Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Sátt um nauðgun

Konan hefur þá komið fram vilja sínum við Strauss-Kahn og fengið það - sem hún stefndi að alla tíð, peninga og mikið af þeim.

Ég var svo einfaldur að halda að kona sem beitt er kynferðisofbeldi gæti aldrei orðið sátt við kvalara sinn. En peningar virðast hafa þann töframátt að lina sárauka gráðugra.

Svo er það spurningin hvort það hafi, eftir allt saman, verið fórnarlambið í málinu sem þurfti að borga sig frá því?


mbl.is Sátt milli Strauss-Kahn og Diallo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herjólfur dreginn í slipp?

„Herjólfur var dreginn í slipp í Hafnarfirði í gær...“ segir í fréttinni. Herjólfur er tveggja véla og tveggja skrúfu skip. Þannig útbúin skip verða ekki ósjálfbjarga þótt önnur vélin eða skrúfan verði óvirk.

 

Sennilegast sigldi Herjólfur fyrir eigin vélarafli í slippinn og hinn meinti dráttur þangað er bara hefðbundið bull í mbl. blaðamanni, sem þekkir hvorki haus né sporð á því sem hann skrifar um.

 

 


mbl.is Eitt blaðanna brotið af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskiljanleg ákvörðun - veikleikamerki

Ákvörðun Hönnu Birnu er undarleg og í hróplegri andstöðu við niðurstöðu prófkjörsins um helgina og  kröfu kjósenda flokksins um breytingar, sem vart varð misskilin.

Face Simple AfraidHanna Birna hefur með þessari ákvörðun virt að vettugi kröfu flokksmanna að hún taki sér stöðu við stýrið og ákveðið þess í stað að verða óbreyttur háseti í komandi kosningaveiðiferð flokksins undir stjórn getulauss skipstjóra sem hefur í tvígang fengið gula spjaldið hjá flokksmönnum sínum.

Hanna Birna var með pálmann í höndunum en á ögurstundu hikaði hún og þorði ekki að taka stökkið. Sú  ákvörðun veikir hennar stöðu til framtíðar, svo um munar. Það er nóg af stjórnmálamönnum sem ekki þora en engin eftirspurn. Því kann tækifæri Hönnu Birnu til að verða formaður Sjálfstæðisflokksins að hafa runnið henni úr greipum.

Margir hafa örugglega andvarpað af létti á vinstrivæng íslenskra stjórnmála við þessi tíðindi. Hanna Birna hefur með ákvörðun sinni fært þeim veikan og  laskaðan Sjálfstæðisflokk sem andstæðing í komandi kosningum. Meðan Bjarni Benediktsson veitir Sjálfstæðisflokknum forystu er vandséð að flokkurinn verði annað og meira en það pólitíska rekald sem formaðurinn sannarlega er.

Menn hafa fagnað af minna tilefni.

  


mbl.is Hanna Birna ekki í formanninn að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hanna Birna er orðin leiðtogi Sjálfstæðisflokksins þó Bjarni sé enn formaður að nafninu til

Engum blöðum er um það að fletta að Hanna Birna Kristjánsdóttir kom, sá og sigraði í þessu prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hún er með glæstum sigri sínum þar með orðin leiðtogi Sjálfstæðismanna á landsvísu. Það hljóta allir að sjá og viðurkenna, samherjar jafnt sem andstæðingar.

imagesCAUH04KUEkkert (nema þá landsfundur Sjálfstæðisflokksins ef svo ótrúlega vildi til) getur komið í veg fyrir að Hanna Birna verði næsti formaður flokksins. Með þessum glæsta sigri er hún þegar komin með annan þjóhnappinn í formannsstólinn.

Héðan í frá og fram að landsfundi Sjálfstæðisflokksins verður Bjarni Benediktsson, pólitískt séð, vart annað en ígildi innihalds ótæmdrar sorptunnu, sem hefur ekki annað hlutverk en að bíða eftir öskubílnum á næsta losunardegi.


mbl.is Lokatölur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léttur húmor í svartnættinu

Það vakti athygli og rataði í fréttir í gær að verjandi eins sakbornings í stóra ofbeldismálinu dottaði í réttarsalnum.  Vinnufélagar lögfræðingsins hrekktu félaga sinn ansi skemmtilega þegar hann mætti til vinnu í morgun og hans beið uppbúið „rúm“ á skrifborðinu hans, segir í frétt á Vísi.is.

Sleep-and-lawLögfræðingurinn, sem hefur greinilega húmor fyrir sjálfum sér, fullkomnaði hrekkinn með því að fá sér kríu á skrifborðinu. Það er gott að hægt sé að sjá eitthvað jákvætt í tengslum við þetta skelfilega mál.

Þeir eru ekki öfundsverðir af sínu hlutskipti lögfræðingarnir, verjuendur þessara hrotta. Það þarf sterk bein til að fá svona viðbjóð í fangið og skaðast hreinlega ekki á sálinni.

  


mbl.is Verjandi sofnaði við málflutning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarnargreiði við frambjóðendur

Kappsamur bloggari, sem segist ekki vera í Sjálfstæðisflokknum eða kjósandi hans, finnur samt hjá sér knýjandi þörf til að mæla sérstaklega með og mæra ákveðna frambjóðendur í  komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, umfram aðra.

Það er afar ólíklegt að hinir „lánsömu“ frambjóðendur kunni hinum kappsama bloggara nokkrar þakkir fyrir opinberaðan stuðninginn, því líkum má að því leiða að fyrir þá sé vænlegra til vinsælda að umræddur bloggari sé yfirlýstur andstæðingur þeirra frekar en samherji. Ekki þarf að efa að þeir sem ekki urðu stuðningsatlota bloggarans aðnjótandi lofa örugglega skapara sinn fyrir þá náð.

Bloggarinn kappsami leyfir ekki athugasemdir við þetta tiltekna blogg, sennilega af ótta við að tilfinningahiti og þakklæti frambjóðenda, fyrir stuðninginn, fari gersamlega úr böndunum.


Röng aðkoma

Eru ekki rangar starfsstéttir að höndla um mál þessara meindýra?  Af hverju er lögreglan og dómskerfið að eyða dýrmætum tíma sínum í mál sem klárlega ætti að vera á starfsviði meindýraeyða?


mbl.is Annþór og Börkur ávarpa dóminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ,æ,æ....

....æ, æiiiii, hvað þetta er sárt! 

 

Mig verkjar...

  
mbl.is Gunnar kærir Guðlaug Þór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísrael liggur í vörn - staðan er 136 : 5, þeim í vil.

Viðræður standa yfir um vopnahlé á Gaza, en á meðan láta Ísraelar sprengjum rigna yfir svæðið í kapp við tímann að klára það sprengjumagn sem þeir höfðu fyrirfram ákveðið  að notað yrði á Palestínskar fjölskyldur í þessari umferð. 

israel-bombingÞegar Ísraelar hafa lokið við að „verja“ sig og kastað síðustu sprengj- unni í þessari porsjón, fallast þeir á vopnahlé og alþjóðasamfélagið klappar þeim á bakið og hrósar þeim fyrir mannúðina.  

Þá verður „leikhlé“ á svæðinu  um hríð eða þangað til nýrra átaka er þörf  af pólitískum ástæðum. Þá þurfa Ísraelar að venju lítið að gera til að egna Palestínsk öfgasamtök nægjanlega til að allt fari í bál og brand á ný. Það fag kunna þeir upp á sína tíu.

  

Það er sorglega er, mitt í þessum harmleik,  að frú utanríkisráðherra Bandaríkjanna lætur eins og hún vinni að því hörðum höndum að koma á friði, þegar allir vita að ekki þarf nema eitt orð frá henni í eyra Ísraela til að stöðva sprengjuregnið.


mbl.is Enn rignir sprengjum yfir Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augnablikið fangað

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.