Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Mulningur 75 - Þegar öll sund virðast lokuð...

 ...er hollt að hafa í huga að ekkert er svo slæmt að það geti ekki versnað!

img012

Sjálfhverfa liðið

Ályktunin sem samþykkt var í gær á landsfundi Sjálfstæðisflokksins -að öll lagasetning skuli taka mið af kristnum gildum þegar það á við - mun vera brot á 64. gr. Stjórnarskrárinnar.

Sjallarnir  kunna ekki Stjórnarskránna, sem þeir vilja helst ekki breyta, betur en þetta. Svona er þá öll virðingin fyrir henni.  

Þetta styður raunar þá skoðun - að Sjálfstæðismenn séu upp til hópa svo sjálfhverfir að það sé þeim eðlislægt að líta á landsfund flokksins sem yfirþjóðlegt vald.  

Ég hef alltaf litið svo á að þegar talað er um svokölluð kristin gildi þá séu menn að tala um almennt siðferði í samskiptum manna á milli, siðferði á ekki að þurfa tengingu við nein trúarbrögð. 

Það er skiljanlegt að landsfundinum þyki nauðsynlegt að hnýta   – þegar það á við -  aftan við  ályktun um almennt siðferði, svo ekki verði farið um of á skjön við hugmyndafræði íhaldsins. 

   


mbl.is Stjórnmálaályktanir teknar fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur # 74 - Megrunin

Ég var að byrja í nýju megrunarprógrammi og er búinn að fara tvisvar. Þræl virkar. 

Vinstri smellið á myndina til að stækka hana og svo aftur til að stækka hana meira.

 

megrun


Bjarni Ben í ræsið

í ræsinuÞað er óhætt að segja að kjósendur hafi hreinlega fleygt  Bjarna Benediktssyni for- manni Sjálfstæðisflokksins  í ræsið, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR um vin- sældir forystufólks í stjórn- málum.

Samkvæmt könnunni bera Sjálf- stæðismenn sjálfir afgerandi lítið traust til síns formanns, gjörólíkt afstöðu kjósenda annarra flokka til þeirra forystumanna. Aðeins 14,6% allra kjósenda  segjast treysta Bjarna vel.

Ég óska Sjálfstæðismönnum til hamingju með Bjarna, þeir eiga hann svo sannarlega skilið.


mbl.is 58,6% treysta Ólafi Ragnari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumur litlu þúfunnar

Eflaust er Þór Saari, eðli máls samkvæmt, heillaður af máltækinu um litlu þúfuna og hlassið. Kannski dreymir hann um að verða litla þústin sem veltir stóra hlassinu um, einum metra frá endamarkinu.

Hvað gengur Þór eiginlega til með þessu frumhlaupi, vitandi að með því eyðileggur hann líklegast framgang stjórnarskrármálsins, sem hefur verið hans hjartans mál að eigin sögn?

Þetta gerir Þór öllum að óvörum korteri fyrir þinglok. Margir munu eflaust velta fyrir sér hvort Þór telji sig vera að skapa sér nafn í sögunni með þessum fíflalátum, eða hvort honum hafi hreinlega borist nægjanleg örvun frá „hagsmunaaðilum“ fyrir þennan greiða?  

En hvað sem veldur þessum kjánaskap Þórs Saari, verður hann í fyllingu tímans sennilega helst þekktur sem litla óþekkta þúfan sem vildi verða fræg en valt í staðin um eigin kjánaskap.


mbl.is Líf ríkisstjórnar hangir á bláþræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margnota gjafir

Þessi efnisstuldur  frá Golfklúbbi Sandgerðis er undarlegt mál. Klúbbnum er gefið byggingarefni og því er í framhaldinu komið fyrir í geymslu klúbbsins. Að nokkrum tíma liðnum er því síðan stolið úr geymslunni.

En þegar í ljós kemur að gefandinn, fyrri eigandi efnisins, ásældist efnið á ný  og „sótti“ það  aftur í geymslu klúbbsins án þess að tala við kóng eða prest, þá er verknaðurinn ekki lengur metinn sem þjófnaður. Gefandinn var bara að endurheimta gjöfina! Eðlilegasti hlutur í heimi.

Gjafir eru merkilegt nokk ekki eign þiggjandans.

Skilanefndir föllnu bankanna kætast örugglega yfir þessari nýju skilgreiningu á eignarhaldi. Þær geta í  framhaldinu sótt, jafnvel í skjóli myrkurs, allar þær gjafir sem föllnu bankarnir jusu út hægri vinstri til vinsælda- og velvildarkaupa á þeirra velmektartíma.

Þetta er líka afar hentugt fyrir þá sem eru sérlega gjafsárir, þetta opnar möguleika á að margnýta hverja gjöf. Ekki þarf annað en að hnupla gjöfunum aftur jafnharðan og endurgefa. Það er víst ekki þjófnaður, vel að merkja.

Þetta kemur sér einkar vel í fermingagjafabrjálæðinu framundan. Það verður hægt, jafnvel ár eftir ár, að leysa öll gjafaútlát með einu og sömu gjöfinni.


mbl.is Gefanda snérist hugur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt bull og vitleysa!

Það hefur verið vaxandi þrýstingur í kerfinu að sjúklingum hverskonar og hvaðanæva af landinu sé gert að sækja þjónustu og læknishjálp til Reykjavíkur.

Sparnaði og niðurskurði er borið við sem höfuðástæðu þess. Ekki hefur verið sýnt fram á í hverju sparnaðurinn liggur í heildarmyndinni. Flutningar á sjúklingum, auðar skurðstofur og ónotuð tækni og ónýttur mannafli úti á landi kostar sitt.

Ég var 1966, níu ára gamall, skorinn upp við botnlangabólgu á Héraðshæli A-Húnavatnssýslu á Blönduósi af héraðslækninum þar Sigursteini Guðmundssyni, aðstoðarlæki hans og hjúkrunarliði á spítalanum. Uppskurðurinn tókst eðlilega með mestu ágætum. Þetta var einfaldlega hlutverk lækna og hjúkrunarfólks þá og fórst þeim vel úr hendi.

Enginn talaði þá um að ódýrara yrði að flytja mig suður því ekki væri ástæða til að leggja uppskurð fyrir starfslið Héraðshælis A-Húnavatnssýslu svo það gæti tekið í spil á meðan uppskurðurinn færi fram fyrir sunnan. Eðlilega, því engum datt slík víðáttu vitleysa í hug þá. En síðan þá höfum við eignast svo mikið af gáfuðu fólki að það er ekki grín. 

Nú er allt sagt sérhæft, læknar virðast ekki vera læknar lengur heldur einhverskonar „sérfræðingar“, hver á sínu sviði. Einn kíkir upp í nef annar upp í leggöng sá þriðji upp í „rectum“ o.s.f.v. og slíkir snobbpinnar starfa helst ekki utan Reykjavík hundrað og eitthvað. Þvílík helvítis della.

Það er nauðsynlegt af mínu viti að prufukeyra svona miðlægt heilbrigðiskerfi í smá tíma og þá með öfugum formerkjum þannig að sjúklingum af höfuðborgarsvæðinu væri gert að leita til Vestmanneyja, Ísafjarðar, Hólmavíkur, Egilstaða eða á önnur „krummaskuð“ með alla þjónustu sem kallar á meira en pillur og plástra.

Það kynni að kalla á endurútreikning á sögðum sparnaði við slíkt miðlægt fyrirkomulag. Það kæmi þá sennilega í ljós við útreikning snillinganna að mun dýrara væri að flytja sjúkling norður en að flytja sama sjúkling suður. 


mbl.is Barnshafandi í Eyjum fæði í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of flókið fyrir mig

Tveir Íslendingar, sem sitja af sér fíkniefnadóm í fangelsi í Danmörku, hafa verið handteknir og krefst  lögreglan þess að dómari úrskurði þá báða í gæsluvarðhald!

Það hljómar undarlega að menn, sem þegar sitja í grjótinu, séu „handteknir“ formlega og farið fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þeim þegar þeir eru, af augljósum ástæðum, ekki á förum eitt eða neitt næstu mánuðina.

Ja formlegt skal það vera.

 
mbl.is Handteknir í dönsku fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsendaspádómasmiðir misstu af gullnu tækifæri

Það er alger og mögnuð tilviljun, þegar þess er beðið að „smástirnið 2012DA14“ fari framhjá Jörðu í „öruggri“ fjarlægð í dag, að þá skuli annar loftsteinn splundrast yfir byggð nokkrum klukkutímum fyrr og valda tjóni og slysum á fólki.

Það var höggbylgjan af sprengingunni sem olli tjóninu en ekki brot úr loftsteininum, sem var 5 til 15 metrar í þvermál. Brotin hafa sennilega brunnið upp að fullu áður en þau náðu til jarðar. Ekkert samband er milli þessara tveggja loftsteina, enda koma þeir hvor úr sinni áttinni.  

1908 sprakk loftsteinn yfir Tunguska í Síberíu sem var um 50m í þvermál og gjöreyddi sprengingin skógi á 5000 fer.km. svæði. 2012DA14 er af svipaðri stærð og Síberíusteinninn. Hefði það verið hann sem var á ferðinni í morgun værum við að upplifa atburð af allt annarri stærðargráðu, en þó engan heimsendi.

Eftir atburði morgunsins verða þeir sennilega margir sem halda niðri í sér andanum og bíða fregna þess efnis að 2012DA14 sé farinn hjá.

Heimsendaspádómasmiðir hverskonar hefðu auðvitað kosið að frétta af þessu með meiri fyrirvara til að geta sest yfir það að hanna enn einn heimsendinn.

  


mbl.is Engin tengsl við smástirnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er eingöngu hrossakjöt notað í kjötsvindlið?

Matvælastofnun ætti líka að kanna hlutfall beljukjöts í nautahakki og öðrum afurðum. Það er undarlegt hvernig allt það beljukjöt sem fellur til árlega viðrist gufa upp, því ekki sést það í verslunum merkt sem slíkt.

  


mbl.is Kanna hvort hrossakjöt leynist í íslenskri kjötvöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband