Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013
Þeir sletta skyrinu sem eiga það
18.4.2013 | 20:18
Faðir Sigmundar Davíðs, Gunnlaugur M. Sigmundsson sem eignaðist Kögun með óútskýrðum Framsóknar aðferðum, sletti skyrinu eins og hann ætti það þegar hann veittist með fúkyrðum og skömmum að Teiti Atlasyni í Hörpu í morgun.
Gunnlaugur hafði sem kunnugt er ekki erindi sem erfiði þegar hann stefndi Teiti fyrir skrif hans um Kögunar pestina. Héraðsdómur hafnaði kröfu Gunnlaugs að múlbinda sannleikann og vísaði henni til föðurhúsanna.
Gunnlaugur er því eðlilega fúll.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er ekki frelsið dásamlegt?
7.4.2013 | 11:33
Eitt er ríki í heiminum svo stútfullt af frelsi hverskonar, heimsins besta frelsi, já svo fínu frelsi raunar að nauðsynlegt þykir að troða því upp á önnur ríki, með illu ef ekki góðu.
Í þessu landi frelsisins er frelsið svo mikið að allt er leyfilegt, eða næstum allt, það eina sem virðist vera bannað er frelsi á ferðalögum til Kúbu. Slíkt er gróft brot á viðskiptabanninu, sem þetta land "frjálsra viðskipta" setti á Kúbu þegar þeir fæddust, sem nú eru komnir yfir miðjan aldur. Að rjúfa heilagt viðskiptabannið er einhver versti glæpur sem Bandarískir nasistar geta hugsað sér, jaðrar við landráð.
Viðskiptabannið var sett á Kúbu í kjölfar þess að ríkisstjórn Kúbu þjóðnýtti eigur Bandarísku mafíunnar á eynni. Í rúm 50 ár hafa Bandarísk stjórnvöld reynt, með banninu, að þvinga Kúbu til að skila mafíunni eigum hennar. Viðskiptabannið getur allt eins staðið til eilífðar, svo mikilvægt sem það er Bandaríkjamönnum að mafíunni sé staðið skil á sínu.
Í seinni tíð hefur þó ný söguskýring á viðskiptabanninu skotið upp kollinum af og til þegar hún þykir til vinsælda fallin. Sem er að ljúga upp stuðningi Kúbu við hryðjuverk! Slíkar fullyrðingar eru beinlínis hlægilegar þegar þær koma úr munni Bandarískra repúblikana sem eru friðlausir nema bandarískir hermenn séu sem víðast út um heim að drepa fólk til að neyða upp á það þeirra gildi.
Frelsi til að segja nei við því hjálpræði liggur ekki á lausu.
Hafði Beyoncé leyfi fyrir Kúbuferðinni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hugsað upphátt!
5.4.2013 | 08:56
Helsti galli og veikleiki ríkisstjórna á Íslandi hefur verið sá að þær hafa verið samsteypustjórnir tveggja eða fleiri flokka. Þannig ríkisstjórn verður aldrei annað bræðingur af stefnu þeirra flokka sem hana mynda, málamiðlun. Fyrir vikið hefur málefnasamningur ríkisstjórna oft orðið hvorki fugl né fiskur.
Ef marka má skoðanakannanir þá hyllir jafnvel undir hreinan meirihluta Framsóknar á Alþingi. Þó ég sé ekki stuðningsmaður Framsóknar þá finnst mér þetta vera, af framansögðu, bæði spennandi og áhugavert.
Nái einn flokkur meirihluta á Alþingi, verður stefna ríkisstjórnarinnar hrein, enginn bræðingur, engin málamiðlun. Ríkisstjórnarflokkurinn framkvæmir sína stefnu ómengaða og þyrfti ekki að fórna kosningaloforðum á altari málamiðlana og bæri þá einn ábyrgð á framkvæmdinni og árangrinum.
Það vaknar hjá mér sú spurning hvort ég ætti ekki að brjóta odd af oflæti mínu, slá til og kjósa Framsókn, geti það orðið til þess að fá fyrstu meirihlutastjórn eins flokks í lýðveldissögunni.
Því ekki? Allt er betra en Íhaldið!
Það skemmir svo ekki hugmyndina að með meirihluta Framsóknar og innanvið 17% fylgi Íhaldsins yrði niðurlæging þeirrar meinsemdar alger.
Framsókn fengi 40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Höfuðlaus her
4.4.2013 | 18:26
Það hlýtur að nálgast hámark heimskunnar að vera með lögheimili erlendis og vera ekki kjörgengur en ætla samt að leiða framboðslista hér á landi.
Kjósendur hljóta að spyrja sig hvernig limirnir séu, ef svona er höfuðið.
En þetta breytir engu fyrir Guðmund Franklín persónulega, líkur hans að komast á þing eru nákvæmlega þær sömu eftir sem áður.
Þetta er auðvitað bölvað klúður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Skítlegt eðli íhaldsins
3.4.2013 | 22:59
Það er skítlegt þetta úrspil Sjálfstæðisflokksins, að senda Sigurð Guðmundsson fyrrverandi landlækni út af örkinni til að reyna að bjarga flokknum frá frekara fylgishruni með því að láta hann hrópa á auknar fjárveitingar í heilbrigðiskerfið.
Aukið fjármagn í heilbrigðismálin er auðvitað hið besta mál eitt og sér, ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hér er það Sjálfstæðisflokkurinn sem talar og meinar nákvæmlega ekkert með því sem hann segir.
Það er og hefur lengi verið draumur Sjálfstæðisflokksins að rústa heilbrigðiskerfinu í núverandi mynd og koma á kerfi að Bandarískri fyrirmynd þar sem efnahagur sjúklinga ræður alfarið þeirri þjónustu og meðferð sem þeir fá. Nú er lag að þeirra mati, það og ekkert annað ætla þeir sér, komist þeir til valda.
Í því ljósi er þetta örvæntingarútspil giska broslegt og ekki til fylgis fallið.
Farin fram af bjargbrúninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Turnarnir tveir
2.4.2013 | 22:05
Ríkissjónvarpið varð sér til skammar í kosningaþætti kvöldsins. Ekki var öllum framboðum sem þegar hafa komið fram heimiluð þátttaka, þótt eftir því væri leitað. Þetta eru skítleg og andlýðræðisleg vinnubrögð hjá RUV, hvaða skoðun sem menn kunna svo hafa á viðkomandi framboðum sem ekki eru í náðinni.
Að mínu mati skáru Birgitta Jónsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gersamlega frá öðrum frambjóðendum.
Birgitta var að mínu mati sigurvegari kvöldsins sem málefnalegasti frambjóðandinn en Sigmundur Davíð var hinsvegar sigurvegarinn á hinum endanum sem hinn fullkomni lýðskrumari en samt ótrúlega ótrúverðugur, flatur og leiðinlegur.
Kosningabaráttan framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Verður nauðgun barna lögleidd?
2.4.2013 | 21:08
Hollendingar virðast telja sér skylt, í nafni frelsis, að ryðja brautina fyrir hverskonar öfga, óra og ónáttúru. Nýjasta nýtt í þeim efnum er úrskurður áfrýjunarréttar þess efnis að félagsskapur sem hefur nauðgun barna sem aðal áhugamál sé hið eðlilegasta mál.
Hollendingar eru núna að átta sig á því, að fenginni biturri reynslu, að fíkniefna frelsið sem leit svo dæmalaust vel út fyrir nokkrum árum, er hreint ekki að gera sig eins og vonir stóðu til. Í staðin fyrir að bakka frá bullinu grafa þeir sig aðeins dýpra í viðbjóðinn.
Núna virðast Hollensk yfirvöld ætla að toppa sjálfa sig í bullinu, fórnarlömbin verða að þessu sinni börn. Dómstóll þar í landi hefur úrskurðað að samtök sem berjast fyrir lögmæti kynlífs barna og fullorðinna séu fyllilega réttmæt og sé frjálst að breiða út sinn boðskap!
Er hægt að sökkva sér dýpra í viðbjóðinn?
Barnaníðssamtök ekki bönnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Besta gabbið ekki gabb
1.4.2013 | 17:28
Það var eðlilegt að setja þetta nýja framboð á koppinn í dag 1. apríl. Allir líta auðvitað á þetta sem gabb, enda er formaður framboðsins, Pétur Gunnlaugsson trúður á Útvarpi Sögu, eitt allsherjar aprílgabb.
Það verður með þetta aprílgabb eins og önnur slík, það lifir daginn en er svo öllum gleymt.
Átta samtök standa að Flokki heimilanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)