Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

F y r i r g e f ð u Björgólfur , f y r i r g e f ð u !

Ég sé ekki betur en þjóðin þurfi að biðja Björgólfana afsökunar á að hafa nánast gefið þeim feðgum Landsbankann. Biðja þá afsökunar á að hafa lánað þeim fyrir kaupunum að hluta úr Búnaðarbankanum og ljúga því að allt féð kæmi erlendis frá.  Biðja þá afsökunar á að leyfa þeim að ræna bankann innanfrá og biðja þá afsökunar á Icesave.

Það er magnað að sjá fíflið segja að þeir hafi viljað losna við Sigurjón Þ. Árnason úr bankanum en þeir hafi ekki farið út í það, því það hafi verið svo flókið!  Ha, ha,ha!

Þeir létu ekkert stoppa sig þessir svíðingar í einu eða neinu eygðu þeir einhverstaðar hagnaðarvon. Það var þeirra aðall að gera sínar fjárfestingar eins flóknar og kostur væri með þvers og kruss og fram og aftur fjárfestingum í þeim tilgangi einum að flækja málið fyrir skattayfirvöldum.

Björgólfur getur borið fyrir sig meintu áhugaleysi á fjárfestingum á Íslandi en það gerir hann vitandi að þjóðin vill aldrei sjá hann aftur eða hans peninga.


mbl.is Gagnrýnir einkavæðinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svik eða landráð?

Var ekki einungis "hönd Guðs" þarna að verki?

 


mbl.is Maradona: Landráð og svik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreint vatn, hvers virði er það okkur?

Hér á Íslandi, hvar hefur alltaf verið ofgnótt  vatns, er skilningur á raunverulegu virði vatnsins harla takmarkaður enn sem komið er. Vatnið er okkur sem sjálfsagður hlutur, við höfum ekki átt öðru að venjast. Það er okkur óskiljanlegt að sumstaðar er vatnið þyngdar sinnar virði í gulli. 

 Vatnið verður okkar „olíuauður“ í nánustu framtíð. Héðan kunna að sigla risaskip hlaðin vatni, þurfandi vatnskaupendum til handa ef rétt verður á spilunum haldið.

En ekki kæmi mér á óvart, sé mið tekið af öllu „verndum þetta og verndum hitt“  bullinu sem á undan er gengið, að upp spretti haugar af  Svandísum, Kolbrúnum og Þórunnum sem leggist af alefli gegn því að vatnið verði frá náttúrunni tekið og vilji frekar láta það renna til sjávar, engum til gagns.

Það yrði skaði eins og öll önnur þröngsýni sem miðar að því að takmarka nýtingu auðlinda okkar sem mest.

Ég ætlaði að enda þetta með því að hvetja til þess að umræddar Svandísir, Kolbrúnir og Þórunnir, úr hvaða flokki sem þær kæmu, yrðu á safn settar,  en ég læt það ógert. 


mbl.is Hreint vatn er mannréttindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru engir hundar á himnum?

shapeimage_3Hvaða hávaði er þetta, er hundurinn ekki, rétt eins og eigandinn, „sköpunarverk“ Guðs?

Hvernig er það eru engin dýr í himnaríki og ef ekki hvert fara þau eftir andlátið?

 

Ef það eru engir hundar í himnaríki, þá setur sá staður mikið ofan.

.

  
mbl.is Æfir yfir altarisgöngu hunds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #44

Gömul kona gekk á gangstéttinni í miklu roki. Hún hélt um hattinn sinn með báðum höndum. Afar snörp vindkviða blés upp um hana kjólnum svo allt varð sýnilegt.  Maður nokkur sem kom á móti konunni gat ekki stillt sig;

„Þú ættir að skammast þín, frú. Þú heldur hattinum á höfðinu en lætur vindinn blása kjólnum upp þannig að allur heimurinn getur séð allt sem þar er undir“.

„Og hvað með það“? Sagði sú gamla. „Eins og þú sást þá er það sem er undir kjólnum 80 ára gamalt og krumpað, en hatturinn er splunkunýr“ 

----------

Munurinn á körlum og konum:

Konan vill að einn maður fullnægi öllum hennar þörfum.

Maðurinn vill að allar konur fullnægi hans einu þörf.

 

Tapað, fundið

Ég geri mér ekki fullkomlega grein fyrir ástæðunni, en niður bakið á mér hríslast léttur hrollur í hvert sinn sem Þórunn Sveinbjarnardóttir kemur inn á sviðið með pilsaþyt í þeim tilgangi að minna á sig.

Þórunn segir að ríkisstjórnin hafi fundið Magma málinu farsælan farveg. Hrollurinn í bakinu á mér segir mér að sá uppþornaði farvegur verði bæði torsóttur og seinfarinn og lítt til þess fallinn að leiða málið til þeirrar niðurstöðu að sátt verði um hana.

En maður á aldrei að segja aldrei og enn er hægt að lifa í voninni dagspart, ef marka má Þórunni.


mbl.is „Farvegurinn er fundinn.“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Litli símamaðurinn“ er aðal óvinurinn

latuff_war_crimesNú skal tekið á honum stóra sínum í Pentagon og tekið til hendinni. Ekki til að bæta vinnubrögðin og reyna að fækka mistökum og „glæpum“ hersins.  Nei allt kapp er lagt á að finna þann sem lak upplýsingunum í fjölmiðla.

 

Haukarnir í Pentagon hafa sagt að þeim sé fyrirmunað að skilja hvernig einhverjum detti í hug að leka upplýsingum sem kunni að draga úr stuðningi almennings við stríðs- reksturinn!

Stríðsglæpir, morð á óbreyttum borgurum og fleira í þeim dúr skipta þessi ómenni ekki máli, aðalatriðið er að ekki fréttist af þeim.

Því er brýnast að finna „litla símamanninn“ og þegar hann finnst kemur hefðbundin tilkynning „The Case is Closed“. 

Fram kemur í skjölunum að Bandaríkjamenn viti hvar Osoma Bin Laden sé að finna, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, það kemur mér ekki á óvart.


mbl.is Pentagon leitar að heimildarmanni Wikileaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #43 Það eru fleiri en Pólverjar sem fara léttir til fótanna upp á jökul.

Skagstrendingur hf. bauð af miklum höfðingsskap öllu sínu starfsfólki í 11 daga ferð til Þýskalands og Austurríkis '86 minnir mig. Ekið var í tveim rútum frá Lux suður til Freiburg í Þýskalandi, dvalið þar í tvær nætur. Þaðan var ekið suður til Austurríkis.

Í Austurríki  var dvalið við Zell am See og þaðan fór hluti af hópnum upp á Kitzsteinhorn sem er 3204m. Lagt var upp frá Kaprun. Þegar við komum í miðasöluna horfði stúlkan í miðasölunni á okkur með spurn í augum þegar hún sá hve léttklædd við vorum. Hún hallaði sér fram og horfði  á skóbúnaðinn, svo hló hún. Við karlmennirnir vorum í léttum strigaskóm en konurnar flestar berfættar í bandaskóm. Þetta voru Íslendingar á leið upp á Jökul.

Fyrst var farið með lest gegnum göng upp í mitt fjallið. Það var þessi sama lest sem brann í göngunum fyrir nokkrum árum og banaði einhverjum tugum manna. Skíðasvæði var þar sem lestin kom út úr göngunum. Þaðan var farið með strengjakláfi upp í 3029 m hæð inn beint inn á veitingarstað sem hangir þar nánast utan í fjallinu. Þaðan mátti svo ganga út á jökulinn. Útsýnið þaðan var stórkostlegt.

Engum varð meint af þrátt fyrir glæfralegan klæðnað.

 

Jöklaferðina má skoða hér.   Fleiri myndir úr sömu ferð og öðrum boðsferðum Skagstrendings hér og hér.


mbl.is Í fjallgöngu á strigaskóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engu er eirt

Það er allt skert og skorið þessa dagana, engu er eirt.

Nú eru Íslenskir karlar ekki lengur allra karla langlífastir. Nú hefur þessi árans vinstristjórn, í sparnaðarskini auðvitað, skorið niður  lífslíkur Íslenskra karla, það hefur sko enginn annar gert það!

Hvað verður skorið niður næst, þvottasnúrurnar?

  


mbl.is Íslenskir karlmenn ekki lengur langlífastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nægjanlegt að flokkarnir verði sáttir?

Þarf ekki Björn Valur, að finna lausn sem þjóðin getur sætt sig við? Það er engan vegin nægjanlegt að malla upp einhverja lausn sem flokkarnir geta sæst á ef þjóðin situr eftir í sárum.

Það óskiljanlegt að pólitíkusar skuli ekki enn, eftir allt það sem á undan er gengið,  geta horft út fyrir þrönga hagsmuni flokkanna. 


mbl.is Sérstakar yfirlýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband