Markmið Núllflokksins endurvakið?

Í Alþingiskosningum 1971 kom fram framboð sem vakti að vonum nokkra athygli. Þar var á ferðinni Framboðsflokkurinn, sem líka var kallaður Núllflokkurinn eftir að hann fékk  listabókstafinn O.

Framboðsflokkurinn hafði það yfirlýsta og háleita markmið að fá mann ekki kjörinn á þing!

Nú hefur Ástþór og Lýðræðishreyfing hans tekið upp þetta gamla baráttumál Núllflokksins, þótt framkvæmdin sé með allt öðrum og ólíkum hætti.

Núllið fékk 2110 atkvæði í kosningunum, ólíklegt verður að telja að Ástþór & Co jafni það þótt kjósendum hafi fjölgað verulega síðan þá.

 
mbl.is Kallaði lögreglu að Útvarpshúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í anda lýðræðisins

ástþórÞað er jákvætt fyrir lýðræðið, tilgang þess og anda, að framboð Lýðræðishreyfingarinnar var úrskurðað gilt.

Flestir hafa skoðun á Ástþóri Magnússyni og skoðunum hans, ég er einn af þeim. Mín skoðun á Ástþóri er í stuttu máli  sú að hann verður seint valkostur hjá mér í kjörklefanum.

En það breytir ekki þeirri staðreynd að allir eiga að hafa skýlausan rétt á því að láta skoðanir sínar í ljós hvar og hvernig sem er svo fremi að þeir gangi ekki með því á rétt annarra.

Það tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi hefur Ástþór Magnússon rétt eins og aðrir.

Skoðanir og yfirlýsingar á þá leið „að það væri nauðgun á lýðræðinu ef Ástþór fengi að bjóða fram aftur“ hittir engan fyrir nema höfund sinn og opinberar aðeins takmarkaðan skilning viðkomandi á lýðræðinu og virðingu hans fyrir því.

Lýðræðið verður í mínum huga aldrei það sem því var ætlað að vera nema það sé alltaf virkt, líka þegar það vinnur gegn persónulegum hagsmunum mínum.


mbl.is Framboð P-lista úrskurðað gilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsbændur og hjú.

Á framboðsfundinum á Akureyri í kvöld lagðist Kristján Þór Júlíusson hart gegn öllum hugmyndum um afturköllun aflaheimilda.

M.a. sagðist hann ekki sjá hvernig t.d. væri hægt að afturkalla aflaheimildir,  sem sjómenn og útgerðin hefðu aflað sameiginlega, hörðum höndum,utan lögsugu.

En Kristján lét þess ógetið hvers vegna kvótinn væri þá ekki sameign sjómanna og útgerðar, væri hans aflað sameiginlega, hvort heldur var utan eða innan lögsögu?

 

                                               


mbl.is VG í sókn - Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Göngum hreint til verks!“

Geir goðiÁróðursauglýsing frá Sjálfstæðis- flokknum, sem núna er keyrð bæði í útvarpi og sjónvarpi, endar á  slagorðinu „göngum hreint til verks“.

Í ljósi atburða síðustu daga verður þessi staðhæfing býsna brosleg.

Rétt eins og „stóri sannleikurinn“ á meðfylgjandi mynd.

Ætli Sjálfstæðisflokkurinn sé að hvetja kjósendur að ganga hreint til verks í kjörklefanum í komandi kosningum?

 


mbl.is Fylgið flæðir milli flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ok, þá vitum við það

upprisanJá, já. Ég skil. Þá er það á hreinu.

Eins og meðfylgjandi mynd sýnir,

þá þarf ekki frekari vitnanna við.

Amen.


mbl.is Upprisa Jesú Krists er ekki goðsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóribróðir

big-brother-is-watching-youÍ nafni Frjálshyggjugræðginnar hafði lítill hópur manna frjálsar hendur að hrifsa til sín eigur nágranna sinna og annarra landsmanna og gera þá eignalausa hópum saman.

Stóribróðir hafðist ekki að, horfði á með velþóknun og hreyfði hvorki legg né lið til varnar lítilmagnanum.

En þegar lítilmagninn svarar fyrir sig og sest að í húsnæði sem Frjálshyggjugræðgin á og hafði hrifsað til sín í von um skjótfenginn gróða, þá kemur Stóribróðir og hreinsar út og er snöggur að því.

Það er því vissara fyrir Sómalska sjóræningja að reyna ekki hústöku í Reykjavík, þá yrði þeim sýnt hvar Davíð keypti ölið og þeir látnir finna til tevatnsins.

.

 
mbl.is Lögregla rýmir Vatnsstíg 4
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varst þú í Peking um páskana Þorgerður?

Þorgerður Katrín lætur í þessu viðtali, af mikilli vandlætingu, vaða á súðum yfir orðum Svandísar Svavarsdóttur, sem varð það á að segja upphátt það sem þjóðin hugsar þessa dagana. Það virtist hafa komið gersamlega flatt upp á Þorgerði að þjóðin teldi...

Er það sundur eða saman.....?

Sundur-, saman-, sundur-, .......... úps.... saman. . .

Er veðjað á að kjósendur séu fífl?

Nú hefur Ríkisendurskoðandi staðfest það sem ég sagði í greininni hér á undan að hann hafi ekki heimild til þeirrar rannsóknar sem Guðlaugur hefur sagst ætla að óska eftir. Guðlaugur ætti að líta sér nær í viðleitni sinni að hreinsa sig af þeim ákúrum...

Smiður beðinn að baka brauð.

Enn hamast illar tungur og óvandaðar sálir á Mogganum á honum Guðlaugi okkar Þór Þórðarsyni, algerlega að ósekju. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður hefur því ákveðið að óska eftir að Ríkisendurskoðun taki út störf hans fyrir hönd Orkuveitu...

Öryggið á oddinn?

Fullvíst er að þetta flokkast ekki undir öruggt kynlíf!

Rangur misskilningur!

Það var í fréttum Bylgjunnar í hádeginu að Kjartan Gunnarsson, þessi myndarlegi og glæsilegi maður, hefði sagt ósatt um aðkomu sína að stóra mútumálinu. Þvílík illgirni og fúlmennska að fullyrða svona! Það er margbúið að segja okkur að Kjartan, rétt eins...

Skipað gæti ég, væri mér hlýtt.

Stjórnarfarið í N- Kóreu er ekki til eftirbreytni, né heldur hvaða tökum þau beita almenning sem oft sveltur heilu hungri. Ráðamenn í N-Kóreu mættu fara norður og niður fyrir mér og helst lengra. Þrátt fyrir þetta sé ég ekki hvernig önnur ríki telja sig...

Fé án hirðis.

Jæja eftir mikla leit hafa fundist kappar tveir til að gangast við því að hafa safnað sjóðnum súra. Þeir félagar hafa sent frá sér yfirlýsingu um málið. En ég fæ ekki séð að neitt hafi breyst. Það er eitt að safna fé, eða vera tilbúnir að reiða það fram,...

I´m not a crook !“

Það má segja að ástandið innan veggja Valhallar núna sé ekki ósvipað og það var í Hvíta húsinu í Votatúni þegar Nixon reyndi hvað hann gat að ljúga sig frá Watergate málinu. Þá sagði hann m.a. þessa gullvægu setningu, sem fleyg varð „I´m not a...

Gölluðu sæði skilað?

Þegar menn fá gallaða vöru afhenta er það eðlilegast að henni sé skilað og ný og ógölluð vara fengin í staðinn. Gaman verður að sjá hvernig það ferli verður útfært í þessu tilfelli. .

Hvernig ávinna menn sér traust?

Það er í besta falli barnalegt af Sjálfstæðismönnum að reyna að setja málið þannig upp að Geir Haarde hafi einn, samþykkt, tekið á móti og vitað af peningunum í sjóðum flokksins. Til að það sé mögulegt hlýtur flokkurinn að halda svokallað rassvasabókhald...

Tilliðkunarfé?

Í gegnum FL Group rétti Hannes Smárason Sjálfstæðisflokknum 30 milljónir, rétt sí svona, korteri áður en lög um 300 þús. kr. hámarksframlög til stjórnmálaflokka tók gildi um áramótin 2006 og 2007. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hælt sér ósköpin öll af...

Eldhúsdagur á Alþingi.

Bjarni Benediktsson flutti í kvöld á Alþingi sína fyrstu eldhúsdagsræðu sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Ég varð satt að segja undrandi á því hvað ræðan var máttlaus, innihaldsrýr og illa flutt, sannast sagna. Það var engu líkara en taugatrekkur...

Farinn í bloggfrí

Kæru bloggvinir og aðrir lesendur. Nú þegar Bush er horfinn úr Hvítahúsinu, nokkuð sem heimsbyggðin hefur beðið eftir í 8 ár, verður þvílíkt spennufall að ég hef ákveðið að taka mér frí frá bloggi um óákveðin tíma. Ég mun snúa...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband