Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Er...
31.7.2010 | 21:57
Fréttir | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mikið hefði verið indælt...
31.7.2010 | 16:28
...fyrir unnendur dauðarefsinga ef menn hefðu nú látið hendur standa fram úr ermum og dæmt manninn í stólinn og grillað hann strax eftir dóminn.
Saklaus sat inni í 27 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skatt eða skurð?
31.7.2010 | 15:42
Skattahækkanir eru óvin- sælar meðal almenn ings því þær leggjast í flestum tilvikum á línuna og með beinum hætti , þó sumir sleppi auðvitað alltaf. Því eru skatta- hækkanir eðlilega óvin- sælasta tekjuöflunarleið ríkisins.
Öðru máli gegnir um blessaðan niðurskurðinn, hann er óbeinn og þarf ekki endilega að koma beint við pyngjuna hjá öllum. Alltaf er von að sú þjónusta sem viðkomandi er bundin við eða mest háður sleppi við niðurskurðar- hnífinn og uppsagnir. Því er skiljanlegt að almenningur velji hnífinn frekar en skatta.
En það munu þeir allir eiga sameiginlegt , sem tilheyra þeim hópum, sem illa verða fyrir barðinu á niðurskurði og uppsögnum að hafa frekar kosið skatta- hækkanir en niðurskurð, svona eftir á að hyggja.
En hvað sem öllu líður er hvorutveggja, svona í bland, brýn nauðsyn í því ástandi sem ríkir, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr.
Vilja frekar skera niður en hækka skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Magnað...
31.7.2010 | 14:04
...og stórskemmtilegt uppátæki. Hvernig ætli sé annars að upplifa sig, eins og dýrin, hinu megin við rimlana?
Mannskepnur til sýnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blessað eldvatnið!
30.7.2010 | 16:57
Það er mikil blessun að ekki verði neinn skortur á eld- og söngvatni.
Það væri nú auma ástandið ef það gerðist á þessum tíma árs.
.
.
Nóg af áfengi í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Æ sér gjöf til gjalda.
30.7.2010 | 13:42
Ég næ ekki þessu upphlaupi út af kostun Birtíngs, þetta eru ekki nýjar fréttir. Ég get ekki séð að þessi kostun sé í eðli sínu alvarlegri en kostun annarra fyrirtækja á hinu og þessu þvers og kruss um fjölmiðlana og hefur viðgengist um langa hríð og ekki farið leynt. Það er svo önnur saga hvort þetta geti talist eðlilegt viðskiptaform og hvort fyrirtækin telja sig vera að kaupa velvild með þessum viðskiptum.
Hver kannast ekki við að í upphafi og í lokin á sjónvarpsþáttum og öðru efni komi tilkynning að viðkomandi þáttur hafi verið kostaður af þessum eða hinum. Hver er munurinn á því að kosta útsendingu á einhverjum þætti eða borga annan "kostnað" fyrir fjölmiðilinn?
Voru menn í þessu tilfelli að kaupa sér meiri velvild Útvarps Sögu en ef greiðslan hefði verið í öðru formi. En það verður að hrósa Arnþrúði fyrir að koma fram og játa að hún hafi þegið greiðslu fyrir útsendingu á þessum áróðursþætti Baugsveldisins, á stöðinni sem gefur sig út fyrir að vera frjáls og engum háð.
Aldrei verið neitt launungarmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í sandkassanum
30.7.2010 | 10:34
Strax í fyrstu vikunni eftir að Landeyjarhöfn var tekin í notkun minnir Akkilesarhæll hafnarinnar og staðsetning hennar á sig. Takmarkað dýpi hindrar siglingu Herjólfs um höfnina. Þarf virkilega strax að ráðast í dýpkun og hvernig verður þetta á komandi vikum og mánuðum?
Þar sem mikil tilfærsla er á sandi við strendur þá safnast hann upp við allar fyrirstöður, hvort sem þær eru náttúrulegar eða manngerðar. Þegar sjórinn er mettaður af sandi og sandurinn berst með straumum og brimi inn í kyrrð hafnarinnar þá sest hann þar og safnast fyrir.
Ég leyfi mér að efast um fullyrðingu þess efnis að hönnun hafnarinnar tryggi að hún hreinsi sig sjálf af sandi, til þess þyrfti gegnumstreymi í höfnina. Ef sogadráttur væri það öflugur í höfninni að hann rifi upp sandinn og flytti út úr höfninni þá yrði hún um leið lítt nothæf sem höfn.
Ef dýpið er ekki meira en það að Herjólfur kemst ekki um höfnina á fjöru þegar best er og blíðast, hvernig verður nýting hafnarinnar í válindum veðrum þegar brim er við ströndina, jafnvel dögum saman?
En vonandi blessast þetta ævintýri.
Herjólfur tafðist um þrjá tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mulningur #45
29.7.2010 | 22:33
Tveir Hafnfirðingar fóru til Afríku. Konurnar þeirra höfðu beðið þá um að kaupa krókódílastígvél í ferðinni. Þeir gengu búð úr búð er hvergi voru til krókódílastígvél. Gaflararnir brugðu þá á það ráð að veiða krókódílana sjálfir.
Eftir viku spurðist til þeirra þar sem þeir voru buslandi með fyrirgangi miklum í straumþungri á og stunduðu krókódíla veiðarnar af kappi. Á bakkanum lágu hrúgur af dauðum krókódílum.
Skyndilega beygði annar Hafnfirðingurinn sig niður, greip í halann á krókódíl og henti honum upp á bakkann.
Andskotinn, sagði hann ef sá næsti verður ekki í stígvélum, þá er ég hættur og farinn heim.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Boðið í „partý“.
29.7.2010 | 18:18
Fréttin um gjaldtökuna fyrir bílastæði við Landeyjahöfn hljómaði eins og atvinnuauglýsing fyrir þá sem aðallega stunda þá starfsemi að þjónusta bíla að næturlagi.
Kjöraðstæður voru sagðar verða á svæðinu, gnótt bíla og allt eftirlit í skötulíki.
Þó að hætt hafi verið við að rukka bíleigendur fyrir stæðin í sand- inum, eflaust vegna hugsanlegrar skaðabótaskyldu, þá stendur eftir sú staðreynd að Siglingastofnun Íslands hefur boðið litla bílgreinasambandinu í partý í Landeyjahöfn um helgina.
Góða skemmtun!
Hætt við bílastæðagjaldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ha, er Bubbi dáinn?
29.7.2010 | 11:54
Í þessari skemmtilegu frétt er eftirfarandi setning:
Hann (Bubbi) er einn frægasti Íslendingur allra tíma og var orðinn goðsögn í lifanda lífi strax þegar hann var 24 ára.
Samkvæmt þessu er Bubbi Morteins látinn, því svona er ekki tekið til orða nema um látið fólk. En vonandi er þessi andlátsfrétt Bubba ýkjur einar.
Bubbi er einn frægasti Íslendingur allra tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)