Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Áfram Ísland

Þjóðin hefur talað og gefið Sjálfstæðisflokknum, sem kallaði eftir stuðningi kjósenda við eiginhagsmunaklíkur landsins, langt nef.

 
mbl.is 73,7% sögðu já í Reykjavík norður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það bar við um þær mundir að boð komu frá Bjarna Ben keisara að lýðnum bæri að hundsa eigin hagsmuni og hafna nýrri stjórnarskrá til að verja sérhagsmunapakkið.

Frá því að spilaborg auðvaldsins hrundi og þjóðinni var sendur reikningurinn hefur þjóðin kallað á breytingar, úrbætur og umfram allt réttlæti. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar breytingum, hafnar úrbótum og hafnar réttlæti fyrir aðra en sig og sitt útvalda sérhagsmunapakk. Forréttindagæsluflokkurinn hefur því sent út til lýðsins boð þess efnis að nýrri stjórnarskrá, lyklinum að breytingum, beri að hafna.

Teikn hafa verið uppi um að einhver hluti þjóðarinnar muni svara kalli kvalara sinna og hafna breytingum, hafna úrbótum og réttlæti og ganga til liðs við afturhalds öflin sem festa vilja óréttlætið í sessi.

Fyrstu merki þessa hafa þegar litið dagsins ljós, sú smán að þing ASÍ hefur endurkjörið Gylfa Arnbjörnsson til áframhaldandi forystu og þannig hafnað breytingum og  úrbótum innan sinna raða og hafnað því að stíga fram til nýrra tíma og nýrra vinnubragða, hafnað þátttöku í nýju Íslandi.

Vonandi er þetta ekki fyrirboði þess sem koma skal í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Verði frumvarpinu að nýrri stjórnarskrá hafnað verður slegið upp miklum veislum í  LÍÚ og Valhöll. Þær veislur verða aðeins fyrir forréttindaaðalinn og þar verður trúlega glatt á hjalla og fátt til sparað. 

En í þann gleðskap verður þeim ekki boðið, sem ætla í kosningunum að tryggja forréttindapakkinu völdin, haldi þeir það. En þeim og þjóðinni verður sendur reikningurinn, því geta þeir treyst.


mbl.is Gylfi endurkjörinn forseti ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnað sjónvarp - ekki ætlað fyrir femínista

 Tækið er eingöngu hugsað fyrir klámhunda eins mig!

 

 

 


Á laugardaginn mætast í kjörklefanum alþýðan og sérhagsmunapakkið

Við lýðveldisstofnunina 1944 var núverandi stjórnarskrá, sem í grunninn er sú danska frá 1849 bætt og stagbætt á bót ofan, samþykkt sem stjórnarskrá lýðveldisins. Allir vissu þá og gengu út frá því að sú ráðstöfun væri  aðeins til bráðabirgða.

Um það voru allir sammála, líka Sjálfstæðismenn, að nýja og ferska stjórnarskrá yrði að setja hinu nýja lýðveldi.  Alþingi áformaði með skipun stjórnaskrárnefndar að endurskoðun stjórnarskrárinnar gengi hratt og vel fyrir sig henni og yrði lokið á bleyjudögum lýðveldisins.

Lýðveldið er núna komið á eftirlaunaaldurinn en enn bólar ekkert á nýrri stjórnarskrá frá Alþingi. Nákvæmlega enginn árangur er af mannsaldurs langri vinnu stjórnarskrárnefndar Alþingis. Ástæða þess er öllum ljós – áratugalöng eiginhagsmunagæsla stjórnmálaflokkanna. Þessi leið hlýtur því að teljast fullreynd að loknum 68 ára fæðingahríðum, án afkvæmis.

Með boðun þjóðfundarins og skipun stjórnlagaráðs var þessi 68 ára pattstaða rofin, þrátt fyrir harða andstöðu allra sérhagsmunasamtaka landsins. Úr vinnu þjóðfundarins og stjórnlagaráðs hefur sprottið frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Um það má eflaust deila hvort frumvarpið sé fullkomið, frekar en annarra mannanna verk, en mjór er mikils vísir og alltaf má laga og bæta.

Sjálfstæðisflokkurinn berst auðvitað gegn þessum breytingum á stjórnarskránni með oddi og egg, af grímulausri hagsmunagæslu þeirra forréttindahópa sem flokkinn fjármagna, þvert á yfirlýsta lýðræðisástina sem er að þeirra eigin sögn bókstaflega að kæfa þá.

Þeir segja opinberlega  að ekkert henti Íslendingum betur en Danska 1849 stjórnarskrármódelið. Það stangast illa á við það opinbera leyndarmál að í Valhöll sitja helstu sérhagsmunafræðingar flokksins sveittir við að semja landinu nýja sérhagsmunastjórnarskrá.

Stjórnarskrá Íslands á ekki að vera sérhagsmunagæsluplagg fyrir stjórnmálaflokka og aðra hagsmunahópa, hún á eðlilega fyrst og fremst að vera sverð og skjöldur þjóðarinnar gegn misvitrum pólitíkusum.

Valið á laugardaginn er því um það hvort við viljum stjórnarskrá sem samin er af grasrótinni, þversniði þjóðarinnar, fyrir þjóðina eða af þröngum hagsmunaklíkum til heimilis í Valhöll eða öðrum hagsmunahöllum, fyrir fáa útvalda.

Veljum þjóðarhagsmuni - Segjum JÁ við nýrri stjórnarskrá!

  


Eingetin möppudýr

Skrýtið hvað „möppudýrunum“ fjölgar hratt, ef þau eru öll kvenkyns. Nema auðvitað að þau séu öll eingetin.

En þá erum við komin inn á órannsakanlega vegi. Best að hætta sér ekki inn á þá braut til að lenda ekki upp á kannt við JVJ, einkaumboðsaðila almættisins.


mbl.is „Möppur fullar af konum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættum að áreita Kringluna

Afskaplega er það dapurt af rekstraraðilum Kringlunnar að rukka góðgerðar- og líknarfélög fyrir afnot af smá gólfplássi í þágu góðs málefnis.  Maður hefði haldið að óreyndu að eigendur Kringlunnar hefðu þá reisn og þann metnað að seilast ekki með krumlu græðginnar ofan í söfnunarbaukana hjálparsamtaka. Þeim ætti frekar að vera það kappsmál að leggja góðgerðarfélögum lið þó ekki væri með öðru en einum fermetra af gólffleti annað veifið.

Kringlan ber fyrir sig ónæði og áreiti sem viðskiptavinir verða fyrir sem ástæðu fyrir þessu hnupli úr söfnunarbaukunum. Lægra verður ekki lagst. Viðskiptavinir Kringlunnar sætta sig örugglega mun betur við áreitið núna, vitandi að Kringlan rukkar fyrir óþægindin.

Til að koma til móts við Kringluna ætla ég framvegis að hlífa þeim sem mest ég má við áreiti af minni hálfu og snúa mér annað með mín innkaup.

  


mbl.is Leigja pláss í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn hafa fengið Fálkaorðuna fyrir minna

endurskoðandiÞað verður ekki lesið annað út úr þessari frétt og yfirlýsingu ríkisendurskoðanda en að ný skýrsla, um sukkið og svínaríið í kringum hið stjarnfræðilega dýra fjárhags og mannauðskerfi ríkisins, verði samin og  fyrirfram sé ákveðið að hún verði alls ólík kolsvartri leyni „skýrslu“ um það mál.

Þá er uppi annað af tvennu. Annaðhvort  var kolsvarta skýrslan röng í megin atriðum og hreinlega ósönn eða að núna hefur verið tekin meðvituð ákvörðun um að semja nýjan „sannleika“, sem betur láti í augum og eyrum  og fari ekki eins fyrir brjóstið á hneykslunargjörnum almenningi.

Embættismenn þessa lands eru eðlilega löngu orðnir dauðþreyttir á því að  sauðsvartur almúginn sé að skipta sér af því sem honum kemur ekki við.

Þá er það milljónkrónaspurningin: Hvort  verður ríkisendurskoðandi Fálkaorðaður í bak og fyrir, fyrir að skrökva að þjóðinni í fyrri eða seinni skýrslunni?

Eins og þeir segja á Mogganum þá tengist neðfylgjandi mynd færslunni ekki beint.  


mbl.is Skýrslunni verður mikið breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörð samkeppni eða grímulaust samráð

Bankarnir streða við að telja fólki trú um að á milli þeirra ríki hatröm samkeppni og að þar sé hvergi gefið eftir.

Bankarnir munu eflaust halda því fram að þessi hraðbanka gjaldtaka sé dæmi um samkeppnina og að það sé alger tilviljun að bankarnir hafi allir tekið gjaldtökuna upp sama daginn.

Samráð er það fyrsta og eina sem almenningi dettur í hug.

Er samráð ekki bannað?


mbl.is Rukkað fyrir þjónustu hraðbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíkt höfumst við að

Í Indónesíu hefur flugmaður verið rekinn fyrir þau mistök að lenda flugvél sinni á „röngum“ flugvelli, 12 kílómetrum frá „réttum“  flugvelli og áfangastað farþeganna.

Íslendingar skilja tæplega þessa hörku því hér virðist hópur fólks ekki hafa neitt betra að gera en berjast fyrir því að flugvöllur Reykjavíkur verði færður 50 km frá núverandi staðsetningu og aðal áfangastað farþegana.

Enginn talar um að „reka“ þetta óþjóðholla lið, þess í stað er það hafnið upp til skýjanna af fjölmiðlum og misvitrum pólitíkusum fyrir visku sína og vit.

Það er margt skrítið í kýrhausnum.


mbl.is Lenti á vitlausum flugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er auðvitað alger "bilun"...

...eða þannig! Þetta er magnað en að manni setur hroll. Þarf að segja meira!

0meovm.jpg 
mbl.is Felix Baumgartner rýfur hljóðmúrinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband