Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

10 þúsund manna söfnuður barnanauðgara

Engin takmörk virðast fyrir því bulli, rugli og jafnvel hreinu ógeði,  sem fólk er tilbúið að undirgangast og framkvæma, sé því „smekklega“ hrært saman við Biblíuna.

Engu virðist breyta hversu mikið rugl og fjarri allri skynsemi slíkur „trúarboðskapur“  er, það virðist hægt að skapa trúarsöfnuði utan um nánast hvað sem er og laða fólk til fylgis við hverskonar óeðli.

Núna hefur leiðtogi þessa barnanauðgunar og fjölkvænis safnaðar í Texas verið dæmdur í lífstíðarfangelsi, en söfnuðurinn heldur  örugglega áfram sínu „góða og uppbyggilega“ starfi og bíður þess að spámaðurinn snúi aftur í faðm safnaðarins.

Er það ekki venjan?

Athugið könnunina hér til vinstri – takið þátt!


mbl.is Fjölkvænismaður í lífstíðarfangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bátur á Blautalóni

Ég hefði viljað sjá þennan einstaka atburð þegar bíllinn breyttist í bát.

Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem bíll sekkur í vatn og upp kemur bátur.

 
mbl.is Langferðabíllinn kominn á þurrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forarvilpa í nýju fötum keisarans

Það hefur lengi verið mér ráðgáta hvað fær fólk til að borga háar upphæðir fyrir að baða sig í drullupolli.

enjoying-the-mud-bathBláa lónið er ekkert annað en drullupollur, dýr drullupollur. Vatnið er mettað af allskonar söltum, jarðefnum og öðru sem vatnið safnar í sig í iðrum jarðar, liturinn einn sannar að vatnið er langt frá því að vera hreint. Það mætti allt eins leggjast í næsta drullupoll á rigningardegi, væri hann heitur, þar má finna svipaða jarðefnasúpu.

Íslendingar borga hæsta verðið í pyttinn og gengistryggt. Verðið er ekki í íslenskum krónum heldur evrum og er 30 evrur, óbreytt frá því fyrir hrun. Þá kostaði 3600 íslenskar krónur ofan í sullinn, en núna er verðið 4800 krónur, en óbreytt verð fyrir útlendinga.

Blái pytturinn lætur Íslendinga niðurgreiða verðið fyrir erlenda ferðamenn. Þarna eru Íslendingar rændir um hábjartan daginn fyrir opnum tjöldum, og láta sér vel líka.

Það kostar 450kr  að fara í sundlaug, með hreinu vatni í Reykjavík og 400 kr í Grindavík, aðeins 2km frá vilpunni.


mbl.is „Sambærileg verðskrá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snýttu þér maður

Ætlar Vilhjálmur Egilsson að fara grátandi í gegnum allt lífið? Hann hefur verðið vælandi með hor svo lengi sem menn muna.

Villi taktu þér tak maður og snýttu þér og þerraðu tárin. Mannaðu þig upp og vertu sjálfum þér samkvæmur og slepptu takinu á ríkispilsinu, sem þú hefur hangið í alla ævi.

  
mbl.is Gegn mögulegum skattahækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrt verður drottins orðið.

Talið er að það kosti Spænska ríkið 8 til 10 milljarða að fá kjólklædda umboðsmanninn í Róm í heimsókn til Spánar og þá er ekki meðtalin öryggisgæsla.  Sá kostnaður gæti hæglega hlaupið á 3 til 4 milljörðum ef ekki meira.

Það er raunar broslegt að umbinn frá Róm skuli þurfa sérstaka öryggisgæslu Spænska ríkisins. Umbinn starfar fyrir Guð, sem okkur er sagt að sé almáttugur og ekkert ómögulegt, hvort heldur er að baka Pizzu eða heilu sólkerfin og aðra himnanna kransa, skapa menn og dýr merkurinnar og hvað eina og það bara fyrir morgunkaffi.

En páfinn, sem hvað ákafast boðar mannkyninu að trúa á Guð og treysta honum og hans forsjá í einu og öllu, treystir honum ekki sjálfur fyrir horn í sínum eigin öryggismálum! Þá treystir hann betur á menn með alvæpni, sem eru reiðubúnir að drepa samstundis hvern þann sem ógnar hans heilagleika. En auðvitað í Guðs nafni, nema hvað.

Páfinn á auðvitað, eins og aðrir dauðlegir menn, að fjármagna sínar sólalanda- og svallferðir sjálfur.

Skoðið könnunina hér til vinstri – takið þátt!


mbl.is Gagnrýna kostnað við komu páfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og sjá

hyena-wallpaper-the-lion-king-5985773-1024-768Það hefðu verið tíðindi hefðu allir helstu hægribloggararnir ekki stokkið á þessa frétt eins og hýenur á velstaðið hræ. Af svona fréttum nærast þeir, einu gildir hvort þær eru sannar eða ekki.

Þessi bloggarahópur bar lengi Lilju Mósesdóttur á höndum sér og dásamaði vit hennar og visku. Annað hvort hefur viska Lilju minnkað eða álit hýenuhópsins á henni risti ekki dýpra en svo að það hvarf eins og dögg fyrir sólu um leið og Lilja var ekki lengur ósprungna sprengjan í þingflokki VG.

Undarlega lítil umræða hefur verið um útflutningsskatta hugmynd Lilju miðað við allt vitið sem hefur væntanlega verið í hana lagt. Fastlega má gera ráð fyrir að hýenuhópurinn hefði dásamað skattahugmynd Lilju, væri hún enn ógnun við líf ríkisstjórnarinnar.

Skoðið könnunina hér til vinstri – takið þátt!


 


mbl.is Virðisaukaskattshækkun á mat?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarnakonur eða meðalmenn

sarah westTímamót eru í framundan í konunglega breska flotanum þegar kona tekur í fyrsta sinn við stjórn herskips.

Sarah West, sem er 39 ára, mun taka við stjórn herskipsins HMS Portland.

Sarah var, að sögn, valin til starfans vegna: ....leiðtogahæfileika sinna, öryggis, siðferðislegs hugrekkis, góðrar dómgreindar og framúr- skarandi mannlegra eiginleika. 

hms portlandÆtli þessi sama formúla sé notuð þegar karlar eru valdir í stöður skipherra í hinum konunglega flota?

Eða ætli hún hafi verið samin sérstaklega fyrir konur, svona til að hækka þröskuldinn aðeins í þessu síðasta vígi breskrar íhaldssemi og þröngsýni?


mbl.is Fyrsta konan sem stýrir herskipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #67

telefonRing! Ring!

Halló?
Hæ, elskan, þetta er pabbi, er mamma þarna?
Nei, pabbi, hún er uppi í svefnherbergi með Kalla frænda.

Eftir smá þögn segir pabbi: En þú átt engan Kalla frænda, elskan!
Jú víst, mamma segir það, og þau eru saman uppi í herbergi núna!

Hmm, allt í lagi, ég vil að þú gerir svolítið fyrir pabba, leggðu frá þér símann, bankaðu á svefnherbergisdyrnar og kallaðu til mömmu og Kalla frænda að þú hafir séð bílinn hans pabba koma heim.
Allt í lagi, pabbi.

Nokkrum mínútum síðar kemur stúlkan aftur í símann.
Ég gerði eins og þú sagðir, pabbi.
Og hvað gerðist? spyr pabbi.
Mamma stökk allsber fram út rúminu og hljóp öskrandi út úr herberginu en hrasaði í mottunni og datt út um gluggann, hún liggur hreyfingarlaus úti í garði núna....

Guð minn góður, en hvað með Kalla frænda?
Hann stökk allsber út úr rúminu og stökk út um gluggann og lenti í sundlauginni. Verst að þú lést tæma hana um helgina til að láta þrífa hana. Hann liggur þar steindauður.

Eftir smá þögn segir pabbi hikandi: Sagðir þú sundlaug? ...............Er þetta ekki 322-3222 ?

   

Ómetanleg þjónusta

Hún verður ekki metin til fjár eða annarra verðmæta sú ágæta viðleitni Moggans að gefa fróðleiksfúsum lesendum sínum tækifæri til að fylgjast náið með líkamsstarfsemi Hugo Chavez forseta Venesúela frá degi til dags, hvar hann nýtur læknishjálpar á Kúbu.

Núna er Húgó karlinn sem sé búinn að missa hárið, því verður spennandi að fylgjast með framvindu læknismeðferðarinnar næstu daga, á síðum Moggans.

Morgunblaðið hefur alltaf, einn fjölmiðla á Íslandi, haft einstakan áhuga á kirtlastarfsemi leiðtoga Kúbu og Mið-Ameríkuríkja. Sá áhugi sýnir berlega einstaka og einlæga aðdáun ritstjórnar Moggans á þessum helstu hetjum þessa heimshluta.

Margir hafa klökknað af minna tilefni.


mbl.is Chavez búinn að missa hárið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve lengi á að treysta á heppnina?

Ætla mætti að Samtök ferðaiðnaðarins hefðu áhyggjur af fréttum af tíðum slysum á erlendum ferðamönnum, en af þögninni og aðgerðaleysinu að dæma virðist svo ekki vera.

Hingað til lands kemur árlega töluverður fjöldi erlendra langferðabíla fullir af fólki og bæði bílstjóri og fararstjóri erlendir.  Ekki virðast gerðar hinar minnstu kröfur til fararstjóra og bílstjóra slíkra bíla um lágmarksþekkingu á landinu og aðstæðum. Erlendir fararstjórar virðast ekki þurfa að vita meira um Ísland og aðstæður hér en bakhliðina á Tunglinu. Þeir eru jafnvel vart mælandi á ensku eða öðru algengu alþjóðatungumáli.

Annað hvort verður að gera sömu kröfur til þeirra og innlendra fararstjóra eða hreinlega gera þá kröfu að fararstjórar erlendra hópferðabíla séu Íslenskir sé farþegafjöldin t.d. meiri en 10 til 15 manns.  


mbl.is „Þau voru mjög heppin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.