Færsluflokkur: Spaugilegt

Þvílíkur barnaskapur

fostudagur_13Samherji er að flytja útibú sitt í Reykjavík, úr húsi verslunarinnar,  á 13. hæð við Höfðatorg.

En þar sem enginn heilvitamaður vill búa eða starfa á 13. hæð húsa hafa Samherjamenn barið það í gegn að 13. hæðin verði framvegis ekki sú 13. heldur 12.a.

Stjórnendur Samherja ná eflaust að blekkja sjálfa sig með þessum kjánaskap, en lengra nær það varla.

large_friday13Þrettánda hæðin í húsinu verður eftir sem áður sú þrettánda hvað sem Samherja menn kjósa að  kalla hana til að hindra að himnarnir hrynji í höfuðið á þeim.

Í dag er að auki föstudagurinn 13., svo menn hljóta að ganga hægt um gleðinnar dyr hjá Samherja í dag.

.

.

Kíkið á skoðanakönnunina hér til vinstri.  Hún er í þremur hlutum.  Skemmtilegast er,  sé öllum möguleikunum svarað.


mbl.is Þrettánda hæðin verður 12A
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærsla mánaðarins

Hér er slóð á eina fyndnustu bloggfærslu síðari tíma.

 http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1233612/

Ég þarf að biðja síðuhafa afsökunar, ég hélt að hann væri gersneyddur öllum húmor. En það þarf mikinn og sterkan húmor til að halda því fram að skoðanakannanir á útvarpi Sögu séu einhver stóri sannleikur.

 

Vonandi lifa menn glaðan dag eftir þetta atvik

Voðalegt mál er þetta varðandi Einar Magnús veðurfræðing, honum urðu á mistök í upptöku, sem tæknimenn sjónvarpsins kórónuðu svo með því að klúðra útsendingunni.

Hvaða læti eru þetta, á blogginu og ekki hvað síst á fésinu? Verða okkur öllum ekki á mistök daginn út og daginn inn, frá fæðingu til dauða?

Vonandi birtir aftur á morgun hjá þeim sem sjá ekki fram úr þessu „vandræða atviki“.


mbl.is Veðurfréttamaður RÚV vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ, æ, æ!

Ekkert má nú!

Vonandi hafa þessar viðkvæmu sjampó sálir ekki séð þessar auglýsingar:

 

 .

.

Kíkið á skoðanakönnunina hér til vinstri.  Hún er í þremur hlutum.  Skemmtilegast er,  sé þeim öllum svarað.


mbl.is Sjampóauglýsingu með Hitler illa tekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fyndið, en...

Það er ekki fyndið að flugmaður sé fullur í vinnunni, en bíómyndirnar Airplane eru óborganlega fyndnar, þær hafa þetta allt.

 
mbl.is Flugmaðurinn var fullur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitað langt yfir skammt

Það þarf að kafa dýpra í þetta mál.

 
mbl.is Týndur kafari fannst í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blautur, blautari, .......

575240Af því að ég er svo skemmtilega blautur vakti fyrirsögn fréttarinnar athygli mína og af þeim sökum var það fyrsta sem mér datt í hug  að einhver væri að drekka upp vínkjallarann sinn.

Það eitt og sér væri auðvitað besta mál, því öll vitum við að áfengi verður aðeins útrýmt með því að drekka það allt.

Nei, ekki var það svo gott, því við frekari lestur kom í ljós að um annarskonar kjallara og öðruvísi „bleytu“ var að ræða og það sem toppaði allt, þetta var kjallari og flóð í íslenskri eigu í henni miklu Ameríku!

Með fylgdi svo mynd af flæddum kjallara af völdum Írenu, ásamt frásögn af því að unnið væri að því að þurrka upp „bleytuna“ með handklæðum, tuskum og viftu!

Vonandi gengur það vel, ef marka má myndina!


mbl.is Er að þurrka upp kjallarann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ojoójójoijójyó

 

573092Það er ekki fyrir „meðal Jóninn“ að hætta sér á milli hnjánna á henni þessari.

 
mbl.is Horfa á stóra konu í vatninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær er gabb, gabb?

Slökkviliðið í Ólafsvík var kallað út vegna elds í húsi á Rifi. Það er snöggt á staðinn en enginn er eldurinn eða nein ummerki um hann hvernig sem leitað er.

Ekki er vitað hvað slökkviliðið ætlar að gefa eldinum langan tíma til að gefa sig fram, áður en ljóst verður að um gabb hafi verið að ræða.


mbl.is Líklegt gabb á Rifi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri það glæpur, ef hægt væri að „afhomma“ fólk?

Eiginmaður Michelle Bachmann sem keppir um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins hefur verið SAKAÐUR um að hafa starfrækt afhommunarþjónustu.

Þegar menn eru sakaðir um eitthvað, eru þeir, eðli máls samkvæmt, taldir hafa framið eitthvað óeðlilegt eða saknæmt athæfi, það liggur í hlutarins eðli.

bisexual-778954Er það rangt, saknæmt eða jafnvel argasti glæpur ef einhver gæti hugsanlega „leiðrétt“ mistök máttúrunnar og afhommað fólk? Ef svo er þá hljótum við að vera komin á það stig að telja samkynhneigð eðlilegri og sjálfsagðari en gangkynhneigð.

Er þá ekki næsta skref, nýta okkur þessa þjónustu, og snúa „afhommunar“ ferlinu við og homma allt gagnkynhneigt fólk til að gera það „normal“?

Og lifa svo hamingjusöm upp frá því.


mbl.is Sakaður um að reka afhommunarmiðstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband