Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
Litli Samherjastrákurinn grillaður í eigin feiti
27.3.2012 | 21:19
Landsmenn bíða með öndina í hálsinum eftir tilfinningaþrungnum pistlum frá Hannesi Hólmsteini og Birni Bjarnasyni, hvar þeir munu fara hamförum, og krefjast þess allir vondu vinstri óþekktarormarnir hjá Kastljósi RUV verði reknir, og það ekki seinna en í fyrra.
Þeir munu segja okkur að vondu vinstri Kastljósormarnir séu, algerlega að ástæðulausu og af illgirni einni, að reyna að eyðileggja og koma í veg fyrir að góðir og þægir hægri krakkar geti grætt á daginn og grillað á kvöldin.
Og þeir munu segja okkur að það gangi auðvitað ekki að RUV, þessi sameign þjóðarinnar, sé að stuðla að því að góðir og gegnir styrkveitendur Flokksins séu áreittir við þá sakleysislegu og sjálfsögðu iðju að hámarka sinn gróða sinn hvað best þeir geta.
Og að það sé auk þess algert smáatriði þó þjóðfélagið og sjómenn, starfsmenn Samherja, borgi grillveisluna, þó svo að þeim sé svo meinuð þátttaka í þeirri sömu veislu.
Talin hafa selt afurðir á undirverði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Grænu sjónarmiðin vænu
27.3.2012 | 17:08
Það er undarlegt sjónarmið að finnast það sorglegt að einhver hafi getað gert sér mat úr hræinu áður en það rotnar niður.
Sumum virðist líða betur að sjá og vita verðmæti fara forgörðum, ónýtt og engum til gagns, hvort heldur það eru hvalshræ eða óbeisluð fallvötn landsins.
.
.
Kíkið á skoðanakönnunina hér til vinstri. Hún er í þremur hlutum. Skemmtilegast er, sé öllum möguleikunum svarað.
Sorgleg meðferð á hræi hvalsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vindhænsn
26.3.2012 | 21:17
Lilja Mósesdóttir varar eindregið við því að menn tali upphátt um galla krónurnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Hún segir að með gáleysislegu tali, tali menn niður íslensku krónuna.
Fyrir nokkrum dögum barði þingmaður einn sér á brjóst og lýsti því hátíðlega yfir, upphátt, að æskilegast væri fyrir Íslendinga að taka upp sænsku krónuna.
Man einhver hvaða þingmaður þetta var?
Á erfiðleikatímum þurfum við stað- og rásfasta leiðtoga eins og Lilju, en ekki einhverja ístöðulausa lýðskrumara sem segja eitt í dag og annað morgun, allt eftir því hvaðan vindurinn blæs.
.
.
Kíkið á skoðanakönnunina hér til vinstri. Hún er í þremur hlutum. Skemmtilegast er, sé öllum möguleikunum svarað.
Verið að tala niður gengi krónunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá var nú gráturinn skemmtilegri en fýlan
26.3.2012 | 07:49
Nú þá verður fyrirkomulagið á kvótanum alveg eins og það er, nema hvað leiguliðarnir í kerfinu leigja pottana af þjóðinni, sem fær arðinn en ekki sægreifarnir, sem eru núverandi leigusalar.
Von að Friðrik J. Arngrímsson sé fúll, raunar er engin breyting á því heldur, þegar nánar er að gáð. Friðrik er alltaf fúll. Honum er borgað fyrir það.
Kristján Ragnarsson forveri Friðriks á hásæti LÍÚ var miklu skemmtilegri en Friðrik. Kristján eyddi ekki tíma í fýlu, hann fór strax yfir í grátinn. Hann grét alla daga. Það var gaman.
.
.
Kíkið á skoðanakönnunina hér til vinstri. Hún er í þremur hlutum. Skemmtilegast er, sé öllum möguleikunum svarað.
Potturinn býr til hóp leiguliða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Illa farið með fjármuni
25.3.2012 | 23:25
Það er ekki hin minnsta hætta á því að Anders Behring Breivik lifi það af að sitja af sér væntanlegan dóm. Nema auðvitað að ætlunin sé að vakta hann allan sólarhringinn, árið um kring og árin út meðan hann verður í gæslu.
Ég hygg að margir séu sammála um að þeim fjármunum sem fer í öryggis- og lífgæslu ósómans væri betur varið í eitthvað þarfara.
.
.
Kíkið á skoðanakönnunina hér til vinstri. Hún er í þremur hlutum. Skemmtilegast er, sé öllum möguleikunum svarað.
Skotheldur glerveggur fyrir Breivik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æ, æ, æ!
25.3.2012 | 19:53
Ekkert má nú!
Vonandi hafa þessar viðkvæmu sjampó sálir ekki séð þessar auglýsingar:
.
.
Kíkið á skoðanakönnunina hér til vinstri. Hún er í þremur hlutum. Skemmtilegast er, sé þeim öllum svarað.
Sjampóauglýsingu með Hitler illa tekið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ástarbrími Moggans
25.3.2012 | 12:21
Mogginn hagar sér eins og gelgju unglingur sem situr um stóru ástina sína, reynir að nálgast hana, snerta hana og vekja áhuga hennar á sér auk þess að fóðra alla veggi heima hjá af goðinu.
Sé nafni Hugos er slegið upp í leitarvél Moggans koma upp aðeins 328 fréttir um Hugo, hver annarri gáfulegri.
Hugo táraðist, að vonum, þegar hann frétti að myndir af honum þekja alla veggi á ritstjórnarskrifstofu Moggans.
.
.
.
.
.
Kíkið á skoðanakönnunina hér til vinstri, hún er ekki um Hugo, heldur komandi forsetakosningar og er þremur valmöguleikum stillt upp gegn sitjandi forseta. Gjörið svo vel að taka þátt!
Athugið að hægt er að svara öllum möguleikunum þremur!
Chavez fer til Kúbu í meðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ný könnun - í þremur liðum
24.3.2012 | 21:57
Í komandi forsetakosningum er margt sem bendir til þess að hr. Ólafur Ragnar Grímsson fari létt með sigur, verði margir í kjöri. Sigur hans er ekki eins vís, verði aðeins tveir í kjöri, Ólafur og einhver annar öflugur frambjóðandi, þá getur allt skeð.
Ég hef stillt upp þremur möguleikum gegn Ólafi Ragnari. Þóru Arnórsdóttur, sem kom næst Ólafi í skoðanakönnun Gallup, Stefáni Jóni Hafstein sem kom næstur Ólafi í könnun á þessari síðu og að lokum Jóni Val Jenssyni, en á honum hef ég tröllatrú.
Menn geta valið að taka þátt í einni eða öllum könnunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Framtíð forsetans getur oltið á fjölda frambjóðenda
24.3.2012 | 18:11
Ég hef verið með svipaða könnun um fylgi frambjóðenda og mögulegra frambjóðenda hér á blogginu, niðurstaða minnar könnunar er öllu hagstæðari fyrir forsetann en í könnun Capacent Gallup.
Niðurstaðan í minni könnun er þessi:
Ari Trausti Guðmundsson | 6,60% |
Ástþór Magnússon | 0,70% |
Elín Hirst | 4,60% |
Jón Lárusson | 1,30% |
Jón Valur Jensson | 7,90% |
Ólafur Ragnar Grímsson | 45,70% |
Ragna Árnadóttir | 2,60% |
Stefán Jón Hafstein | 10,60% |
Superman | 9,30% |
Þóra Arnórsdóttir | 7,30% |
Þórólfur Árnason | 3,30% |
Það er ljóst af minni könnun að forsetinn er ekki öruggur með endurkjör komi fram einn sterkur frambjóðandi gegn honum. Gallup könnunin undirstrikar þetta enn betur. En eins og kosningafyrirkomulagið er þá telst sá réttkjörinn forseti sem flest atkvæði fær, hversu lág sem prósentutalan að baki honum kann að vera.
Endurkjör forsetans verður því helst tryggt með því að sem flestir verði í framboði, til að atkvæði þeirra, sem ekki geta hugsað sér að lengja veru Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum, dreifist sem mest.
Ef könnun Gallup yrði niðurstaða kosninganna væri Ólafur réttkjörinn forseti með 34% atkvæða þrátt fyrir að 66% kjósenda vildu aðra niðurstöðu.
66% vilja nýjan forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Meðgangan langa og stranga
23.3.2012 | 22:53
Meðganga kvótafrumvarps ríkisstjórnarinnar hefur verið ströng og er orðin álíka löng og meðganga hjá fílum. Meðgöngunni er loks að ljúka og komið að fæðingu ungans.
Hætt er við að það verði þjóðinni sár vonbrigði, eftir allar þessar þrautir og þjáningar, ef henni fæðist svo aðeins lítil örend mús.
Hætt er við að þá verði efnt til fagnaðar og glingrað við stúta í Valhöll og höfuðstöðvum LÍÚ.
.
.
Er komin tími á húsbóndaskipti á Bessastöðum, eða ekki? Kíkið á könnunina hér til vinstri!
Ríkisstjórn samþykkir kvótafrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)