Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2013

Ţeir sletta skyrinu sem eiga ţađ

Fađir Sigmundar Davíđs,  Gunnlaugur M. Sigmundsson sem eignađist Kögun međ óútskýrđum Framsóknar ađferđum, sletti skyrinu eins og hann ćtti  ţađ ţegar hann veittist međ fúkyrđum og skömmum ađ Teiti Atlasyni í Hörpu í morgun.

Gunnlaugur hafđi sem kunnugt er ekki erindi sem erfiđi ţegar hann stefndi Teiti fyrir skrif hans um Kögunar pestina. Hérađsdómur hafnađi kröfu Gunnlaugs ađ múlbinda sannleikann og vísađi henni til föđurhúsanna.

Gunnlaugur er ţví eđlilega fúll.

  


Er ekki frelsiđ dásamlegt?

Eitt er ríki í heiminum svo stútfullt af frelsi hverskonar, heimsins besta frelsi, já svo fínu frelsi raunar ađ nauđsynlegt ţykir ađ trođa ţví upp á önnur ríki, međ illu ef ekki góđu.  

Í ţessu landi frelsisins er frelsiđ svo mikiđ ađ allt er leyfilegt, eđa nćstum allt, ţađ eina sem virđist vera bannađ er frelsi á ferđalögum til Kúbu. Slíkt er gróft brot á viđskiptabanninu, sem ţetta land "frjálsra viđskipta" setti á Kúbu ţegar ţeir fćddust, sem nú eru komnir yfir miđjan aldur. Ađ rjúfa heilagt  viđskiptabanniđ er einhver versti glćpur sem Bandarískir „nasistar“ geta hugsađ sér, jađrar viđ landráđ.

Viđskiptabanniđ var sett á Kúbu í kjölfar ţess ađ ríkisstjórn Kúbu ţjóđnýtti eigur Bandarísku mafíunnar á eynni. Í rúm 50 ár hafa Bandarísk stjórnvöld reynt, međ banninu, ađ ţvinga Kúbu til ađ skila mafíunni „eigum“ hennar. Viđskiptabanniđ getur allt eins stađiđ til eilífđar, svo mikilvćgt sem ţađ er Bandaríkjamönnum ađ mafíunni sé stađiđ skil á sínu.

Í seinni tíđ hefur ţó ný söguskýring á viđskiptabanninu skotiđ upp kollinum af og til ţegar hún ţykir til vinsćlda fallin. Sem er ađ ljúga upp stuđningi Kúbu viđ hryđjuverk! Slíkar fullyrđingar eru beinlínis hlćgilegar ţegar ţćr koma úr munni Bandarískra repúblikana sem eru friđlausir  nema bandarískir hermenn séu sem víđast út um heim ađ drepa fólk til ađ neyđa upp á ţađ ţeirra gildi.

Frelsi til ađ segja nei viđ ţví „hjálprćđi“ liggur ekki á lausu.


mbl.is Hafđi Beyoncé leyfi fyrir Kúbuferđinni?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hugsađ upphátt!

Helsti galli og veikleiki ríkisstjórna á Íslandi hefur veriđ sá ađ ţćr hafa veriđ samsteypustjórnir tveggja eđa fleiri flokka. Ţannig ríkisstjórn verđur aldrei annađ brćđingur af stefnu ţeirra flokka sem hana mynda, málamiđlun.  Fyrir vikiđ hefur málefnasamningur ríkisstjórna oft orđiđ hvorki  fugl né fiskur.

Ef marka má skođanakannanir ţá hyllir jafnvel undir hreinan meirihluta Framsóknar á Alţingi. Ţó ég sé ekki stuđningsmađur Framsóknar ţá finnst mér ţetta vera, af framansögđu, bćđi spennandi og áhugavert.

Nái einn flokkur meirihluta á Alţingi, verđur stefna ríkisstjórnarinnar „hrein“, enginn brćđingur, engin málamiđlun. Ríkisstjórnarflokkurinn framkvćmir sína stefnu ómengađa og ţyrfti ekki ađ fórna kosningaloforđum á altari málamiđlana og bćri ţá einn ábyrgđ á framkvćmdinni og árangrinum.

Ţađ vaknar hjá mér sú spurning hvort ég ćtti ekki ađ brjóta odd af oflćti mínu, slá til og kjósa Framsókn, geti ţađ orđiđ til ţess ađ fá fyrstu meirihlutastjórn eins flokks í lýđveldissögunni.

Ţví ekki? Allt er betra en Íhaldiđ!

Ţađ skemmir svo ekki hugmyndina ađ međ meirihluta Framsóknar og innanviđ 17% fylgi Íhaldsins yrđi niđurlćging ţeirrar meinsemdar alger. 


mbl.is Framsókn fengi 40%
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfuđlaus her

Ţađ  hlýtur ađ nálgast hámark heimskunnar ađ vera međ lögheimili erlendis og vera ekki kjörgengur en ćtla samt ađ leiđa frambođslista hér á landi.

Kjósendur hljóta ađ spyrja sig hvernig limirnir séu, ef svona er höfuđiđ.

En ţetta breytir engu fyrir Guđmund Franklín persónulega, líkur hans ađ komast á ţing eru nákvćmlega ţćr sömu eftir sem áđur.

  


mbl.is „Ţetta er auđvitađ bölvađ klúđur“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skítlegt eđli íhaldsins

Ţađ er skítlegt ţetta úrspil Sjálfstćđisflokksins, ađ senda Sigurđ Guđmundsson fyrrverandi landlćkni út af örkinni til ađ reyna ađ bjarga flokknum frá frekara fylgishruni međ ţví ađ láta hann hrópa á auknar fjárveitingar í heilbrigđiskerfiđ.

Aukiđ fjármagn í heilbrigđismálin er auđvitađ hiđ besta mál eitt og sér, ef ekki vćri fyrir ţá stađreynd ađ hér er ţađ Sjálfstćđisflokkurinn sem talar og meinar nákvćmlega ekkert međ ţví sem hann segir.

Ţađ er og hefur lengi veriđ draumur Sjálfstćđisflokksins ađ rústa heilbrigđiskerfinu í núverandi mynd og koma á kerfi ađ Bandarískri fyrirmynd ţar sem efnahagur sjúklinga rćđur alfariđ ţeirri ţjónustu og međferđ sem ţeir fá. Nú er lag ađ ţeirra mati, ţađ og ekkert annađ ćtla ţeir sér, komist ţeir til valda. 

Í ţví ljósi er ţetta örvćntingarútspil giska broslegt og ekki til fylgis falliđ.


mbl.is Farin fram af bjargbrúninni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Turnarnir tveir

Ríkissjónvarpiđ varđ sér til skammar í kosningaţćtti kvöldsins. Ekki var öllum frambođum sem ţegar hafa komiđ fram heimiluđ ţátttaka, ţótt eftir ţví vćri leitađ. Ţetta eru skítleg og andlýđrćđisleg vinnubrögđ hjá RUV, hvađa skođun sem menn kunna svo hafa á  viđkomandi frambođum sem ekki eru í náđinni.

Ađ mínu mati skáru Birgitta Jónsdóttir og Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson gersamlega frá öđrum frambjóđendum.

Birgitta var ađ mínu mati sigurvegari kvöldsins sem málefnalegasti frambjóđandinn en Sigmundur Davíđ var hinsvegar „sigurvegarinn“  á hinum endanum sem hinn fullkomni lýđskrumari en samt ótrúlega ótrúverđugur, flatur og leiđinlegur.


mbl.is Kosningabaráttan framundan
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Verđur nauđgun barna lögleidd?

Hollendingar virđast telja sér skylt, í nafni frelsis, ađ ryđja brautina fyrir hverskonar öfga, óra og ónáttúru. Nýjasta nýtt í ţeim efnum er úrskurđur áfrýjunarréttar ţess efnis ađ félagsskapur sem hefur nauđgun barna sem ađal áhugamál sé hiđ eđlilegasta mál.

Hollendingar eru núna ađ átta sig á ţví, ađ fenginni biturri reynslu, ađ fíkniefna frelsiđ sem leit svo dćmalaust vel út fyrir nokkrum árum, er hreint ekki ađ gera sig eins og vonir stóđu til. Í stađin fyrir ađ bakka frá bullinu grafa ţeir sig ađeins dýpra í viđbjóđinn.

Núna virđast Hollensk yfirvöld ćtla ađ toppa sjálfa sig í bullinu, fórnarlömbin verđa ađ ţessu sinni börn. Dómstóll ţar í landi hefur úrskurđađ ađ samtök sem berjast fyrir lögmćti „kynlífs“ barna og fullorđinna séu fyllilega réttmćt og sé frjálst ađ breiđa út sinn bođskap!

Er hćgt ađ sökkva sér dýpra í viđbjóđinn?

  
mbl.is Barnaníđssamtök ekki bönnuđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Besta gabbiđ ekki gabb

Ţađ var eđlilegt ađ setja ţetta nýja frambođ á koppinn í dag 1. apríl. Allir líta auđvitađ á ţetta sem gabb,  enda er formađur frambođsins, Pétur Gunnlaugsson trúđur á Útvarpi Sögu,  eitt allsherjar aprílgabb.

Ţađ verđur međ ţetta „aprílgabb“ eins og önnur slík, ţađ lifir daginn en er svo öllum gleymt.

  


mbl.is Átta samtök standa ađ Flokki heimilanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband