Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
Fer Freyja í fýlu ef hún fær ekki að fagna 17. júní niður í bæ?
17.6.2011 | 01:57
Ég er hundaeigandi og elska hundinn minn Bangsa og einmitt þess vegna skil ég og reyni, eins og flestir sómakærir hundaeigendur, að virða þær reglur og takmarkanir sem samfélagið setur varðandi hundahald.
Ég hinsvegar skil engan vegin þennan Tómas Odd sem segist ætla að hafa að engu bann við hundum á hátíðarsamkomum og víðar þar sem ástæða þykir til að banna slíkt.
Tómas þessi virðist ekki átta sig á því að það er einmitt afstaða og þvermóðska eins og hans, sem eru helstu rök og hvati þess að enn frekar verði þrengt að hundahaldi eða það jafnvel með öllu bannað í þéttbýli. Og þá fyrst þar sem flestir svona moðhausar eins og Tómas búa.
Tómas verður bara að sætta sig við að tíkin fari í magnaða fýlu, missi hún af hátíðarhöldunum. En jafn vel upp alinn hundur og hún Freyja verður varla lengi í fýlu.
Það væri gaman að sjá svipinn á þessum Tómasi fari aðrir borgarar að fordæmi hans og hafi að engu lög og reglur sem eiga t.d. að vernda hann fyrir ágangi og áreiti þeirra, bara af því að þeim finnist reglurnar ekki henta þeim.
Hundsar hundabannið á 17. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Kántrýsetur á Sakagaströnd – skemmtileg saga!
16.6.2011 | 21:30
Nýlega var opnað Kántrýsetur á Skagaströnd, það er að sjálfsögðu til húsa í Kántrýbæ. Í Kántrýsetrinu hefur m.a. verið sett upp sýning og fróðleikur um lífshlaup og feril Hallbjörns Hjartarsonar og kántrýtónlist á Íslandi.
Rúnar Kristjánsson, bróðursonur Hallbjarnar segir á bloggsíðu sinni, í tilefni af opnun setursins, bráðskemmtilega sögu af Hallbirni, sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er Jón Sigurðsson þinglýst eign?
15.6.2011 | 12:40
Hvað bull er þetta í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur að þjóðin eigi Jón Sigursson fyrrum forseta Hins Íslenska bókmenntafélags.
Það er löngu orðið ljóst að Jón er í skuldlausri eigu nafna síns og frænda Jóns Vals Jenssonar. Enginn skynjar það betur en Jón Valur hvaða skoðun nafni hans hefði á hinu og þessu væri hann enn ofar moldu.
Enda hefur Jón Valur um hríð verið sérstakur talsmaður frelsishetjunnar, bæði í ræðu og riti, og verið óþreytandi að setja fram skoðanir Jóns Sigurðssonar um öll möguleg og ómöguleg álitamál líðandi stundar.
Vart verður greint hvar þessi Jóninn byrjar og hvar hinn Jóninn endar, slíkur er samhugur þeirra nafnana.
Margir viljað eigna sér Jón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ingibjörg Sólrún gerir stykkin sín í báða skó
14.6.2011 | 21:07
Bókmennta- og sagnfræðingurinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og fyrrverandi Samfylkingarformaður minn, opinberar áður óþekkta lögfræðiþekkingu sína og dæmir Steingrím J. Sigfússon og Ögmund Jónasson seka um vanþekkingu og að hafa tekið sér pólitíska stöðu í Landsdómsmálinu á Alþingi á grundvelli skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Mikið djöfull er lágt seilst, ég hélt satt að segja að Ingibjörg að þú ættir ekki slíka lágkúru til, en lengi skal manninn reyna.
Ef einhver flokkur tók pólitískt flopp á Alþingi í þessu máli þá var það Samfylkingin, þar sem einstaka þingmenn hennar mátu sekt manna klárlega eftir flokkslitum.
Vinstri Grænir og Sjálfstæðismenn mega þó eiga það að þeir höfðu eina og hreina stefnu í atkvæðagreiðslunni á Alþingi og gerðu ekki upp á milli manna eftir flokkskírteinum, hvað sem má að öðru leiti um þeirra sfstöðu segja.
Mikið djöfull er þetta ómerkilegt Ingibjörg. AAAAARRRRGGGGGG!
Var einhver að tala um pólitík? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, yður er í dag nefnd fædd
14.6.2011 | 15:53
Kirkjuþing hefur kosið nefnd til að bregðast við niðurstöðum rannsóknar- nefndarinnar.
Nefndinni er væntanlega ætlað skila áliti sínu fyrir næsta kirkjuþing. Þá má vænta að skipuð verði ný nefnd og síðan árlega upp frá því til að fara yfir niðurstöður fyrraárs nefndar.
Þannig verður hægt, með nefnd á nefnd ofan, að velta málinu undan sér uns enginn man lengur hvert tilefnið var.
Nefnd bregðist við skýrslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýtt verkefni fyrir -Engla alheimsins ehf-
14.6.2011 | 15:19
Það er kjörið verkefni fyrir nýstofnað félagið -Englar alheimsins ehf-, sem sér um fjársöfnun fyrir Geir H. Haarde og aðra févana Sjálfstæðismenn, að taka að sér að safna fyrir húsgögnum í autt hús Sveins Andra.
Þannig gætu Englarnir bjargað andliti Sveins Andra. Það væri bagalegt ef þessi stjörnulögfræðingur Sjálfstæðisflokksins, sem tekur ekki undir 25.000,00 á tímann, þyrfti að fara á skeljunum í Góða hirðinn eftir húsgögnum.
Það væri álitshnekkir bæði fyrir flokkinn og Svein Andra.
Sveinn Andri auglýsir eftir 2007 húsgögnum á facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
-Ekki benda á mig, ég var vanbúinn-
14.6.2011 | 12:13
Línurnar hafa verið lagðar. Kirkjan ætlar engu að breyta í sínum starfsháttum. Mjóróma yfirlýsing biskups að þetta muni ekki gerast aftur ásamt sýnishorni af iðrunarlausri afsökunarbeiðni hans er allt sem kirkjan hefur fram að færa, gott fólk.
Lengra ætlar kirkjan ekki að ganga og að kirkjuþinginu loknu verður látið eins og þetta mál sé endanlega úr sögunni eða hafi jafnvel aldrei komið upp.
Biskup ber því miður ekki gæfu til þess að sjá að þetta mál er stærra en einn vanbúinn biskup. Biskupinn vanbúni segist ekki vera komin á kirkjuþingið til að ræða þessi mál! (??) Hann ætlar að sitja en málið skal víkja.
Amen!
Næsta mál, skál!
Við vorum vanbúin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Er Smarta María að missa vatnið?
13.6.2011 | 16:52
Það er vandi fyrir stjörnurnar og þekkta fólkið að klæða sig og haga, þannig að falli að smekk Smörtu Maríu.
Greinar Smörtu Maríu um fólk og tísku hæfa að mínu mati ekki hennar vaxtalagi, of langar, lítt klæðilegar og frekar glataðar.
Vonandi eru þessi skrif bara tilfallandi en ekki varandi.
Eru Kardashian-systurnar búnar að missa það? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ástarsaga?
13.6.2011 | 12:59
Kannski er þessi sænska fjárhússaga bara um misskilda ást beggja fullorðinna einstaklinga sem ekki fá að njótast vegna frekju og eigingirni bóndans á bænum sem býr með grimmum hundi og hænum.....
Sakfelldur fyrir að níðast á kind | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þeir eru klikk, þessir Kanar
12.6.2011 | 14:05
Bill Warren, könnuður og kafari er þjóðhollur Bandaríkjamaður með afbrigðum og því treystir hann hvorki forseta sínum eða ríkisstjórn.
Hann tekur því, eðlilega, ekki gildar yfirlýsingar Obama forseta að Bin Laden hafi verið veginn og að líki hans hafi verið varpað í hafið, því sannanir skorti.
Bill karlinn ætlar því að hefja leit að líki Bin Ladens í Arabahafi, líki sem hann trúir að sé þar alls ekki!
Leitarsvæðið er á stærð við alla fiskveiðilögsögu Íslands að landinu meðtöldu. Það eitt segir allt sem segja þarf um líkurnar á því að hræið af Bin Laden finnist.
Ef Bill finnur ekki hræið, sem næsta víst verður að telja, hvað ætli það verði sagt sanna?
Leitar að líki bin Ladens | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |