Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012
Eru prestarnir fyrir sóknirnar eða eru sóknirnar fyrir prestanna?
10.11.2012 | 12:12
Það sem blessaður Hvanneyrar presturinn á við með því að umrædd tillaga, sem liggur fyrir kirkjuþingi til einföldunar á sameiningarferli kirkjusókna, ógni kirkjuskipan á Íslandi er auðvitað ekki alvarlegra en að tillagan kann að raska starfsöryggi örfárra presta í fámennum sóknum sem þiggja laun fyrir fátt annað tilvist sína eina.
Það er prestinum greinilega vandræðalaust að gera þá kröfu á ríkið að það kosti og geri út óþarfa presta í fámennum sóknum þó lítil og nánast engin eftirspurn sé eftir þeirra þjónustu og vinnuframlagi. Presturinn vill því að allar breytingar á þessu þægindafyrirkomulagi séu eins torsóttar og kostur er.
![]() |
Segja tillögu ógna kirkjuskipan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bjóðum Breivik sömu vist og hann bauð 77 fórnarlömbum sínum
9.11.2012 | 19:43
Jæja er hann farinn að væla ræfillinn um mannréttindabrot. Látum helvítið væla, allt sem hann fær er of gott. Til að eiga kröfu til mannréttinda verður viðkomandi að teljast til manna. Breivik hefur með gjörðum sínum algerlega fyrirgert sér þeim rétti að teljast maður.
Ég efast um að það fyrirfinnist verri íverustaður í Noregi, vælir Breivik um 3ja herbergja fangaklefann sinn og segir aðbúnaðinn ómannúðlegan.
Ekki þarf að efast um að íverustaður Breiviks er til muna hlýlegri og þægilegri vistarvera en kaldar grafirnar sem hann bjó 77 fórnarlömbum sínum af fullum ásetningi og án minnstu iðrunar.
Það ætti að bjóða honum að dvelja niðri á sex fetum í smá tíma, ætli hann þráði ekki fljótlega aftur hlýjan og vistlegan klefann.
Það þyrfti svo að skoða undir húddið á þeim sem taka að sér smygla bréfum út úr fangelsinu fyrir þetta óbermi.
![]() |
Breivik finnst illa farið með sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Hér sjáum við af hverju konur kusu frekar Obama en Romney
8.11.2012 | 11:13
En þegar eiginkonur frambjóðendanna báru saman bækur sínar kom berlega í ljós að Romney stæðist engan veginn samanburð við Obama.
Það er augljóst af hverju konur völdu frekar Obama en Romney.

![]() |
Konur skiptu sköpum í kosningunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Hvort kemur á undan, jólasveininn eða afsökunarbeiðni Ögmundar?
8.11.2012 | 10:00
Það kann vel að vera að spár Veðurstofunnar, sem dögum saman spáði þessu óveðri, hafi farið gersamlega framhjá félaga Ögmundi Jónassyni ráðherra.
Hvað er það sem kemur félaga Ögmundi Jónassyni ráðherra til að stíga í ræðustól Alþingis og fullyrða þá vitleysu að enginn hafi varað við óveðrinu og að það hafi komið mönnum gersamlega á óvart?
Félaga ráðherra virðist ekki hafa dottið í hug að kanna málið agnargögn áður en hann steig í ræðustól Alþingis og ruddi úr sér bullinu. Félagi ráðherra hlýtur að stíga fram og biðja hlutaðeigandi afsökunar, hafi hann snefil af sómakennd. En kannski er vænlegra að trúa á jólasveininn en að reikna með því.
Menn hljóta framvegis að taka allt sem frá félaga Ögmundi kemur með fullum fyrirvara, þ.e.a.s. þeir sem ekki hafa þegar tamið sér þá góðu reglu.
![]() |
Ummæli ráðherra komu Veðurstofunni í opna skjöldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Hverjar eru áherslur RÚV?
6.11.2012 | 18:47
Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að forsetakosningar eru í Bandaríkjunum í dag.
Ríkisútvarpið hefur haft spurnir af kosningunum og stekkur til með kosningavöku sem hefst kl. 23.15, í sjónvarpinu, dagskrárlok eru auglýst kl. 06.00 samkvæmt vef RUV.
Hvernig stendur á því að Ríkissjónvarpið telur ástæðu til að halda sérstaka og langa kosningavöku um kosningar í Bandaríkjunum þegar sama stofnun gaf nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi um stjórnarskrárfrumvarpið fingurinn og fjallaði um hana af fullkominni léttúð með ómerkilegu innskoti í dagskrá?
![]() |
Kosningavaka á Nordica |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Eru fjölskylduorgíur það sem koma skal?
6.11.2012 | 11:07
Samkvæmt frétt á Vísi.is þá vill Einingalistinn í Danmörku afnema úr lögum, bann við kynlífi systkina. Málið hefur vakið mikla athygli úti þar og samkvæmt fréttinni snýst umræðan aðallega um lögfræðihliðina og einhvern undarlegan samanburð á þessu kynlífi og hinu í bland við gamla forræðishyggju drauginn, en ekki er minnst á siðferðislegu hliðina.
Það kann að vera að menn geti talað sig út í það öngstræti að kynlíf milli systkina ætti ekki að vera refsivert en það er mér hulin ráðgáta hvernig þetta lið ætlar að rökstyðja það fyrir óbrengluðu fólki að kynlíf milli systkina sé eðlilegt, siðlegt og sjálfsagt.
Hvað á að lögleiða næst, kynlíf foreldra og barna?
Á hvaða leið er þetta lið, eða er það bara ég sem sé ekki ljósið?
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ekki í mínu nafni
5.11.2012 | 15:01
Ætlum við að láta minnast okkar í framtíðinni sem kynslóðin sem ekki vildi krossfesta barnaníðinga og kynferðismislyndismenn, en festi þess í stað á þá krossa til að votta þeim virðingu fyrir störf þeirra, gæsku og gjörvuleika?
Svo er að sjá, því ekki hefur orðið vert neinna tilburða í þá átt að leiðrétta þau orðuveitingar mistök. Illugi Jökulsson skrifar kjarnyrta kröfu og vel rökstudda á Eyjunni, eins og honum einum er lagið, og krefst þess að illvirkinn Ágúst Georg verði sviptur fálkaorðunni og tengdum titlum.
Rétt er að minnast þess að fleiri níðingar en Ágúst Georg hafa verið fálkorðaðir á Bessastöðum fyrir einstakt hjartalag sitt og gæsku.
Forsetinn veitir fálkaorðuna í nafni þjóðarinnar, ég tek undir þá kröfu Illuga, sem borgari þessa lands, að þessir menn verði sviptir fálkaorðunni þegar í stað og það hlýtur öll þjóðin að gera nema hún vilji afgreiða málið að hætti kirkjunnar og segja rétt eins og presturinn æ æ æ æ, þetta er agalegt og henda síðan samviskunni í ruslið.
Bera þessir menn fálkaorður í okkar nafni? Ekki í mínu nafni segi ég. En hvað með þig, gera þeir það í þínu nafni?
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Framsóknarmaðurinn Obama
5.11.2012 | 00:56
Framsóknarmenn efast ekki um sigur Obama í kosningunum á þriðjudaginn eftir stuðnings- yfirlýsingu Framsóknarflokksins við hann.
Það er trú Sigmundar Davíðs að Bandarískir framsóknarmenn allra flokka munu svara kalli íslenska móðurflokksins og tryggja kjör þeirra manns.
Utan Framsóknarflokksins vöktu fréttir af viðbrögðum forsetans enga undrun. Forsetinn varð samkvæmt áræðanlegum heimildum, gubbugrænn í framan þá þegar hann hafði spurnir af stuðningsyfirlýsingu Framsóknarflokksins.
Mitt Romney mun hafa brugðist hart við og vottað forsetanum hluttekningu sína.
![]() |
Framsóknarflokkurinn styður Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fjandvinafögnuður
3.11.2012 | 07:14
Athygli vekur að svarnir pólitískir andstæðingar Atla Gíslasonar, Jóns Bjarnasonar og Guðfríðar Lilju keppast nú um að skrifa lofrullur og minningargreinar um þau pólitískt gengin. Lofrullur á þeim mælikvarða sem ekki koma úr ranni íhaldsins nema um þeirra eigin Guði fallna.
Það hefur ekki verið þeim Atla, Jóni og Guðfríði neitt sérstakt áhyggjuefni að hafa verið á skjá og skjön við samherja sína. En sú staðreynd að þau eru núna elskuð og dáð af pólitískum fjandmönnum, sem aldrei hafa lagt þeim til annað en illt orð, ætti að vera þeim nokkurt íhugunarefni.
![]() |
Guðfríður Lilja stóð með grunngildunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er full ástæða til að vorkenna LÍÚ Mafíunni hvar hún, tötrum klædd, hímir í ræsinu og betlar sér viðurværis.
2.11.2012 | 13:57
Þessi afleita rekstrarafkoma hjá Samherja upp á aðeins tæpa níu milljarða hagnað er auðvitað alls óviðunandi og eins víst að afkoman sé engu betri hjá öðrum aðildarfélögum LÍÚ.
Samherji og reglubræður þeirra í LÍÚ Mafíunni hafa því ákveðið að þvinga fram, með verkbanns- aðgerðum, launa- og kjara- skerðingu hjá sjómönnum.
Vesalingarnir telja sig ekki eiga annan kost, í þessari kröppu stöðu, eigi þeir að geta greitt sjálfum sér feitan arð.
*Fyrir þá sem ekki vita hvað verkbann er, þá er það öfug verkfallsboðun, þar sem atvinnurekendur loka fyrirtækjunum og senda launafólk heim launalaust.)
![]() |
Methagnaður hjá Samherja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)