Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012
Brosað þvert og endilangt
15.11.2012 | 21:59
Hver gæti tilgangurinn með fegurðaraðgerðum á skapabörmum verið annar en sá að geta brosað eins í báða enda?
Skapabarmaaðgerðum fjölgað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Burt með þetta skaðræði
15.11.2012 | 12:00
Hingað og ekki lengra, þessum álvera óskapnaði veður að eyða. Það gengur ekki lengur að inn í landið flæði, í ómældu magni, skítugur gjaldeyrir erlends auðvalds í óþökk saklausa íslenska ofurtrúar náttúrusinna, sem eiga sér þann draum helstan að fá að deyja rómantískum hungurdauða við berja- eða fjallagrasatínslu frekar en að þurfa að engjast ævilangt við alsnægtaborð auðvaldsins.
Þá er nú betra að árnar renni ónýttar til sjávar en að þær nýtist erlendu auðvaldi til að murka lífið úr íslendingum með auknum þægindum og betri lífsgæðum.
Kaupa verkfræðiþjónustu fyrir 11 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lögleg morð
14.11.2012 | 16:12
Ekki veit ég deili á þessum Ahmed- al-Jabari, hvort hann var dýrlingur eða skíthæll. En rök Ísraelsmanna fyrir drápinu á honum eru býsna undarleg. Þeir segja ástæðuna vera þá að hann hafi stjórnað hernaðaraðgerðum gegn Ísrael. Og því eðlileg aðgerð í þeirra augum.
Í Ísrael eru menn af sama sauðahúsi og al-Jabari, sem stjórna hernaðaraðgerðum gegn Palestínsku þjóðinni. Táknar yfirlýsing Ísraela að, af þeirra hálfu, verði dráp Palestínumanna á þeim talin eðlileg og sjálfsögð aðgerð og ekki metin sem hryðjuverk?
Ísraelsmenn opnuðu hlið vítis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (95)
Hvort er verra, nauðgun eða mannorðsmorð?
13.11.2012 | 21:36
Það er sjálfsagt að rannsaka hvort Egill Einarsson hafi ranglega verið sakaður um nauðgun, séu uppi vísbendingar um það.
Að mínu viti er það alveg jafn alvarlegur glæpur að ásaka mann eða konu ranglega um glæp og glæpurinn sjálfur, hefði hann verið framin.
Situr undir svívirðingum réttsýnna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
Hér sést það sem Keira Knightley vill ekki sýna
13.11.2012 | 21:11
Leikkonan Keira Knightley aftekur með öllu að sýna á sér beran bossann á hvíta tjaldinu. Brjóstunum er hún hinsvegar ófeimin að flagga fyrir aur og vonandi fær hún greitt fyrir gæðin frekar en magnið.
Áður en þetta verður blautlegra er rétt að geta þess að aðeins andlitið er leikkonunnar.
Brjóst í lagi en bossinn ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fórnarlömb hvað?
13.11.2012 | 12:10
Það er strax byrjað að væla hér heima, aumingja saklausu stúlkurnar að lenda í þessu! Fórnarlömb glæpamanna! Það verður að bjarga þeim heim!
Auðvitað vissu þær báðar frá upphafi hvað á spýtunni hékk, eða máttu vita.
Blessunarlega náðu þessi efni ekki þangað sem þeim var ætlað að fara, í æðar annarra ungmenna - segi ég nú bara.
Hvattar til að vera samvinnuþýðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (54)
Fellum fánann í hálfa
12.11.2012 | 18:38
Síðasta landstjóra Breska heimsveldisins á erlendri grund sem gafst tækifæri til að auglýsa breskt stærilæti í bland við yfirstéttar yfirlæti og fyrirmannamenningarlegt ofursnobb með fullu dinglum dangli, er látinn.
Ja hérna, þvílík frétt!
Rex Hunt látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það hljóta að vera til pillur við þessu
11.11.2012 | 22:08
Það er hámark sjálfs- blekkingarinnar og tákn um veruleikaflótta á háu stigi hjá Jóni Gunnarssyni þegar hann kallar fram- boðslista Sjálfstæðisflokk- sins í kraganum sterkan og frambærilegan.
Listi sem leiddur er af manni sem helmingur flokksmanna í krag- anum hafnaði verður aldrei annað en hálfvelgja. Listinn er leiddur af manni sem er svo öflugur að hann rétt marði það að verja sína stöðu á landsfundi, helsta helgidómi flokksins.
Bjarni er og verður flokknum aldrei annað en hálfdrættingur. Það er svo sem engin ástæða til að harma það.
Fjölbreyttur og sterkur listi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bjarni helmingur segir stöðu sína sterka
11.11.2012 | 14:40
Það er sannarlega lán fyrir Bjarna að reiknis- og prósentukúnstir hans sjálfs voru ekki notaðar í þessu prófkjöri. Útkoma formannsins hefði þá vart verið mælanleg.
Það var að mér sótt með stórum orðum segir Bjarni formaður til skýringar á afleitri útkomu hans. Þrátt fyrir að hafa að eigin sögn séð margt í pólitíkinni hefur það greinilega farið framhjá Bjarna að í kosningum og prófkjörum er yfirleitt hörð og óvægin samkeppni um atkvæðin.
Bjarni reiknaði með að fá rússneska kosningu alveg vafningslaust, en gleymdi að reikna með vafningi eigin fortíðar.
En staða mín er sterk og enginn ógnar minni stöðu, ég lýk þessu prófkjöri með afgerandi sigri segir Bjarni kokhraustur með sinn helming.
Núna telst 54% afgerandi sigur hjá Bjarna en ekki eru nema nokkrir dagar síðan sami Bjarni notaði stór orð um 64% fylgi við frumvarp að nýrri stjórnarskrá og sagði slíka niðurstöðu ekki marktæka og í raun skipbrot fyrir þá sem að kosningunni stóðu.
Þá vitum við það.
Getur verið kalt á toppnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Hver væri stuðningurinn við Bjarna, væri sömu reikniaðferð beitt og hann notaði sjálfur í þjóðaratkvæðagreiðslunni nýverið?
11.11.2012 | 11:25
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárfrumvarpið um daginn mætti helmingur kjósenda á kjörstað og kaus. Tveir þriðju greiddu stjórnarskrárfrumvarpinu atkvæði sitt sem útlagðist rúm 64% greiddra atkvæða.
Þá niðurstöðu gat Bjarni Ben ekki unað við og dró upp á dekk alla sem heima sátu og ekki kusu og bætti þeim við nei atkvæðin á kjörstað og fann þannig út að stuðningur við stjórnarskrárfrumvarpið væri ekki nema 30% og því gífurlegt áfall fyrir ríkisstjórnina, sem ætti að segja af sér.
Þar sem Sjálfstæðismenn liggja á félagatali sínu eins og ormar á gulli er fjöldinn á kjörskrá óljós. En gefum okkur að kjörsókn hafi verið 50% eins og í þjóðar- atkvæðagreiðslunni.
Bjarni Benediktsson fékk 54% greiddra atkvæða í þessu prófkjöri. Ef reikniaðferð Bjarna er notuð og þeir teknir sem höfnuðu Bjarna á kjörstað að viðbættum þeim sem ekki kusu Bjarna með því að sitja heima þá hefur hann aðeins fylgi 25% sjálfstæðismanna og 75% þeirra hafna honum alfarið.
Ætla mætti að Bjarni sæi sína sæng uppreidda, færi að eigin ráðum og segði af sér. En það gerir hann vonandi ekki, því vandfundinn er meiri dragbítur á eigin flokk en vafningurinn Bjarni Ben.
Bjarni með 54% atkvæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)