Markmið Núllflokksins endurvakið?
18.4.2009 | 17:15
Í Alþingiskosningum 1971 kom fram framboð sem vakti að vonum nokkra athygli. Þar var á ferðinni Framboðsflokkurinn, sem líka var kallaður Núllflokkurinn eftir að hann fékk listabókstafinn O.
Framboðsflokkurinn hafði það yfirlýsta og háleita markmið að fá mann ekki kjörinn á þing!Nú hefur Ástþór og Lýðræðishreyfing hans tekið upp þetta gamla baráttumál Núllflokksins, þótt framkvæmdin sé með allt öðrum og ólíkum hætti.
Núllið fékk 2110 atkvæði í kosningunum, ólíklegt verður að telja að Ástþór & Co jafni það þótt kjósendum hafi fjölgað verulega síðan þá.
![]() |
Kallaði lögreglu að Útvarpshúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í anda lýðræðisins
17.4.2009 | 15:37
Það er jákvætt fyrir lýðræðið, tilgang þess og anda, að framboð Lýðræðishreyfingarinnar var úrskurðað gilt.
Flestir hafa skoðun á Ástþóri Magnússyni og skoðunum hans, ég er einn af þeim. Mín skoðun á Ástþóri er í stuttu máli sú að hann verður seint valkostur hjá mér í kjörklefanum.
En það breytir ekki þeirri staðreynd að allir eiga að hafa skýlausan rétt á því að láta skoðanir sínar í ljós hvar og hvernig sem er svo fremi að þeir gangi ekki með því á rétt annarra.
Það tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi hefur Ástþór Magnússon rétt eins og aðrir.
Skoðanir og yfirlýsingar á þá leið að það væri nauðgun á lýðræðinu ef Ástþór fengi að bjóða fram aftur hittir engan fyrir nema höfund sinn og opinberar aðeins takmarkaðan skilning viðkomandi á lýðræðinu og virðingu hans fyrir því.
Lýðræðið verður í mínum huga aldrei það sem því var ætlað að vera nema það sé alltaf virkt, líka þegar það vinnur gegn persónulegum hagsmunum mínum.
![]() |
Framboð P-lista úrskurðað gilt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Húsbændur og hjú.
16.4.2009 | 22:06
Á framboðsfundinum á Akureyri í kvöld lagðist Kristján Þór Júlíusson hart gegn öllum hugmyndum um afturköllun aflaheimilda.
M.a. sagðist hann ekki sjá hvernig t.d. væri hægt að afturkalla aflaheimildir, sem sjómenn og útgerðin hefðu aflað sameiginlega, hörðum höndum,utan lögsugu.
En Kristján lét þess ógetið hvers vegna kvótinn væri þá ekki sameign sjómanna og útgerðar, væri hans aflað sameiginlega, hvort heldur var utan eða innan lögsögu?
![]() |
VG í sókn - Samfylking stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
„Göngum hreint til verks!“
16.4.2009 | 19:54
Áróðursauglýsing frá Sjálfstæðis- flokknum, sem núna er keyrð bæði í útvarpi og sjónvarpi, endar á slagorðinu göngum hreint til verks.
Í ljósi atburða síðustu daga verður þessi staðhæfing býsna brosleg.
Rétt eins og stóri sannleikurinn á meðfylgjandi mynd.
Ætli Sjálfstæðisflokkurinn sé að hvetja kjósendur að ganga hreint til verks í kjörklefanum í komandi kosningum?
![]() |
Fylgið flæðir milli flokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ok, þá vitum við það
15.4.2009 | 13:38
Já, já. Ég skil. Þá er það á hreinu.
Eins og meðfylgjandi mynd sýnir,
þá þarf ekki frekari vitnanna við.
Amen.
![]() |
Upprisa Jesú Krists er ekki goðsögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stóribróðir
15.4.2009 | 13:18
Í nafni Frjálshyggjugræðginnar hafði lítill hópur manna frjálsar hendur að hrifsa til sín eigur nágranna sinna og annarra landsmanna og gera þá eignalausa hópum saman.
Stóribróðir hafðist ekki að, horfði á með velþóknun og hreyfði hvorki legg né lið til varnar lítilmagnanum.
En þegar lítilmagninn svarar fyrir sig og sest að í húsnæði sem Frjálshyggjugræðgin á og hafði hrifsað til sín í von um skjótfenginn gróða, þá kemur Stóribróðir og hreinsar út og er snöggur að því.
Það er því vissara fyrir Sómalska sjóræningja að reyna ekki hústöku í Reykjavík, þá yrði þeim sýnt hvar Davíð keypti ölið og þeir látnir finna til tevatnsins.
.
![]() |
Lögregla rýmir Vatnsstíg 4 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Varst þú í Peking um páskana Þorgerður?
14.4.2009 | 20:45
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er það sundur eða saman.....?
14.4.2009 | 16:30
Er veðjað á að kjósendur séu fífl?
14.4.2009 | 13:39
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Smiður beðinn að baka brauð.
14.4.2009 | 11:06
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Öryggið á oddinn?
13.4.2009 | 11:52
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rangur misskilningur!
12.4.2009 | 12:51
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skipað gæti ég, væri mér hlýtt.
11.4.2009 | 23:22
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fé án hirðis.
11.4.2009 | 18:31
I´m not a crook !“
11.4.2009 | 17:47
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gölluðu sæði skilað?
9.4.2009 | 12:42
Hvernig ávinna menn sér traust?
9.4.2009 | 12:16
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tilliðkunarfé?
8.4.2009 | 13:08
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldhúsdagur á Alþingi.
7.4.2009 | 22:38
Farinn í bloggfrí
21.1.2009 | 11:49