Íslenskur meðaltalsreikningur bjargar KSÍ

ksí myrkraverkEkki þarf að fjölyrða um það fjaðrafok sem varð þegar KSÍ skeit í bólið sitt og seldi  miðana á landsleikinn við Króatíu í skjóli nætur.  

Í dag voru um 300 ónotaðir Króatíumiðar seldir og hófst salan kl. 14.00 og lauk sennilega á sama tíma.

 Forsvarsmenn KSÍ hafa með tímasetningunni bjargað andlitinu, nú geta þeir með nokkru sanni sagt að miðasalan á leikinn hafi hafist að meðaltali kl. 09.00.

 

 

 

 

 

 


mbl.is 300 aukamiðar í sölu kl. 14
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vekur dugleg rassskelling þjóðina af draumi fáránleikans?

fótboltahausÞá er hann loks runninn upp fótboltadagurinn mikli sem allir hafa beðið eftir. Þeir sem hafa fótbolta í höfuðsstað, hugsa og tala ekki um annað en fótbolta, eru auðvitað löngu orðnir vindlausir af óþreyju.

En meirihluti þjóðarinnar hefur beðið dagsins, ekki vegna ástar á fótbolta heldur af þeirri augljósu ástæðu að þá myndi umræðunni, öllu  umrótinu og fáránleikanum  um þennan hégóma vonandi linna. Þá gætu fjölmiðlar aftur snúið sér að málefnum sem máli skipta fyrir þessa þjóð.  

Ekki ætla ég að ganga svo langt að vonast eftir tapi í kvöld, en óneitanlega yrði sú útkoma betri til að losna við fjölmiðlafár framtíðar.  Umfjöllunin um þennan leik sýnir að íslendingar og fjölmiðlar sér í lagi hafa ekki þroska til að höndla sæti á HM. Fram að HM yrði um fátt annað fjallað en heimsmeistaratitilinn, sem væri í höfn, aðeins þyrfti að skreppa til Brasilíu til að sækja hann, svona formsins vegna.

 Þessi þjóð hefur annað og þarfara að gera, hún á eftir að hysja upp um sig buxurnar, eftir „hið svokallaða hrun“, það verður ekki gert með dagdraumum um sigurför til Brasilíu.

 

 


mbl.is Fertugasti landsleikur fyrirliðans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hafði rangt fyrir mér

Ég hélt að Hringekjan, „skemmtiþátturinn“  með biskupssyninum, sem sýndur var á RUV 2010-2011, myndi  aldrei verða toppaður sem leiðinlegasta  sjónvarpsefnið sem frameitt hefur verið á Íslandi.

Ég verð að viðurkenna að ég hafði rangt fyrir mér. Hringekjan var nánast áhugavert sjónvarpsefni í samanburði við spurningaþáttinn „Vertu viss“ sem fór í loftið á RUV í kvöld.

Vertu viss er spennuþrunginn skemmtiþáttur þar sem bókstaflega allt getur gerst“, segir í kynningu á RUV.  En það gerist nákvæmlega ekkert, spennan er minni en engin, flatneskjan er alger. Það örlar ekki á skemmtun eða spennu sem er frumskilyrði fyrir áhorfi á þátt sem þennan. Svei mér ef það leynist ekki meira líf í tilkynningalestri á rás 1, en þessu andvana fyrirbæri.

Raunar er erfitt að sjá út á hvað þátturinn gengur og hvaða erindi hann á við áhorfendur. Þátturinn er fullkomin sóun á og peningum og besta tíma sjónvarpsins. Það er annars leiðinlegt að sjá þann stórgóða sjónvarpsmann Þórhall  Gunnarsson verða slíku floppi að bráð.

Vonandi verður þátturinn slegin af sem fyrst.


Hvarflar það að einhverjum að Mossad stundi myrkraverk?

Auðvitað hvarflar það ekki að nokkrum manni að Ísrael hafi haft eitthvað með morðið á Arafat að gera.  Allar hugrenningar um slíkt, hvað þá að hugsa það upphátt, er gyðingahatur og ekkert annað.

Sumir þreytast aldrei á að upplýsa okkur að öll gagnrýni og efasemdir um stefnu Ísraelstjórnar gagnvart Palestínu, hvaða nafni sem hún nefnist, sé gyðingahatur af verstu sort, það hljóti allir að sjá!

 


mbl.is Ísrael ekki á bak við dauða Arafats
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða endemis slappleiki er þetta...,

....af hverju bjóða íslensk stjórnvöld Kasparov ekki íslenskan ríkisborgararétt?

Aðeins þarf að skrá karlinn í landsliðið eða bóka hann til heimilis hjá einhverjum ráðherranum til að ekki þurfi að fara að lögum um ríkisborgaraumsóknir. Eins og dæmin sanna.

Garrí  gæti þá borðað hádegismatinn sinn á morgun sem íslenskur ríkisborgari.


mbl.is Kasparov vill verða Letti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"....feitar konur á færibandi"

 

færibandHvaðan og hvert flytur umrætt færiband téðar konur?

 

 


mbl.is Móðgar feitar konur á færibandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumi íhaldsins, martröð kjósenda, hafnað

Samkvæmt þessari skoðanakönnun tekur Björt framtíð við keflinu af Besta flokknum sem kjölfestuflokkur í Reykjavík. Íhaldið tapar aftur á móti fylgi, öfugt við vonir þess eftir hrekkjavökuútspil borgarstjórans. Það er verulega illa komið fyrir íhaldinu...

Refsing við hæfi

Það er skiljanlegt að gyðingum sé lítt skemmt yfir þessum fréttum. Heinrich Müller og aðrir nasistar komu fram við gyðinga eins og hunda, bæði lifandi og látna. Er það því ekki refsing við hæfi að Heinrich Müller skuli, frá hans eigin sjónarhóli, hvíla í...

Alfinnur álfakóngur segir mælinn fullan - og rúmlega það

Jæja, þá eru álfarnir mættir til leiks. Þá er best fyrir vegagerðina að pakka saman og gleyma þessari vegagerð, vilji hún ekki hafa verra af. Auðvitað voru það álfarnir sem skemmdu vélar verktakans, asni var maður að sjá það ekki strax. Ef þið trúið mér...

Skemmdaverka rokk

Ætli hraunavinirnir, sem unnu spellvirkin á vinnuvélunum verktakans í Gálgahrauni um helgina, hafi hlustað á Gálgarokk Ómars sér til hvatningar meðan þeir unnu óhæfuverkin? Þið þarna á mbl.is, greyin mín lesið textann yfir, þó ekki sé nema einu sinni,...

Njósnar NSA hér á landi?

Það er orðið ljóst að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hefur stundað víðtækar njósnir erlendis. NATO ríki, og leiðtogar þeirra, virðast hafa notið þessa óvenjulega vinarbragðs BNA ekki síður en ímyndaðir óvinir. Hver þarf á óvinum að halda þegar...

Hálfa leið til himna

Hæð hinnar fyrirhuguðu kirkju við Mýratgötu virðist standa nokkuð í íbúum á svæðinu. Andstaðan gegn rétttrúnaðarkirkjunni er því af allt öðrum toga en andstaðan gegn moskunni sem söfnuður múslima fyrirhugar að reysa við Miklubrautina austast í...

Nei Ólína, nei!

Ólína þú átt eflaust eftir að sækja um önnur störf í framtíðinni. Gerðu því sjálfri þér greiða, láttu kyrrt liggja! Oftast er það betra. Ef ekki, þá skerpir þú aðeins á þeirri neikvæðu ímynd sem þú virðist hafa skapað þér, með réttu eða röngu. Ólína,...

Eiga menn að trúa því að hraunavinir láti segjast og pakki saman þegar Hæstiréttur dæmir gegn þeim?

Það er afskaplega ótrúverðugt að hraunavinir láti segjast og hætti þessum fíflalátum þegar Hæstiréttur hafnar kröfum þeirra, eins og þeir láta í veðri vaka. Þeir vilja aðeins bíða dóms Hæstaréttar til að kaupa tíma, í þeirri veiku von að tíminn vinni með...

Betra að hafa Eið Guðnason á móti sér en með

"Reiður" Guðnason hefur undarlegar hugmyndir um réttarríki annarsvegar og lögregluríki hinsvegar. Að hans mati er réttarríkið samfélag þar sem fámennir hópar fara sínu fram hvað sem öllu líður. Þegar lögreglan skerst í leikin, eftir ótrúlega þolinmæði,...

Núna reynir á, hvort Bjarni og Sigmundur verði sjálfum sér samkvæmir

Á síðasta kjörtímabili töngluðust formenn og þingmenn núverandi stjórnarflokka á því að þáverandi ríkisstjórn bæri að segja af sér þegar fylgi hennar mældist illa í skoðanakönnunum. Samkvæmt þessari könnun FHÍ er núverandi ríkisstjórn fallin. Herrarnir...

Refsivistin á Hrauninu!

Í Fréttablaðinu í dag og á Vísi.is er fjallað um fangelsismál og þá ákvörðun fangelsisyfirvalda að takmarka verulega tölvunotkun fanga vegna misnotkunar. Að auki er til skoðunar að fjarlægja öll aflrauna lóð úr fangelsinu. Um þessar aðgerðir hefur...

Mikið var

Hann var ansi hressilegur skjálftinn sem kom hérna í Grindavík klukkan 7:35, stuttur en snarpur. Þetta gæti orðið skemmtilegur dagur.

Bjarni Ben í röngu hlutverki

Það vakti athygli á dögunum þegar forystusauðir ríkisstjórna rinnar brugðu sér í gervi persóna úr Star Treck. Spock gervið sem brugðið var á Bjarn Ben, var illa heppnað. Það er með ólíkindum að förðunarmeistararnir hafi ekki séð fyrir sér hlutverkið sem...

Vel látinn

Elsti maður heims er merkilegt fyrirbrigði. Hann er alltaf að deyja! Á nokkra vikna eða mánaða fresti koma nýjar fréttir af láti hans. Orðasambandið „að vera vel látinn“ er orðið einkar viðeigandi um þennan merkilega...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.