Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Ekkert er smátt í henni Ameríku

Kanar hugsa stórt, allt hjá þeim er fyrirferðamikið og í miklu magni. Gæði matar eru t.d. undantekningarlítið mæld í magni. Matgæðingi einum langaði mikið til að bragða á mannakjöti Cannibalism-in-Thailand29og skipulagði því slíkan málsverð og útvegun hráefnis.

Gæðingurinn íhugaði að ræna konum, velja góða uppskrift og setjast síðan að snæðingi. Að kana hætti kom auðvitað ekki til greina að byrja smátt, svona á einni konu til prufu.

Nei full máltíð og saðsöm skyldi það að vera, 100 konur áætlaði hann að færu í prufuréttinn, vart tæki því að óhreinka áhöldin fyrir minna.

Amerískt og gott!

 
mbl.is Neitaði að hafa skipulagt mannát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjörleifur, einstakur maður - alltaf með öfugum formerkjum

Þegar Hjörleifur Guttormsson talar um fylgistap í flokka ættu menn að leggja við hlustir. Því enginn annar kemst með tærnar þar sem Hjörleifur hefur hælana í að reyta af sér fylgi og losa flokkinn sinn við kjósendur.

Þegar Hjörleifur kom fyrst á þing 1978 fyrir Alþýðubandalagið í Austurlandskjördæmi, fékk flokkurinn 3 þingmenn og var Hjörleifur þriðji maður inn. Eftir að Hjörleifur kom í þinglið flokksins tapaði flokkurinn stöðugt fylgi í Austurlandskjördæmi. Í þingkosningunum 1995, sem voru þær síðustu sem Hjörleifur tók þátt í, var hann nærri fallin af þingi. Hjörleifur var þá í fyrsta sæti framboðslistans.

Framsóknarflokkurinn hefði aðeins þurft að ná 17 atkvæðum af Alþýðubandalaginu í kosningunum 1995 og Hjörleifur var  fallinn og Alþýðubandalagið orðið þingmannslaust í sínu sterkasta vígi!  Það hefðu þótt tíðindi!  

Já Hjörleifur er bólgin af reynslu í þeim fræðum að sópa af sér fylginu, það þarf engum blöðum um það að fletta. Í því er hann ókrýndur meistari og hann getur klárlega miðlað öðrum af reynslu sinni, en varast skyldu menn að sækja nokkuð í hans smiðju, ætli þeir sér frama í stjórnmálum.


mbl.is Segir VG „ósjálfbært rekald“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg er hún mannskepnan

Hvað er það sem kemur manni til að vilja kvænast konu eins og þessari svörtu ekkju, þar sem hún situr í fangelsi, hvar morðkvendið mun væntanlega dvelja um ókomin ár?  

wedding-ring-prisonÞessi undarlega hegðun er hreint ekki einsdæmi, eins og ætla mætti. Það er algengt a.m.k. í Bandaríkjunum að ástarbréfum nánast rigni yfir dæmda fjöldamorðingja með tilboðum um hjúskap,  frá ókunnugum konum sem telja morðingjann vera stóru ástina í sínu lífi.

Er þetta ást eða brenglun á háu stigi eða þá undarleg blanda af þessu tvennu með vænu dassi af athyglissýki?

  


mbl.is Kaldrifjaða ísdrottningin fyrir rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er þá skýringin?

Borgarstjórinn í Reykjavík hefur lagt óeðlilega mikið á sig í gegnum tíðina til að sýna að hann sé ekki haldinn hommafælni.

Þar sem borgarstjórinn segist ekki vera haldin hommafælni, þá er augljóslega einhver önnur ástæða fyrir óstjórnlegum fíflaskap hans, sem engan endi ætlar að taka.

Einhverjar hugdettur hvað valdi?


mbl.is Jón Gnarr: Hommafælnir eru fífl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitt ef við missum af þessum heimsendi eins og öllum hinum

heavens-gateJarðarbúar geta andað léttar. Ekkert er hæft í þeim staðhæfingum að heimsendir verði laust eftir hádegið þann 21. desember n.k. Himnaför Jóns Vals, Mofa og fáeina annarra réttlátra er því frestað um óákveðin tíma ásamt vítis för minni og restar.

Þetta fékk páfinn staðfest þegar hann sló á þráðinn til himna og rabbaði við  Jesú í síðustu viku. Jesú kom gersamlega af fjöllum og tjáði páfanum, í fullum trúnaði, að hann kannaðist ekki við nein áform um heimsendi. Ekki rengjum við Jesú, skárra væri það.

Þetta mun sennilega valda þeim 90 þúsundum manna vonbrigðum sem ætluðu að koma saman í Gvatemalaborg 21. des til að missa örugglega ekki af heimsendinum.

  


mbl.is Kristnir skeyti engu um heimsendaspár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður villiköttum bannað að veiða rjúpu í landi Kletts?

Landeigendur á Kletti í Geiradal  banna alla skotveiði á sínu landi. Ekki hefur það bjargað rjúpunni frá því að hverfa sporlaust. Eftir ítarlega rannsókn landeigenda og 80525903Náttúrufræði- stofnunar eru uppi grunsemdir um að veiðiglaðir  villikettir séu valdir að rjúpnahvarfinu.

Voðalegur vandræðagangur er þetta. Af hverju hengja landeigendur ekki bara upp nýtt skilti í stað þess gamla með banninu við skotveiðum:

Villiköttum eru bannaðar allar rjúpnaveiðar í landi Kletts, með eða án skotvopna!

Það hlýtur að hrífa.

  


mbl.is Rjúpan í ginið á villiketti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta hjálp!

Þegar  fyrsta hjálp er nefnd dettur öllu venjulegu fólki fyrst í hug sjúkragögn, matvæli og önnur hjálpargögn. En það fyrsta sem ráðamönnum stuðningsríkja Palestínu og Ísraels virðist detta í hug að senda þeim sem fyrstu hjálp, eru vopn og meiri vopn.

Eru fleiri, stærri og öflugri vopn það sem helst vantar í þennan landshluta til að til að stuðla að friði og hjálpa þjáðum íbúunum? Þeir einu sem braggast af fleiri og meiri vopnum eru framleiðendur þeirra og seljendur, þeir dauðans djöflar.

First-Aid-Kit-Inside-Sign-S-1779Ég held að íbúum Palestínu og Ísraels vanhagi um flest annað en fleiri úrræði til manndrápa.

.

.

.

.

.

Eru vopnasendingar merktar svona?

 


mbl.is Vilja koma vopnum til Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þetta er framtíðin hjá Benz...

Mercedes-Benz-Ener-G-Force-highway-patrol-sketch-1024x640...verður framtíðin á þeim bænum lítið fyrir augað.

Þetta er afspyrnu ljótur bíll, sem verður að teljast alger nýung hvað Benz varðar.

 
mbl.is Framtíðarjeppi Mercedes Benz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir kunna sig ekki og eru dónar að upplagi

 

 


Að skemmta skrattanum

Forsætisráðherra Finnlands, Jyrki Kateinen, segir fyrirhugaða loftrýmisgæslu finnska flughersins á Íslandi á næsta ári vera æfingu en ekki hernaðaraðgerð. Óvopnaðar þoturnar munu ekki sinna vörnum landsins og því t.a.m. ekki fljúga í veg fyrir aðrar þotur meðan á veru þeirra á Íslandi stendur. Svo segir á frétt á Vísi.is.

toy planeÍslensk stjórnvöld hafa kappkostað að réttlæta flug erlendra flugherja í lofthelgi Íslands með þeirri staðhæfingu að flugsveitirnar væru að sinna vörnum landsins. Núna hefur forsætisráðherra Finnlands staðfest vissu flestra Íslendinga að þær fullyrðingar væru hrein ósannindi.

Á þessum síðustu og verstu tímum þegar ríkið þarf að horfa í hverja krónu er vitandi vits verið að leggja fé til reksturs erlendra flugherja í algeru tilgangsleysi. Fyrsta skrefið inn í draum Björns Bjarnasonar um hervæðingu Íslands hefur verið stigið og það af svörnum hugmyndafræðilegum andstæðingum hans. Birni hlýtur að vera skemmt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband