Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Hverju hefur 84 ára bann við áfengisauglýsingum skilað?

Bann við áfengisauglýsingum hefur verið í gildi á Íslandi frá 1928. Nú á enn með nýjum lögum að herða ákvæði lagana til að tryggja bannið enn frekar.

Bannið á áfengisauglýsingum er m.a. rökstutt þannig af allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis:

Auglýsingum er ætlað að byggja upp eftirspurn. Aukin eftirspurn eftir áfengi eykur neyslu þess og aukin neysla eykur samfélagslegan skaða af neyslunni. Dauðsföllum fjölgar, sem og slysum og sjúkdómum sem rekja má til neyslunnar.

Þetta er allt gott og blessað og vafalaust rétt sem sagt er um afleiðingar áfengisneyslu. En hér vantar rökstuðning og tölulegar staðreyndir að áfengisauglýsingabannið hafi skilað þeim árangri  sem því var ætlað.

Hafi það gert það ætti áfengisneysla á Íslandi, sem verið hefur áfengisauglýsingafrítt í 84 ár að vera til muna minni, en í öðrum löndum þar sem hömlulausar auglýsingar hafa verið leyfðar á sama tíma.

Er það þannig á heildina litið?

Áfengisauglýsingar flæða yfir landið í erlendum tímaritum, verða þær síður framvegis rifnar úr tímaritunum eftir að viðauki lagana tekur gildi? Miklu nær væri að hætta þessu bulli, hætta að berja hausnum við steininn, leyfa auglýsingar, en  leggja á þær gjald og lögfesta að gjaldið renni beint og óskipt  til forvarnarmála og óheimilt verði að nýta það í annað eins og stjórnvöldum er gjarnt að gera með slíka tekjustofna.

Stór aukið fé sem þannig færi í forvarnir er mun líklegra að skila þeim árangri sem menn vonast eftir að auglýsingabannið geri.  

Auk þess sem það er það arfavitlaust og á skjön við almenna skynsemi að banna auglýsingar á löglegri vöru, sem fólki er fullkomlega heimilt að kaupa og neyta.


mbl.is Skýrara bann verði samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta biðleikur eða hafa nátttröll kirkjunnar séð ljósið?

Það er vonandi til marks um breytta tíma innan kirkjunnar að kona skuli hafa náð kjöri til embættis biskups Íslands og vert að óska áhangendum hennar til hamingju með það.

Það vekur undrun að hin íhaldssama og þröngsýna karllæga  hugsun, sem einkennt hefur prestastéttina og  innsta hring kirkjunnar manna, skuli hafa vikið fyrir ferskri hugsun, smá ögn af skynsemi, í bili að minnsta kosti.


mbl.is Agnes næsti biskup Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð felldi Golíat, nei afsakið, Geir

DavidGeirSamkvæmt fréttum Stöðvar 2 var það framburður Davíðs Oddsonar sem tryggði Geir sakfellinguna.

Egó Morgunblaðsritstjórans lætur ekki að sér hæða. Það verður gaman að sjá hvernig unnið verður úr þessum tíðindum á Íhaldsheimilinu.  


mbl.is Dómstólar ekki fyrir pólitískar deilur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Lögmannafélag Íslands orðið að stjórnmálaflokki?

Brynjar Níelsson formaður Lögmannafélags Íslands virðist á góðri leið að breyta félaginu í pólitísk samtök eða jafnvel stjórnmálaflokk ef marka má yfirlýsingar og búkrokur hans í Mogganum.

Það er einkennilegt að sjá formanninn kalla það lummulegt af Alþingi að ákæra Geir H. Haarde fyrir þau atriði sem hann var sakfelldur fyrir.

Það verður fróðlegt að sjá hvort þetta strandhögg formannsins inn á hinn pólitíska vígvöll sé öllum í Lögmannafélaginu að skapi.

  


mbl.is Mjög mikið áfall fyrir Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VÁ !¨!

Er það virkilega Guðlaugur Þór, maðurinn sjálfur, sem neitar að upplýsa um tugmilljóna mútu- og undirborðs greiðslur til hans,  sem segir þetta?

Hversu óforskammaðir verða menn eiginlega?

Verðandi Geir?


mbl.is Hljóta að leiða sjálfa sig fyrir Landsdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klæðskerasniðinn dómur að einfeldningshætti Geirs

Niðurstaða Landsdóms er skýr. Heimskan er sýknuð af öllum ákærum og hvítþveginn en lauslega áminnt. Þessi sýknudómur er því þungur áfellisdómur yfir öllu stjórnkerfinu sem slíku.

Að mati dómsins er sem sé ekki hægt að gera þær kröfur til stjórnmálamanna að þeir hafi hina minnstu glóru um það hvað sé að gerast í kringum þá og því síður að gera eigi þær kröfur til þeirra að þeir bregðist við vanda og vá með öðru en kæruleysis viðmótinu „maybe i should have“ og öðrum dóna skap!

Niðurstaða Landsdóms er með öðrum orðum sú, að útilokað sé nokkur taki að sér ráðherraembætti á Íslandi nema vera vanviti  og því gersamlega óábyrgur gjörða sinna. Æskilegt er að forsætisráðherrann toppi þá alla hina vanvitana í réttu hlutfalli við fjölda ráðherra.

Þessi dómur mun vera klæðskerasaumaður að Geir H. Haarde , vesalingnum og kjánanum að tarna.

Geir H. Haarde er hér með dæmdur kjáni og því sýkn saka.

 Málinu lokið.  

 


mbl.is Sakfelldur fyrir eitt ákæruatriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin nótt er svo löng að henni ljúki ekki

Þjóðin er smátt og smátt að ná áttum aftur og sjá í gegnum linnulaust lýðskrum stjórnarandstöðunnar, vafninginn Bjarna og þennan ........þennan....... bé mann, hvað heitir hann aftur, þetta Kögunar tengda kríli, hvað heitir það aftur?

Nei fólk er að átta sig á skruminu og greina hismið frá kjarnanum.

Engin furða, Íslendingar eru engir asnar.

En mikið er þessi frétt fljót að renna niður fréttaskalann - og undrar sjálfsagt engan.

  
mbl.is 44,8% vilja að stjórnin sitji út kjörtímabilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrslit kosninganna lítið fagnaðarefni

Marine le PenÞó þeir Sarkozy og Hollande fari tveir áfram í seinni umferð forseta- kosninganna í Frakklandi eru þeir ekki sigurvegarar forkosninganna.

Sigurvegari forkosninganna er tvímælalaust Marine Le Pen frambjóðandi National Front.

Líklegt verður að telja að flestir stuðningsmenn Marine Le Pen leggist á sveif með Sarkozy í síðari umferðinni. En satt best að segja sé ég ekki hverju það muni breyta, næsta kjörtímabil, hvort forseti Frakklands heiti Sarkozy eða Hollande .

Til framtíðar litið er það hinsvegar verulegt áhyggjuefni að frambjóðandi National Front skuli fá um fimmtung atkvæða í forsetakosningunum. Þó það skipti litlu máli í þessum kosningum, þá koma kosningar eftir þessar og haldi mál áfram að þróast áfram með svipuðum hætti í Evrópu og verið hefur, má allt eins búast við því að Le Pen verði forseti Frakklands áður en um langt um líður, enda bráðung kona enn.

En viljum við sjá þann dag rísa í Frakklandi og jafnvel víðar í Evrópu að flokkar eins og National Front verði ráðandi og leiðandi öfl?


mbl.is Hvað gera stuðningsmenn Le Pen?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sennilega rétt

Það er sennilega rétt hjá Breivik að hann sé ekki geðveikur. En það er deginum ljósara að hann er ruglaður, snarruglaður!

Það voru mistök hjá Norðmönnum að skjóta hann ekki á staðnum úti í Útey. Þeir súpa seiðið af því núna í þessum fjölmiðlasirkus sem þessi brjálæðingur stjórnar.


mbl.is „Ég er ekki geðveikur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #73

Axel, átta ára dóttursonur minn, var að hugga Benjamín, litla bróður sinn, sem lá veikur og þurfti að fá hita- og verkjastillandi stíl. Til að hafa ofanaf fyrir Benjamín á meðan stílnum var komið fyrir sagði nafni honum brandara.

„Banani og sígaretta voru að tala saman.

-Veistu hvað mennirnir gera við okkur banana?- Sagði bananinn.

-Nei- sígarettan vissi það ekki.

-Fyrst rífa þeir utan af okkur húðina og síðan éta þeir okkur- sagði bananinn.

-Veistu hvað mennirnir gera við okkur?- sagði sígarettan.

-Nei-, bananinn vissi það ekki.

-Fyrst kveikja þeir í hárinu á okkur og svo sjúga þeir á okkur rassgatið!-“ 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.