Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Auðvitað eiga menn að fá...

... „annað tækifæri“ þegar þeir hafa setið af sér dóma.  En það „tækifæri“ getur aldrei verið galopið í báða enda og án takmarkana.

En enginn er svo vitlaus, nema þá kirkjan bersýnilega,  að gefa dæmdum barnaníðingi annað tækifæri með því að láta hann fara aftur  að vinna með börnum, jafnvel þó níðingurinn hafi gengið í gegnum einhver „afníðingaprógrömm“. 

Það er nóg að öðrum störfum sem hefðu hentað Guðsmanninum betur, sem annað tækifæri.

Það virðist gersamlega vonlaust að Kirkjan, þetta sendiráð fáránleikans hér á Jörðu, læri af reynslunni.

 
mbl.is Barnaníðingur skipaður prestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða erindi...

...á skilnaður hjóna í fréttir ef hann er ekki tengdur öðrum fréttnæmum atburðum?

Skilnaður er persónulegt einkamál, þótt í hlut eigi þjóðþekkt fólk. Virðum það.

 
mbl.is Forstöðuhjón Krossins að skilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Skóarinn“ látinn laus.

bush skókastMuntadhar al-Zeidi sem hlaut heimsfrægð þegar hann kastaði skónum sínum að George W. Bush, Bandaríkjaforseta, hefur verið sleppt úr fangelsi. 

Þeir voru fáir sem ekki þótti „árásin“ hið besta mál þótt ekki þyki það beinlínis fallegt og til eftirbreytni að ráðast á fávita.

.


mbl.is Skókastara sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Fabulous Thunderbirds

 


Fyrirmyndarríkið í vestri.

 

·         Í fyrirmyndarríkinu Bandaríkjunum voru 16.272 morð framin í fyrra, miðað við fólksfjölda ættu morð á Íslandi að hafa verið 17 í fyrra.

 

·         Í fyrirmyndarríkinu Bandaríkjunum voru 89.000 nauðganir í fyrra, hlutfallsleg tala á Íslandi væri 93 nauðganir.

 

·         Í fyrirmyndarríkinu Bandaríkjunum voru 834.000 alvarlegar líkamsárásir í fyrra, hlutfallstalan á Íslandi væri  878 alvarlegar líkamsárásir.

 

·         Í fyrirmyndarríkinu Bandaríkjunum voru í fyrra 441.885 manns rænd. Sú tala á Íslandi ætti þá að vera 465.

 

En glæpum mun vera að fækka í Bandaríkjunum öfugt við þróunina hér.

 
mbl.is Yfir 16 þúsund myrtir í Bandaríkjunum í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein naglasúpan?

Hver kannast ekki við orkusteina, segularmbönd, Jónínu Ben eða hvað allar heilsubótar „töfralausnirnar“ voru kallaðar og allir þurftu að eignast.  Allt reyndist þetta auðvitað gagnslaust drasl, nema til að fæða og klæða seljandann.  Fátt bendir til að þessir Ultratone „töfrar“ séu á einhvern hátt undantekning frá öðrum svipuðum töfralausnum.

Á heimasíðu Ultratone, Ultratone.is  segir m.a. um undratækið:

Ultratone Futura Pro tölvan notar rafbylgjutækni til að grenna, móta, styrkja, hreinsa og byggja upp líkamann. Sér meðferðir eru fyrir líkama, sér fyrir andlit og sér fyrir dömur og herra því líkamar þeirra eru ekki eins uppbyggðir.“

Já, það munar ekki um það. Svo eru sumir að fá allskyns fræðinga, þessa heims og annars til að hreinsa heimili sín af rafbylgjum ýmiskonar vegna meintrar skaðsemi þeirra.

Hvernig á að ná árangri með Ultratone segir á heimasíðunni:

„Til að góður árangur náist í Ultratone borgar sig að borða skynsamlega, drekka vel af vatni og muna eftir að slaka reglulega á og hvílast vel.“

Er þetta ekki einmitt það sem stuðlar að betri heilsu eitt og sér án hjálpartækja?

Sumir eru haldnir þeirri meinloku að ekki náist árangur nema kosta einhverju til. T.a.m. þegar menn fara með lyftunni upp á 15. hæð í líkamsræktina, greiða fyrir að sprikla þar smá stund í stað þess að ná sama árangri án þess að borga krónu, með því að labba upp stigann og niður aftur.

En vonandi vegnar frænkunum eirðarlausu vel.

 
mbl.is Orðnar leiðar á að vera heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta skyndibitatilboð veður...

...reykt pizza..... á brunaútsölu.


mbl.is Reykur í Rizzo-pítsustað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barn deyr af barnsförum!

sorgarborðiEllefu ára gömul stúlka í Jemen er neydd í hjónaband, hún svívirt og henni, barninu, gert barn.

12 ára gamalt barnið er síðan látið reyna í þrjá daga að fæða á "eðlilegan hátt", sem að lokum banar báðum börnunum.

Maður fyllist hryllingi við lestur svona fréttar en mikið var mér létt þegar í rest fréttarinnar kom "fullkomlega eðlileg skýring" á þessum óþverraskap.

Jú,  foreldrarnir voru fátækir og faðirinn nýrnaveikur!

Er ekki örugglega árið 2009?  

 


mbl.is 12 ára lést við fæðingu barns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Ég á þig góði“

 

IMG_0090Árið 2005 ákvað konan að gefa mér hund í afmælisgjöf eftir að ég hafði lýst áhuga mínum á að eignast hund aftur. Hún fann, eftir nokkra leit, 8 mánaða gamlan Íslenskan/ Rough Collie sem vantaði nýtt heimil.

Hún fékk hundinn og hringdi í mig í vinnuna og sagðist þurfa að finna mig. Þegar hún rennir í hlað í Hafnafirði , þar sem ég vann við smíði einbýlishúss, stóðum við nokkrir, sem unnum við húsið, saman úti fyrir húsinu.  

Um leið og konan opnar hurðina  á bílnum stekkur þessi líka stjarnfræðilega  fallegi hundur, Bangsi, út úr bílnum gengur ákveðnum skrefum að okkur smiðunum, stillti sér upp fyrir framan mig, lyfti afturfætinum og meig á mig. Hann leit upp um leið og við horfðumst í augu, það var eins og hann vildi segja „nú á ég þig góði!“

Það fyrirkomulag hefur ríkt æ síðan.

Það sem var ólán hjá Mariah Carey var lán hjá mér.


mbl.is Hundur Mariuh Carey pissaði á hana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki búið að skjóta...

...yfir markið þegar lagasetning til að sporna við misnotkun á börnum er þannig úr garði gerð að foreldrar eru handteknir fyrir að sýna börnum sínum ástúð og fyrir eðlilega líkamlega snertingu við börnin sem er þeim nauðsynleg til að þau þroskist eðlilega?


mbl.is Handtekinn fyrir að kyssa dóttur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband