Þjóðin var rænd
21.1.2009 | 07:46
Af hverju lá svona á að selja, var ekki búið að segja að vert væri að bíða þar til að verðmætin skiluðu sér til baka?
Hvaða spor lá á að hylja, hvaða slóð þurfti að moka yfir?
Hagsmunir hverra hvöttu til sölu?
Voru það hagsmunir hins nýja eiganda bankans, þjóðarinnar?
Klárlega NEI!
Var það ekki skylda ríkisstjórnarinnar, sem fór með þessa eign þjóðarinnar að gæta hagsmuna hennar?
Af hverju gerði hún það ekki?
Skýringin er einföld og felst í skipuriti Sjálfstæðisflokksins. Fyrst koma flokkseigendur, svo flokkurinn og þjóðin rekur lestina. Spegilmyndinni er síðan haldið að kjósendum.
.
![]() |
Glitnir ASA seldur á brot af raunvirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Reykjaselmosvogur.
21.1.2009 | 07:11
Þegar stjóprnskipuð sameiningar manía tröllreið sveitar félögum á landsbyggðinni fyrir nokkrum árum, voru sveitarfélög sumstaðar sameinuð, sameiningarinnar vegna þvert á alla skynsemi, bæði landfræðilega og hugmyndafræðilega.
Ekki þótti þá tímabært að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, var jafnvel tabú að orða þann möguleika.
Nú hefur hið framsýna og vanmetna stjórnmálatröll Ólafur F. Magnússon lagt til að þorpin á höfuðborgarsvæðinu verði sameinuð. Ólafur sér framtíð sinni örugglega betur borgið í sameinuðu þorpi.
Legg til að hið sameinaða þorp verði nefnt Mosreykjaselvogur eða Reykjaselmosvogur.
.
![]() |
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu verði sameinuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Himnaförin
20.1.2009 | 19:56
Smá glens.......
Mótmæli við Alþingishúsið fóru illilega úr böndunum einn daginn og því voru þau komin til himna, Geir Haarde, Steingrímur J og Ingibjörg Sólrún.
Mjög óvænt tók Guð sjálfur á móti þeim, bauð þau velkomin og sagði að vegna þess að þau væru látin gjalda ástandsins á Íslandi, sem þau vissulega ættu enga sök á, ætlaði hann að veita þeim eina ósk.
Hver er þín ósk Geir? Spurði Guð.
Ég vil að þú þurrkir út Vinstri-græna, svaraði Geir.
Hver er þín ósk Steingrímur? Spurði Guð.
Ég vil að þú afmáir Sjálfstæðisflokkinn svaraði Steingrímur.
Og hver er þín ósk Ingibjörg? Spurði Guð.
Ja ef þú getur komið þessu í kring fyrir þá herrana þá læt ég mér nægja einn bolla af kaffi.
![]() |
Fólk var að bíða eftir þessum degi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimurinn andar léttar
20.1.2009 | 16:37
Þegar þetta er skrifað er aðeins hálf klukkustund þar til Barak Obama sver embættiseið sem 44. forseti Bandaríkjanna.
Þessi valdaskipti eru fyrir margra hluta sakir merkileg, ekki aðeins fyrir það að nú tekur við völdum fyrsti svarti forsetinn í sögu Bandaríkjanna, heldur líka og ekki síður fyrir þær sakir að frá völdum fer einhver óvinsælasti og slakasti forseti Bandaríkjanna.
Obama er ekki öfundsverður af því hlutskipti að taka við forsetaembættinu úr hendi Bush eftir 8 ára afspyrnuslappa forsetatíð hans. Nánast ekkert jákvætt er hægt að nefna til minningar um veru Bush í Hvítahúsinu, flest allt hefur farið miður, bæði heima og að heiman.
Bandaríkin hafa aldrei í sögunni mátt þola jafn mikla pólitíska niðurlægingu og haft jafn slæma ímynd erlendis og nú eftir valdatíð Bush, jafnt meðal ríkisstjórna og almennings.
Eins og venja er verður stofnað bókasafn í nafni fráfarandi forseta. Ekki verður það stórt eða mikið að vexti verði það sniðið eftir andlegum gjörfugleika nafngjafans.
Bush verður af fáum saknað. Nú fara nýir tímar í hönd, heimurinn andar léttar.
.
![]() |
Gífurlegt fjölmenni í Washington |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ljáið okkur eyra
20.1.2009 | 14:06
Er allt að fara í bál og brand á Austurvelli? Ástandið virðist svo viðkvæmt að lítið sem ekkert þarf til að uppúr sjóði.
Hvað þarf margar svona uppákomur svo Geir og Solla veiti því eftirtekt?Þarf að bíða þess að eitthvað alvarlegt gerist áður en stjórnvöld hætta að mæta sanngjörnum kröfum landsmanna með hroka og stærilæti og láta svo lítið að ljá lýðnum eyra?
Ástandið á bara eftir að versna, getur ekki annað meðan ekki fæst annað frá Geir og Sollu en fingurinn og jafnvel ofbeldisandstæðingurinn ég, er farinn að endurmeta þá afstöðu.
![]() |
Svæði við þinghúsið rýmt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Össur fær prik
19.1.2009 | 16:25
Takk fyrir það Össur, takk fyrir.
.
.
![]() |
Ísraelskur ráðherra afboðar komu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ný Framsókn. - En sama Íhaldið, fúlt og feyskið
19.1.2009 | 13:29
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Glöggt er gests augað
19.1.2009 | 02:34
Klárlega heimsmet
18.1.2009 | 16:49
Sprotafyrirtæki lokað?
18.1.2009 | 14:45
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Fyrsti dagur ársins í Bláfjöllum"
18.1.2009 | 12:05
Gefum lífinu líf
18.1.2009 | 11:45
Geir rýnir í framtíðina
17.1.2009 | 17:19
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Höfuðverkur tískufrömuða
17.1.2009 | 16:02
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Með sjálfan sig að hugsjón
17.1.2009 | 15:08
Að hafa vit fyrir öðrum.
16.1.2009 | 22:55
Alþýðulýðveldið N- Kórea
16.1.2009 | 22:13
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smá ljós í myrkrinu.
16.1.2009 | 18:23
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hégómalyf
15.1.2009 | 18:04
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Íslendingar og aðrir landsmenn"!
14.1.2009 | 17:22
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)