Bloggfærslur mánaðarins, október 2012
Hengjum ekki bakara fyrir smið
31.10.2012 | 13:57
Ég hef engar forsendur, frekar en aðrir á þessu stigi málsins, til að móta mér vitræna skoðun á þessu máli Guðmundar Arnar Jóhannssonar framkvæmdastjóra Landsbjargar. Málið hefur þó, við fyrstu sýn, alla burði til að verða leiðindamál fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg, sem tengist málinu líklegast aðeins sem vinnustaður framkvæmdastjórans.
Það ríður á að menn gæti hófs í allri umræðu um málið og fari ekki inn á þær brautir að laska Slysavarnarfélagið með því að tengja það þessum meintu afbrotum að órannsökuðu máli og geri það að sökudólgi eða blóraböggli. Það er okkar hagur að skaða ekki Landsbjörg því laskað Slysavarnarfélag er löskuð þjóð.
Því miður virðist framkvæmdastjóri Landsbjargar hafa stigið fyrsta skrefið inn á þá braut, meðvitað eða ómeðvitað, þegar hann gaf í skyn að félagið hafi hugsanlega verið skotmark hinna óvönduðu manna sem að baki þessum tilhæfislausu ásökunum standa.
Umrætt myndband er tilbúningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Eru þeir á sýru í Stúdentaráði?
29.10.2012 | 10:06
Stúdentaráð HÍ harmar mjög nýja byggingarreglugerð, sem þeir segja hækka byggingarkostnað. Ráðið telur reglugerðina ekki taka mið af þeim erfiðu tímum sem uppi eru í þjóðfélaginu og hamla nauðsynlegri uppbyggingu Stúdentagarða.
Stúdentaráð horfir gersamlega framhjá heildarmyndinni og virðist ekki skilja tilgang reglugerða og einblínir á óljósa stundar- og sérhagsmuni námsmanna. Ef ástandið í þjóðfélaginu kallar á að afsláttur sé gefin af byggingarreglugerð, hvað finnst Stúdentaráði um aðrar reglugerðir, er ástæða til að framfylgja þeim eitthvað frekar á krepputímum?
Er þá ekki sjálfsagt að veita afslátt af öðrum reglugerðum sé þannig hægt að lækka verð og spara pening? T.a.m. reglugerðum um matvæli, heilbrigðismál, málefni fatlaðra, skóla, löggæslu og almannavarnir o.s.f.v.?
Margar misgáfulegar kröfur hafa komið úr ranni Stúdentaráðs gegnum tíðina en þessi toppar allt.
Hækkar byggingarkostnað um 10-20% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Trjóuhesturinn Jón Bjarnason
28.10.2012 | 23:20
Jón Bjarnason hagar sér gjarnan eins og félagshyggjumaður, af dýrari gerðinni, þegar það örvar hans persónulegu hagsmuni. Allt bendir þó til að Jón sé argasta íhald inn við beinið.
Ef Jóni væri eins annt um framgang félagshyggjunnar, eins og hann boðar þegar honum kemur það best, þá væri hans sterkasti leikur að ganga formlega í raðir Íhaldsins og fara í framboð fyrir það. Þannig og aðeins þannig verður íhaldið unnið að sá illgresi í innstu iður þess.
En sennilega eru persónulegar fórnir af hálfu Jóns Bjarnasonar, fyrir samfélagið, ekki ofarlega á hans framkvæmdalista, komi ekkert í hans hlut annað en fórnin.
Jón svarar engu um framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Atkvæði grafin úr fönn
28.10.2012 | 19:34
Sú fullyrðing framsóknarmanna að Framsóknarflokkurinn hafi sagt skilið við klíkuskap og baktjaldamakk fortíðar er lýðskrum og þvæla sem ekki fær staðist. Sem sést best á vinnubrögðum flokksins þessa dagana. Lýðræði og gegnsæi lekur nú ekki beinlínis af aðferð Framsóknarflokksins til að skipa á framboðslista sína fyrir komandi Alþingiskosningar.
Frambjóðendur sem boðið hafa sig fram á lista Framsóknarflokksins í NA-kjördæmi hafa þrjá daga til að smala nýjum félögum í flokkinn, en kjörskrá vegna kjördæmisþings, sem kýs á milli frambjóðenda, verður lokað 1. nóvember.
Frambjóðendum eru gefnar frjálsar hendur að smala sér sem flestum atkvæðum á kjördæmaþing flokksins með þeim aðferðum sem best gefast. Það er eins og markmiðið sé beinlínis að skapa jarðveg fyrir spillingu og ala á sem mestri tortryggni og úlfúð. Enginn flokkur kemst með tærnar þar sem Framsókn hefur hælana í þeirri list.
Vonandi skellur ekki á norðanáhlaup meðan smalað er, svo frambjóðendurnir þurfi ekki að grafa fylgi sitt úr fönn, enda misleiknir í þeirri list.
Hafa þrjá daga til að smala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.10.2012 kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hættur á hverju horni
28.10.2012 | 07:27
Farið varlega í umferðinni elskurnar!
Ökumaður sofnaði undir stýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kaþólska kirkjan fer af sporinu
27.10.2012 | 11:11
Þó ekki væri nema brot af því satt sem sagt er um þennan Jimmy Savile, þá hefur hann verið sannur skíthæll og djöfull í mannsmynd. Athygli hlýtur að vekja hve ákveðin og snöfurleg viðbrögð kaþólska kirkjan sýnir í málinu. Kaþólska kirkjan á Englandi hefur, þegar á fyrstu stigum rannsóknar málsins, beint þeim tilmælum til páfa að Savile verði sviptur heiðursorðu kirkjunnar.
Hér sýnir kaþólska kirkjan allt önnur og sneggri viðbrögð en í svipuðum málum sem komið hafa upp innan hennar eigin raða. Í þeim málum virðast enn ráða helstu dyggðir og lögmál kaþólsku kirkjunnar, leynd, undanfærslur, blekkingar og hrein ósannindi, verði þeim við komið.
Kirkjan vill svipta Savile heiðursorðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Karlrembu Samband Íslands
26.10.2012 | 13:29
Það er komin tími til að KSÍ Karlrembu Samband Íslands- manni sig upp og gyrði í brók. Í stað þess, í eigin auglýsingaskini og til þess að fela eigin skömm, að gauka málamynda bónus að kvennalandsliðinu fyrir glæsilegan árangur þá viðurkenni þeir einfaldlega að straumhvörf hafi orðið í Íslenskri knattspyrnu og geri í framhaldinu það eina rétta.
Sem er að alger umskipti verði á þeim fjármunum sem til landsliðanna renna, konurnar fái þau framlög að sem karlarnir fá núna og öfugt. Þannig og aðeins þannig verður réttlæti náð. Það er að segja ef það er markmið KSÍ að vera raunverulegt Knattspyrnu Samband Íslands en ekki eitthver karlrembu hagsmunaklúbbur.
Skipta á milli sín 10 milljónum króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Verkalýðsfélag Akraness sýnir tennurnar
25.10.2012 | 11:25
Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness stendur í lappirnar, það mættu fleiri gera.
Hóta úrsögn úr lífeyrissjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þessi stendur alltaf fyrir sínu
24.10.2012 | 22:57
.
Þessum kjánum er ekki viðbjargandi
23.10.2012 | 18:10
Aðeins þrír dagar eru frá því að þjóðin samþykkti með 2/3 greiddra atkvæða að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá.
Nú rísa upp á afturlappirnar nokkrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar, stútfullir af hroka og stærilátum og láta eins og þeir heyri ekki rödd þjóðarinnar og ekki í fyrsta skipti.
Þeir segja það núna að miklu betra sé að breyta núverandi stjórnarskrá! Sem undarlegt þó ekki væri fyrir annað en það að þessir sömu félagslegu siðblindingjar sögðu fyrir kosningarnar, þegar þeir hvöttu fólk ýmist að sitja heima eða að segja nei, að stjórnarskráin væri slíkur hamingjupappír að þar yrði nánast engu breytt til hins betra.
Skilaboð kosninganna eru skýr, þjóðin vill nýja stjórnarskrá en ekki fleiri bætur og viðbyggingar á núverandi nítjándu aldar stjórnarskrá, sem sett var til bráðabrigða við lýðveldisstofnunina.
Alþingi hefur ekki umboð til annars en að framfylgja þjóðarviljanum í stjórnarskrármálinu.
Farsælla að breyta núverandi stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.10.2012 kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)