Bloggfćrslur mánađarins, október 2012

Ríkisstjórnin getur ekki treyst á ţessa Marshallađstođ

Um leiđ og Róbert Marshall yfirgaf Samfylkinguna féll ríkisstjórnin. Ađ halda annađ er dómgreindarskortur. Hnífsstunga Róberts í bak Samfylkingarinnar skrifađi dánarvottorđ stjórnarinnar, ađeins dagsetninguna vantar.

Yfirlýsing Róberts um stuđning viđ ríkisstjórnina er nákvćmlega einskisvirđi. Um leiđ og  sú stađa kemur upp, ţegar nćr dregur kosningum, ađ Róbert telji ađ hann og hans nýi pólitíski vettvangur hagnist á andstöđu viđ stjórnina, mun hann taka eigin hag fram yfir gefin loforđ og snúa hnífnum í sárinu. Ţannig og ađeins ţannig hugsa eiginhagsmunapotarar.

Jóhanna á auđvitađ ađ hafna ţessari Marshallađstođ og bruna strax út á Bessastađi til fundar viđ frelsarann og biđjast lausnar fyrir sig og sitt ráđuneyti og bođa til kosninga međ minnsta mögulega fyrirvara.

Ţannig velur hún vígvöllinn og kemur í veg fyrir ađ Róbert Marshall og stjórnarandstađan ákveđi ađ eigin hentugleika stund og stađ fyrir óhjákvćmileg endalok stjórnarinnar.

 
mbl.is Úrsögnin kom félögum á óvart
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Af góđum heimsóknum - og miđur góđum

Núna í vikunni fékk ég góđa og sérlega ánćgjulega heimsókn. Ţar bar ađ garđi bloggvin minn svarthamar, Hvergerđinginn Óskar Helga Helgason. Viđ Óskar erum fráleitt sammála um alla hluti en bloggvinátta okkar og heimsókn hans og viđrćđur yfir kaffibolla fćrđu sönnur á ađ alla hluti má rćđa í bróđerni ţótt himinn og haf skilji viđmćlendur ađ, skođanalega. Takk fyrir innlitiđ Óskar!

Ţađ eru ađeins einfaldar og einstrengilegar sálir sem ekki ţola ađrar skođanir en ţeirra sem eru nákvćmlega á ţeirra eigin ţröngu skođanalínu. Rétt eins og blogg sumra hér á moggabloggi sanna. Blogg sem loka hćgri vinstri á alla sem ekki eru sammála síđuhafa. Lokun á skođanir annarra opinbera fátt annađ en aumingjaskap síđuhafa.

Einn ađili er óneytanlega fremstur og forhertastur í beitingu útţurrkana og lokana, ađrir standa honum ţar langt ađ baki, ţó býsna stórtćkir séu, sumir hverjir. Ţessi sami mađur vílar samt ekki fyrir sér ađ ryđjast óbođinn inn á blogg ţeirra, sem hann hefur sjálfur úthýst, gera sig ţar heimakominn  og belgja ţar út, sig og sínar skođanir.

Ég nefni auđvitađ engin nöfn en fyrsti stafurinn er Jón Valur Jensson.

   


Skemmtilegt leiftur frá liđinni tíđ

Allir, sem eru komnir á minn aldur, muna eftir „vegalöggunni“ sem var „ađ sunnan“ og ţví talin hálfgerđ ađskotadýr á landsbyggđinni og af mörgum litin hornauga.

Ţađ fennir ótrúlega fljótt yfir liđna tíđ. Ég var nánast búinn ađ gleyma ţvílík hörmung vegakerfi landsins var á ţessum tíma.

Gott framtak hjá lögreglunni, takk fyrir.

  


mbl.is Skyggnst inn í horfinn tíma
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eftir hverju dansa glćpa limirnir, ef ekki höfđinu?

Tarfurinn, Víđir Ţorgeirsson, foringi glćpasamtakana Outlaws er laus úr haldi eftir ađ dómari hafnađi kröfu lögreglunnar um gćsluvarđhald.

tarfurinnŢađ hlýtur ađ vekja upp spurningar, eftir stórtćkar ađgerđir lögreglu gegn glćpasamtökunum, hvar eiturlyf, gambri, landi, eimingartćki, vopn og hvađeina var haldlagt, ađ foringja glćpamannanna skuli sleppt ađ skipun dómara og hann ţannig, ekki talinn tengjast málinu!

Ekki er forysta Tarfsins og stjórn og tök hans á glćpasamtökunum Outlows upp á marga fiska dansi glćpalimirnir eftir einhverju öđru en hans fyrirmćlum.

Var dómaranum hótađ? Ţađ vćri hrein afneitun ađ afskrifa ţađ. Ţađ er stađreynd ađ lögreglumönnum hefur veriđ hótađ ţví ađ ţeir og fjölskyldur ţeirra vćru ekki óhultar fćru ţeir fram í ákveđnum málum. Ţađ vćri barnalegt ađ ćtla ađ glćpamenn, sem einskis svífast, beiti sér ekki međ sama hćtti gegn öđrum starfsmönnum réttarkerfisins.

Íslenskir glćpamenn eru ţví miđur ekki lengur neinar dúkkulísur, ţeir eru orđnir alvöru, ef svo hallćrislega má ađ orđi komast.

Viđauki:

Frá ţví var greint í hádegisfréttum RUV ađ lögreglan hafi haft fyrir ţví árćđanlegar heimildir ađ glćpasamtökin Outlows hafi veriđ ađ undirbúa innrásir á heimili lögreglumanna til ađ beita ţá og fjölskyldur ţeirra ofbeldi í ţeirra óţjóđfélagslega og glćpsamlega tilgangi.

Máliđ er litiđ grafalvarlegum augum, eđlilega, en ekki allstađar greinilega.

Ţetta styđur, frekar en hitt, ađ dómaranum sem sleppti Tarfinum úr haldi hafi hreinlega ekki veriđ sjálfrátt! 


mbl.is Kröfu um gćsluvarđhald hafnađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Til hamingju međ daginn Jóhanna

rósTil hamingju međ daginn Jóhanna Sigurđardóttir, hafđu ţökk fyrir störf ţín í ţágu lands og ţjóđar.

Lifđu drekktu og dansađu á ćvikvöldinu.

Vonandi auđnast mér ađ árna ţér heilla á aldarafmćlinu.

  


mbl.is Óska formanninum til hamingju
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Undarleg hugmynd

Sú hugmynd er ekki ný af nálinni ađ Arnold Schwarzenegger sé framtíđar forseti Bandaríkjanna og henni skýtur upp annađ veifiđ, ţótt öllum ćtti ađ vera ljóst ađ hugmyndin er andvana fćdd.  

Arnold karlinn getur aldrei orđiđ forseti BNA. Ástćđan er einföld, hann uppfyllir ekki ţađ ófrávíkjanlega skilyrđi ađ vera fćddur í Bandaríkjunum. Arnold, er eins og flestir vita fćddur og uppalinn í Austurríki.

Ţetta ćttu Repúblikanar, ađdáendur Svartahneggs ađ vita, svo ákaft sem ţeir hafa haldiđ ţví fram ađ fćđingarvottorđ Obama forseta sé falsađ, ađ hann sé fćddur erlendis en ekki á Hawaii og ţví ekki réttkjörinn forseti. 

 


mbl.is Verđur Schwarzenegger forseti?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Íslendingar eiga ástandiđ skiliđ

Europris ćtlar ađ hćtta verslunarrekstri  á Íslandi. Verslunin auglýsir ţví veglega rýmingarsölu. Og hvađ gerist?  Í stađ ţess ađ ţjóđin sýni ţeirri ákvörđun fingurinn, hundsi ţessa „útsölu“ og segi Europris ţannig ađ ćtli ţeir ađ hverfa úr verslunarrekstri og samkeppni hér á landi ţá geti ţeir bara átt sinn lager, ţá ryđst landinn sem aldrei fyrr fram og inn um dyr Europris, í von um smá hagnađ, til ađ auđvelda ţeim ađ hverfa frá samkeppni á Íslandi og stuđla ţannig til framtíđar ađ hćrra vöruverđverđi.

Ţannig vill til ađ ţeir sem gráđugt streyma inn um dyr Europris, í von um skjótfenginn stundargróđa eru ţeir sömu og ekki náđu upp í nef sér af hneykslan yfir  grćđgisvćđingu ţjóđfélagsins sem olli bankahruninu, en ţađ er auđvitađ löngu gleymt.

Svo koma ţeir sömu og núna streyma međ „gróđann sinn“ út úr Europris, fram  síđar og óskapast yfir fákeppni í verslunarrekstrinum á Íslandi og verđlaginu. 

Ţangađ til Íslendingar hćtta ađ hugsa ađeins um eigiđ rassgat og stundarhagsmuni, ţá eiga ţeir ţađ efnahagsástand sem hér ríkir svo sannarlega skiliđ.


mbl.is Erill á rýmingarsölu Europris
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţađ skyldi ţá ekki vera...

...ađ einmitt ţannig sé máliđ gegn Gunnari Andersen vaxiđ og tilorđiđ!

 
mbl.is Helgi sótti um ásamt Gunnari
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er Framsókn ađ klofna í frumeindir fyrir hugleysi formannsins?

Hugleysi formanns Framsóknarflokksins ađ hlaupast undan ábyrgđ og flýja frá kjördćmi sínu í Reykjavík og ćtla međ frekju ađ trođa sér í öruggt sćti í Norđausturkjördćmi og ryđja ţeim frá sem hafa međ vinnu og elju skapađ sér ţar sess, veldur vaxandi titringi í flokknum.

Ţessi blauđa tilraun formannsins ađ tryggja framtíđ eigin ţjóhnappa á ţingi, á kostnađ samherja, er til ţess eins fallin ađ kljúfa Framsóknarflokkinn og hefur í raun ţegar gert ţađ.

Spurningin er ađeins hve alvarlegur klofningurinn verđur, hvort flokksbrotin muni sjáist međ einföldu stćkkunargleri eđa hvort til ţess ţurfi smásjá eđa öflugri tćki.


mbl.is Telur frambođiđ vera dómgreindarbrest
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.