Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Eflum eigið öryggi

multi_color_fireworksÞað er hreint ekki sama hvar við verslum áramótaflugeldana okkar. Með því að versla við björgunarsveitirnar eflum við best eigin hag og öryggi.

Flugeldasala er aðal- fjáröflunarleið björgunar- sveitanna, öll starfsemi þeirra árið út er undir sölunni komið. Við treystum á björgunar- sveitirnar allt árið en þær treysta á okkur um hver áramót.

En um hver áramót stíga fram ýmsir einkaaðilar, afætur, sem reyna hvað þær geta, í eiginhagsmunaskini, að kroppa sem mest þær geta af fjáröflun björgunarsveitanna og beita jafnvel blekkingum til að lokka til sín viðskipti.

Hvað ætli þessar afætur geri þegar viðskiptavinir þeirra komast í hann krappann eða lenda í lífshættu? Nota afæturnar hagnaðinn af flugeldasölunni til að koma viðskiptavinum sínum til bjargar? Nei, hagnaðinn mala afæturnar undir eigið rassgat. En á ögurstundu muna afæturnar og viðskiptavinir þeirra eftir björgunarsveitunum og finnst það þá eðlilegasti hlutur í heimi að kalla þær til, eigin skinni til bjargar!

Verslum fyrir eigin hag og öryggi, verslum flugeldana hjá björgunarsveitunum! Sneiðum hjá þeim flugeldasölum sem selja þennan varning ekki í samfélagslegum tilgangi.

Munum að flugeldar geta verið dauðans alvara sé leiðbeiningum um meðferð þeirra ekki fylgt.


mbl.is Versnandi veður fyrir norðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn að bæta ímynd sína

Það væri alveg kjörið fyrir íslenska íhaldið að fá Silvio Berlusconi í formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum.

Það myndi slá verulega á spillingarímynd flokksins.  


mbl.is Berlusconi tilkynnir framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Það er vel til fundið hjá Ríkisstjórninni, í stað þess að eyða á áttundu milljón í jólakort, að verja þeim fjármunum frekar til styrktar góðgerðasamtökum hér innanlands. Þar munu peningarnir sannarlega koma að góðum notum.

Enn betra hefði samt verið, hefðu þeir opinberu fjármunir sem varið hefur verið til allskonar hjálparstarfsemi erlendis,  verið nýttir til hjálparstarfs hér innanlands, næg er þörfin.  Þeir eru margir landarnir, sem fá ekkert í skóinn í ár. 


mbl.is Góðgerð í stað jólakorta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Gyðingahatri íslenskra vinstrimanna" vísað til föðurhúsanna

Mig langar til að vekja athygli á stórgóðri grein eftir Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd.

Rúnar gerir að umtalsefni grein á bloggi  Páls Vilhjálmssonar  blaðamanns – en ekki Baugsmiðils –  „Gyðingahatur íslenskra vinstrimanna“.  Grein Rúnars má sjá hér: 

 

http://undirborginni.blog.is/blog/undirborginni/entry/1270974/

   

Ný dögun Framsóknar

Hver er hún þessi kona, hvar var hún, og hvaðan kemur hún og á hvaða leið er hún? Er Vigdís Hauksdóttir eina manneskjan sem veit ekki að tími Framsóknar er liðin? Flokkurinn fékk fjölmörg tækifæri alla síðustu öld að láta til sín taka, sem hann misnotaði til sérhagsmunagæslu fyrir Sambandið og aðra flokksafleggjara.  

Framsóknarflokkurinn er aflóga gamalmenni komið að fótum fram, liggur á gjörgæslu og formlegt dánarvottorð og útförin ein eftir.

Kemur þá ekki þessi Framsóknar forneskja og talar eins og frelsarinn um upprisuna og lífið. Flokkurinn muni upprisinn verða, semja hina fullkomu stefnuskrá og vinna glæsta sigra. Þetta hljómar eins og dagdraumar leikskólakrakka, sem sér sjálfan sig sem riddara á hvítum hesti að bjarga prinsessunni og eignast hálft konungsríkið.

Nei Framsókn fær ekki fleiri tækifæri.

   


mbl.is „Tækifæri Framsóknar runnið upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur þarftu ekki að hugsa þetta upp á nýtt?

Formaður Framsóknarflokksins segir framboð flokksins hafa styrkst í Reykjavík við brotthvarf sitt þaðan. Jafnframt segir hann að framboð flokksins í N-Austurkjördæmi styrkst við komu sína þangað!

Þetta er undarleg jafna jafnvel á Framsóknarvísu.

Ef Kögunarstrákurinn telur sig hafa verið dragbít á flokkinn fyrir sunnan en vera lyftistöng fyrir norðan, þá er ekki hægt að skilja orð hans öðruvísi en að meðframbjóðendur hans fyrir norðan séu ekki merkilegir pappírar.


mbl.is „Stóru tækifærin liggja hér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Rétt útkoma" á röngum forsendum

Allt virðist unnið með öfugum klónum í framboðsmálum Framsóknar. Jónína Ben er hinsvegar afar ánægð með uppstillingu flokksins í Reykjavík þó niðurstaðan hafi verið knúin fram á röngum forsendum, að hennar mati.

Svo má súru skyri venjast að gott þyki.


mbl.is Sátt við listann en ekki aðferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geymt en ekki gleymt

Fátt bendir til þess að hlutur Framsóknarflokksins verði stór í næstu kosningum. En samt nægjanlegur til að tryggja flokknum hækjuhlutverkið í næstu ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Það ríkisstjórnarsamstarf mun hafa fjölmörg lík í lestinni. T.a.m. verða bolabrögð formanns Framsóknar að ryðja sér inn í N-Austurkjördæmi á kostnað Höskuldar Þórhallssonar, geymd en ekki gleymd eftir kosningar.

Þessi undarlega útkoma segir nákvæmlega ekkert um vinsældir Kögunar krakkans í kjördæminu og eiga sér eðlilegar skýringar. Almennir framsóknarmenn gátu auðvitað ekki hugsað sér að gera flokknum þá sneypu að endursenda Sigmund með eplakinnar aftur suður yfir heiðar. Því brugðu fjölmargir á það ráð að styðja Sigmund tímabundið, þvert á hug sér og með óbragð í munni.

Hætt er við að þetta lík verði dregið upp úr lestinni þegar verst gegnir til að koma höggi á litla Kögunar strákinn. Það gæti allt eins orðið til þess sprengja ríkisstjórn þessara pöruflokka.

Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.


mbl.is Höskuldur verður í öðru sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki úr háum söðli að falla

Það væri nú ljótan, ef orðspor og virðing þingsins biði hnekki við það uppátæki Lúðvíks og Björns Vals að nefna orðið málþóf í sölum þingsins og falli jafnvel úr 10% í 9 eða jafnvel 8%.

Ég skil fullkomlega að Illuga sé misboðið, hann ber eðlilega virðingu þingsins fyrir brjósti, eins ötullega og hann hefur unnið að því að halda henni uppi.

  


mbl.is Þingmenn báðust afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskiljanleg ákvörðun - veikleikamerki

Ákvörðun Hönnu Birnu er undarleg og í hróplegri andstöðu við niðurstöðu prófkjörsins um helgina og  kröfu kjósenda flokksins um breytingar, sem vart varð misskilin.

Face Simple AfraidHanna Birna hefur með þessari ákvörðun virt að vettugi kröfu flokksmanna að hún taki sér stöðu við stýrið og ákveðið þess í stað að verða óbreyttur háseti í komandi kosningaveiðiferð flokksins undir stjórn getulauss skipstjóra sem hefur í tvígang fengið gula spjaldið hjá flokksmönnum sínum.

Hanna Birna var með pálmann í höndunum en á ögurstundu hikaði hún og þorði ekki að taka stökkið. Sú  ákvörðun veikir hennar stöðu til framtíðar, svo um munar. Það er nóg af stjórnmálamönnum sem ekki þora en engin eftirspurn. Því kann tækifæri Hönnu Birnu til að verða formaður Sjálfstæðisflokksins að hafa runnið henni úr greipum.

Margir hafa örugglega andvarpað af létti á vinstrivæng íslenskra stjórnmála við þessi tíðindi. Hanna Birna hefur með ákvörðun sinni fært þeim veikan og  laskaðan Sjálfstæðisflokk sem andstæðing í komandi kosningum. Meðan Bjarni Benediktsson veitir Sjálfstæðisflokknum forystu er vandséð að flokkurinn verði annað og meira en það pólitíska rekald sem formaðurinn sannarlega er.

Menn hafa fagnað af minna tilefni.

  


mbl.is Hanna Birna ekki í formanninn að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband