Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Af vondu leðri gjörast ei góðir skór.....
29.6.2009 | 20:44
.....það var því ráð í tíma tekið að enda þetta samband sem var andvana fætt og ekki á vetur setjandi.
.
.
.
![]() |
Skildu á brúðkaupsdaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á forsetinn annan kost en hafna undirskrift og vísa afgreiðslu Alþingis á Icesave samningnum til þjóðarinnar?
29.6.2009 | 18:27
Ég hallast helst að því að okkur beri því miður, lagarlega og þjóðréttarlega séð, að greiða þessa bölvuðu útrásar afurð.
En þar sem þetta er örugglega eitt stærsta mál sem komið hefur fyrir Ríkisstjórn Íslands og Alþingi þá getur vart farið öðruvísi en forsetinn synji þessu máli samþykki og undirskrift og vísi þannig endanlegri afgreiðslu til þjóðarinnar.
Hafi mikilvægi fjölmiðlafrumvarpsins verið slíkt að það réttlætti synjun forseta á sínum tíma, sem ég rengi ekki, þá er þetta mál það svo sannarlega. Fróðlegt væri að sjá haldbæran rökstuðning að svo sé ekki.
Hafni þjóðin þessu Icesave ógeði þá er það hennar val og hún er þá væntanlega tilbúin að taka meintum afleiðingum.
![]() |
Getum staðið við Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í tilefni.....
29.6.2009 | 12:51
Vísindaleg sönnun?
28.6.2009 | 23:15
Aldursgreining beinflísanna kann að sýna rétta tímasetningu við meinta tilvist Páls.
En til að það sanni að um Pál sé að ræða, þarf hann þá ekki óvefengjanlega að hafa verið eini maðurinn, sem dó og var grafin í Róm á þessum tíma?
Er það staðreynd?
![]() |
Leifar Páls postula fundnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er átakanleg lesning.....
28.6.2009 | 19:27
...að fólk á þessum aldri skuli deyja.
En þungamiðja fréttarinnar er án efa að nú eru tvö börn á níræðisaldri orðin munaðarlaus.
.
.
.
![]() |
Elsti Evrópubúinn látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Var hann ekki bara fullur......
27.6.2009 | 22:13
.....af heilögum anda? Svo var hann úti að aka, blessaður, á Guðs vegum.
![]() |
Kennir messuvíni um ölvunarakstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 6.9.2009 kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auga fyrir auga og.....
27.6.2009 | 20:49
Er ekki rétt að bjóða ógeðinu upp á sömu kjör? Innilokun í fangaklefa án salernisaðstöðu, og hvorki vott né þurrt, í tvo daga?
En því miður verður það ekki gert, það eina sem gerist er að hundinum verður lógað og viðbjóðurinn fær sér bara annan og málið dautt með hundinum.
Annars segir fréttin að maðurinn hafi verið handtekinn fyrir að veitast að lögreglunni en ekki fyrir illa meðferð á hundinum eins ætla má af fyrirsögn fréttarinnar.
![]() |
Handtekinn fyrir illa meðferð á hundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar möppudýrin komast á flug þá er þetta útkoman.
27.6.2009 | 09:14
Þetta minnir mig á þegar Helga Björg HU 7 frá Skagaströnd, sem var í eigu föður míns og tveggja félaga hans, fékk úthlutað kvóta eitt árið. Þá hljóðaði karfakvóti þess árs upp á 180 grömm!
Gert var grín að þessu og gárungarnir sögðu að það gæti tekið þá félaga allt árið að ná karfakvótanum, að finna titt sem væri slétt 180 grömm.
![]() |
Mega veiða sjö fiska |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það virðist regla að þegar tvítugar stúlkur falla fyrir sjötugum mönnum þá eru viðkomandi Casanovar vel múraðir, í bak og fyrir.
Það þarf ekki að fara í grafgötur með að þessar snótir eru fyrst og síðast að sækjast eftir hinu ljúfa lífi, peningum og öllu því sem þeir veita aðgang að. Það þarf enginn að reyna að segja mér að sjötugur karl hafi líkamlegt aðdráttarafl fyrir barnungar konur.
Eitthvað vill lukkunnar pamfíllinn fá í staðin, hvort sem hann heitir Hefner eða Berlusconi.
Berlusconi fer örugglega ekki tómhentur á fund tvítugrar stúlku hafi hann hugsað sér að sá fundur yrði annað og meira en spjall yfir kaffibolla.
Það mun vera til orð um þessi viðskipti, og þau eru víst bönnuð hér á landi, a.m.k. í lausasölu.
![]() |
Hefur aldrei greitt fyrir kynlíf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Birgir Ármannsson illa sleginn....
20.6.2009 | 18:40
....yfir afleiðingum langrar stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins.
Birgi hefði að skaðlausu mátt leggja til hliðar í síðustu kosningum , varanlega.
Margir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, sem þá féllu af þingi, voru mun betur til þess fallnir að draga fortíðarvanda flokksins en Birgir Ármannsson.
![]() |
Ekki tími nýrra stofnanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)