vitringarnir handhafar einkaréttar á áróðri varðandi ESB?
Gegndarlaus áróður ESB" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú....
20.1.2012 | 23:21
....tek ég undir með Þór Saari, annað er ekki hægt.
Hafi þau skömm fyrir um aldur og ævi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ákalli forsetans svarað
20.1.2012 | 20:43
Þá hefur Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fengið það fram sem hann kallaði eftir í nýársársávarpi sínu.
Skorið á mig og ég fer hvergi.
Ólafur verður í kjöri í sumar, ætlaði sér sennilega aldrei annað. En ásskorunina vildi hann fá, svona til að styrkja egóið útá við og þá ekki síst fyrir erlenda fjölmiðla, sem eru honum ær og kýr.
En hvað um það þá er ég fullkomlega sáttur við að hann verð áfram.
Svo þarf auðvitað að spara, það er nóg að hafa tvo forseta á fullum launum, þó sá þriðji bætist ekki við.
Tæp 3000 hafa skorað á forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Uppskrift að bananalýðveldi
20.1.2012 | 12:58
Hafi Alþingi afskipti af Landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde og felli það niður eru það skýr skilaboð til þjóðarinnar að þingið ætli að gefa skít í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.
Það verður jafnframt innrömmuð yfirlýsing að ekki standi til að draga lærdóm af hruninu og að ekki hafi hugur fylgt máli að menn öxluðu ábyrgð.
Felli Alþingi niður málið gegn Geir hefur skapast fordæmi þess að Alþingi fari inn í dómstóla landsins, hvenær sem henta þykir og leysi stjórnmálamenn frá sök, lendi þeir út af beinu brautinni.
Frávísunartillaga lögð fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Allt er breytingum háð
13.1.2012 | 21:06
Ef marka má þessa frétt mbl.is, hefur frystitogarinn Sigurbjörg ÓF-1 lagt togveiðar á hilluna og er farin á net.
Víðförul grálúða í netið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)