Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Miklihvellur - þegar allt varð til úr engu

Megaskuldurum þykir meira en sjálfsagt að þjóðin taki fulla hlutdeild, sjálfskuldarábyrgð raunar, í  vanda þeirra og greiði fyrir þá skuldirnar svo þeir sjálfir þurfi sem minnst að raska sínum lífsstíl. 


Í þeim tilgangi fylktu yfirskuldsettir Íslendingar sér um Framsóknarflokkinn og kosningaloftbóluloforð hans,  sem helst mætti líkja við undur Miklahvells. Fjármagnið virðist eiga að verða til úr engu, sennilegast kemur það bara siglandi út úr þokunni í höfði formannsins,  rétt sisvona án þess að nokkur leggi það til.


Mig grunar að hefði framsjalla bóluhagkerfið ekki hrunið  og brask- og gullgrafaraæði þessa fólks að lokum skilað því feitum hagnaði, en ekki skuldum, þá væri tómt mál um að tala að þjóðin ætti einhverja hlutdeild í þeim hagnaði. Þó fullkomlega eðlilegt þyki að jafna út skuldunum.


Það læðist að manni sá grunur að tímasetning og aðferðafræði uppsagnanna hjá RUV hafi ekki verið tilviljun. Að RUV bomban sé í raun óvenju fiturík og súr smjörklípa og slengt fram til að draga athyglina sem mest frá komandi floppi Framsóknar, þeirri staðreynd að töfralausnin sú verður hvorki fugl né fiskur. Útkoman verður eins og flokkurinn allur og loforð hans, innantóm froða.


 


mbl.is „Hvaðan koma peningarnir?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afréttari íhaldsins

Aukin halli á ríkissjóði kallar á öflugan afréttara.  Ríkisstjórnin mun ekki sjá aðra leið  til að stoppa í fjárlagagatið en leggja allt traust sitt á máttarstólpa þjóðfélagsins. Því verða bætur almannatrygginga  að sjálfsögðu skertar og sjúklingaskattar , komu- og þjónustugjöld hækkuð.  

Aðrir þjóðfélagshópar munu víst ekki aflögufærir nú um stundir. Allrasíst hinir eiginlegu ríkisómagar, útgerðarmenn og stóreignamenn,  sem búa við afar þröngan kost og hafa engan vegin jafnað sig eftir hremmingar hrunsins.

Slæmt er íhaldsins ranglæti, en verra er þess réttlæti.

 

 


mbl.is 25,5 milljarða halli í stað 3,7 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sök bítur sekan

Sigmundur Davíð sagði á fundi á Selfossi um helgina að stjórnarandstaðan muni ljúga til að sverta skuldatilfærslu hugmyndir ríkisstjórnarinnar.

Forsætisráðherra óttast mjög að núverandi stjórnarandstaða muni apa upp stjórnarandstöðutrikkin þeirra  Bjarna boy og gera að sínum.

En Simmi silfurskeið getur verið alveg rólegur, lítil hætta er á að einhver leiðist út í það því engum langar til að lenda í þeirri martröð að  sjá andlit Framsóknarflokksins  í speglinum alla morgna.

 


 


Feigðarsigling

Þegar Ólafur Jóhannesson myndaði vinstristjórn sína 1978 höfðu ýmsir efasemdir  strax  í upphafi þeirrar vegferðar og ekki þarf að fjölyrða hvernig fór svo um sjóferð þá.  Ástæða skammlífis stjórnarinnar var einfaldlega opinn og illa útfærður stjórnarsáttmáli.

Páll Pétursson frá Höllustöðum, þingmaður Framsóknar og síðar ráðherra, var einn efasemdamanna. Páll er hagyrðingur góður og sagði oft hug sinn í bundnu máli.  Þegar málefnasamningur stjórnarinnar lá fyrir kastaði Páll fram  eftirfarandi stöku:

 

Við förum í róður, þótt fleyið sé lekt

og framundan leiðinda starf.

Nú gerum við allt sem er ómögulegt

en ekkert af hinu, sem þarf.

 

Stakan er eins og hún hafi verið samin um núverandi stjórn svo fullkomlega fellur hún að óvissustefnu stjórnarinnar, erindi og illverkum fram að þessu. Örlög silfurskeiðarstjórnarinnar verða því klárlega hin sömu og stjórnar ÓlaJó og því fyrr, því betra.


mbl.is Farin verði blönduð leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðhelgir sendiherrar glæpasamtaka?

Varla er nokkur svo grænn að halda að það fari framhjá erlendum glæpasamtökum frekar en öðrum hvernig staðið er að afgreiðslu hælisumsókna af hálfu íslenskra yfirvalda. Að hér dvelji "hælisleitendur" mánuðum og jafnvel árum saman í boði samfélagsins, full frjálsir ferða sinna á meðan umsóknin mjakast á hraða snigilsins úr einni opinberu skúffunni yfir í aðra.


Ofan í kaupið hafa glæpir sem umsækjendur eru staðnir að engin áhrif á hælisumsóknina eða ferli þeirra í kerfinu. Þetta er í raun hinn fullkomni glæpur, glæpamennirnir eru ósnertanlegir, þeir eru flokkaðir eins og "aðrir" erlendir sendiherrar með fulla friðhelgi og fá því aðeins vingjarnlegt klapp á bakið og nánast afsökunarbeini yfirvalda að þau hafi  þurft að trufla tómstundagaman þeirra.

 

Svo má heldur ekki gleyma meðvirkni þjóðarinnar í þessum málum, í einfeldni sinni brestur hálf þjóðin í grát í hvert sinn sem hér bankar uppá tárvotur skilríkjalaus umsækjandi með sjálfgefið vottorð um eigið ágæti. Stofnuð eru samtök og stuðningshópar um óþekkta umsækjandann og allt ætlar vitlaust að verða efist einhver um ótrúlega sögu aðkomumannsins, sem breytist oftar en ekki eftir því hvernig vindurinn blæs.


Því hærra er grátið og hrópað sem "hælisleitandinn" er dekkri á hörund. Fólk veigrar sér orðið við því að segja skoðun sína á þessum málum, geri það einhver er sá hinn sami samstundis stimplaður rasisti.


 


mbl.is Margt óljóst í máli hælisleitanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurstranglegur ósigur

 

Strax að loknu prófkjöri Sjalla í Reykjavík fóru að hrúgast upp vonbrigðayfirlýsingar frambjóðanda þó  þeir reyni hvað þeir geta að brosa í gegnum tárin: „Ekki dómur yfir sitjandi borgarfulltrúum“ , „Þetta er sigurstranglegur listi“ , o.s.f.v., segja þeir.

Er það ekki dómur yfir sitjandi borgarfulltrúum , Júlíusi sem vildi fyrsta sætið en fékk ekki, Kjartani sem vildi annað sætið, en fékk ekki, Þorbjörgu Helgu og öllum hinum konunum sem vildu ofar en þær fengu og var þannig hafnað af flokksmönnum fyrir utanbæjarmann?

Borgarfulltrúunum var hafnað fyrir mann sem býr ekki einu sinni í Reykjavík, mann sem fór á svig við lög til að koma sér á kjörskrá  og hefur aldrei unnið handtak fyrir borgarbúa. Ef það er ekki dómur yfir sitjandi borgarfulltrúum og það harður, skil ég ekki hugtakið.

 

Kjartan Magnússon segir listann vera sigurstranglegan. En af hverju ætli Kjartan hafi boðið sig fram í annað sætið ef honum finnst það sigurstranglegra að hann sé neðar á listanum?

 

Það er trúlegt að töluverður hávaði eigi eftir að verða í röðum sjálfstæðiskvenna vegna útkomu þeirra  í prófkjörinu og eru þær raddir þegar farnar að hljóma. Lætin kunna jafnvel að verða til þess að úrslitum prófkjörsins verði „hagrætt“ og Júlíusi eða Kjartani  verði fórnað niður listann fyrir konu. Það væri auðvitað það versta sem þeir gætu gert, það á aldrei að hagræða eða breyta vilja kjósenda. Þegar er farið að leggja drög að slíkri hagræðingu.

 

Til hvers eru kosningar ef niðurstaða þeirra er ekki virt?


mbl.is Telur ólíklegt að listanum verði breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumi íhaldsins, martröð kjósenda, hafnað

Samkvæmt þessari skoðanakönnun tekur Björt framtíð við keflinu af Besta flokknum sem kjölfestuflokkur í Reykjavík. Íhaldið tapar aftur á móti fylgi, öfugt við vonir þess eftir hrekkjavökuútspil borgarstjórans.

Það er verulega illa komið fyrir íhaldinu þegar það viðurkennir beinlínis að helsta von þess í borginni, sé  að aðrir bjóði ekki fram. Því er hætt  við að þessi tíðindi dragi verulega úr fagnaðarlátum íhaldsbloggara, sem hafa ekki vatni haldið eftir að ákvörðun Jóns Gnarr varð opinber. Íhaldsbloggin hafa nánast verið að springa af  monti og fögnuði  yfir þeirri undarlegu rökvillu að við brotthvarf Besta flokksins myndi „flokkurinn eini og sanni“, eftir langa mæðu,  aftur ná meirihluta í borginni.

Borgarbúar hafna alfarið þeirri martröð.


mbl.is Björt framtíð fengi sex í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmdaverka rokk

Ætli hraunavinirnir, sem unnu spellvirkin á vinnuvélunum verktakans í Gálgahrauni um helgina,  hafi hlustað á Gálgarokk Ómars sér til hvatningar meðan þeir unnu óhæfuverkin?

 

Þið þarna á mbl.is, greyin mín lesið textann yfir, þó ekki sé nema einu sinni,  áður en þið ýtið á enter.


mbl.is Skemmdarverk á vinnuvélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Njósnar NSA hér á landi?

Það er orðið ljóst að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hefur stundað víðtækar njósnir erlendis. NATO ríki, og leiðtogar þeirra, virðast hafa notið þessa óvenjulega vinarbragðs BNA ekki síður en ímyndaðir óvinir. Hver þarf á óvinum að halda þegar vinirnir eru svona?

 

Þá vaknar sú spurning hvort NSA hafi njósnað hér á landi. Svarið er örugglega nei! Einfaldlega vegna þess að þeir hafa alla jafnan ekki þurft þess. Það hefur lengi verið opinbert leyndarmál að frammámenn ákveðins stjórnmálaflokks hér á landi lepja öllu sem gerist innan stjórnkerfisins beint í Bandaríska sendiráðið. Kappið er slíkt að upplýsingaflæðið er meira en kaninn kærir sig um.

 

Þannig er þjóðhollustan á þeim bænum! Það þætti örugglega ekki fallegt væri Rússneska sendiráðið (áður Sovéska sendiráðið ) eða önnur erlend sendiráð mötuð á upplýsingum með hliðstæðum hætti.

 


mbl.is NSA njósnaði í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei Ólína, nei!

Ólína þú átt eflaust eftir að sækja um önnur störf í framtíðinni. Gerðu því sjálfri þér greiða, láttu kyrrt liggja! Oftast er það betra.

Ef ekki, þá skerpir þú aðeins á þeirri neikvæðu ímynd sem þú virðist hafa skapað þér, með réttu eða röngu.

 

Ólína, þetta er skrifað af góðum hug til þín og þinna með von um gæfuríka framtíð.

 

 


mbl.is Ólína íhugar dómstólaleiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband