Samfylkingin skýtur sig í fótinn og miðar á hinn.

Ég hef ekki verið því fylgjandi að mótmæli séu stunduð við heimil fólks, þótt viðkomandi teljist hafa eitthvað til saka unnið.

En vafasamt verður að telja að þögul mótmælastaða út á götu og án alls áreitis geti talist röskun á friðhelgi heimilisins.

Þessi ályktun framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar er, þótt hún ætti fullan rétt á sér, afskaplega undarleg svo ekki sé dýpra í árinni tekið.  Stundum má satt kyrrt liggja og það hefur sjaldan átt betur við en í þessu tilfelli. Ekkert er verra í knappri stöðu en reyna illan málstað að verja.

Það er ekki trúverðugt að þegar framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar  segist í framtíðinni ætla að fylgja eftir reglum, þegar ekkert á að gera í málum þeirra sem í fortíð þverbrutu þau sömu prinsipp og ætla að láta sem ekkert sé.

Er ekki komin tími til að stjórnmálaflokkarnir hver og einn taki sig saman í andlitinu og geri sjálfir eins og þeir ætla öðrum að gera?

 
mbl.is Friðhelgi heimilis og fjölskyldu rofin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn fullkomni heimur.

men-and-women-symbolsÞá er það komið, kynjahlutfall í stjórn og trúnaðarmannaráði VR er loks jafnt. Mjög gleðileg tíðindi segir Þórhildur Þorleifsdóttir formaður Jafnréttisráðs en tjáir sig ekki um það hvort trúnaðarmannaráðið sé betur mannað fyrir vikið.

Enda skiptir það Jafnréttisráð og femínista engu hvort stjórnir og ráð séu skipuð hæfum eða óhæfum einstaklingum, eina markmiðið er að tippin séu ekki fleiri en píkurnar.

Mun minni áhersla er lögð á jafnréttisbaráttuna, halli á tippin, þá heitir það jákvæð mismunun.


mbl.is Jöfn kynjahlutföll í VR öðrum til eftirbreytni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi gerist það aldrei aftur....

....að annað eins fífl og viðundur og George W. Bush komist í embætti forseta Bandaríkjanna.

Það er ráðgáta hvernig þessum  bjána tókst að halda fingrinum á kjarnorkugikknum í átta ár án þess að hleypa af.

  

Það segir raunar meira um þjóðina en Bush að hún hafi kosið hann, ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. 
mbl.is Bush sendir frá sér endurminningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er pólitíkin að breytast?

Er allt orðið á röngunni,  snýr orðið út það sem skal snúa inn?

Er það misskilningur hjá mér að um árabil hafi megnið af stjórnmálamönnum ekki haft nokkuð annað fram að færa en taumlaust gort um eigið ágæti og verið klappað lof í lofa?

Er það hætt að vera inn?


mbl.is Kynlífsgort kom frambjóðanda í koll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða, hvaða, hverslags eiginlega er þetta?

Arctic-ice-cave-001Það er ekki fyrr búið að venja heiminn við tilhugsunina um hnattræna hlýnun, bráðnun jökla og heimskautaíssins en öllu er svo frestað um óákveðin tíma og kuldaskeiði spáð.

Hverslags hringlandaháttur er þetta, geta menn ekki ákveðið sig?


mbl.is Spá köldum vetrum næstu árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðvegaskelfir sviptur ökuleyfi tímabundið

Það væri synd að segja að hann hafi ekki verið kappsamur og fullur áhuga þessi ungi maður, að hafa lög og reglur að engu og ekið eins og hann ætti vegina.

Í ljósi ökuferils mannsins, þar sem hann hefur brotið allt lagastafrófið auk annarra brota er dómur yfir manninum núna broslegur ef ekki beinlínis hlægilegur. Í dómsorði segir m.a.:

Með vísan til brotaferils ákærða þykir einsýnt að það skipti hann litlu hvort hann hafi ökuréttindi eða ekki.

Það er því niðurstaða dómsins að eðlilegt sé að maðurinn fái aftur ökuleyfi 12. júní 2011.

Þessi maður er greinilega ómissandi af þjóðvegunum, rétt eins og þingmennirnir , sem rústuðu þjóðfélaginu, eru ómissandi af þingi og sviptu sjálfa sig þingsætinu, bara tímabundið auðvitað.

Ungi maðurinn gæti svo tekið upp aðferð útrásarbófanna og síbrotapólitíkusa og birt opinberlega aumt yfirklór og réttlætingu á gjörðum sínum, þá gæti þjóðin  grátið úr sér augun og veitt honum uppreisn æru.  

  
mbl.is 185 umferðarlagabrot á 15 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nautin skoruðu stig.

Nautaat hefur engan annan tilgang en vera skemmtiatriði. Sem slíkt er það eitthvað það sóðalegasta og ógeðslegasta sem boðið er uppá á byggðu bóli. Ég vildi geta sagt að ég sé leiður vegna þessa „slyss“, en svo undarlega sem það hljómar þá er...

Veðurstofan flaug ekki í dag!

Það er ánægjulegt að duglega skuli rigna á öskufallssvæðunum og öskunni skoli burt. En það athyglisverðasta í fréttinni er að vegna veðurs, flaug Veðurstofan ekki yfir gossvæðið í dag . Það er trúlega mögnuð sjón að sjá Veðurstofuna rífa sig upp af...

Mannfjandsamleg þjónusta

Þetta er nöturlegt dæmi um kuldalega og mannfjandsamlega þjónustu. Hér bregðast þeir sem síst skyldi. Það er næsta víst að þessi frétt fyllir viðskiptavini líkbrennslunnar angist og ótta að þeir hafi fengið ösku ókunnugrar manneskju í stað ástvinar, eða...

Hvað gerist ef ástandið verður að öðru og meira en vísbendingu?

Þjóðin er gjaldþrota, rúmlega 15000 manns eru atvinnulausir, fjöldi heimila á uppboði, skuldir hafa margfaldast, laun og lífskjör hafa hrapað svo fátt eitt sé nefnt eftir að þjóðin var rænd og svívirt af fáum mönnum í boði Stjórnvalda. Ef allt sem á...

Framsókn finnur upp hjólið

Það er svo sem gott og blessað að Framsóknarflokkurinn og aðrir stjórnmálaflokkar setji sér sér- stakar siðareglur og leiðbeiningar um almennt hátterni. En auðvitað vita haldlaus aðgerð og verri en ekkert ef ekki er meiningin að vinna eftir þeim. Hefur...

Andvaraleysi skal sukkið og einkavinavæðingin heita.

Þá er hún komin, búin, fulluppgerð og frágengin afsökunarbeiðni Framsóknar. Afsökunarbeiðni Framsóknarflokksins, yfir einkavinavæðingunni, öllum hag- stjórnarmistökunum og sukkinu í heild, sem nú hefur stokkið fullsköðuð út úr höfði Sigmundar Davíðs,...

„Hún bauð upp á þetta!“

Í þessari frétt var eftirfarandi málsgrein. Slúðurblöð beggja vegna Ermarsunds hafa velt sér upp úr málinu og hafa frönsku blöðin birt ögrandi myndir af Dehar við sundlaugarbakka. Hvað eru ögrandi myndir? Eru myndir af konum á bikini ögrandi? Eru...

Spilling og valdníðsla staðfest

Þá er það staðfest af dómstól að skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara var valdníðsla og spilling. Því miður virðast svona vinnubrögð frekar hafa verið regla en undantekning og sýnir glöggt hve brenglaður hugsunarháttur í íslenskri pólitík...

Mulningur #27

Hvað gerði ljóskan þegar flugan flaug upp í eyrað á henni? - Hún skaut hana. Hvað gerði ljóskan þegar hún las í blaðinu að 99% af slysum gerðust á heimilinu? - Hún flutti.

Stórskemmtileg klippa sem sýnir hve agnarsmá Sólin okkar er miðað við margar þekktar sólir.

Klippan byrjar á Tunglinu, síðan koma reikistjörnurnar ein af annarri í réttum stærðarhlutföllum og Sólin síðast. Síðan er Sólin sýnd í réttu hlutfalli við þekktar sólir, hverri annarri stærri og endað á VY Canis Majoris, sem er stærst allra þekkta...

Ísland í öllu sínu veldi....susss.... ekki kjafta frá!

Meðfylgjandi kort af Íslandi sýnir lauslega hvernig náttúru landsins er háttað. Menn geta svo velt því fyrir sér hvaða aðdráttarafl landið hefði fyrir túrista ef þessu væri öllu haldið leyndu og hvaða áhrif það hefði á fjölda ferðamanna. Svandís...

Hrundu hlutabréfin?

Var það ekki verðið á hlutabréfunum sem hrundi? Verðlækkun á íbúðarhúsnæði í Reykjavík yrði þá orðað - Hús hrynja- , á mbl.is.

Ekki má heyra og ekki sjá og því síður segja frá.

Forsetinn á heiður skilið fyrir að hafa kjark og þor til að tala um hlutina eins og þeir eru og á mannamáli. Margir hafa orðið til að lasta hann fyrir ummæli hans um hættuna af Kötlu og sagt hann valda landinu skaða. Menn hafa sagt að forsetinn væri ekki...

Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar landsmenn ! Takk fyrir ánægjuleg samskipti í bloggheimum í vetur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband