Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
Aflúsun
24.9.2012 | 09:29
Íraskur flóttamaður sem kom hingað í hælisleit s.l. haust, eftir synjun um hæli í Noregi, var fluttur úr landi til Noregs í morgun. Íslensk yfirvöld komust að sömu niðurstöðu og þau norsku að ekki væri forsenda fyrir hælisveitingu á grundvelli sögu mannsins. En maðurinn segist ofsóttur í heimalandinu vegna starfa hans fyrir Bandaríska herinn!
Þúsundir er ekki tugþúsundir Íraka hafa starfað fyrir hernámsliðið í Írak. Eru þeir allir ofsóttir og á flótta? Á þá ekki að bjóða þá alla velkomna til Íslands?
Lögmaður mannsins gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir brottvísunina og líka fyrir hvað langan tíma það tók að afgreiða málið. Lögmaðurinn hefur þá væntanlega viljað fá brottvísunina framkvæmda fyrr svo skjólstæðingur hans kæmist sem fyrst heim í það helvíti sem sagt er bíða hans.
Ja, það er vandlifað!
Segir öryggi flóttamanns ótryggt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Sigmundur Davíð er orðin fullsköpuð Framsóknarmaddama
22.9.2012 | 19:25
Formaður Framsóknarflokksins er ekki öruggari með sig og stefnu síns flokks en svo að hann telur vænlegast, til að tryggja sjálfan sig, að hverfa frá ótryggu þingsæti sínu í Reykjavík og bjóða sig fram í N-Austurkjördæmi, hvar Framsókn á enn örugg þingsæti að öllu óbreyttu.
Sigmundur Davíð hefur þar með staðfest að hann hefur að fullu aðlagast áratugalöngum hugsunarhætti Framsóknarmanna. Sem er að tryggja fyrst og fremst, með öllum ráðum, sína eigin hagsmuni, þá flokksins og síðast þjóðarinnar, fari þeir hagsmunirnir ekki saman.
Velkominn heim í heiðardalinn Sigmundur.
Birkir Jón hættir á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Gylfi er með þetta að venju - eða þannig.
21.9.2012 | 11:38
Það gildir einu hver efnahagsvandinn hefur verið á Íslandi síðan 1918, eina efnahagsúrræðið sem beitt hefur verið er gengisfelling á gengisfellingu ofan.
Verði ekkert af upptöku evru eða annars erlends gjaldmiðils, er fastgengi Íslensku krónunnar engin framtíðar lausn. Því fastgengi krónunnar má breyta með einfaldri lagasetningu.
Ef hinsvegar gildir öðru máli ef gengi krónunnar væri bundið erlendum gjaldmiðli í stjórnarskrá eða á annan þann hátt að ekki yrði hægt að laga gengið að stundarhagsmunum efnahagsins.
Slík króna myndi þá teljast ígildi þess sama erlenda gjaldmiðils og hún er bundin við og yrði þá þörf á upptöku erlends gjaldmiðils?
Vill taka upp fastgengisstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skolað út úr Framsókn
21.9.2012 | 10:34
Jónína detoxdrottning Íslands ætlar í framboð fyrir Framsóknarflokkinn, vilji flokkurinn nýta þekkingu hennar og krafta.
Jónína segist ekki hafa í hyggju að fara í neinn leðjuslag í sínu framboði.
En vandséð er hvernig Jónína hyggst detoxa Framsóknarflokkinn án þess að illaþefjandi leðjan fljóti í stríðum straumum, jafnvel þótt hún noti marg vígt skolvatn.
Vill í framboð fyrir Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tækjaátrúnaður
21.9.2012 | 08:44
Það er stöðugt vaxandi að fólk standi slefandi í löngum biðröðum við raftækjaverslanir, jafnvel dögum saman, eftir að koma höndum yfir það nýjasta í tæknibúnaði hverskonar og þar eru símar og annar samskiptabúnaður hvað eftirsóttast. Enginn þykir maður með mönnum nema skarta því nýjasta á því sviði.
3G símar, iPhone, spjaldtölvur, eða hvað þetta heitir allt saman, eru orðin að hreinum átrúnaði. Þessir nýju guðir samtímans hafa það þó fram yfir gömlu guðina, að þeir sýna þó viðbrögð við ákalli trúandans, þeir svara hið minnsta bænunum og reyna að uppfylla óskir notandans.
En gömlu guðirnir, Guð, Allah, Óðinn, Shiva, eða hvað þeir kappar heita nú allir saman, eru enn við sama heygarðshornið og þeir hafa verið síðan þeir voru fundnir upp í árdögum mannkyns og láta enn eins og þeir heyri hvorki né sjái þá sem á skeljunum liggja um heim allan og biðja um áheyrn.
Ætli gömlu guðirnir hreinlega ekki að verða undir í samkeppninni við nýja tækjaátrúnaðinn verða þeir að taka sig saman í andlitinu, appa sig upp eins og það er kallað, og taka upp beint samband við átrúendur sína.
Ef þeir gera það ekki er þeim ekki viðbjargandi frekar en mér, sem er enn að nota 10 ára gamlan síma, sem hægt er að hringja úr og svara hringingum, en fátt annað. Það er víst púkó!
iPhone 5 æðið breiðist út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nektarmynd af Kate Middleton á brúkaupsdaginn
20.9.2012 | 10:15
Þvílíkur hamagangur út af einu pari af brjóstum sem eru varla umtalsverð, ef marka má myndir af hennar hátign fullklæddri.
Kate blessunin mátti auðvitað vita að þegar hún gekk í eina sæng með einhverri úrkynjuðustu og óþörfustu fjölskyldu heims, yrði hún hvergi óhult fyrir papparössum, hefði hún hug á að bera hold opinberlega.
Hertogaynjan getur því sjálfri sér um kennt og því meir sem hún og hinir ómagarnir í Buckingham höll ólmast yfir myndunum, stóreykst á þeim áhuginn.
.
.
Það skal tekið fram að myndin er fölsuð!
14 myndir af Kate berbrjósta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Yndislegt
19.9.2012 | 12:08
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Teit Atlason af stefnu og skaðabóta kröfu Gunnlaugs Sigmundssonar. Dómurinn fellst ekki á uppgerðarvandlætingu Gunnlaugs og skýringar hans, hvernig hann eignaðist Kögun.
Teitur og aðrir, sem hafa stigið fram fyrir skjöldu og gagnrýnt óútskýrða yfirfærslu Kögunar í rann Gunnlaugs hafa því, að mati Héraðsdóms, nokkuð til síns máls að þar hafi verið maðkur í mysunni.
Gunnlaugur var því eðlilega dæmdur til að opna veskið og greiða Teiti málskostnaðinn.
Til hamingju Teitur!
Teitur Atlason sýknaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)