Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013

Tapað - fundið

Allt var sett í ýtrustu viðbragðsstöðu hjá lögreglu í kvöld þegar dularfullur pakki fannst á tröppum Stjórnarráðsins því óttast var að í pakkanum væri virk sprengja.

En við nánari athugun kom í ljós að í pokanum var löngu sprungin bomba, óhrein og krumpuð kosningaloforð stjórnarflokkana, sem þeir höfðu fleygt strax eftir kosningarnar í vor. Skilvís finnandi hafði skilað pokanum á tröppur Stjórnarráðsins.

Hinum óheppna finnanda hefur verið tilkynnt að, að launum skuli hann ekki að gera sér háar hugmyndir um  skuldaniðurfærslu sér til handa.


mbl.is Dularfullur pakki við Stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð kalkúnafylling - allt sem þarf

Flestir sem á annað borð leggja það á sig að éta kalkún eru sammála um að góð fylling í fuglinn sé algerlega ómissandi. Þetta er dagsatt og svipar mjög til naglasúpuuppskriftarinnar góðu, þar sem  öll aukaefnin í súpuna eru algerlega ómissandi ef eitthvað á að verða úr súpunni.

En af hverju troða menn þessu mauki inn í kalkúninn í stað þess að baka "fyllinguna" í formi og borða hana þannig í stað þess að standa í því kroppa hana út um boruna?

Þegar menn eru komnir með góða og matarmikla formbakaða kalkúnafyllingu ásamt öðru meðlæti og sósu er komin fullkomin hátíðarmáltíð.

Kalkúninum má því að skaðlausu sleppa alveg, enda bragðlaust óæti hvort sem er án fyllingar.

Verði ykkur að góðu! 


mbl.is Guðdómleg kalkúnafylling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Johnsen og "Garðar Hólm"

Lítið leggst fyrir „stórsöngvarann“ og monttappann Kristján Jóhannsson að hann skuli enda sinn, ja sumir segja, glæsta söngferil  í  „samsöng“  með Árna Johnsen á áramótabrennu við Elliðavatn.

Til að kóróna niðurlægingu þessa fyrrum vonarstjörnu landsins þá er hann í efnisskránni talinn upp á eftir hinum lagskakka Eyjarumung.

Þetta jafningja raul gæti orðið hin besta skemmtan. 

Ætli Kristján syngi frítt líkt og á styrktartónleikunum forðum, eða þarf að stofna til samskota? Það þarf hinsvegar engar áhyggjur að hafa af Árna, hann sér um sig sjálfur.


mbl.is Árni Johnsen og Kristján Jóhannsson stjórna fjöldasöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úps! - Smá mistök Silla!

 


Í boði Símans

imagesxwsncbfx.jpgSíminn býður viðskiptavinum sínum að hringja ókeypis úr heimasímum (fastlínusímum) til útlanda í dag (jóladag). 

Það er lofsvert framtak hjá Símanum og góð jólagjöf að bjóða viðskiptavinum sínum frí símtöl til ættingja og vini erlendis, takk kærlega fyrir það.

Gjörið svo vel og hringið – í boði Símans!


mbl.is Ókeypis að hringja á jóladag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg jól!

1211544344.jpgÉg sendi öllum vandamönnum, vinum, bloggvinum, þeim sem vilja  þekkja mig og þeim sem heimsótt hafa þessa aumu blogg síðu mína gegnum tíðina bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.

                        Axel Jóhann Hallgrímsson.

 


Sjálfsvirðing verkalýðshreyfingarinnar í húfi

Það er ljóst að ekkert stéttafélag, sem enn eru með lausa samninga, vill sjá samning ASÍ og SA sem fyrirmynd að þeirra samningi. Nokkur verkalýðsfélög innan ASÍ, sem eru að forminu til aðilar að þessum "samningi", hafna honum alfarið, telja hann afleitan. Það segir allt sem segja þarf um samninginn þann.

Því er ljóst að stórkallalegar yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ um ófrávíkjanlega kröfu um hækkun lægstu launa umfram aðra hópa snérist upp í hróplega andhverfu sína, rétt einn ganginn.  Þeir lægst launuðu eru enn einu sinni skildir eftir og horfa upp á launabilið breikka enn frekar. Verkalýðurinn er enn og aftur rassskelltur - af eigin forystu.

Hetjurnar í ríkisstjórninni eru svo kapítuli út af fyrir sig. Framkoma þeirra gagnvart launalægstu  hópunum og grímulaus misskiptingarstefna gefur verkalýðshreyfingunni ekki tilefni til friðarsamninga við þá herra. Ekki þarf að spyrja Sjálfstæðismenn um framgöngu sinna manna, en hvað segir grasrótin í Framsókn?

Verkalýðsfélög innan ASÍ hljóta að hafna þessum samningi, þá á Gylfi og hirðin hans ekki annan kost en segja af sér, hafi þeir minnsta snefil af sjálfsvirðingu.

Samþykki aðildarfélög ASÍ samninginn er ljóst að verkalýðshreyfingin hefur glatað sjálfsvirðingu sinni, hún hefur gefist upp - endanlega. 

Verkalýður sem gerir engar kröfur til sjálfs sín á  ekki rétt á kröfugerð á hendur öðrum. Hann verður að þiggja það sem að honum er veitt og þegja.

Þá hlær Gráskeggur!  Þá verður honum ekki misboðið!



mbl.is Kennarar vilja meiri hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fær Gylfi síld?

Tek ofan fyrir þeim verkalýðsleiðtogum sem neita að samþykkja svika- samningana.

Fastlega má reikna með því að Samtök Atvinnulífsins sendi Árna Johnsen með marineraða síld til Gylfa og annarra quislinga í ASÍ fyrir vel unnin störf í þágu SA.


mbl.is Eykur á misskiptinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í dauðans hasti

Fimm hreindýr drápust þegar ekið var á þau í „mikilli þoku“. Nið dimm þoka er ekki beinlínis kjöraðstæður fyrir hraðakstur, akstur á þeim hraða að dugi til að drepa fimm hreindýr. 

Sumir virðast alltaf aka á sama hraða, sama hverjar aðstæðurnar eru, rétt eins og auglýstur hámarkshraði sé gildandi lágmarkshraði.  Það er uggvænlegt tilfinning að aka eftir Reykjanesbrautinni, í hríðarmuggu og afar takmörkuðu skyggni, á þeim hraða sem hæfir aðstæðum, þegar bíllinn hendist skyndilega til, þegar þeir ökumenn sem valdið hafa  taka  framúr á hraða símskeytis.

Það er orðið langt síðan ég tók bílprófið en mig minnir að það standi í umferðarlögunum eitthvað á þá leið að aka beri eftir aðstæðum hverju sinni og ekki hraðar en svo að hægt sé að stöðva bifreiðina á þriðjungi þeirrar vegalengdar sem auð er og hindrunarlaus framundan.  

En sú regla er auðvitað aðeins fyrir þá sem eru ekki að flýta sér.


mbl.is Fimm hreindýr drápust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konunglegur kláði hrjáir Svía í auknum mæli

Stuðningur Svía við konungdæmið fer ört minnkandi. En vilji Svíar á annað borð dröslast með þessa konunglegu kláðamaura áfram, get ég ekki séð að máli skipti hvað aðalkláðamaurinn heitir. Það klæjar undan eftir sem áður.


mbl.is 48% Svía vilja að konungurinn segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband