Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Treystir þú mér til þess að treysta því að þú treystir því að ég sé traustsins verður? Eeehh...hvernig var spurningin annars?

Skoðanakönnunum ber að sjálfsögðu að taka með fyrirvara. Með hliðsjón til þess fyrir hverja þær eru gerðar og hvernig spurningum er háttað.

Það er hreint undarlegt að aðeins 56% svarenda í þessari könnun Bændasamtakanna séu andvíg hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er stórmerkilegt  að andstaðan skuli ekki vera enn meiri í ljósi þess hve  áróður og umfjöllun andstæðinga aðildar hefur að  undanförnu verið illa rætin og óforskömmuð,  svo ekki sé dýpra í árinni tekið.

Það er líka athyglisvert að „aðeins“ 95,7% svarenda töldu það skipta miklu máli að landbúnaður væri stundaður á Íslandi til frambúðar. Ég hefði talið að full, og þá meina ég full, samstaða væri um að landbúnaður væri,  ekki bara nauðsynlegur, heldur lífsnauðsyn fyrir þessa þjóð, ef byggð ætti að haldast í þessu landi.

Engin haldbær rök hafa verið færð fyrir því að landbúnaðurinn sé í hættu gangi Ísland í Evrópusambandið. Enda liggur ekki fyrir aðildarsamningur sem staðfestir, hvorki það  eða hið gagnstæða.   

 

 


mbl.is Meirihlutinn á móti ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Agnes, Agnes hvað hefur þú gert kona?

sveinn_andri_sveinsson__jpg_340x600_q95Á Pressunni er athyglisverð grein eftir Svein Andra Sveinson, stjörnulögfræðing og sjálfstæðismann með meiru, þar sem hann fer hörðum orðum um Agnesi Bragadóttur og meintan skort á trúverðugleika skrifa hennar í Morgunblaðið um útrásarvíkingana og umsvif þeirra.

Því umrædd Agnes mun, ef marka má skrif Sveins Andra, síður en svo farið á mis við gjafmildi og örlæti útrásarvíkingana og þegið boðs- og gjafaferðir hægri vinstri af þessum mönnum þegar allt lék í lyndi, þótt öðruvísi snúi á henni „tippið“ í dag.

Agnes „mín“ er þetta satt?agnes

En af hverju þegir Morgunblaðið yfir þessum skrifum? Hefur Sveinn Andri ekki verið vonarstjarna og ein af skrautfjöðrum Sjálfstæðisflokksins í lögfræðinga- stéttinni?

.

.

 

Mulningur #5

   RA-856TUPOLEV Íslendingur var í viðskiptaferð í Sovét- ríkjunum og þurfti að fljúga með Аэрофлот (Aeroflot  Sovéska ríkisflugfélagið) á milli borga innanlands.

Landanum var ekki rótt, því margar ljótar  sögurnar hafði hann heyrt af slæmu viðhaldi á vélum flugfélagsins. En annar valkostur var ekki í boði, svo hann varð að láta slag standa.   

   Þegar farþegarnir voru komnir um borð var flugvélinni ekið út á brautarendann. Hreyflarnir voru þandir á brautarendanum og flugtak undirbúið. En skyndilega var hætt við flugtak og vélinni ekið aftur upp að flugstöðinni.    

   Vinur okkar hóaði í eina flugfreyjuna og spurði hvað væri í gangi.    

  „Þegar var verið að reyna hreyflana þá líkaði flugmönnunum ekki hljóðið í þeim svo við urðum að hætta við flugtak.“ Sagði flugfreyjan og brosti sínu breiðasta.  

   "Er þá verið að snúa við til viðgerðar?“ spurði vinurinn.

   „Nei, nei, það á að skipta um flugmenn.“ Svaraði flugfreyjan hin rólegasta.

 

Hvað er í gangi?

Er ekki hægt að gefa sársvöngum manninum í gogginn?

 


mbl.is Þjálfari Fram: Finn fyrir miklu hungri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #4

   Saga af sjónum.

  USS_Reeves_(CG-24)Sjóliði á USS Reeves á siglingu frá Bandaríkjunum til Japan var sekur fundinn um minni háttar yfirsjón, lækkaður um eitt þrep í tign, dæmdur í sekt og til að ganga aukavaktir í þrjár vikur.

  Inn í þetta tímabil kom afmælið hans, 2. júlí, sem hann hlakkaði mikið til. Þess vegna stappaði hann í sig stálinu með því að þrástaglast á hverri aukavakt á því sama: „Þeir geta dæmt mig, þeir geta sektað mig, en þeir geta aldrei tekið af mér afmælisdaginn minn.“ 

  Spennan magnaðist eftir því sem nær dró afmælisdeginum.  Þegar pilturinn skreið í koju að kvöldi 1. júlí fór hann með þuluna sína venju samkvæmt:  „Þeir geta dæmt mig, þeir geta sektað mig, en þeir geta aldrei tekið af mér afmælisdaginn minn.“

  En næsta morgun komst hann að því að um nóttina hafði skipið farið vestur yfir daglínuna – svo nú var allt í einu kominn 3. Júlí.


Sjaldan verið þörf, en nú er nauðsyn!

eldgosMikið kæmi „smá gos“ sér vel núna, þó ekki væri til annars en dreifa umræðunni örlítið.

Eða þannig.

.


mbl.is Innskot undir Eyjafjallajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #3

RútaHann sat fremst í áætlunarbílnum að vestan, gamli maðurinn. Aleinn en greinilega hress og kátur.   

 „Jæja þú ert á leiðinni suður,“ sagði bílstjórinn.   

 „Já svo sannarlega, svo sannarlega,“ svaraði gamli maðurinn hinn ánægðasti.     

„Hvað ertu annars orðinn gamall?“  

„Ég er 95.“  

„Og hvað ertu að gera suður?“  

 „Árgangurinn frá 1915 er að júbílera.“   

 „Það er einmitt. Það geta varla verið margir lifandi úr hópnum, er það?“

  „Nei alls ekki. Síðustu 12 árin hef ég orðið að halda upp á þetta einsamall.“

  

Ef þú ætlar ekki....

....að standa við eigin verk Steingrímur, hvernig getur þú ætlað öðrum að gera það?

Hvaða skilaboð eru þetta?


mbl.is Óvíst hvort Steingrímur kýs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Mikið hálkusvell!“

 

slipperyHvað er mikið hálkusvell?

Er það hálka í öðru veldi?

 

En farið fyrir alla muni varlega á „hálkusvellinu“ það hljómar verulega varasamt.

   
mbl.is Fólk hvatt til að ganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #2

Hannes var að læra fallhlífarstökk og flugvélin var að puða sig upp í fulla hæð. „Það er ekkert að óttast,“ sagði kennarinn. „Þú telur bara upp að þremur og kippir svo í spottann. Ef ekkert gerist þá kippirðu í spottann á varafallhlífinni. Svo verður bíll þarna niðri til að taka á móti þér.“

Hannes dró djúpt andann og stökk svo út í loftið. Hann taldi upp að þremur og kippti síðan í spottann. Ekkert gerðist.

Þá kippti hann í spottann á varafallhlífinni. Ekkert gerðist heldur nema nokkrir kóngulóarvefir feyktust út í loftið.

„Andskotinn!“ sagði Hannes. „Ég þori að veðja að það er enginn bíll þarna niðri heldur.“


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband