Færsluflokkur: Samgöngur

Landeyja-lotterí

Siglingastofnun ætlar að birta spár um næsta líklega opnunardag Landeyjahafnar á sínum vef og líka á vef Herjólfs. Þetta er gert af ósk Eyjamanna, sem finnst þeim ekki berast fréttir af lokun hafnarinnar nægjanlega ört.

Höfnin er lokuð í dag, hún var það líka í gær ,  í fyrradag, í síðustu viku. Svei mér ef ekki þarf að leita til elstu manna til að vita hvenær Herjólfur náði að skjóta sér síðast inn í höfnina á milli lokana!

Ekki þarf ekki að segja mér nema einu sinni að höfnin sé lokuð og verði það um óákveðin tíma, þarf ekki að heyra það aftur á morgun eða oft á dag. Þetta er auðvitað viðkvæmt mál fyrir Eyjamenn  og beiðni um tíðari fréttir hljómar nánast eins og ósk um einelti.

Væri ekki kjörið fyrir Siglingastofnun að stofna veðbanka, Landeyja-lotterí, þar sem hægt væri að veðja á næsta opnunardag og hve margar ferðir Herjólfur nái að fara áður en sandurinn, sem mokað var út í dag hefur skilað sér aftur inn í höfnina. Fyrir hagnaðinn af lottiríinu mætti moka í nokkrar fötur af sandi, jafnvel daglega.


mbl.is Litlar líkur á að Landeyjahöfn opnist fyrir 1. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Lóðsinn látinn plægja Landeyjahöfn!“

Hvað!  Á Lóðsinn að plægja höfnina?

Á að fara setja niður kartöflur – núna?

  
mbl.is Lóðsinn látinn plægja Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálfviti hvað?

Hvaða vandamál er þetta, af hverju er vitinn ekki einfaldlega færður á þak turnsins? Varla er meiningin að hafa þetta svona áfarm. Það væri eini hálfvitaskapurinn.

 
mbl.is Fáviti og hálfviti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sjá ljósið.

Til hamingju Bolvíkingar, Vestfirðingar og Íslendingar allir, með þessa nauðsynlegu og löngu tímabæru samgöngubót. Jarðgöng eru þeirrar náttúru að allir sem um þau fara sjá að lokum ljósið, hvort heldur þeir koma eða fara.


mbl.is „Stór stund fyrir okkur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsmekkurinn að því sem koma skal?

Haustið er vart komið og Landeyjarhöfn er nánast ófær fyrir Herjólf tvo daga í röð. Vonandi verður þetta ekki viðvarandi ástand.

Líklegt verður samt að telja að ástandið muni ekki lagast þegar líður á veturinn og veður verða virkilega válind.  Höfnin, samgöngubótin í sandkassanum, kann að verða ónothæf meira og minna í vetur.


mbl.is Næsta ferð Herjólfs í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyrt en ekki séð

Þetta minnir á lög sem sett voru í Bretlandi á fyrstu árum bílsins. Lögin mæltu svo fyrir að engan bíl mætti keyra nema á undan honum færi gangandi maður með rauða veifu og kallandi viðvörunarorð til annarra vegfarenda.

Það er auðvitað bagalegt ef menn heyra ekki í bílnum, en þessum bílum á eftir að fjölga hratt og fólk venst þessu eins og öðru. Nota sjónina meira en treysta minna á heyrnina.


mbl.is Ekki draga um of úr hávaðamengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í sandkassanum

Strax í fyrstu vikunni eftir að Landeyjarhöfn var tekin í notkun minnir Akkilesarhæll hafnarinnar og staðsetning hennar á sig. Takmarkað dýpi hindrar siglingu Herjólfs um höfnina. Þarf virkilega strax að ráðast í dýpkun og hvernig verður þetta á komandi vikum og mánuðum?

st_cruise-420x0Þar sem mikil tilfærsla er á sandi við strendur þá safnast hann upp við allar fyrirstöður, hvort sem þær eru náttúrulegar eða manngerðar. Þegar sjórinn er mettaður af sandi og sandurinn berst með straumum og brimi inn í kyrrð hafnarinnar þá sest hann þar og safnast fyrir.

Ég leyfi mér að efast um fullyrðingu þess efnis að hönnun hafnarinnar tryggi að hún hreinsi sig sjálf af sandi, til þess þyrfti gegnumstreymi í höfnina. Ef sogadráttur væri það öflugur í höfninni að hann rifi upp sandinn og flytti út úr höfninni þá yrði hún um leið lítt nothæf sem höfn.

Ef dýpið er ekki meira en það að Herjólfur kemst ekki um höfnina á fjöru þegar best er og blíðast, hvernig verður nýting hafnarinnar í válindum veðrum þegar brim er við ströndina, jafnvel dögum saman?  

En vonandi blessast þetta ævintýri.


mbl.is Herjólfur tafðist um þrjá tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverslags er þetta?

 

Af hverju tekur maðurinn ekki ferjuna eigi hann erindi út í Eyjar? Getur ekki einhver lánað honum fyrir farinu sé það málið?

  
mbl.is Á sundi til Vestmannaeyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullkomnu flugöryggi verður aðeins náð með því að leggja flug alfarið af.

Ekki er óeðlilegt að ætla að full mikillar varúðar hafi verið gætt varðandi flug undanfarna daga og öryggissvæðið haft of víðáttumikið og menn hafi frekar látið stjórnast af hræðslu við hið óþekkta en raunsæi.

Þegar tæknin gerir okkur kleyft að fylgjast með nánast hverjum fermetra á Jörðinni úr gervihnöttum á rauntíma, auk fullkominnar vitneskju um vinstyrk og stefnu um alla Jörð, mætti ætla að hægt væri að þrengja öryggissvæðið verulega að ósekju, án þess að raska flugöryggi nokkuð.

    
mbl.is Þrýst á að flugbanninu verði aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algert „umferðar-hveiti“ eins og einhver orðaði það

 

 


mbl.is Umferðaröngþveiti á Hvolsvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.