Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Það verður seint frétt að....

hjorleifur guttormsson.... Hjörleifur Guttormsson sé öðrum ósammála.

Það yrði fyrst frétt og verulegt áhyggjuefni, tæki hann óvænt upp á því að vera sammála öðrum eða hæla þeim.

Það eina sem vekur athygli við þessa grein Hjörleifs og kemur á óvart er hve stutt hún er, aðeins 0,05 hjörl.


mbl.is Hjörlfeifur gagnrýnir Steingrím J. harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tók það þessa miklu tækniþjóð....

....virkilega 8 mánuði að reikna þetta út.

Merkilegt.


mbl.is Fleiri kusu í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnair góðan daginn!

finnairEr  McCarthy  ekki mættur og kominn í flugreksturinn! 

Ein hringing til flugfélagsins frá „vini“ og þú verður skilin eftir.

Takk fyrir að fljúga (ekki) með Finnair.

Góða ferð!

.


mbl.is Neita að fljúga með svínaflensusmitaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er tilgangurinn?

 Þetta er ekki rétta aðferðin þótt einhverjum sé í nöp við Davíð eða einhverja aðra.

Hefur einhverju réttlæti verið fullnægt eða náð fram með þessari aðgerð?

Þótt mér sé pólitískt í nöp við D.O. þá fróar þetta mér þetta ekki á nokkurn hátt. 


mbl.is Egg og níð á hús Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höldum til Mars

Apollo11 áhöfn „Þetta er lítið skref fyrir mann, en risastórt skref fyrir mannkynið.“ Sagði Neil Armstrong þegar hann steig fæti sínum á Tunglið fyrstur manna.

Rétt á hæla honum kom svo félagi hans Edwin „Buzz“ Aldrin, en þriðji maðurinn í þessum leiðangri, Michael Collins var á braut um tunglið í stjórnfarinu á meðan þeir félagar spókuðu sig á yfirborði tunglsins.

Í dag eru liðin 40 ár frá þessum merka atburði. Kennedy forseti setti Bandaríkjunum það markmið árið 1962 að koma mönnum til tunglsins og heim aftur áður en áratugurinn væri úti. Als urðu mannaðar tunglendingar  6 talsins. Apolló 13 lenti ekki á tunglinu eftir að sprenging hafði orðið í farinu. Það var afrek hjá NASA að ná geimförunum heilum heim og þeirra besta stund.

Það er vafalaust engin tilviljun að einmitt þessa dagana er geimfar að mynda yfirborð Tunglsins til að kanna með nýja lendingarstaði. NASA áætlar að senda þangað að nýju mönnuð för um 2020. Geimfarið hefur m.a. myndað lendingarstaði Apolló tunglfarana og á myndunum má glögglega sjá ummerki eftir lendingarnar, m.a. búnað sem skilin var eftir og fótspor.

Margir hafa haldið því fram að allur Apolló „pakkinn“ hafi verið falsaður, þeir sömu munu vafalausthst_mars_opp_9709a fullyrða að þessar nýju myndir séu falsaðar.

Margt merkilegt hefur gerst í geimferðum og geimrannsóknum frá því Örninn lenti á Tunglinu 20. Júlí 1969, en það fellur allt í skuggann fyrir þessu risaskrefi sem þá var stigið í sögu geimferða.

Næsta risaskref í geimferðum hlýtur að verða mönnuð ferð til Mars – ekkert minna.

.

   
mbl.is Tunglfararnir vilja stefna á Mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geimskotinu var frestað það mistókst ekki.

740px-Challenger_explosionHætt var við geimskot geimferjunar Endeavour og því frestað fimm sinnum, en það „mistókst“ ekki fimm sinnum  eins og fréttin hamrar á.

Það hefur aðeins einu sinni gerst að  geimskot geimferju hafi  mistekist , það var þegar Challenger sprakk í flugtaki 28 janúar 1986 og fórst með allri áhöfn 7 mönnum.

Eðli máls samkvæmt getur flugtak hverjar geimferju aðeins mistekist einu sinni.  

 
mbl.is Boðin velkomin í geimstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðlaðir fangaverðir?

amitjo kajlaSamkvæmt meðfylgjandi mynd af Amitjo Kajla þá fellur hún sannarlega ekki inn í þá kvenfangavarðar staðal ímynd sem gjarnan notuð er í Hollý kvikmyndum.

Þar er formið lágvaxin þrekin kona, gjarnan svört og með sitjanda  í gríðarlegri yfirstærð.

. 
mbl.is Var hún of falleg fyrir fangelsið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta orðið að keppni?

 Er það orðið aðal markmið að verða nr. 28 frekar en 29? Snýst þetta ekki um eitthvað annað?


mbl.is Keppa Ísland og Króatía?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

40 orð

Fjörutíu orð var hún, umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, þessu máli sem  haldið hefur þjóðinni á suðupunkti undanfarnar vikur.

leikhús2Þeir eru ófáir sem eru hreinlega að fara á límingunum og spara ekki stóru orðin.

Ég sé enga ástæðu til að, hvorki fagna eða vola yfir þessari umsókn.  Umsóknin sem slík er nauðsynleg til að fá úr því skorið,  í eitt skipti fyrir öll, hvort Evrópusambandið henti okkur eða ekki.  

Það verður ekki fyrr en aðildarsamningurinn liggur fyrir og þjóðin búin að samþykkja hann eða hafna, sem ástæða er til að fagna eða gráta, allt eftir  skoðunum hvers og eins.

.


mbl.is Búið að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að eignast ráðandi hlut....

....í banka, halló hljómar þetta ekki kunnuglega? Áður var í bland jafnvel talað um dreifða eignaraðild, hvar er það hugtak í dag?

 
mbl.is Skilanefndir eignast tvo banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband