Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Mulningur #66

Hannes litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann:  Hvað eru stjórnmál?

Pabbi hans svaraði: Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á þennan hátt:  Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla mig Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess vegna skulum við kalla hana Stjórnvöld.

Við erum til þess að sinna þörfum þínum svo við skulum kalla þig Fólkið.Við getum síðan haldið áfram og kallað barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina.   

Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim og saman. Hannes litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það sem pabbi hans sagði honum.   

Um nóttina vaknar Hannes upp við grátinn í bróður sínum. Þegar hann kemur inn í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil fýla af henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu sína sofandi. Þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin er læst.

Hannes kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með barnfóstrunni.   Að lokum gafst Hannes litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði. Næsta morgun segir hann við föður sinn.

Pabbi, ég held núna að ég skilji hvað stjórnmál ganga út á. Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því.   Þá sagði Hannes litli:  Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum er Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum skít...  


Ojoójójoijójyó

 

573092Það er ekki fyrir „meðal Jóninn“ að hætta sér á milli hnjánna á henni þessari.

 
mbl.is Horfa á stóra konu í vatninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algerlega óskiljanlegt

Líkum má að því leiða að þarna hafi verið á ferð ofþroskaðir dýraverndarsinnar, sem ætluðu auðvitað aðeins að klappa bangsa og gæla aðeins við hann í mestu vinsemd.

Bangsi hefur misskilið illa góða og hugljúfa ætlan fólksins og talið þau vera illgjarna veiðimenn sem  ekkert gott hefðu í huga. Fráleitt er að bangsi hafi tekið feil á þessu góða fólki og heitri og safaríkri máltíð.

Óþarfi er að ofþroskaðir dýraverndarsinnar láti þennan atburð hagga þeirri bjargföstu skoðun sinni að ísbirnir séu mestu meinleysisgrey, sé rétt að þeim farið.

Það þarf aðeins að bæta tjáskiptin milli manna og ísbjarna svo þetta endurtaki sig ekki.

  


mbl.is Lést eftir eftir árás ísbjarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttamenn í hlandspreng

Árangur Annie Mist í Crossfit er glæsilegur, sem slíkur, ekki spurning um það.  Er ekki rétt að láta árið líða áður en við veljum íþróttamann ársins?

Ég get ekki séð, eins og fyrirsögn fréttarinnar bendir til, að það sé afgerandi vilji viðmælenda, að Annie verði kjörin íþróttamaður ársins, það virðist aðallega vera hlandsprengur fréttamannsins.   

Það er ÍSÍ sem stendur að vali íþróttamanns ársins úr fólki innan sinna vébanda, enginn annar.  Eiga þeir þá ekki að stjórna því hvernig það er gert?   Það er ekki hægt að gera þá kröfu á ÍSÍ að það velji sem íþróttamenn ársins fólk utan sinna vébanda.

Ég efast um að Blaðamannafélag Íslands myndi velja einstakling utan félagsins sem blaðamann ársins þó viðkomandi hefði  komið „frétt ársins“ á framfæri. 

Ekkert óskiljanlegt við það.

   


mbl.is Vilja Annie sem íþróttamann ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Broslegur Brosnan

Mér vitanlega hafa Íslendingar ekki reynt að stjórna því hvað  og hvar Brosnan  étur og hvar hann skítur.

Hann ætti að sýna okkur sömu kurteisi. 

 

Skoðið könnunina hér til vinstri – takið þátt!


mbl.is Brosnan á móti hvalveiðum Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg hagfræði

Ef marka má Kristján Möller þá er nóg að tilgreina einhverjar upphæðir í Samgönguáætlun þá verða fjármunirnir sjálfkrafa til, þótt þeirra hafi hvorki verið aflað eða ákveðið hvernig það verði gert.

Heimilin gætu notað sér þessa hagfræði, gert áætlun um greiðslu skulda og þá þarf ekki að hafa meiri áhyggjur af þeim.


mbl.is Undrast ummæli Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég bið Kolbrúnu Halldórsdóttur afsökunar

Ég finn mig knúin til þess að biðja Kolbrúnu Halldórsdóttur afsökunar. Ég hef alla tíð talið hana vera kjána.  Ég þarf að endurskoða þá afstöðu því í morgun útvarpi rásar2 í morgun sagði Kolbrún í viðtali: 

Ég held að við séum í heilbrigðiskerfinu að eyða meiri peningum en við þurfum því það er oft þannig að dýrustu úrræðin eru aðgengilegust fyrir fólk en ódýrari úrræðin eru allsendis óaðgengileg af því að ríkissjóður tekur ekki þátt í að greiða þau niður. Þannig að ég held að með því að beina fólki í heilbrigðiskerfinu í ódýrari úrræðin í auknu mæli, þá getum við skorið niður í þessum fjármunum sem eru að fara í heilbrigðiskerfinu.

- Með ódýrari úrræðum, getur þú nefnt mér einhver dæmi?

Já, þá er ég náttúrulega að nefna svona óhefðbundnar leiðir. Við eigum stóra og mikla skýrslu um starfsemi græðara á Íslandi sem eru í raun og veru þeir sem að sagðir eru starfa undir merkjum óhefðbundinna lækninga, þó að þar séu í flestum tilvikum lækningar sem eiga sér lengri sögu en lækningar vestrænu læknavísindanna.  

En ég sé núna að ég hef haft algerlega rangt fyrir mér, Kolbrún er ekki kjáni, hún er ekki rugluð, hún er eitthvað miklu, miklu, miklu, miklu, meira.

 ....og þetta er fyrrverandi ráðherra,  vá! 

Skoðið könnunina til vinstri.   


Milliliðamafían (lesist Framsóknarmafían)

Hún er búin að vera viðvarandi um skeið umræðan um hugsanlegan skort á lambakjöti vegna aukins útflutnings. Aukinn útflutningur hlýtur að vera að hinu góða, nema auðvitað ef útflutningurinn sveltir innanlandsmarkaðinn.  

En er framleiðslumagnið á lambakjöti orðin einhver órjúfanlegur fasti? Liggur ekki beinast við, sé yfirvofandi skortur á kjöti, að auka hreinlega framleiðsluna, eða má það ekki?  Skortur á kjöti er ákjósanlegt  stýritæki slátursleyfishafa til að halda uppi verðinu á kjötinu innanlands.

Helmingur verðsins á lambakjötinu, og ríflega það, verður til eftir að bóndinn sleppir hendinni af kjötinu og þar til kjötið orgar á mann ómannlegt verðið á búðarkassanum.

Því hefur verið fleygt að aukin eftirspurn og verðhækkun erlendis hafi ekki skilað sér til bænda, þeirra sem mest erfiðið og fyrirhöfnina bera af helgarsteikinni. Hagnaðurinn gufar upp í milliliðahítinni.

Er einhver þörf á þessum milliliðum á innanlandsmarkaði? Af hverju leggjast allir, og þá helst þeir sem síst skyldu,  gegn því að bændur og neytendur eigi bein og milliliðalaus viðskipti í eins miklum mæli og kostur er?  

Það er ekki ofsögum sagt að á þessum tímum frjálsrar verslunar og viðskipta tröllríði miðaldaframsóknarmennskan enn landbúnaðinum og verndi sitt sköpunarverk.  Engin hugsjón önnur vinnur frekar og ákafar gegn hagsmunum bænda.

Hvaða „tjón“  annað  gæti hugsanlega hljótist af milliliðalausum viðskiptum bænda og neytenda, en stórbætt kjör þeirra beggja?

Bændur eiga um tvo kosti að velja, að bæta sín kjör með frjálsum viðskiptum, eða að halda sig við framsóknaránauðarstefnuna og óbreytta kjarakúgun.

Skoðið könnunina hér til vinstri – takið þátt!

 

mbl.is Enginn skortur á lambakjöti hjá SS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegvísir til friðar og framtíðar

Viðbrögð Normanna við fjöldamorðunum í Utøya og hvernig þeir hafa unnið úr þeim hörmungum hafa vakið heimsathygli. Norsk stjórnvöld og þá sérstaklega Jens Stoltenberg forsætisráðherra hafa þótt sýna skynsemi, ábyrgð og  festu með mannúð og manngildi að leiðarljósi. vegvísirMargir vildu þá Lilju kveðið hafa.

Nokkuð hefur borið á bloggfærslum á mogga- blogginu þar sem nokkrir fúlir bloggarar hafa lagst í þá lágkúru að saka Stoltenberg, vegna aukinna vinsælda hans, um að nýta sér atburðina í Utøya sér og sínum flokki til framdráttar. Aumara verður það varla. En sumum er bara ekki viðbjargandi.

Mér kæmi ekki á óvart þó þessi vegvísir á myndinni yrði í framtíðinni vegvísir og tákn þess að mannúð og manngildi sé metið ofar trúar- og kynþáttaríg og sérhagsmunum einstakra hópa og þjóða.

   


mbl.is Boða blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá fyrir dyrum

Femínistafélagið þarf að bregðast hart við og setja upp vegatálma og slá femínistaskjaldborg sinni um Biskupstungurnar til að verja þær fyrir ágangi saurkarla, sem víst er að hópast muni með lafandi tungur í Tungurnar í þeirri von að þessum föngulegu konum bregði fyrir á dagatalsklæðunum einum.

Klárlega er Kvenfélagið í Biskupstungum að gera kvenlíkamann að söluvöru, því þarf femínistarétthugsunin að láta gera dagatalið upptækt og á eld kasta.

Til að tryggja femíníska rétthugsun þarf að setja upp hugsanatálma til að hindra að óeðlisórar hverskonar spretti í framhaldinu fram og grasseri um borg og bý og nái að skjóta rótum í viðkvæmum kollum.

Flott framtak hjá konunum! – Úps, núna fékk ég prik ef ekki tvö í syndakladdann minn.

  


mbl.is Koma naktar fram á dagatali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband