Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016
Hönnuð atburðarás?
18.4.2016 | 19:49
Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á Ólafi Ragnari þá er hann eini frambjóðandinn, enn sem komið er, sem atkvæðinu væri eyðandi á.
Eitt vekur samt athygli. Ólafur Ragnar rökstuddi viðsnúning sinn m.a. með því að vitna til atburða liðinna vikna og mótmælum þúsunda manna á Austurvelli, sem kröfðust afsagnar forsætisráðherra og þingkosninga.
Skilja mátti af orðum Ólafs að hann hefði komið því fyrrtalda í kring fyrir þjóðina. En af hverju sveik hann svo þjóð sína um þingrof og kosningar?
Það verður því aðeins skiljanlegt að dramað í kringum fund Ólafs Ragnars og Sigmundar Davíðs á Bessastöðum hafi aðeins verið leiksýning af Ólafs hálfu til að skapa honum kjöraðstæður til upprisu.
Hlýtur að vera svona einstakur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Glataði sonurinn, sem enginn vill sjá
16.4.2016 | 16:01
Þeir eru ófáir framsóknarmennirnir sem liggja á bæn þessa dagana og biðja þess að Sigmundur Davíð snúi ekki aftur úr fríinu og hafi sjálfur vit og frumkvæði að því að gera fjarveru sína varanlega.
En í ljósi bráðlætis fallna forsætisráðherrans er ólíklegt að órólegum þegnum hans verði að þeirri ósk sinni, þeir sjá því framá að þurfa að gyrða hann, nauðugan, í brók.
Funda með Sigmundi eftir frí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fé sett í fjárdrátt
15.4.2016 | 21:21
Meeeee!
Segir ráðstöfunarfé Sigurðar Inga.
Fé sett í úttekt á skattkerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tilræði
15.4.2016 | 17:25
Til hvers er RUV að eyða milljónum í Eurovision ef markmiðið er að lágmarka áhorfið?
Að setja Gísla Martein í þularstarfið er beint tilræði við þetta annars vinsæla dagskrárefni.
Gísli Marteinn mun kynna Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gamall, en sem nýr
10.4.2016 | 20:36
Sá gamlan brandara á Fésinu í dag. Í ljósi síðustu atburða og þess óhjákvæmilega er rétt að dusta af honum rykið.
--o0o--
Flugvélin var við það að hrapa, það voru 5 farþegar um borð en aðeins 4 fallhlífar. Fyrsti farþeginn sagði: "Ég er Sigmundur Davíð, hinn útvaldi forsætisráðherra. Heimurinn þarfnast mín, það er ekki minn tími til að deyja." Hann tók fyrstu fallhlífina og stökk úr flugvélinni.
Annar farþeginn, Bjarni Ben, sagði: "Ég er fjármálaráðherra og formaður stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi." Hann greip fallhlífina við hliðina á honum og stökk.
Þriðji farþeginn, Vigdís Hauksdóttir, sagði: "Ég er formaður fjárlaganefndar og hlutverk mitt er að vinda ofan af bótavæðingu síðustu vinstristjórnar!!!" Hún tók þriðju fallhlífina og stökk út úr flugvélinni.
Fjórði farþeginn, Ómar Ragnarsson, sagði við fimmta farþegann, 10 ára gamla stelpu, "Ég hef lifað góðu lífi og þjónað landi mínu eins og best var á kosið. Ég mun fórna lífi mínu og láta þig hafa síðustu fallhlífina."
Litla stúlkan sagði, "Þetta er allt í lagi, Ómar. Það eru 2 fallhlífar eftir, Vigdís stökk með skólatöskuna mína."
Klára ákveðin mál - svo kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekkert fyrir allt
9.4.2016 | 10:59
Sigmundur Davíð vildi að ríkisstjórnin stæði saman eða félli að öðrum kosti.
Honum varð ekki að ósk sinni, því hvorugt gerðist.
Sigmundur brá fæti fyrir sig sjálfan og féll með bauki og bramli.
Stjórnin stæði saman eða félli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Forin hrærð
9.4.2016 | 06:58
Sigmundur Davíð segir konu sína reiðubúna að birta frekari gögn um skattamál þeirra hjóna ef aðrir forystumenn stjórnarflokkanna geri slíkt hið sama".
Það er bara svona. Er þetta vörn hvítflibbans? Vörn þess sem segist ekkert hafa að fela. Hefur Sigmundur ekki margsagt að öll spilin hafi þegar verið lögð á borðið?
Það hefur þá verið ósatt en smellpassar við módelið eðlilegt að hann segi ósatt, meðan aðrir gera það sama.
Síðar kemur væntanlega í ljós, reyni á þessa yfirlýsingu Sigmundar, að hún á litla tengingu við sannleikann - eins og flest sem frá honum hefur komið.
Þessi gagnvirka vörn Sigmundar er auðvitað himnasending fyrir smáglæpona. Þeir hljóta að taka þetta sér til fyrirmyndar og viðurkenna ekki sín mistök, nema því aðeins að öll starfsstétt þeirra geri slíkt hið sama - á einu bretti og málið dautt!
Hjónin tilbúin að birta gögnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Getur loftbelgurinn ekki ákveðið sig?
8.4.2016 | 19:48
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varði í dag ríkisstjórnina og þingmeirihluta hennar vantrausti með atkvæði sínu á Alþingi.
Er þetta ekki örugglega sami Sigmundur, sem hér ver ríkisstjórnina, og fór hraðferð út á Bessastaði í vikunni við þriðja mann, til að fá snöggsoðna heimild hjá forsetanum til að rjúfa þing og sprengja þessa sömu stjórn?
Heimta aftur völdin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Klórað yfir skítinn
6.4.2016 | 21:14
Fyrir viku hefði það ekki hvarflað að nokkrum manni að það ætti yfir höfuð fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni að liggja á lífsleiðinni að verða forsætisráðherra Íslands.
Þá allra síst honum sjálfum.
Sigurður Ingi er klárlega risminnsti og hæfileikasnauðasti maður sem nokkurn tíma hefur sest í stól forsætisráðherra Íslands. Val hans sýnir betur en flest annað veruleikafyrringu Framsóknarflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn telur eðlilega öllu til kostandi að hanga á roðinu svo þeir nái að koma því í verk að útdeila rjómanum af ríkiseigum til valinna vildarvina enn og aftur!
Aum var ríkisstjórn Sigmundar, en þessi skítaredding almáttugur!
Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Misheppnað valdarán
5.4.2016 | 20:20
Bessastaðaför Sigmundar Davíðs lítur helst út fyrir að hafa verið tilraun, af hans hálfu, til valdaráns.
Hugðist vopnast fyrir framhaldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)