Mulningur #12

Fyrir nokkrum árum þurfti stjórn dýragarðsins í Kirby Misperton í Englandi að greiða fólki bætur fyrir muni sem aparnir í dýragarðinum þrifu af því.

Menn furðuðu sig á því hve mikið af því sem þurfti að bæta voru gleraugu. Rannsóknarnefnd var sett á laggirnar og eftir ýtarlega rannsókn leysti hún málið.

Aparnir náðu gleraugunum af fólkinu þegar það laut fram til að sjá á lítið skilti, með enn minna letri, sem fest var á apabúrið.

Á skiltinu stóð:

„VARÚÐ ÞESSIR APAR STELA GLERAUGUM.“

 

Heldur ESB að allir Íslendingar séu haldnir Stokkhólmsheilkenninu?

Þeir ættu nú ekki að vera hissa hjá Evrópusambandinu þótt áhugi Íslendinga á inngöngu í ESB fari minnkandi. ESB hefur lítið annað gert en reisa Íslandi veggi og hækka þröskulda vegna Icesave-málsins.

Ef áhugaleysi okkar veldur þeim áhyggjum gætu þeir reynt að beita sér fyrir því að aðildarlöndin slaki aðeins á hengingarólinni um háls Íslendinga.

Ef ekki verða þeir bara að velta vöngum áfram.


mbl.is Áhyggjur af áhugaleysi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó nei...

...ekki aðra Keikó vitleysu. Þá er betra að hakka hann strax í refafóður.

 


mbl.is Vill frelsa háhyrninginn Tilly
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsni og annað „skítlegt eðli“.

Ólafur RagnarÉg hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að forsetinn, sem kjörinn er beinni kosningu af þjóðinni, sé afar mikilvægur öryggisventill þjóðarinnar ef stjórnmálin fara af sporinu. Málskotsréttur forsetans er nauðsynlegur til að svo geti verið. Málskotsréttinn má aldrei nema brott  úr stjórnarskránni, eins og sumir hafa talað fyrir.

Sjálfstæðismenn mega þessa dagana vart vatni halda af hrifningu og aðdáun á forseta lýðveldisins. Þeir rymja og vella af ánægju og sælu yfir hverju hans fótmáli og andadrætti, rétt eins og þar færi endurholdgað eitt af gengnum formannsgoðum flokksins.

Var gleði Sjallana í garð forsetans með þessum hætti þegar hann hafði synjað fjölmiðlafrumvarpinu? Nei  þá orgaði allt liðið venju fremur og óskapaðist með tilheyrandi aurmokstri, rífandi hár sitt og skegg. Margir fullyrtu t.a.m. að forsetinn hefði framið valdarán, því samkvæmt stjórnarskránni hefði hann hreint ekkert málskotsvald og túlkuðu stjórnarskránna á þann hátt er best henntaði og kröfðust þess, til að taka af alla vafa að þetta ákvæði yrði fjarlægt úr Stjórnarskránni með það sama.  

Þessi ofurhrifning og tilbeiðsla þeirra á forsetanum er ný af nálinni og örugglega þarf lítið til, svo þessi bráðaást hrökkvi aftur niður á fyrra plan. Forsetinn mátti, til skamms tíma, vart  hósta eða ropa án þess að flokkurinn færi á hliðina með tilheyrandi ofstopaviðbrögðum á hamfaramælikvarða, þar sem menn  organdi, hlandblautir af vandlætingu spöruðu ekki stóryrðin og skítinn.

Nú allt önnur  Ella uppi og nú þakka þeir örugglega sínum sæla fyrir að hafa ekki haft til þess afl að nema málskotsrétt forsetans brott úr Stjórnarskránni eins og hugur þeirra stóð til.  Þeir hafa með málflutningi sínum núna staðfest þetta ákvæði stjórnarskrárinnar og geirneglt það í bak og fyrir, þrátt fyrir fyrri fullyrðingar um annað.

Sem dæmi um smásmuguhátt Sjálfstæðismanna  í garð forsetans, má nefna opinbera heimsókn forsetahjónanna á sunnanverða Vestfirði 1996. Í ávarpi  sem forsetinn hélt í einhverri móttökunni þar vestra kom hann inná ástand veganna á Barðaströndinni, sem honum og öðrum blöskraði.

Það var eins og við manninn mælt að Sjálfstæðismenn, sem þá fóru með samgöngumál í ríkisstjórninni, fóru gersamlega á límingunum og í kjölfarið fylgdu blaðagreinar í stöflum og viðtöl á viðtöl ofan þar sem forsetanum voru ekki vandaðar kveðjurnar.

Það var skoðun mín þá og er enn að ekkert sé við það að athuga þó forsetinn tjái sig um þau málefni sem á þjóðinni brenna, hafi hann til þess ríka ástæðu. Ég studdi synjun forsetans, bæði á fjölmiðlalögunum og Icesave, enda réttur hans til þess stjórnarskrárvarinn.

En það skemmtilega er að forsetinn, sem forðum mátti ekki nefna holurnar á Barðaströndinni, né aðra heilaga hluti,  má núna..., ja... setja Sjálfstæðismenn embættinu og forsetanum einhverjar skorður þessa daganna?

 

Þessari grímulausu hræsni og  falsi Sjálfstæðisflokksins var á góðri stundu best lýst sem  „skítlegu eðli“.

  
mbl.is Segir ríkisstjórn á brauðfótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða, hvaða?

Hundsa menn erlendis  alfarið þá „staðreynd“ að íslensk stjórnvöld hafi ekki komið nærri einu eða neinu og engan þátt átt í hruninu. Vita menn erlendis ekki að ástandið hér er alfarið einhverjum „Lehman Brothers“ og þvílíkum dónum erlendum að kenna?

Þeirri skoðun virðist líka vaxa hratt fiskur um hrygg innanlands ef marka má fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins, sem vinnur baki brotnu að því einu að breiða yfir sinn eigin fortíðarvanda. 

   
mbl.is Íslendingum sjálfum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiftur framtíðar og ómur fortíðar.

Í seinnihluta myndskeiðsins sem fylgir þessari frétt leikur framtíðar formannsefni  Framsóknarflokksins aðal hlutverkið.

Þ.e.a.s. ef svo ólíklega færi að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni mistækist að gera sjálfan sig að  „bautasteini“  flokksins.

Bragi bóksali sagði í síðasta Kilju þætti að Sigmundur Davíð væri gott dæmi um pólitíkus sem gleymdist áður en hann byrjaði. Er hægt að orða það betur?

 
mbl.is Fundur líklega síðar í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brown þvær hendur sínar.

Já Brown það var lagið, þvo hendur sínar og vísa á elsku Darling. Þegar Brown segir núna að það þjóni ekki hagsmunum Breta að skáka Íslandi út á hliðarlínuna og mikilvægt sé að landið sé hluti af Evrópukerfinu þá rímar afskaplega illa við forsögu...

Mulningur #11

Hestamenn á Héraði buðu eitt sinn þeim snjalla og landskunna hagyrðingi Hákoni Aðalsteinssyni að koma með þeim í útreiðatúr. Hákon var ekki mjög áhugasamur og afþakkaði boðið með þessari vísu: Týndir og slasaðir bíða menn bana, sem bægslast á hestum um...

Já segir hún það blessuð konan!

Það er merkilegt að menntamálaráðherra Þýskalands skuli sjá ástæðu til að greina opinberlega frá þessari skoðun sinni. En ekki nóg með það konan segist vera öskuvond. Í stað þess að kjafta málið í hel ætti hún að snúa sér að því af alefli að moka út úr...

Er það ekki undarlegt?

Frá því utankjörfundaratkvæðagreiðslan hófst og fram að kjördag rann mikið vatn til sjávar og verulegar breytingar urðu á stöðu Íslands gagnvart Isesave. Við upphaf utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar var - Já- raunhæfur kostur. Ég skil því vel að einhver...

Mulningur #10

„Er ekki enn búið að finna manninn sem henti Sigmundi Davíð í höfnina?“ „Nei, allt kapp hefur verið lagt á að finna fíflið sem bjargaði honum.“

Eru frændur ekki frændum verstir?

Tók þá einhver eftir háttsemi Norðurlandana í okkar garð, þvert á gefin loforð, og þorir að hafa orð á því! Ég hélt að ekki mætti orðinu halla um þessa meintu frændur okkar, fyrir menningar elítunni, þótt Norðurlönin hafi stöðvað lánafyrirgreiðslu til...

Bjarnargreiði

Tveir til þrír fingur verður að teljast afar vel sloppið og lítið tjón þegar svona fíflagangur er viðhafður. Þetta ætti að vera þeim umhugsunar efni sem telja að móttaka með teboði og öðru huggó sé við hæfi þegar Ísbirnir ganga svangir og úrillir á land...

Er Mahmud Ahmadinejad til?

Mahmud Ahmadinejad meintur forseti Írans ætti að íhuga hvort hans eigin tilvist sé ekki haugalygi. Hefur einhver séð þennan mann? Nei – hélt ekki.

Geymt en ekki gleymt!

Það er æði misjafnt hvernig atburðir lifa í minningu fólks. Sumir atburðir gleymast fljótt aðrir lifa í það óendanlega. Ekki fer það endilega eftir stærð og mikilvægi atburða hversu vel þeir varðveitast, smæstu smáatriði, litlar þúfur geta lifað lengi....

Mulningur #9

Fátt er skemmtilegra en geta gert grín að sjálfum sér eða sínum. Nafni minn og dóttursonur, sem er 6 ára gutti er dýrðarinnar barn rétt eins og hin barnabörnin mín. Margt ótrúlegt ratar úr hans munni. Hann var á ferðinni eftir Reykjanesbrautinni ásamt...

Kosning í skugga hótana.....

.... hljómar þetta ekki kunnuglega? Hafa ekki bæði stjórn og stjórnarandstaða gert okkur ljóst hvað gerist ef.....?

Mulnigur #8

Margar sögur eru til af því hve Sovéska kerfið var rotið meðan það var og hét. Hér er ein. Maður einn hafði bækistöð í Gorkigarðinum í Moskvu og stóð þar daglangt og seldi ónýtar ljósaperur . Þær voru orðnar svartar að innan og hringlaði í þeim væru þær...

Forsetinn toppar... aftur!

„„Við vitum öll að rétturinn til að kjósa er helgasti réttur hins lýðræðislega samfélags og í rauninni grundvöllur þess," segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands“. Er hægt að komast nær kjarna málsins eða orða það...

Ekki það vinur,... Finns?

Er núverandi samninganefnd ekki á forræði Alþingis, allra flokka, bæði stjórn og stjórnarandstöðu og undir forsæti erlendra "sérfræðinga" að kröfu m.a. Framsóknar? Það verður að líta á það sem Steingrímur sagði, í samhengi við spurninguna. Hann var...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband