Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Ekkert hálfkák

Í stað þess að vera með eitthvert hálfkák og loka Laugarvegi ættu borgaryfirvöld að ganga alla leið,....og loka Reykjavík.

 

mbl.is Líst illa á lokun Laugavegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendlingurinn, Bjarni litli Ben, hittir naglann á höfuðið - alveg óvænt

BjarvíðBjarni litli Ben, sendill Morgunblaðs- ritstjórans, telur einsýnt að gera þurfi ýmsar lagfæringar á þankagangi Íslenskra stjórnmálmanna varðandi efnahagsstjórnun, verði erlendur gjaldmiðill tekinn upp á Íslandi. En verði íslenska krónan notuð áfram, þá er að mati Bjarna, engin þörf á slíku og eðlilegast að hjakka áfram í sama gamla farinu.

Gengisfellingar hafa nefnilega verið eina „efnahagsstjórnin“ sem íslenskir stjórnmálamenn hafa kunnað, hvar sem þeir í flokki standa. Með upptöku erlends gjaldmiðils,  yrði þessi „töfralausn“ og eina lausn, skerðing lífskjara, frá þeim tekin. Þeir þyrftu þá að taka upp nýja efnahagshugsun,  svipaða því sem tíðkast meðal siðaðra þjóða.

Húsbóndi Bjarna hefur sagt honum , að það megi  ekki gerast, verði hjá því komist, gamla aðferðin sé  svo miklu auðveldari og þægilegri fyrir alla, nema almenning.


mbl.is Einhliða upptaka veikasti kosturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömmi, enn og aftur á villigötum, eins og vænta mátti

ömmi2Ögmundur Jónasson inn- anríkisráðherra sannar enn og aftur hve alvarlega honum eru mislagðar hendur í nánast öllu sem upp í lúkurnar á honum kemur.  Ögmundur er manna naskastur að þefa uppi afturenda allra mála.

Að ætla að íhuga, hvað þá að framkvæma, þá hug- mynd að vopnaburður verði tekinn upp í ein- hverjum mæli innan lögreglunnar er alvarlegur dómgreindarskortur og er í raun risa skref í átt til almenns vopnaburðar lögreglunnar.

  


mbl.is Til í að skoða aukinn vopnaburð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfur Framsóknar

Úr því formaður Framsóknarflokksins er hrokkinn í þennan gírinn ætti hann að fylgja þessum athugunum sínum eftir og kanna allan pakkann.

Sigmundur ætti í þessari sveiflu sinni að taka saman þann skaða sem Framsóknarflokkurinn hefur valdið þjóðinni á tæplega 100 ára sögu sinni. Arfur Framsóknar nemur örugglega nokkrum þjóðargjaldþrotum, á heildina litið. 

 


mbl.is Íslendingum allir vegir færir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Grindvíkingar

Það var ánægjulegt að lið Grindavíkur sigraði, en ég hefði samt alveg getað unnt Fljótsdalshéraði sigur. Það lið hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér.

Útsvar er tvímælalaust besta sjónvarpsefnið sem sjónvarpsstöðvarnar bjóða upp á þessi misserin.

Vonandi heldur þátturinn áfram á hausti komanda.


mbl.is Grindavík vann Útsvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náriðlar

Eru náríðingar  svo algengar og vinsælar í Egyptalandi, og þeim menningarheimi, að eðlilegt sé talið að heimila mönnum þetta óeðlisógeð með lögum.

Hversu sjúkt er slíkt samfélag orðið?

  


mbl.is Mega sænga með látnum konum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigert fyrir Sjallana

Þeir reyna alltaf allt hvað þeir geta, að eigna sér mál annarra.

  
mbl.is SUS gerir tilboð í málið hennar Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægri grænir hafa fundið breiðu bökin og boða græna skattastefnu - fyrir hátekjufólk

Hægri grænir , sem kalla sig flokk fólksins, boða græna skattastefnu – fyrir hátekjufólk. Markmiðið HG er helmings lækkun + á tekjuskatti hátekjufólks og auðmanna.

Maður með 2.000.000,00 í mánaðartekjur, sem greiðir núna um 830 þúsund í tekjuskatt, myndi greiða 400 þúsund í flötu 20% skattkerfi HG. Skattar hans myndu því lækka um meira en helming og ráðstöfunartekjur hans hækka um 430 þúsund.

Það þarf einhversstaðar að ná í þennan 430 þúsund kr. afslátt  sem tveggja milljónamaðurinn fengi hjá HG. Það ætla þeir að sækja til öryrkja og annarra látekjuhópa með því að skattleggja það fólk að fullu frá 1. krónu!

Því verður ekki á móti mælt að þetta er hreinræktuð og ómenguð hægri stefna, ekki þarf að fara í grafgötur með það og að auki mjög græn og væn fyrir auðmenn þessa lands, sem eru víst að sligast af greiðslum sínum til samfélagsins.

Öryrki eða annar lágtekjumaður með t.d.  124.617 kr í tekjur, sem eru nákvæmlega skattleysismörkin, og greiðir því engan tekjuskatt - myndi hinsvegar greiða í kerfi HG 24.923 kr. Ráðstöfunartekjurnar lækka um sömu krónutölu, niður í tæp 100 þúsund.

Það þarf því að skattníða rúmlega 17 þannig aðila til að fá upp í afslátt tveggja milljóna mannsins í boði HG. Allir sem hafa undir 270 þúsundum í mánaðartekjur myndu borga hærri skatta en áður. Þeir sem eru fyrir ofan þau mörk fara hinsvegar á framfærslu ríkisins.  

HG hafa fundið breiðu bökin, þeir vita hverjir eru aflögufærir. Ekki veitir af, einhverjar tekjur þarf víst ríkið til að standa undir öllu því sem HG ætlar að hrinda í framkvæmd. Allt fyrir ekkert heitir það víst.


mbl.is Hægri grænir kynntu stefnumál sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grágæsin TF-SLN

Uppáhalds fugl Blönduósinga, Grágæsin SLN, er komin heim og Blönduósingar að vonum kátir og segjast mjög elskir að fuglinum.

Ég verð að viðurkenna að mér finnst það lítil elska til fuglsins að láta hann þvælast með þennan líka ekki smá hólk um hálsinn í 12 ár. Gæsinni, sem eflaust er löngu orðin fiðurlaus undir merkinu, getur ekki annað en verið ami af merkinu, ef marka má myndina.

Af stærð merkisins mætti ætla að það sé hannað til að sjóndaprir og jafnvel blindir þekki gæsina af löngu færi.

Myndina má stækka með því að tvísmella á hana.

 

SLN

 
mbl.is Eftirlætisgæs Blönduósinga komin til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem ekki virða 1. maí, hafa enga sjálfsvirðingu

1_%20maiÞað er þeim verslunareigendum til skammar sem ætla að hafa búðir sínar opnar 1. maí og virða ekki frídag starfsmanna sinna.

Fólk sem nýtir sér opnun verslana og aðra þjónustu, sem að öllu jöfnu er lokuð 1. maí, ætti að spyrja sjálft sig, hví í ósköpunum það sé sjálft að slæpast þennan dag í stað þess að vera í vinnunni eins og þeim finnst eðlilegt að verslunarfólkið geri.

Segjum verslunareigendum skoðun okkar á þessari  móðgun þeirra við launafólk. Styðjum okkur sjálf með því að hundsa opnun búðanna.

 


mbl.is Hvetja til þess að sniðganga verslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband